Morgunblaðið - 09.06.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.06.1978, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 9, JÚNÍ 1978 Verkefni fyrir at- vinnulausa skólaungl- inga voru undirbúin — segir Birgir Isleifur Gunnarssoi, „ÞAÐ var stefna fyrrverandi meirihluta í borgarstjórn að leysa atvinnuvanda skólafólksins strax upp úr mánaðamótunum með því að hafa þá tilhúin verkefni, jafnvel utan áætlunar, ef með þyrfti. Ég fór þess því á leit við borgarverkfræðing 10. maí sl. að hann undirbyggi slík verkefni og mér sýnist vera þörf fyrir þau, þannig að vonandi heldur núverandi meirihluti við þessa stefnu,“ sagði Birgir ísleif- ur Gunnarsson borgarfulltrúi í samtali við Mbl. í gær. Birgir sagði að hér væri aðallega um jð ræða ýmis ræktunarverk- efm víðs vegar um borgina. Birgir sagði að nú væru á atvinnuleysis- skrá 135 unglingar 16 ára og eldri; 86 stúlkur og 49 piltar, en í fyrra var talan 175. A atvinnuleysisskrá Bifhjólaslys í GÆRMORGUN varð árekstur milli bifhjóls og bifreiðar á Hverfisgötu við Frakkastíg. Bif- hjólinu var ekið austur Hverfis- götu en bifreiðin kom upp Frakka- stíginn á móti einstefnu. Var henni ekið rakleitt inn á Hverfis- götuna í veg fyrir bifhjólið og varð árekstur ekki umflúinn. Ökumað- ur bifhjólsins mun hafa meiðzt á fæti við áreksturinn. Skemmdir urðu á bæði bíl og bifhjóli. eru 219 unglingar sem eru 15 ára en verða 16 á þessu ári, en fjöldi slíkra á atvinnuleysisskrá í fyrra var 102. Birgir sagði að nú væri búið að ráða 608 unglinga í störf hjá borginni á móti 578 í fyrra. Starfsfólk BÚH greiðir atkvæði í dag — fékk stuðning frá „fyrrverandi verkfallsmönnum” á Selfossi STARFSFÓLK Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar mun á fundi, sem hefst klukkan 16 í dag, greiða atkvæði um sáttatillögu þá sem samþykkt var á fundi bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar í fyrrakvöld. Starfsfólk BÚH barst í gær stuðningsskeyti og 350 þúsund krónur í peningum frá „fyrrver- andi verkfallsmönnum í verk- smiðjum KA á Selfossi“. Það eru 30 járniðnaðarmenn hjá Kaupfé- lagi Árnesinga er lögðu niður vinnu í apríl ‘75 vegna uppsagnar starfsmanns og lá vinna niðri í tæpar 3 vikur að uppsögnin var dregin til baka. „EF samstarfsflokkarnir telja fært að Keykjavíkurborg greiði óskertar vísitölubætur á laun mun ekki standa á okkur Fram- sóknarmönnum. Ég læt ekki samstarfið stranda á þessu at- riði.“ sagði Kristján Bencdikts- son borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins í samtali við Mbl. Mbl. hitti Kristján Benediktsson og Björgvin Guðmundsson borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins að máli á miðvikudag að loknum þriðja fundi viðræðunefnda meirihluta- flokkanna í borgarstjórn um málefnasamning. Sögðu þeir að í viðræðunum væri stefnt að því að ganga frá málefnasamningnum fyrir næsta borgarstjórnarfund og Björgvin Guðmundsson sagði að ætlunin Framhald á bls. 18 „Það er sannkölluð þjóðlagastemmning hérna“, sagði blaðamaður Mbl. á tónleikum írska flokksins Dubliners í Laugardalshöll í gærkvöldi. Sagði hann tónleikagesti álfka marga og þá sem sóttu tónleika Petcrsons og Pedersens í Laugardalshöllinni cn hvorir tveggja þessir tónleikar eru á vegum Listahátíðar. Ljósm. Mbl.i RAX Tillagan 1973 miðast við lengri tíma en flokksþing marka stefnuna hverju sinni — segir Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins Læt ekki sam- starf ið stranda á vísitölubótum — segir Kristján Benediktsson borg- arfuUtrúi Framsóknarflokksins „ÞESSI tillaga okkar með hug- mynd um að Island geti verið stöð í afvopnunarkerfi Sameinuðu þjóðanna miðast við lengri tíma. Þetta er fjarlægur draumur. Á hinn bóginn tökum við okkar ákvarðanir fyrir stutt tímabil í einu á flokksþingum á tveggja ára frcsti og það var eftir ákvörðun siðasta flokksþings og mati mínu í dag. sem ég svaraði spurningum Morgunblaðsins um afstöðu Alþýðuflokksins til dval- ar varnarliðsins og aðildar okkar að Atlantshafsbandalaginu". sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins er Mbl. spurði hann í gær um tillögu Alþýðu- flokksins 1973 og lcitaði álits hans á þeim ummælum Geirs Hallgrimssonar að á Alþýðu- flokkinn sé ekki að treysta í varnarmálum þrátt fyrir yfirlýs- ingar forystumanna hans nú, en forsætisráðherra vísaði í því samhandi m.a. til tillögu Alþýðu- flokksins 1973 um athugun á því að gera ísland að óvopnaðri eftirlitsstöð á vcgum Sameinuðu þjóðanna. „Við lögðum dálitla vinnu í það“, sagði Benedikt Gröndal, „að reyna að hugsa varnarmálin langt fram í tímann af því að við höldum nú enn við það eins og