Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐYIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 3 „Útifundurínn á Lækjartorgi er upphafið að lokasókninni” segir Ellert B. Schram, formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Rvík „ALLT frá því að sveitarstjórna- kosningarnar voru afstaðnar hefur verið unnið af miklu kappi í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélag- anna og á vegum allra sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík að undir- búningi komandi alþingiskosn- inga. Það er baráttuhugur í sjálfstæðismönnum í Reykjavík og fullur hugur á að snúa þessum kosningum upp í nýja sókn. Útifundur okkar sjálfstæðis- manna á Lækjartorgi á morgun, fimmtudag kl. 18 er upphafið að lokabaráttunni fyrir þessar kosn- ingar og ég vil eindregið hvetja allt sjálfstæðisfólk og aðra stuðn- ingsmenn D-listans til þess að mæta á þessum fundi til að sýna samstöðu og efla baráttuhug,“ sagði Ellert B. Schram, formaður Tveir menn björguðust Plasteinangrun hélt bátnum á floti Bæjum 20. júní 1978. ER TVEIR menn á hraðbáti frá ísafirði höfðu sett á land í Bæjum í Snæfjallahreppi 16. júní.sl. þrjá farþega, sem þeir voru að flytja þangað, og komnir 300 til 400 metra frá landi á leið til Isafjarðar aftur vissu þeir ekki fyrr til en að bátur þeirra lenti á einhverju rekaldi sem ekki sást til ofansjávar. Skipti engum tog- um að stórt gat kom á síðu bátsins og hann fylltist af sjó. Var það mönnunum til bjargar að báturinn var nýlega ein- angraður með plasti að innan, og hélt það honum á floti marandi í hálfu kafi, svo þeir komust til lands af sjálfsdáð- um, enda ekki komnir langt frá landi, sem fyrr sagði. Norðan kuldi er hér og snjóaði á Þorskafjarðarheiði í gær. Gróður er stutt á veg kominn miðað við árstíð og engin spretta að kalla. Tún eru víða kalin og rétt verið að byrja að leysa kýr af básum. Sauðburður gekk vel hér við Djúp í vor og er sauðfé alls staðar komið af húsi hjá bændum. Jens í Kaldalóni. Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, er hann var spurður um undirbúning að útifundi sjálfstæðismanna á Lækjartorgi á morgun. fimmtu- dag. Dagskrá útifundarins verður með þeim hætti að Birgir Isleifur Gunnarsson borgarfulltrúi setur fundinn kl. 18.00 með ávarpi en hann verður fundarstjóri. Þá flytja stutt ávörp Geir Hallgríms- son forsætisráðherra, Pétur Sigurðsson alþingismaður og Ragnhildur Helgadóttir alþingis- maður. Lúðrasveitin Svanur leikur á Lækjartorgi frá kl. 17.30. Á undan útifundinum eða klukkan 17 á fimmtudaginn verður haldinn á Hótel Borg fundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og verður þar rætt um lokaundir- búning kosningastarfs Fulltrúa- ráðsins. „Mikill fjöldi sjálfstæðismanna, sem ekki hefur starfað áður að kosningaundirbúningi, hefur nú komið til starfa," sagði Ellert, „og það er síður en svo að það sé nokkurn bilbug að finna á okkur þó við höfum tapað meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur. Eftir- miðdagsblöðin hafa nú birt skoð- anakannanir um úrslit kosning- anna og að svo miklu leyti sem Tómatar lækka ÁKVEÐIÐ hefur verið nýtt verð á tómötum og er það svonefnt sumar- verð, sem ætlunin er að gildi fram eftir sumri. Lækkar hvert kíló af tómötum samkvæmt sumarverðinu í heildsölu úr 875 krónum í 750 krónur. Smásöluverð á tómötum lækkar því úr 1125 krónum hvert kíló í 1050 krónur. Að sögn Sölu- félags garðyrkjumanna eykst fram- boð á tómötum nú mjög, ef sól fer að skína eitthvað að ráði. 4200 hafa kosið utankjörstaðar UM MIÐJAN dag í gær höfðu 4225 manns kosið utankjörstaðar í Reykjavík fyrir komandi alþing- iskosningar og er það um 200 manns fleira en á sama tíma fyrir síðustu alþingiskosningar. Utan- kjörstaðaskrifstofan í Miðbæjar- skólanum verður opin í dag, fimmtudag og föstudag frá kl. 10-12, 14-18 og 20 -22. SÍÐASTI framboðsþátturinn á dagskrá sjónvarpsins fyrir al- þingiskosningarnar verður í kvöld, miðvikudagskvöld, og er siðasti liður á dagskrá kvöldsins. Stjórnandi þáttarins í kvöld verður ólafur Ragnarsson og verður þátturinn með hring- borðssniði. í þættinum koma fram formenn stjórnmálaflokkanna: Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokks- þær eru marktækar gefur það okkur bara tilefni til þess að herða róðurinn og vinna enn betur. Ef það er rétt að einhver sveifla sé til vinstri þá er Sjálfstæðisflokkurinn eina aflið í íslenskum stjórnmál- um sem getur veitt vinstri áhrif- um og vinstri flokkunum öflugt viðnám. Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag eru báðir vinstri flokkar og ef þessir flokkar auka fylgi sitt Framhald á bls. 18 Ellert B. Schram 12 ára dreng- ur líklegur sigurvegari í boðsmóti TR BOÐSMÓTI Taflfélags Reykja- víkur lýkur í kvöld. Keppendur eru 40 og telst það til tíðinda að 12 ára drengur, Arnór Björnsson, á langmesta sigurmöguleika og eru keppendur þó á bilinu frá 10 ára til áttræðs. Fyrir sfðustu umferðina í kvöld hefur Arnór 7 vinninga af 8 mögulegum og nægir jafntefli í skákinni í kvöld til þess að tryggja honum sigur. Næstu menn eru Sigurður Herlufsen og Ársæll Benediktsson með 6 vinn- inga. Hringborðsumræður í sjónvarpi í kvöld ins, Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Jóhannesson, formaður Fram- sóknarflokksins, Magnús Torfi Ólafsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og Geir Hallgrímsson, formaður Sj álf stæðisf lokksins. Gert er ráð fyrir að hringborðs- umræðurnar, sem verða í beinni útsendingu, standi í um það bil tvo klukkutíma. vgy _ ®Emm ess Lúxus RJOMAIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.