Morgunblaðið - 31.05.1978, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978
Staða Sjálfstæðisflokks
Iumræöum þeim, sem fram fara þessa dagana um urslit
sveitarstjórnakosninganna hefur athygli ekki sízt beinzt að
atkvæðataþi Sjálfstæðisflokksins frá síðustu kosningum. Þegar
rætt er um þetta atkvæöatap er aö sjálfsögðu miðað við úrslit
sveitarstjórnakosninga voriö 1974. í þeim kosningum og
þingkosningunum, sem fylgdu í kjölfarið, vann Sjálfstæðisflokkur-
inn stórsigur. Þegar rætt er um atkvæðatap Sjálfstæðisflokksins
nú er átt viö tap frá þeim sigri.
Þess vegna er fróölegt að bera úrslitin nú saman við niðurstöðu
í bæjar- og sveitarstjórnakosningum 1966 og 1970 til þess að
fá eölilegra mat á stöðu Sjálfstæðisflokksins eftir kosningarnar
á sunnudaginn var. í kosningum 1966 og 1970 hlaut
Sjálfstæðisflokkurinn viðunandi útkomu og samanburður við þær
gefur því nokkra vísbendingu um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn
standi frammi fyrir alvarlegri röskun á fylgi sínu en sem nemur
atkvæðatapi frá stórsigrinum 1974.
Ef miðað er við atkvæðamagn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
og kaupstööum landsins kemur í Ijós, að í kosningunum nú hlaut
Sjálfstæðisflokkurinn 32,5% greiddra atkvæða í þessum
þéttbýliskjörnum. Árið 1966 fékk Sjálfstæðisflokkurinn í þessum
sömu bæjarfélögum 34,2% greiddra atkvæða og í kosningunum
1970 var þetta sama atkvæðahlutfall 35,4%. Af þessum tölum
verður Ijóst, að úrslit sveitarstjórnakosninganna á sunnudaginn
þýða að Sjálfstæöisflokkurinn hefur nú heldur minna fylgi en hann
hafði 1966 og 1970.
Til viðbótar þessu er ástæða til að vekja athygli á því, að
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut í kosningunum á sunnudag 39,9%
greiddra atkvæða í kaupstööum og kauptúnahreppum. í
Reykjavík hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 47,5% greiddra atkvæða
eöa heldur betra hlutfall en í borgarstjórnarkosningunum 1970
er Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 47,2% greiddra atkvæða. Þá dugöi
það hins vegar til þess að halda meirihlutanum í borgarstjórn en
ekki nú.
Þegar þessar tölur eru skoðaðar kemur í Ijós, að því fer fjarri,
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi beðið nokkurt afhroð í þessum
kosningum. Kosningarnar 1974, alveg eins og kosningarnar 1958
færðu Sjálfstæðisflokknum fylgisaukningu, sem útilokað var að
yrði varanleg, a.m.k. ekki meðan hann þarf að glíma við erfið
vandamál í ríkisstjórn. Að því hlaut að koma í þessum kosningum,
að sú fylgisaukning þá, færðist yfir á aðra flokka nú. Þessar
staðreyndir draga ekki úr því mikla áfalli, sem það er fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að missa meirihlutann í Reykjavík en þær
sýna, aö staða flokksins í landinu er þrátt fyrir það mun sterkari
en mönnum kann að hafa virzt við fyrstu sýn í sþennu
talningarnæturinnar.
Alþýðubandalags
Fylgisaukning Alþýðubandalagsins hefur ekki síður vakið
athygli en fylgistap Sjálfstæðisflokksins miðað við síðustu
kosningar. En fylgi Alþýðubandalagsins í Reykjavík í þessum
kosningum nú er ekki einsdæmi. Kommúnistar hafa áður náð jafn
langt og er gagnlegt að hafa það í huga. í borgarstjórnarkosning-
um 1946 hlaut Sósíalistaflokkurinn, forveri Alþýðubandalagsins,
jafn hátt hlutfall atkvæða og Alþýðubandalagið nú. í kosningunum
til borgarstjórnar 1942 fékk Sósíalistaflokkurinn nær 24%
greiddra atkvæða og í kosningunum 1950 hlaut sami flokkur nær
27% greiddra atkvæða.
Alþýðubandalagið hefur því ekki komizt lengra nú en
kommúnistar hafa áður náð en það breytir ekki því, að í
atkvæðamagni kommúnista nú felst hætta, sem bregðast verður
við.
Staða Alþýðuflokks
Isveitarstjórnakosningunum á sunnudaginn var bætti Alþýðu-
flokkurinn við sig verulegu fylgi og verður að telja, að með
þeirri fýlgisaukningu sé flokkurinn kominn úr þeirri hættu að
missa fulltrúa sína á Alþingi en sú hætta var yfirvofandi miðað
við úrslit kosninganna fyrir fjórurr, árum.
En þegar fylgi Alþýðuflokksins í Reykjavík og kaupstööum
landsins er athugað kemur í Ijós, að Alþýðuflokkurinn hefur ekki
náð lengra en svo að endurheimta ríflega það hlutfall, sem
flokkurinn hafði í kosningunum 1966 og 1970.
