Morgunblaðið - 09.06.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978
5
Sigmar og
„Kvöldvaktin”
„Þetta er þáttur, sem
hefur það markmið að
hlustendur þurfa ekki að
hugsa um hann. Það eru
engar kröfur gerðar til
hlustenda og það er heldur
ekkert að marka það sem
tekið er fyrir í þættinum,
nema að mjög takmörkuðu
leyti," sagði Sigmar B.
Hauksson, er hann var
inntur eftir efni „Kvöld-
vaktarinnar", sem er í
útvarpi klukkan 22.50 í
kvöld.
Sigmar sagði að í þættin-
um yrði spjallað við Kjart-
an Ragnarsson, leikrtia-
skáld, um sænska tónlist-
armanninn og grínistann
Povel Ramel, en hann var
nýlega staddur hérlendis
og skemmti í Norræna
húsinu. Verða flutt nokkur
lög eftir Ramel.
Þá er rætt við jurtaætur
og þær spurðar hvort þeim
líði betur eftir að þær
byrjuðu eingöngu að neyta
jurtafæðu og þá jafnframt
í hverju munurinn sé fólg-
inn.
Lögbrot Reykvíkinga eru
tekin fyrir og rætt við
William T. Möller fulltrúa
um tíðni lögbrota í Reykja-
vík.
HQl ( HEVRR!
Doktor Sigmund Fróða-
son kemur fram í þættinum
og talar um kynlíf íslend-
inga og þá er athugað hvers
konar dagur Kólúmba-
messa er, en hún er í dag.
Þá verður ef til vill leikið
eitthvað af innsendu efni
frá hlustendum, en skorað
var á hlustendur í síðasta
þætti að senda inn efni.
Skal það vera á kassettu og
eigi lengra en fimm mínút-
ur. Efnið má vera allt milli
himins og jarðar, svo sem
skrýtlur, ljóð, leikrit eða
tónlist, en bara ekki lengra
en fimm mínútur.
Inn á milli atriða verður
síðan leikin tónlist af plöt-
um.
Klukkan 20.35 í kvöld sýna kennarar og nemendur
Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar ýmsa dansa í
þættinum „Nú byrjar ballið“.
„Andvaka“ nefnist þáttur um nýjan skáldskap og
útgáfuhætti, sem hefur göngu sína í útvarpi í kvöld
klukkan 21.20. Umsjónarmaður er ólafur Jónsson.
■ Bandidó-flauelisbuxur ■ Bullitt-canvas buxur
■ Kjólar ■ Pils ■ Stutterma skyrtur, herra og dömu
■ Smekkbuxur ■ Stuttjakkar dömu og herra
■ Leöurstuttjakkar ■ Tweed bindi ■ Bolir ■ Stakir
jakkar og föt úr rifluöu flaueli ■ Vesti ■ Blússur o.m.fl.
o.m.fl.
iA. TÍZKUVERZUJN UNGA FÓLKSINS
WKARNABÆR
Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155