Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1978 13 200 mílumar — stærsti sigurinn Samþykkt Sjálfstæðisflokksins um land- helgismál og hagnýtingu auðæfa hafsins Morgunblaðinu hefur borizt samþykkt Sjálfstæðisflokksins um landhelgismál og hagnýt- ingu auðæfa hafsins og fer hún hér á eftiri Sjálfstæðisflokkurinn hóf þegar árið 1973 baráttu fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Á þeim tíma mætti hugmyndin áhugaleysi og jafn- vel andstöðu annarra stjórn- málaflokka. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn tók við stjórnarfor- ystu 1974 var í gildi fiskveiði- samningur við Breta, sem heimilaði veiðar þeirra innan 50 mílna lögsögunnar og fól ekki í sér viðurkenningu þeirra á 50 mílna fiskveiðilögsögunni. Undir forystu Sjálfstæðis- flokksins hóf ríkisstjórnin taf- arlaust aðgerðir í landhelgis- málinu og gaf sjávarútvegsráð- herra út reglugerð um 200 mílna fiskveiðilandhelgi Islands í júlí 1975. Frá upphafi var ljóst, að ágreiningur yrði um þetta mál við aðrar þjóðir einkum Breta og Vestur-Þjóðverja. Fljótlega náðist hagstætt samkomulag við Vestur-Þjóðverja, sem leiddi til fullrar viðurkenningar þeirra á 200 mílunum og hurfu allir Vestur-Þýskir togarar úr land- helginni 1977. Samningar við Breta reyndust erfiðari. Neituðu þeir að viðurkenna 200 mílurnar og veittu togurum sínum her- skipavernd við veiðar. Að lokum leiddi þetta til slita á stjórn- málasambandi íslands og Bret- lands. Svo fór þó, að samningar náðust við Breta m.a. fyrir milligöngu Norðmanna og Atlantshafsbandalagsins. Oslóarsamkomulagið sem gert var 1. júní 1976 markaði í raun endalok deilna íslands við aðrar þjóðir um fiskveiðilandhelgi. í samkomulaginu, sem aðeins var til 6 mánaða, fólst full viður- kenning Breta á einhliða yfir- ráðum íslendinga yfir 200 mílna fiskveiðilandhelginni og var þar með unninn mesti og mikilvæg- asti sigur, sem þjóðin hefur nokkru sinni unnið í þessu mikla lífshagsmunamáli sínu. Þannig tókst á tveim fyrstu árum kjörtímabilsins að afla alþjóðaviðurkenningar á yfir- ráðum Islands yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni. Þessi sigur vannst fyrst og fremst með samningum. Stjórnarandstaða Alþýðubandalagið, Samtök frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðuflokkurinn, greiddi öll atkvæði gegn samningunum. Samt sem áður höfðu Alþýðu- bandalagið, Samtök frjálslyndra og vinstri manna ásamt-Fram- sóknarflokknum staðið að miklu óhagstæðari samningum varð- andi 50 mílurnar. Samningum, sem auk þess að heimila umtals- verðar veiðar erlendra skipa í landhelginni, tryggðu alls ekki viðurkenningu á rétti íslendinga til útfærslunnar. Að samkomulag náðist í land- helgisdeilunni leiddi ekki aðeins til fullra yfirráða Islands yfir landhelginni heldur opnaði sam- komulagið á ný markaði fyrir íslenzkar fiskafurðir í löndum Efnahagsbandalagsins. En sam- komulagið hefði í för með sér að bókun 6 í viðskiptasamningi Islands og E.B.E. tók þegar gildi og féllu þá ýmist niður eða stórlækkuðu tollar af flestöllum fiskafurðum okkar á markaðs- svæði Efnahagsbandalagsins. Á grundvelli þessa árangurs hefur reynst unnt að beita markvissari aðgerðum en nokkru sinni fyrr til fiskverndar og betri nýtingu fiskstofna. Markmið þessara aðgerða eru tvíþætt. I fyrsta lagi að vinna að endurreisn ofveiddra fiskstofna og fullri nýtingu vannýttra fiskstofna. í öðru lagi er mark- miðið að tryggja varanlegan hámarksafrakstur fiskimiðanna með samræmdum líffræðilegum og efnahagslegum aðgerðum, sem tryggi sem fullkomnast samræmi milli afrakstursgetu þeirra og afkastagetu fiski- skipastólsins. Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram að beita sér fyrir þessum markmiðum, ásamt því að beita sér fyrir bættri nýtingu og framleiðni í fiskiðnaði og vinna áfram að gerð alþjóða- samkomulags um nýtingu auðæfa hafsins á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Höfum fyrirliggjandi Farangursgrindur og bindingar á allar stærðir fólksbfla, Broncoa og fleiri bfla. Einning skíðaboga Hafnarfjörður Fundur veröur haldinn í Félagi óháöra borgara fimmtudaginn 15. júní aö Austurgötu 10 og hefst kl. 21. Fundarefni: Tekin afstaöa til málefnasamnings og meirihlutasamstarfs í bæjarstjórn. Stjórnin. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, sími 82944. Skozk kona leitar að ungum manni — var ferðafélagi hennar fyrir 10 árum MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf sem undirritað er af frú Hannah Campbell í Skotlandi. I bréfinu biður hún blaðið að kf>ma eftirfarandi á framfæri: Fyrrir að minnsta kosti tíu árum lagði ég af stað með frænku minni frá heimili okkar í þorpinu Dailly í Ayrshire til þess að dveljast yfir daginn í borginni Ayr. Rétt um það bil er við lögðum af stað frá þorpinu vinkaði okkur ungur maður sem bað um far og tókum við hann upp í bílinn og lögðum af stað til Ayr. Á leiðínni sagði hann okkur að hann væri nemandi frá Islandi og hefði verið á ferðalagi um Irland en þar hafði hann ferðast á puttanum. Hann hafði komið með báti til Stranraer og fengið bílferð til Girvan. Þar sem hann hafði ekki neitt ákveðið fyrir stafni þennan dag bauðst frænka mín til þess að sýna honum stað er nefnist „Robert Burns’ Cottage", fæðing- arstað skoska skáldsins. Ungi maðurinn þáði boðið og gengum við einnig um stað er nefnist „Allowy Auld Kirk“, skoðuðum safnið og „Auld Bridge“ sem liggur yfir ána Doon. Allt eru þetta staðir sem Burns nefnir í Ijóði sínu „Tam o’Shanter". Á eftir drukkum við saman te á Burns Monument hótelinu sem er við árbakka Doon. Að lokum ókum við unga manninn til Prestwick, sem er í útjaðri Ayr en þaðan ætlaði hann að halda ferðinni áfram. Því miður getum við frænkurnar ekki munað nafn mannsins en þegar við kvöddum hann sagði hann að ef við ættum einhvern tíma eftir að koma til Reykjavíkur myndi hann með ánægju sýna okkur um. Þá gerði hvorug okkar ráð fyrir því að eiga nokkurn tíma eftir að koma til Islands, en nú hefur það breyst. Frænka mín, ungfrú Mary McKerlie, er farþegi á s.s. „Uganda“ sem kemur til Reykjavíkur föstudaginn 30. júní næstkomandi og er hún þar starfsmanneskja hjá N.T.S. (stendur fyrir National Trust for Scotland). Það væri vissulega mjög ánægjulegt ef Mary fengi tækifæri til að hitta aftur þennan unga mann nú þegar hún kemur til Reykjavíkur. I von um að réttur aðili sjái þetta birtum við þetta hér með og getur sá hinn sami nálgast bréfið á ritstjórn Morgunblaðsins þar sem það liggur frammi hjá Vel- vakanda. Vorið er komið og grundirnar gróa Grasteppi jafnt utan dyra sem innan ■\ Þú leggur þau beint á steininn. Tilvalið á svalagólfið, gufubaðið, tómstundaherbergið, leikvöllinn, veröndina, baðherbergið og á sundlaugarbakkann Hefur þú fleiri tillögur? AUDVELT AD ÞRÍFA. LITUR DOFNAR EKKI RENNUR EKKI TIL. Tépprlhnd Grensásvegi 13. Símar 83577 og 83430.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.