í kosningunum nú hlaut Alþýðuflokkurinn 21,5% greiddra
atkvæöa í bæjum landsins. í kosningunum 1970 fékk
Alþýöuflokkurinn 19% greiddra atkvæöa og í kosningunum 1966
:kk flokkurinn 19,1% greiddra atkvæða í þessum bæjarfélögum.
:aða Alþýðuflokksins meðal kjósenda er því svipuð nú og hún
á Viöreisnarárunum, enda þótt hann hafi notið góðs af
ijórnarandstöðu sinni undanfarin ár.
Nýjar bækur
frá Sögufélagi
AÐALFUNDUR SegufólaKs var
haldinn fyrir nokkru oic Ict þar
dr. Björn Þorstcinsson prófcssor
af starfi forscta fclaKsins er hann
hcfur Kc*rnt sl'ðan árið 1965. Var
honum þakkað forystustarf í 13
ár ok í tilcfni sextuKsafmadis dr.
Björns hinn 20. marz s.l. hefur
fclaKÍð nú Kcfið út afmadisrit
honum til hciðurs. Var það kynnt
frcttamönnum á fundi í Ka;r og
saKði þá Einar Laxness
nýkjörinn forseti SöKufélags
m.a.i
Hinn 20. marz s.l. varð dr. Björn
Þorsteinsson sextugur. Af því
tilefni gefur Sögufélag nú út
afmælisrit honum til heiðurs
vegna langra og góðra forystu-
starfa í Sögufélagi og hins mikil-
væga framlags, sem hann hefur
innt af hendi í þágu íslenzkrar
sagnfræði. Rit þetta, sem ber
heitið A fornum slóðum og nýjum,
hefur að geyma ritgerðir eftir
Björn um margvísleg efni frá
löngum ritferli hans. Rit þetta
skiptist í 4 meginkafla: 1) Á
[Cömlum slóðum 2) Um bækur 3)
3öfn og sagnfræðingar og 4) Menn
'jg minningar (en í síðasta kaflan-
jm er m.a. nýsamið efni). Fremst
ritinu er listi yfir menn og
stofnanir, sem senda höfundi
heillakveðjur á sextugsafmæli
hans, og í bókarlok er skrá yfir
ritstörf Björns Þorsteinssonar. í
ritnefnd þessa verks eru Björn Th.
Björnsson, Einar Laxness, Gunnar
Karlsson, Jón Guðnason og Ragn-
heiður Þorláksdóttir. — Telur
Sögufélag, að mikill fengur sé í
þessu riti og að mörgum þyki
bókin forvitnileg.
Sögufélag gefur einnig nú út
Alþingisbækur íslands XIV bindi
en þetta verk er eitt viðamesta og
merkasta heimildarrit sem félagið
hefur gefið út að sögn Einars, og
eru þar saman komnar gerðabæk-
ur Alþingis hins forna. „Hafa þær
að geyma grundvallarheimildir
um íslenzka þjóðarsögu, réttarfar,
persónusögu svo og menningu og
tungu þjóðarinnar," sagði Einar
Laxness ennfremur. Sögufélag hóf
útgáfu þessa verks árið 1912 og eru
nú alls komin 14 bindi. Tekur hið
síðasta yfir árin 1751 — 1765 að
báðum meðtöldum og hefur Gunn-
ar Sveinsson mag. art. skjala-
Framhald á bls. 18
Einar Laxness (t.v.), nýr forseti Sögufélags, afhcnti dr. Birni
Þorsteinssyni, sem var forseti félagsins í 13 ár, áritað eintak af
bókinni A fornum slóðum og nýjum. Ljósm. Tax.
Davíð Oddsson, borgarfulltrúi:
Um kosningaúrslitin
Við sjálfstæðismenn verðum
að bíta í það súra epli, að vera
nú um sinn sviptir forystuhlut-
verki í Borgarstjórn Reykjavík-
ur. En |>ótt við hörmum að hafa
hlotið það hlutskipti að vera
gert að taka út „refsidóm“ í
annars stað megum við ekki láta
hugfallast eða fara að ímynda
okkur að virkið sé fallið í eitt
skipti fyrir öll, né heldur að
jæssi ómaklegu úrslit boði, að
Sjálfsta'ðisflokkurinn hafi verið
lagður að velli í Reykjavík.
Allar líkur stóðu til þess að
meirihlutinn félli fyrr eða síðar.
Og ekki verður sagt að fall hans
nú hafi verið mikið. Nokkrir
tugir ;itkva>ða skildu á milli
hans og sameinaðs fylgis
|)riggja andstæðingaflokka.
Þess vegna er broslegt þcgar
andstæðingarnir tala um hrun
hjá meirihiuta Sjálfstæðis-
ntanna.
