Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JUNÍ 1978 KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Leilsgötu 15, andaöist aö heimili sínu 11. júní. Vandamenn. Eiginmaöur minn lézt 12. júní. EINAR THORBERG GUDMUNDSSON, Hagamel 45, Vilhalmína Sumarliöadóttir. + Móöir okkar, ÁGÚSTA S. PÁLSDÓTTIR, Mávahlíó 37, andaöist í Borgarspítalanum aöfararnótt 11. júní sl. Fyrir hönd vandamanna. Guórún Á. Símonar Sigríóur Simonardóttir. Fósturbróöir okkar. ÁRNI ÁRNASON, Baldursgötu 7, sem andaöist 7. júní, veröur jarösunginn 15. júní kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd aöstandenda. Krístjana og Ólafía Ólafsdætur. Ástkær sonur okkar og bróöir, ÓLAFUR PÁLL HJALTASON, Heióargeröi 10, sem lézt í Hammersmith-hospital, London, 8. júní sl., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. júní kl. 1.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Halldóra Sveinbjörnsdóttir, Hjalti Ólafur Jónsson, systkini hins látna og aórir vandamenn. Þökkum innilega auösýndan hlýhug og samúö viö fráfali og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur ÞORVALDAR FAHNING Bólstaöahlíó 40. Sigrióur Eyjólfsdóttir, Rúnar Þorvaldsson, Jakobína Gunnlaugsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Sigrún Aðalsteinsdóttír, Margrót Þorvaldsdóttir, Robert Pennington. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MARIU TÓMASDÓTTUR, Skeióarvogi 63. Álfheiöur Óladóttir, Kolbeinn Kristófersson, Bolli Ólason, Kristín Guójohnsen, Gunnar Ólason, Guórún Sverrisdóttir, Ingibjörg Óladóttir og barnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, JÓNÍNU G. ERLENDSDÓTTUR, frá Fáskrúósfirói. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum samúö og hlýhug viö andlát og útför FILIPPUSAR BJARNASONAR fyrrv. brunavaröar. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki og læknum Landakotsspítala fyrir góöa_ umönnun í veikindum hans. Einnig þökkum viö brunavöröum í Reykjavík og stjórn og starfsmönnum Bæjarleiöa viröing honum sýnda. Nanna Hallgrímsdóttir, Edda Filippusdóttir, Magnús Sigurósson, Svanhikfur Gunnarsdóttir, Sturlaugur Grétar Filippusson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigrún ísaksdótt- ir—Minningarorð Fjallið sem þogult fylydi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steiit, nú er það horfið á beru svæði leita auKU mín athvarfs. Um eilffð á burtu fjallið sem fylydi mér eftir til fjærstu vena. Knæfði traust mér að baki. Ilorfið mitt skjól ok hreinu svalandi skuKKar. Nú hélar kuldinn hár mitt þe^ar (“k sef «K hvarmar mínir brenna jít'Kar í‘K vaki. Þannig lýsir Hannes Pétursson tilfinningum sínum í kvæðinu Söknuður og eitthvað þessu líkt varð mér innanbrjósts þegar ég frétti andlát æskuvinkonu minnar, Sigrúnar Isaksdóttur frá Bjargi á Seltjarnarnesi. Svo sannarlega er söknuður okkar vina hennar mikill og það skarð sem nú hefur myndast í vinahópinn verður aldrei fyllt. Það var oft glatt á hjalla á Bjargi í gamla daga þegar allar systurnar voru ungar og enn í foreldrahúsum og unglingaskarinn sem fylgdi þeim hlýtur einhvern tímann að hafa tekið á taugar húsráðendanna, ísaks og Jóhönnu, enda þótt við yrðum aldrei vör við það. Eg er heldur ekki grunlaus um áð margir hverjir hafi þar átt sitt annað heimili, að minnsta kosti var því þannig farið með yngstu systur mína og ber að þakka það þótt seint sé. Á þeim árum reistum við Rúna okkar framtíðarborgir sem margar hverjar hafa að sjálfsögðu ekki staðist tímans tönn. Til dæmis hvarflaði það aldrei að mér að ég ætti eftir að standa yfir moldum hennar svo ungrar. Sigrún ísaksdóttir var fædd að Bjargi á Seltjarnarnesi 3. okt. 1932. Foreldrar hennar voru ísak K. Vilhjálmsson, bóndi, og kona hans, Helga Runólfsdóttir. Fimm ára að aldri missti hún móður sína. Tveimur árum seinna kvænt- ist faðir hennar aftur Jóhönnu Björnsdóttur sem tók þá að sér allan barnahópinn, fimm að tölu, það yngsta aðeins þriggja ára að aldri. Hún reyndist þeim sem besta móðir og fyrir það hefur hún ætíð átt virðingu mína óskipta. Eftir barnaskólanám stundaði Rúna framhaldsnám í Reykjaskóla í Hrútafirði og lauk þaðan prófi 1949. