Morgunblaðið - 31.05.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1978
19
— NATO
Framhald af bls. 1
sagði í viðtali við Washington Post
að Frakkar hefðu sýnt í verki að
þeir væru reiðubúnir að styðja
Afríkuríki sem væru fús að verja
sig. Hann kvað Carter forseta hafa
sýnt vilja á að gera slíkt hið sama.
Hann átti við björgun hvítra
manna í Kolwezi eftir innrás
uppreisnarmanna í Shaba-hérað í
Zaire.
Á aukafundi Allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna um af-
vopnunarmál í dag neitaði vara-
forseti Kúbu, Carlos Rodriguez, að
Kúbumenn hefðu tekið þátt í
innrásinni í Shabahérað. Hann
sagði að lýsing Carters á atburð-
unum í Shaba væri alröng og að
Bandaríkjastjórn vissi að hún
væri byggð á endurteknum lygum.
James Callaghan, forsætisráð-
herra Breta, minntist einnig á
afskipti Rússa í Afríku þegar hann
ávarpaði NATO-fundinn og sagði
að Rússar yrðu að skilja að
áhyggjur vestrænna ríkja en
jafnframt vita að vesturveldin
mundu ekki láta reka á reiðanum
þannig að til árekstra þyrfti að
koma. Hann sagði að báðir aðilar
vissu hvað væri í húfi og af
vestrænni hálfu yrði stefnt að friði
og afvopnun en án veikleikamerkis
og friðkaupastefnu.
GEIR IIEIM
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra hélt heimleiðs frá Washing-
ton í dag, fjórum dögum fyrr en
ferðaáætlun hans gerði ráð fyrir,
og hann sleppti því síðari degi
leiðtogafundar NATO og varð að
afþakka heimboö Carters forseta í
Hvíta húsið í kvöld, en þá hélt
forsetinn kvöldverðarboð fyrir
forystumenn NATO-landa að því
er segir í skeyti frá fréttaritara
Morgunblaðsins.
Sömuleiðis varð ekkert af fyrir-
huguðum hádegisverðarfundi for-
sætisráðherra með Kurt Wald-
heim, aðalritara Sþ, en sá fundur
var ráðgerður á föstudag. Einar
Ágústsson utanríkisráðherra tjáði
fréttamanni Morgunblaðsins að
hann mundi hlaupa í skarðið fyrir
forsætisráðherra.
Forsætisráðherra hefur raunar
átt mjög annríkt hér í Washington
og naumast haft tíma til að sinna
öðru en opinberu dagskránni:
lokuðum fundi með forystumönn-
um hinna NATO-þjóðanna og
tveggja stunda hádegisverðarboði
í Hvíta húsinu.
RÆTT UM EYJAHAF
Josef Luns, framkvæmdastjóri
NATO, sagði fréttamönnum í gær
að líkur væru á að NATO víkkaði
út ábyrgðarhlutverk sitt. En
ekkert hefur ákveðið komið fram
í ræðunum á fundinum hvernig
brugðist skuli við afskiptum Rússa
og Kúbumanna í Afríku, en það
mál verður rætt í smáatriðum á
fundinum.
Grikkir og Tyrkir hafa fallizt á
að taka að nýju upp viðræður um
deilur sínar um nýtingu auðlinda
á Eyjahafi og reyna enn að binda
enda á fjandskap þjóðanna. Bulent
Ecevit, forsætisráðherra Tyrkja,
er núverandi heiðursforseti
Atlantshafsráðsins og hann
minntist ekki beinlínis á deilu
Tyrkja og Grikkja þegar hann
ávarpaði setningarfundinn. En
hann sagði að leysa bæri ágrein-
ingsmál innan NATO með gagn-
kvæmum skilningi.
Ecevit hafði áður látið í ljós
gremju vegna þess að Cart-
er-stjórnin hefur enn ekki aflétt
vopnabanninu sem Bandaríkja-
menn settu á Tyrki 1974 þar sem
Tyrkir beittu bandarískum her-
gögnum í innrásinni í Kýpur. Haft
var eftir Ecevit í viðtali við New
York Times að hann teldi Tyrkjum
engin hætta stafa frá Rússum og
að hann mundi undirrita yfirlýs-
ingu þegar hann færi í heimsókn
til Sovétríkjanna í næsta mánuði.
I Napoli sagði yfirmaður liðsafla
NATO í Suðaustur-Evrópu,
Harold Shear flotaforingi, í dag að
NATO gæti ekki orðið traust og
öruggt bandalag fyrr en Grikkir
og Tyrkir gerðu út um ágreining
sinn. Hann sagði að deilur þeirra
væru alvarlegasta vandamál alls
bandalagsins en spáði því að
Bandaríkjaþing kynni að aflétta
vopnabanninu á Tyrki og sagði að
Grikkir væru að semja um að taka
aftur þátt í hernaðarsamvinnu
NATO.
