Morgunblaðið - 09.06.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1978
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
• Engar umræður?
Um nokkurra ára skeiö hafa
kommarnir reynt með öllum ráð-
um að þvo af sér alla Moskvu-
stimpla, en gengið heldur erfið-
lega. Liðin er sú tíð, þegar kommar
eins og Gunnar Benediktsson
skrifuðu heilar bækur um Jósef
Stalín (Bóndinn í Kreml), en G.B.
taldi þar, að Friðrik Hallgrímsson
dómprófastur ætti að segja ferm-
ingarbörnum sínum frá ævi
Stalíns sem lýsandi dæmi þess,
hvernig menn skyldu haga sér í lífi
og starfi (?)
Þótt annað eins og þetta sjáist
ekki koma frá kommum eftir
uppljóstranir Krústjoffs, — enda
glæpir Stalíns öllum heimi kunnir
— þá eru tengsl þeirra við
Sovétríkin og aðrar Austantjalds-
þjóðir enn mjög greinileg, og skulu
hér nefnd tvö dæmi. Þau lúta að
uppeldi ungkomma. Guðmundur Þ.
Jónsson borgarfulltrúi segir í
viðtali í Þjóðviljanum 20. maí sl.,
að sér hafi gefizt kostur á að
stunda tveggja ára nám í „verka-
lýðsmálaskóla" í Sovétríkjunum.
Þessir hringdu . . .
• Sveitadvöl barna
Afi nokkur hringdi og nefndi
það hversu erfitt væri oft fyrir
borgarbúa að gefa börnum sínum
tækifæri til að koma börnum
sínum til dvalar í sveit:
— Það er öllum kunntigt hversu
erfitt það getur verið fyrir börnin
að komast aðeins út fyrir malbikið
til dvalar í sveit og því langar mig
til að vekja athygli á einu atriði
sem ég man eftir að dóttursonur
minn gerði fyrir nokkrum árum.
Hann átti kost á dvöl í sveit í 3
daga ókeypis, en þetta var skipu-
lagt af Æskulýðsráöi Reykjavíkur.
Varla þarf að lýsa hrinfingu
drengsins er hann kom aftur eftir
þessa stuttu dvöl, en hann var
næstum því jafn lengi að ná sér
niður á jörðina aftur. Vildi ég
gjarnan benda á þessa starfsemi
Æskulýðsráðs ef fólk vildi athuga
þetta og hvort boðið verður upp á
svipaða dvöl nú í sumar.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Amsterdam í Hollandi í fyrra kom
þessi staða upp í skák stórmeistar-
anna Torre, Filippseyjum, sem
hafði hvítt og átti leik, og
Reshevskys, Bandaríkjunum.
35. Hxg7+! - Kxg7 36. Dh6+ -
Kg8 37. Hhl Svartur gafst upp,
því að hann er óverjandi mát. Röð
efstu manna á mótinu varð þessi:
1. Miles (Englandi) 10‘/2 v. af 15
mögulegum. 2. Hulak (Júgóslavíu)
9'/2 v. 3.-4. Liberzon (ísrael) og
Kavalek (Bandaríkjunum) 9 v. 5.
Torre (Filippseyjum) 8>/2 v.
Og Guðmundur segir síðan orð-
rétt: „Það var ákaflega gagnlegur
og þroskandi tími.“ — Nú er
Guðmundur ekki gamall maður,
svo að það er ekki langt síðan hann
var þar við „nám“.
Hitt dæmið lýtur að öðrum
borgarfulltrúa kommanna, Þór
Vigfússyni, sem árum saman
stundaði nám í Austur-Þýzka-
landi. Um stjórnarfar í því landi
sendu námsmenn héðan heim
skýrslur til Einars Olgeirssonar,
og segir um þá skýrslugjöf í
formála, „að við teljum það skyldu
okkar gagnvart flokknum að hafa
eftir mætti vakandi auga með
þróun mála hér, sérstaklega með
tilliti til þess, að sú reynsla, sem
við þannig söfnum, megi koma að
góðu gagni, bæði í baráttunni nú,
svo og síðar meir, þegar hafizt
verður handa um uppbyggingu
sósíalisma á Islandi". — Já. Glöggt
er hvað þeir vilja.
Aðalhöfundur skýrslnanna eru
þeir Hjörleifur Guttormsson,
Tryggvi Sigurbjarnarson, Ey-
steinn Þorvaldsson og Þór Vigfús-
son. Margt gagnrýna þeir í áður-
nefndum skýrslum, en hið komm-
únistíska hugarfar leynir sér þó
ekki, sbr. þessa klausu á bls. 47 í
Rauðu bókinni, leyniskýrslu SÍA:
„Okkar álit í stuttu máli: Við
álítum, að rétt sé og sjálfsagt sð
leyfa ekki umræður né gefa fólki
kost á að velja um neitt nema á
grundvelli sósíalismans, og þá sízt
Þjóðverjum." (?)
Það er tiltölulega meinlítið þótt
Þór Vigfússon hafi uppi orðræður
um æskilegan geitabúskap og
búfjárhald af ýmsu öðru tagi hér
í borginni, en Reykvíkingar ættu
hins vegar að festa sér vel í minni
ummæli hans og annarra komma
um lýðræðislega stjórnarhætti,
því að það stjórnarfar er eitur í
beinum kommúnista. — Hins
vegar benda nokkrar líkur til, að
kommar ætli sér að hafa nokkurt
hóf á orðbragði sínu á næstunni,
sbr. fyrirsögn á grein eftir frétta-
stjóra Þjóðviljans í síðustu viku:
Varúð skal höfð. Þar átti hann við
að betra væri að segja ekki hug
sinn allan, — nú í bili.
Sigurjón Jónsson.“
HÖGNI HREKKVÍSI
Þeir hlýða allir „hverfisstjóranum“!
Leyft verö: Hagkaupsverði
Svið 859." 685.- pr. kg.
StSpukjöt 3.297.- 2•475 * — 3 kg•
Saltkjöt 1.3o4.- l.lo3.- pr. kg.
Svartfugl 29o.- stk.
Kálfalifur 450.- pr. kg.
Lax 2.o2o.- pr. kg.
Tilboðssaltkjb't 9oo,- pr. kg.
OpiÓ til kl.10 í kvöld
HAGKAUP
SKEIFUNN115
RR BYGGINGAVÖRUR HEl
Suðurlandsbraut 4. Simi 33331. (H. Ben. húsið)
ARCITECTURAL
SOLIGNUM
er besta fáanlega
fúavarnamálningin
á markaðnum í dag.
FNI SEM
HLEYPIR
RAKA í
GEGNUM SIG
OG VJER
VIÐINN FUA.
FJOLBREYTT LITAVAL.
■rrbyggingavörur he|
Suðurlandsbrau t 4. Sími 33331. (H. Ben. húsið)
SIG6A V/öGA £ ‘ÍíLVE^AW