Morgunblaðið - 31.05.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978
17
Staða
Sjálfstæð-
isflokks
og Alþýðu-
flokks
svipuð
og 1966
og 1970
í FRÉTTUM um úrslit bæjar-
og sveitarstjórnakosninga á
sunnudaginn var, hefur í
samanburði á stöðu flokkanna
nú yfirieitt verið miðað við
úrslit síðustu bæjar- og sveitar-
stjórnakosninga vorið 1974. í
þeim kosningum urðu hins
vegar mikiar breytingar á fylgi
flokkanna sérstaklega Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks.
Sjálfstæðisflokkur vann stór-
sigur en Alþýðuflokkur tapaði
miklu fylgi.
Morgunblaðið hefur hins veg-
ar tekið saman yfirlit um
atkvæðahlutfall flokkanna nú
miðað við úrslit sveitarstjórna-
kosninga 1966 og 1970, og
kemur þá nokkuð önnur mynd
fram heldur en ef miðað er við
kosningarnar 1974, sem háðar
voru við sérstakar aðstæður. f
súluritum þeim, sem hér fylgja
með, er byggt á meðaitalshlut-
falli flokkanna í Reykjavík og
kaupstöðum landsins. Aðeins er
miðað við hrein flokksfarmboð.
A-Alþýðuflokkur, B-Fram-
sóknarflokkur, D-Sjálfstæðis-
flokkur og G-AIþýðubandalag.
Engar verulegar
breytingar við
endurtalningu
ENDURTALNINGU at-
kvæða í borgarstjórnarkosn-
ingunum lauk í fyrrinótt
klukkan 04. Engar verulegar
breytingar urðu á kjörfylgi
flokkanna, en samkvæmt
upplýsingum Björgvins Sig-
urðssonar, formanns yfir-
kjörstjórnar í Reykjavík, var
endurtalið til þess að koma í
veg fyrir allar vangaveltur,
þar sem svo lítill munur var
á 8. manni D-listans og 5.
manni G-listans.
Niðurstöður síðari talning-
ar urðu:
A-listi 6.250 atkvæði og 2
menn kjörna 13,4% gildra
atkvæða.
B-listi 4.368 atkvæði og 1
mann kjörinn 9,4% gildra
atkvæða.
D-listi 22.100 atkvæði og 7
menn kjörna 47,4% gildra
atkvæða.
G-listi 13.864 atkvæði og 5
menn kjörna 29,8% gildra
atkvæða.
Samkvæmt þessu missti
A-listi 11 atkvæði við síðari
talninguna, B-listi bætti við
sig einu atkvæði, D-listi
missti 9 atkvæði og G-listi
bætti við sig 2. Ógild atkvæði
voru 132 og auð 688.
Þá er enn eftir að reikna út
breytingar vegna útstrikana
á listum flokkanna og breyt-
ingar á innbyrðis röðun
frambjóðenda. Er það tölu-
vert flókinn reikningur, sem
ekki mun liggja fyrir fyrr en
að einhverjum tíma liðnum.
Frá endurtalningu atkvæða
í Austurbæjarskólanum í
fyrrinótt. Talningu lauk um
klukkan 04, en hafði engar
verulegar breytingar í för
með sér frá frumtalningu,
sem fram fór aðfararnótt
mánudagsins.