Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1978 3 Deilan í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar: Bæjarstjóm samþykkti uppsögn verkstjóranna BÆJARSTJÓRN Hafnarljarðar samþykkti í gær að scgja tveimur verkstjórum hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara til þess að freista þess að hefja aftur vinnslu í frystihúsinu. en vegna dcilu sem kom upp milli starfs- fólks og verkstjóranna hefur vinna legið niðri um skeið. Sjálfstæðismenn og óháðir borgarar, sem skipa meirihluta, lögðu til að þar sem engar sættir hefðu tekizt í deilumálinu, þá komist bæjarstjórn ekki hjá því að segja upp störfum verkstjórunum tveimur með þriggja mánaða fyrirvara og var nýkjörnu út- gerðarráði falið að annast slíka uppsögn og auglýsa eftir nýjum verkstjórum. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins í bæjarstjórn komu með breytingartillögu við tillögu sjálfstæðismanna og Maraþonkeppni Eyjapeyjanna í fótbolta TVÖ FJÖGURRA manna lið peyja í 2. og 3. flokki Þórs í Vestmanna- eyjum hófu maraþonkeppni í fótbolta í gær í íþróttahöllinni ' í Eyjum til þess að safna í ferðasjóð Þórsara, en áður hafði fjöldi peyjanna safnað styrktarmeðlim- um sem greiða hver 100 kr. fyrir hvern leikinn klukkutíma í keppn- inni. Þegar blaðið fór í prentun höfðu strákarnir leikið knatt- spyrnu samfleitt í liðlega 10 klukkustundir og var engan bilbug á þeim að finna, en læknir fylgdist með keppninni. Fulltrúar Dagsbrúnar Framsóknar og Sóknar lýstu ánægju með tillöguna VIÐ IIÖFUM ekki átt fund með Verkamannasambandi ís- lands, en við höfum kynnt fulltrúum Dagsbrúnar, Fram- sóknar og Sóknar þessa til- lögu okkar, sem þeir lýstu ánægju sinni með og sögðu fullnægjandi að öllu lcyti fyrir þá. Ég tel því sjálfgefið að þegar Reykjavíkurborg hefur uppfyllt kröfur Verkamanna- samhandsins eins og tillagan gerir ráð fyrir, þá sé allri styrjöld þar í milli lokið,“ sagði Sigurjón Pétursson þeg- ar spurt var hvort fyrir lægi að samþykkt tillögu meirihlut- ans í borgarstjórn í vísitölu- málinu myndi leiða til aflétt- ingar útflutningsbanns gagn- vart Bæjarútgerð Reykjavík- ur. Skattstjóri í Eyjum Myndina tók Sigurgeir í Eyjum af Inga Tómasi Björnssyni sem ný- lega var skipaður skattstjóri í Vestmannaeyjum eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Hækkun á útseldri vinnu VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað 10,9% hækkun á taxta útseldrar vinnu. Er þessi hækkun í samræmi við nýlegar kauphækk- anir. Fyrsta skrefið „MKD tillögu meirihluta borgarráðs sem lögð var fram í dag er stigið fyrsta skrefið í þá átt að staðið verði við þá kjarasamninga sem gerðir voru við opinbera starfsmenn siðastliðið haust. Enda þótt þetta fyrsta skref sé langt frá kröfunni umt „samningana strax í gildi“. sem svo mjög hcfur verið haldið á lofti, þá ber að fagna því að viðsemjend- ur félagsins skuli treysta sér til að taka þessa ákvörðun,“ sagði Þúrhallur Halldórsson formað- ur Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar er Mbl. spurði hann álits á tillögu meirihluta- flokkanna í borgarstjórn í vísitölumálinu, en sú tillaga var kynnt fulltrúum starfs- mannafélagsins í fyrradag ásamt fulltrúum annarra starfsmannafélaga. „Það er von mín að þessi ákvörðun hins nýja meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í kjaramálum borgarstarfsmanna boði áframhaldandi gott sam- starf og traust milli borgarinn- ar og starfsmannafélagsins," sagði Þórhallur Halldórsson. óháðra þar sem þeir lögðu til áð verkstjórarnir yrðu látnir hætta strax, vinna ekki uppsagnarfrest- inn, en fá hann greiddan. Var breytingartillagan felld með 6 atkv. gegn .4 en fulltrúi Framsókn- ar sat hjá. Fyrri tillagan var samþykkt með'6 atkv., en 5 sátu hjá. Morgunblaðið náði ekki sam- bandi við verkstjórana í gær- kvöldi. Hallgrímur Pétursson, formaður Hlífar í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði farið betur ef slík niðurstaða bæjarstjórnar hefði komið á 2. eða 3. degi deilunnar, en Hallgrímur sagði að eftir fund með starfsfólkinu s.l. föstudag hefði sér virzt hljóðið vera það að verkstjórarnir ættu að víkja í 1—2 mánuði meðan lausn væri fundin á málinu. „Næst er að leggja þessa niður- stöðu fyrir fólkið og það verður væntanlega gert í dag.“ Ekki náðist í Guðríði Elíasdótt- ur formann Framtíðarinriar í gærkvöldi til þess að leita álits hennar. Sýning Kristjáns fjölsótt MÁLVERKASÝNING Kristjáns Davíðssonar í FIM salnum við Laugarnesveg hefur verið fjölsótt en Kristján sýnir 55 málverk. Nokkur þeirra eru til sölu og hefur sala á þeim verið góð að sögn listamannsins. ess !Lúxus RJOMAIS fe «Qco f lli iii ís og ávextir: Uppskrift á Ávaxta-íspakka. jrv"*v *-• „y .. * Ný tegund ílúxus flokknum: Ávaxtaís Hjúpur úr ávaxtaís, kjami úr vanilluís, ísprautaöur ávaxtasósu. Aðrar tegundir: Appelsínufs, Marsipanís Marengstoppur: Uppskrift á Appelsínu-íspakka. Isbikar: Uppskrift á Marsipan-íspakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.