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Ólafi Ólafssyni, og gengu þau í hjónaband 1951. Eftir það hóf Ólafur læknanám við Háskóla íslands og lauk þaðan kandidats- prófi. Síðan lágu leiðir þeirra til Akureyrar þar sem Ólafur stund- aði almenn læknisstörf í um það bil sex ár. 1964 fluttust þau til Svíþjóðar þar sem Ólafur hugðist fullnuma sig í læknisfræði. Nokkr- um mánuðum áður en þau voru tilbúin til að snúa aftur heim andaðist Ólafur snögglega. Má nærri geta hversu þungt áfall það hefur verið ungri konu með sex börn þá öll enn í æsku. En það var langt frá því að Rúna vinkona mín léti sér fallast hendur. Hún var staðráðin í því að reynast börnun- um sínum sem best og sjá um að koma þeim til mennta. Á síðast- liðnum tólf árum hefur hún þannig fórnað sér algjörlega fyrir börnin sín og reynst þeim bæði faðir og móðir enda uppskar hún það ríkulega þar sem öll börnin eru til fyrirmyndar í hvívetna. Þau eru ísak Jóhann, kvæntur Guð- rúnu Brynjuúlfsdóttur, Nanna, gift Jónasi Magnússyni,Ragna, gift Ólafi Valgeirssyni, Kristín, heitbundin Sigurði Brynjólfssyni, Helga og Óskar, sem voru orðin tvö eftir heima þegar móðir þeirra féll frá og hafði hún þá nýlokið við að ferma yngsta barnið. Eg þakka vinkonu minni ævi- langa tryggð. Til hennar gat' ég alltaf leitað með vandræði mín og var alltaf úr þeim leyst með sömu hógværðinni. Eg votta börnum hennar samúð mína. Þeirra er missirinn mestur. Ásta bórðardóttir Þorbjörg Samúels- dóttir- Minning Fa‘dd 8. október 1905. Iláin 7. júní 1978. í dag verður gerð útför Þor- bjargar Samúelsdóttur, Tobbu eins og hún var ávallt kölluð af skyldfólki og vinum. Tobba fædd- ist í Reykjavík, foreldrar hennar voru Karitas Gísladóttir og Samú- el Símonarson sjómaður. Samúel fórst á Viðeyjarsundi árið 1911 er hann var í flutningum milli eyjar og lands. Því byrjaði alvara lífsins snemma hjá þessari góðu konu. Mann sinn, Svein Kristjánsson, missti hún árið 1938 frá fimm börnum, eftir aðeins átta ára hjónaband. Dóttir, Karitas, lést barn að aldri og sonur, Benedikt, fórst með togaranum Júlí á Nýfundnalandsmiðum. Önnur börn eru Gísli, vélgæslumaður, Kristján, skipstjóri, og Sonja, húsmóðir og hjúkrunarkona á Akureyri. Þegar Sveinn lést tóku Svanhvít, systir Þorbjargar, og maður hennar, Gústaf Loftsson, Gísla í fóstur, og ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsára, fyrst í Gróf í Hrunamannahrappi og síðar á Kjóastöðum í Biskupstungum. Hjónin Rebekka Ingvarsdóttir og Jón Andrésson í Hafnarfirði tóku Sonju í fóstur og reyndust þau henni sem beztu foreldrar, en hjá þeim hafði Tobba verið við barna- pössun sem unglingur. Þrátt fyrir mörg stór áföll og linnulaust strit við að vinna fyrir sér og drengjunum tveimur, Bene- dikt og Kristjáni, sem hún ól upp sjálf, var Tobba alltaf létt í lund og laus við æðru og sút. Var bæði ánægjulegt og skemmtilegt að vera. návistum við hana. Trygg- lyndi hennar og trúmennsku má best ráða af því, að í yfir þrjátíu ár vann hún á sama vinnustað, Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Eignaðist hún þar marga góða vini meðal yfirmanna og samstarfsfólks sem reyndust henni vel í stríði hennar við vanheilsu og sjúkdóma, og minnt- ist hún þess oft með þakklæti. Nú er löngu sjúkdómsstríði lokið og Tobba búin að fá kærkomna hvíld enda vel að henni komin. Tobba er komin til vina sinna sem á undan eru farnir, þangað sem ríkir birta og friður. Henni fylgja þakklætiskveðjur fyrir allt hið góða sem hún veitti mér og mínum og samúðarkveðjur til barna, tengdabarna og barnabarna. Vinkona. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er endurhæfingarstjóri. Ég tel likamsæfingar höfuðnauðsyn til þess að efla allan manninn. Hvað gerir fólk úr yðar hópi, scm virðist stundum vanmeta líkamann og gildi hans, sér til hvíldar og hressingar? Ég er mikill talsmaður líkamsræktar, og ég reyni að lifa og predika í samræmi við það. Biblían segir: „Líkamleg æfing er til lítils nýt, en guðhræðslan er til allra hluta nytsamleg" (1. Tím. 4,6). Öll höfum við líkama, sál og anda. Andinn er hið raunverulega „sjálf“. Ég held, að sá, sem vill keppa að því að verða fullgildur maður, eigi að þroska með sér alla þessa þætti. Ég reyni að efla sjálfan mig á öllum þessum sviðum. Ég byrja t.d. daginn með því að afla mér fæðu fyrir andann með því að lesa Biblíuna og verja nokkrum tíma til bænar. Þá le's ég heilmikið. É les fréttarit til að fylgjast með því, sem er að gerast í heiminum. Ég les bækur sumra samtímahöfunda til þess að komast að því, hvernig sumir hugsuðir velta vandamálum okkar tíma fyrir sér. Þá reyni ég að þjálfa mig líkamlega, svo að um munar, á hverjum degi. Stundum leik ég níu holur í golfi. Það hressir mig bæði á sál og líkama. Þar að auki hleyp ég að minnsta kosti tvær mílur á dag, nema ég sé veikur. Fæstir nútímamenn styrkja þessa þrjá meginþætti sjálfra sín, líkamann, sálina og andann, og fyrir bragðið eru heilsuveilli en ella.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.