En hvers vegna féll þá meiri-
hlutinn einmitt núna? Skýring-
arnar eru niargar og samverk-
andi. Kyrir það fyrsta hafa
jillmargir góðir Reykvíkingar
talið að æskilegt væri að nokk-
urt hlé verði gert á löngu
valdaskeiði flokksins í Reykja-
vík og þótt margt þessa fólks
hafi vissulega óttást afleið-
ingarnar af samhristingi
þriggja ólíkra flokka þá hafi það
viljað taka nokkra áhættu til að
fá fram breytingar. Auövitað
eiga slík sjónarmið nokkurn rétt
á sér, þótt við sjálfstæðismenn
höfum bent á vinstri ríkis-
stjórnir sem víti til varnaðar,
því áratugi hefur tekið að bæta
úr því sem þ;er eyðileggja á 2—3
árum. I öðru lagi þá var ófáum
orðið a;ði mál að hefna sín á
þeim opinherum aðilum, sem
hendi væru næstir, vegna þess,
að löggjafavaldið hefði haft af
þeim hluta nýfenginna launa-
hækkanna. Þessu fólki er það til
málsbóta, að það hefur orðið
undir i baráttunni við heila-
þvottaáhrif magnaðrar verð-
bólgu, og því verið opið fyrir
fölskum verkalýðsloddara. Þess
utan er óneitanlegt, að ríkis-
stjórnin hefur verið afarlítið
sannfærandi í framgöngu sinni
i kaup- og kjaramálum og ekki
kunnað sér hóf í eigin eyðslu og
fjárfestingu og hefur þetta
hvort tveggja ýtt undir fdóm-
greindarrugling meðal almenn-
ings. En þrátt fyrir þessar
málsbætur er ómótmælanleft,
að í þcssum kosningum var
bakari hengdur fyrir smið.
Sárast eiga þó þeir kjósendur,
sem létu glepjast af nokkuð vel
útfærðu bragði andstæðing-
anna, sem þreyttust seint á að
fullyrða að engar líkur stæðu til
þess að meirihlutinn félli. Þessir
kjósendur sátu margir heima
eða kusu aðra flokka í þeim
tilgangi að veita sjálfstæðis-
mönnum aukið aðhald, án þess
þó að þeir ætluðu að fella hann
frá stjórnvölnum. Undir þessa
kjósendur ýtti svo jafnframt. að
veðrið var óhagstætt til kjör-
sóknar og menn töldu því
ástæðulaust að taka á sig
óþægindi til þess eins að veita
trvggum meirihluta nokkur um-
fram atkvæði. I 4. lagi verður
ekki hjá því komizt að skoða
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins og velta því fyrir sér
hvort hann hafi verið eins
frambærilegur og kostur er. Ég
er ekki rétti maðurinn til að
fjalla um þessi atriði, en vil þó
leyfa mér að fullyrða, að
persónulegar vinsældir Birgis
Isleifs Gunnarssonar tryggðu að
úrslitin urðu ekki mun verri en
raun varð á. Hins vegar hlýtur
að orka tvímælis, hvort kjör-
nefnd og fulltrúaráðsfundur
gerðu rétt í að binda sig svo
alfarið við prófkjörið, eins og
gert var. En um það verða aðrir
að fjalla.
Um okkur frambjóðendur
sjálfstæðismanna má enn
spyrja, hvort við höfum hagað
kosningabaráttu okkar of dauf-
lega og ef til vill verið sjáifir
þjakaðir af því andvaraleysi,
sem við vöruðum kjósendur
mest við. Um það þurfum við að
fjalla í okkar hóp og með
trúnaðarmönnum flokksins í
fulltrúaráðinu í Reykjavík.
Við sjálfstæðismenn göngum
til leiks í minnihluta borgar-
stjórnar vígreifir og fullir bar-
áttuhugs, ákveðnir að vinna
borginni það gagn sem við
megum, þótt aðstaða okkar til
þess sé vissulega orðin önnur og
minni en áður. Auðvitað munum
við gefa nýjum meirihluta
starfsfrið og styðja hann til
góðra mála, sem hann kann að
vilja beita sér fyrir, því engum
er alls varnað. En á hinn bóginn
munum við jafnframt gæta þess
af festu að skaðinn af vinstri
stjórn í Reykjavík verði eins
lítill og kostur er, en sporin
hræða í þeim efnum.
Við getum ekki túlkað úrslit
kosninganna öðruvísi en svo, að
vinstriflokkunum beri að gera
tilraun til stjórnarsamstarfs og
við hljótum að vísa hvasst á bug
öllum hugmyndum um samkrull
Sjálfstæðisflokksins og annarra
flokka um borgarmálin, eins og
komið er.
Takist okkur að takmarka
skaðann af vinstristjórninni í
Reykjavík með mjög virku og
kraftmiklu aðhaldi, þá spái ég
því, að sjálfstæðismenn hafi
þegar til lengri tíma er iitið,
gott af þessu áfalli og við
munum verða kallaðir að stjórn-
völnum á ný strax við næstu
kosningar og þá taki við nýtt
blómaskeið framfara undir for-
ystu sjálfstæðismanna í Reykja-
vík.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúí
Fréttastjóri
Auglýsíngastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstrætí 6, sími 10100.
Aöalstræti 6, sími 22480.