allir flokkar að Samkomulagið frá 1974: V arnarliðsmönnum hefur fækkað um 420 — síðustu fjölskyldumar flytja inn á vöUinn í haust „Varnarliðsmönnum hefur verið fækkað um 420 eins og samkomulagið frá scptember 1974 gerði ráð íyrir og flutn- ingi á varnarliðsmönnum inn á völlinn er þannig komið, að si'ðustu íbúðirnar verða tilhún- ar í haust og þá verða allir varnarliðsmenn, sem hjugg utan vallar. búsettir innan vallarins." sagði Páll Ásgeir Tryggvason, formaður varnar- máladcildar. er Mbl. spurði hann í gær um framkvæmdir á samkomulagi því sem gert var haustið 1974 um breytingar á framkvæmd varnarsamnings- ins við Bandarikin. Samkvæmt samkomulaginu skyldi fækkað í varnarliðinu um 420 manns og hefur það verið gert þannig að varnarliðsmenn eru nú um 2.900 talsins. I sanikomulaginu var gert ráð fyrir að í staðinn kæmu hæfir íslendingar eftir því sem þörf krefði. Pálj Ásgeir sagði að ekki hefði vjerið'reiknað með að bæta þyrfti jafnmörgum við og færu en engu að síður hefðu „nokkur hundruð" Islendingar verið ráðnir til starfa hjá varnarlið- inu síðan samkomulagið var gert og starfa nú um 1000 Islendingar hjá varnarliðinu en alls vinna um 2.100 Islendingar á Keflavíkurflugvelli; hjá varn- arliðinu, verktökum og oiíufé- lagi. Samkvæmt samkomulaginu skyldu allir varnarliðsmenn búa innan vállar. Þegar samkomu- lagið var gert bjuggu 270 fjölskýldur varnarliÁsmanna utan vallar og flytja þæír síðustu inn fyrir í haust. 1 1 Þriðji meginþáttur s^mkomu- lagsins var aðskilnáður al- mennrar flugstarfsemi fig starf- semi varnarliðsins. Meginfor- senda þess var bygging nýrrar flugstöðvar sem Islendingar ætluðu að reisa en Bandaríkja- menn skyldu kosta ýmsar fram- kvæmdir í sambandi við flug- turn, flugbrautir og hitaveitu. Páll Ásgeir Tryggvason sagði að nokkrar viðræður hefðu átt sér stað um þennan þátt samkomu- lagsins og nú hefur náðst frekara samkomulag við Banda- ríkjamenn um samvinnu um byggingu flugstöðvarinnar. Árásarmálið í Hrafnistu: Piltarnir í gæzluvarð- hald og geð rannsókn PILTARNIR tveir, sem játað hafa árásina á næturvörðinn í Hrafnistu í fyrri viku, voru í gær úrskurðaðir í allt að 58 daga gæzluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn á tímabilinu. Gæzluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur. Enda þótt piltarnir séu að- eins 16 ára gamlir hafa þeir langan brotaferil að baki. Hefur annar þeirra viðurkennt 16 innbrot og eru 15 þeirra afgreidd en hinn hefur viður- kennt 10 innbrot og eru 9 þeirra afgreidd hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. I sambandi við rannsókn árásarmálsins voru upplýst 7 innbrot, sem allmörg ungmenni í tengslum við piltana tvo áttu aðild að. varnarliðið eigi ekki að dvelja hér að eilífu. í sambandi við það fluttum við þessa tillögu um að íslendingar létu sjálfir rannsaka vissar grund- vallarforsendur og það er í anda þess sem ég held að flestir, sem eru sammála okkur í varnarmál- um, telji; að íslendingar reyni sjálfir að gera sér betri grein fyrir forsendum þessara mála. Það má sjá á framhaldinu; við setjum fram hugmyndina um það að ísland geti verið stöð í áfvopnun- arkerfi Sameinuðu . þjóðanna. Þetta er fjarlægur draumur og hvort tveggja eru þetta tillögur sem geta miðast við lengri fram- tíð. í tilefni af þessum ummælum Geirs Hallgrímssonar um að Alþýðuflokknum sé ekki að treysta í öryggis- og varnarmálum vil ég minna á að Alþýðuflokkurinn fór með þessi mál í samstarfsstjórn Framhald á bls. 18 1202 búnir að kjósa í Miðbæjar- bamaskóla TÓLF hundruð og tveir kjósend- ur höfðu neytt atkvæðisréttar síns í utankjörstaðakosningunni sem íram íer í Miðbæjarbarna- skólanum þegar Mbl. leitaði þar frétta um klukkan 22 í gær- kvöldi. Synjað um lögbann — ,,ekki síðasta orðið í þessu máli” segir logmaður V-listans ÞORSTEINN Thorarcnsen borg- arfógeti kvað í' gær upp úrskurð í lögbannsmáli umboðsmanna lista óháðra kjóscnda í Reykja- neskjördæmi gegn ÍJtvarpsráði. Úrskurður fógeta er á þann veg að umbeðin lögbannsgerð fer ekki fram. I forsendum fyrir þeirri niður- stöðu segir m.a.: „í lögbannsmáli þessu verður ekki lagður á það neinn dómur hvort rétt var að synja aðstandendum V-listans úm þá þátttöku í fyrirhugaðri kosn- ingadagskrá sjónvarps sem þeir halda fram að þeir eigi heimtingu á. En þó segja mætti að þeir séu að einhverju vanhaldnir af ákvörð- unum Útvarpsráðs í þessu efni leiðir engan veginn af því að þeir eigi rétt til að þátttaka af hendi annarra framboðslista skuli falla niður. Mbl. hafði samband við Sigurð Helgason hæstaréttarlögmann Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.