Carter forseti og Helmut
Schmidt ræddust jafnframt við í
Hvíta húsinu í dag og urðu ásáttir
um að leitast við að taka sam-
ræmda afstöðu til helztu efna-
hagsvandamála iðnaðarríkjanna.
— Er ekki til
viðtals...
Framhald af bls. 12.
neitt um þetta, en mér skilst að
það sé ekki hægt að beita fyrir sig
neinum samþykktum um lögbann
til að stöðva þetta. Ég geri ekki
ráð fyrir því að nýi borgar-
stjórnarmeirihlutinn hafi tök á
því að stöðva utan borgarstjórnar-
fundar slíkar framkvæmdir, þar
sem það eru eigendur sem eru að
rífa eigur sínar.“
Þá var rætt við Gérard
Lemarque, Fríðu Haraldsdóttur
og Kristínu Unnsteinsdóttur. en
þau búa í Bröttúgötu 3 A og voru
meðal þeirra, sem höfðu frum-
kvæði að lagfæringu umræddar
lóðar í fyrra.
„Við íbúarnir hér í hverfinu
fengum í fyrra leyfi eigandans til
að búa til þennan garð þar sem
áður var ekki annað en grjót og
drasl. Við unnum að þessu mörg
saman og við þolum ekki að horfa
á þessa eyðileggingarstarfsemi,"
sagði Gérard. „Borgin lét okkur
meira að segja hafa efni í þessar
umhverfisbætur og okkur finnst
réttur eigandans engan veginn
nægilegur til þess að hann geti
farið svona með okkar umhverfi,"
sagði Fríða.
Kristin Unnsteinsdóttir sagði:
„Mjög margir íbúar hér í Grjóta-
þorpi unnu saman að því að laga
garðinn, og okkur finnst ömurlegt
hvernig nú er búið að fara með
þetta. Við viljum ekki láta slétta
og við viljum ekki hafa neitt
bílastæði hér, meðal annars þess
vegna gengum við þannig frá
lóðinni að hún var öll í stöllum.
Það getur verið að lagalegur réttur
sé fyrir hendi til að róta þessu öllu
upp og eyðileggja, en siðferðilegur
réttur eigandans er að okkar mati
enginn."
Töluverður hiti var í umræðum
manna á meðal í Bröttugötunni og
var þar margt manna. Þegar
Morgunblaðið var í þann veginn að
hverfa af vettvangi var mótmæla-
fólkið að bræða með sér frekari
aðgerðir málstað sínum til árétt-
ingar, og stóðu þá yfir umræður
um það hvort taka bæri boði Birnu
Þórðardóttur um lán á gjallar-
horni tii að koma skilaboðum til
borgarbúa um að þörf væri frekari
liðveizlu. .
— Reiknar með
kjori...
Framhald af bls. 2.
nöfn né annað væru ákveðin í því
sambandi.
Þegar Mbl. spurði þá, hvernig
þeir teldu eðlilegast að þrjú sæti
meirihlutans í borgarráði yrðu
skipuð, svöruðu þeir eftirfarandi:
„Það hefur ekki verið gengið frá
því, en ég tel eðlilegt, að í
borgarráði sitji einn fulltrúi frá
hverjum meirihlutaflokkanna,"
sagði Björgvin Guðmundsson.
„Mér finnst ekki annað koma til
greina en að flokkarnir þrír eigi
hver sinn fulltrúa í borgarráði,"
sagði Kristján Benediktsson.
★ ★ ★
Á dagskrá borgarstjórnarfund-
ar á fimmtudaginn eru kjör
forseta borgarstjórnar, fyrsta og
annars varaforseta, kjör ritara,
kjör borgarstjóra, en að því loknu
kjör í ýmis ráð og fastanefndir á
vegum borgarstjórnar, þar á
meðal borgarráð, fræðsluráð, heil-
brigðismálaráð, æskulýðsráð,
hafnarstjórn, byggingarnefnd og
skipulagsnefnd svo dæmi séu
tekin, en um er að ræða á fjórða
tug ráða og nefnda.
Þá verða lagðar fram fundar-
gerðir ráða og nefnda frá fundum,
sem haldnir hafa verið frá síðasta
borgarstjórnarfundi 18. maí sl.
"
Þess vegna er jógúrtið nu
bæði þykkara og
ávaxtaríkara en áður
Taktu jógúrt til bragðs,
breytingin er Æ
vel þess virði.\
Nýjung:
Enn ein breyting fyrir bragðið. Nú býðst
kaffijógúrt, og ekki seinna vænna,
því það hefur lengi verið ein vinsælasta
jógúrttegundin í Evrópu.
Mjólkursamsalan í Reykjavík