Morgunblaðið - 09.06.1978, Síða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978
Frumskylda
sjálfstæöra
þjóöa —
reynsla
síöari heims-
styrjaldar
Það er frumskylda
sjálfstæðra Þjóða að
tryggja varnaröryggi sitt í
viðsjálum heimi. A fyrri
hluta Þessarar aldar Þóttí
Það næg trygging í Þessu
efni að lýsa yfir ævarandi
hlutleysi í ágreiningi og
átökum Þjóða í milli.
Heimsstyrjöldin síðari
sýndi fram á algjört hald-
leysi slíkra yfirlýsinga.
Fjölmörg lönd, Þ. á m.
Þrjú Norðurlönd, voru
hernumin Þrátt fyrir slík-
ar yfirlýsingar: Danmörk
og Noregur af Þjóðverj-
um og ísland af Bretum.
Það er í Ijósi Þessarar
reynslu og augljósra
staðreynda líðandi
stundar sem Þessi Þrjú
Norðurlönd gerðust aðil-
ar að varnarbandalagi
vestrænna Þjóða,
Atlantshafsbandalaginu.
Sameiginlegur varnar-
máttur lýöræðisÞjóðanna
hefur tryggt frið í okkar
heimshluta í meira en
Þrjá áratugi. Hann veitir
Þjóðunum varnaröryggi,
ekki sízt Þeim minnstu
sem sízt eru færar um að
tryggja öryggi sitt sjálfar.
Atlantshafsbandalagið er
samtök jafnrétthárra
Þjóða — Þrátt fyrir mis-
munandi stærð og styrk.
Hver aðildarÞjóð getur
sagt sig úr bandalaginu
— ef hún metur aöstæður
slíkar að úrsögn sé rétt-
lætanleg.
Aðild að Atlantshafs-
bandalagínu á vaxandi
fylgi að fagna í aðildar-
ríkjum. Jafnvel kommún-
istaflokkar Ítalíu, Frakk-
lands og Spánar telja
aðild viðkomandi ríkja að
bandalaginu réttlætan-
lega, a.m.k. í orði. Þeir
segja úrsögn úr banda-
laginu raska valdajafn-
vægi í álfunni og veikja
firðarlíkur. Þeir kommún-
istaflokkar einir, sem
háðastir eru Sovétríkjun-
um, rísa öndverðir gegn
slíkri varnaraðild. Al-
Þýðubandalagíð á Íslandi
kýs samfylgd með Þeim
síðarnefndu Þótt afstaða
Þess hafi verið tvíbent í
Þessu efni — eins og
raunar í öllum höfuðÞátt-
um íslenzkra Þjóðmála.
„Eina raun-
hæfa leiðin
til öryggis"
Landvarnarnefnd, sem
skipuð var í Noregi 1974,
hefur skilað ítarlegu áliti
um horfur í öryggismál-
um Noregs fram til ársins
1980-90. Oddvar Nordli
var formaður nefndarinn-
ar unz hann varð forsæt-
isráðherra en pá tók
Ronald Bye við af honum.
Meirihluti nefndarinnar,
eöa 11 af 13, töldu engar
líkur á aö eðlisbreyting
Oddvar Nordli, forsætis-
ráðherra Noregs.
verði á hagsmunasvæöi
Noregs á Þessu tímabíli.
Áframhaldandi aðild að
Atlantshafsbandalaginu
sé Því forsenda öryggis
landsins — sem og end-
urnýjun á herbúnaði
Norðmanna sjálfra.
Nefndin segir algert
varnarleysi Noregs auka
spennu og stefna öryggi
landsins í hættu. Þýðing
landsins fyrir aðra minnki
ekki við varnarleysi og sé
hugmyndin Því algerlega
óraunhæf. Norðmenn
geti heldur ekki einir
haldið uppi nægjanlegum
landvörnum til að tryggja
frið og jafnvægi umhverf-
is landið, eins og verið
hafi. Slíkt tækist aðeins
með varnarsamstarfi sem
sé eina raunhæfa leiðin
til öryggis. Nefndin segir
aðild að bandalaginu
ekki takmark í sjálfu sér
heldur leið til að auka á
öryggi landsins sem sé
nauösynlegt unz raunhæf
afvopnun verði staðreynd
eða slökun á spennu milli
stórveldanna kemst á
Það stig að smáríki geti
lifað í friði og öryggi án
bandalaga. Þessar nær
samhljóða niðurstöður
landvarnarnefndar Norð-
manna eru lærdómsríkar
íslendingum hvern veg
sem á mál er litið, en ekki
sízt með tilliti til hnatt-
stöðu lands okkar.
Sjálfstæðis-
flokkurinn
einn fastur fyrir
Lýðræðisflokkarnir á
íslandi hafa allir lýst yfir
stuðningi við aöild lands-
ins að Atlantshafsbanda-
laginu. Sjálfstæðisflokk-
urinn einn hefur Þó ský-
lausa afstöðu í Þessu
efni. Aðeins aðild Sjálf-
stæðisflokksins aö ríkis-
stjórn, hvern veg sem
hún yrði annars mynduð,
tryggir óbreytta stefnu í
öryggismálum Þjóðarinn-
ar. Ný vinstri stjórn
myndi stefna öryggismál-
um Þjóðarinnar í tvísýnu.
Þeir, sem ekki vilja eiga
neitt á hættu í Þessu efni,
verða Því að slá skjald-
borg um Sjálfstæðis-
flokkinn í komandi
kosningum hvað sem líö-
ur afstöðu til annarra
mála.
AlÞýðubandalagið sat
að vísu í tveimur ríkis-
stjórnum án úrsagnar úr
Nató og gælir á stundum
við svokallaðan Evrópu-
kommúnisma. Það er í
samræmi við tvískinnung
Þess í öllum öörum mál-
um. Enginn vafi er Þó á
Því að lagt yrði höfuð-
kapp á að gera landið
varnarlaust — ef eitt slíkt
tækifæri (vinstri stjórn)
gæfist enn vegna and-
varaleysis fólks í kom-
andi kosningum. Það er
brýn nauðsyn á pví að
stuðningsfólk vestræns
varnarsamstarfs um
gjörvallt land taki hönd-
um saman um stuðning
við Sjálfstæöisflokkinn í
komandi alÞingiskosn-
ingum.
LEVI’S
SNIÐ
Nýja
kvensnidid
LEVI’S EÐA EKKERT
Varist eftirlíkingar
Laugavegi 37 Laugavegi 89 Hafnarstrœti 17 Glœsibœ
13303
13008
œvis
Skíöanámskeiö í
Langjökli
Unglinganámskeiðiö í Langjökli sem hefst þann 15. júní
kostar aöeins kr. 28.000-
Leiöbeinandi er Tómas Jónsson
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf.
Nýjar vörur
Danskar terylene — karlmannsbuxur, þvegnar
galíabuxur, sportskyrtur, peysur, peysuskyrtur og
peysur meö rennilás og vösum. Fallegar vörur,
hagstætt verö. Fyrirliggjandi flauelsföt (blússa og
buxur) kr. 6.975,- flauelisblússur kr. 3.750.- gallabuxur
kr. 2.975 -
Andrés Skólavöröustíg 22.
Yokohama
vörubfla-
hjólbarðar
á mjög hagstæöu
verði.
Véladeild HJÓLBARÐAR
Sambandsins i^e^'Jlsasoo
ve our sloDoar
COLUX
A6alstrætí4
Sími 150 05