Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstrnti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mónuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. Til umhugsunar fyrir þá sem ætla að sitja heima eða kjósa Alþýðuflokkinn Meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur tapaðist ekki vegna fylgisaukningar Alþýðubandalagsins. Meirihlutinn tapaðist vegna þess að allstór hópur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins sat heima á kjördag og neytti ekki atkvæðisréttar síns. Ljóst er að þessir kjósendur hafa setið heima vegna óánægju með störf Sjálfstæðisflokksins. Vafalaust hefðu þeir þó ekki setið heima hefði þeim boðið í grun að meirihlutinn í borgarstjórn tapaðist. Afleiðingin hefur hins vegar orðið sú, að sósíalísk forysta hefur tekið við í borgarmálum Reykjavíkur. Þingkosningar fara fram eftir nokkra daga. Ekki fer á milli mála að óánægju gætir hjá fólki vegna þess hversu seint hefur gengið að ráða við verðbólguvandann. Vinstri stjórnin átti auðveldari leik að keyra efnahagsmál þjóðarinnar ofan í fenið en núverandi ríkisstjórn að rétta þau við. Það er fljótlegra að rífa niður en byggja upp; Hinir óánægðu kjósendur þurfa hins vegar að hugleiða hvaða afleiðingar það hefur, ef þeir sitja einnig heima á sunnudaginn kemur eða aðrir í þeirra stað, sem kusu í borgarstjórnarkosningum en hafa hugsað sér að kjósa ekki í þingkosningum. Að öllum líkindum verða afleiðingarnar þær, að vinstri stjórn tekur við völdum á ný. Sá munur yrði þó á slíkri vinstri stjórn og þeirri, sem síðast sat, að í nýrri stjórn mundu áhrif Alþýðubandaiagsins verða margföld á við það sem þau voru síðast. Vilja kjósendur sósíalíska forystu bæði í borgarmálum Reykjavíkur og landsmálum? Morgunblaðið trúir því ekki, en alveg eins og andvaraleysið hafði það í för með sér að Reykjavík mun lúta sósíalískri forystu Alþýðubandalagsins næstu fjögur ár með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, getur andvaraleysið í landsmálum haft sömu afleiðingar. Sumir óánægðir kjósendur Sjálfstæðisfloklisins segja sem svo, að þeir ætli ekki að sitja heima á kjördag en hins vegar ætli þeir að greiða Alþýðuflokknum atkvæði sitt til þess að láta óánægju sína í ljós. Þessir kjósendur ættu að huga að því hvaða Alþýðuflokk þeir eru að kjósa. í rauninni veit enginn hvers konar Alþýðuflokkur það er sem býður fram við þessar kosningar. Alþýðuflokkurinn segir, að hann bjóði fram „nýja menn“ og „nýtt blóð.“ Að vísu eru frambjóðendur Alþýðuflokksins að meirihluta opinberir starfsmenn. En látum það vera. Kjarni málsins er sá að enginn veit, ekki einu sinni frambjóðendur Alþýðuflokksins sjálfir, hvert sá flokkur stefnir á næstu árum. Láti einhverjir kjósendur Sjálfstæðisflokksins sér detta í hug, aö með því aö kjósa Alþýðuflokkinn stuðli þeir að nýrri viðreisnarstjórn er ástæða til að vekja athygli þeirra á, að ekkert bendir til þess, að Alþýðuflokkurinn hafi áhuga á slíku stjórnarsamstarfi, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur fengju meirihluta saman á Alþingi. Það er því ekki ástæða til að kjósa Alþýðuflokkinn á þeirri forsendu. Hver er ferill Alþýðuflokksins á undanförnum árum? Hefur hann staðið uppi í hárinu á kommúnistum í verkalýðshreyfingunni? Hefur hann reynzt nauðsynlegt mótvægi þar gegn ofurefli kommúnista? Því miður verður að svara báðum þessum spurningum neitandi. I fyrsta lagi hefur Alþýðuflokkurinn ekki staðið gegn áhrifum kommúnista í verkalýðshreyfingunni heldur hefur hann þvert á móti gengið til liðs við kommúnista með því að hætta samstarfi við aðra lýðræðissinna í verkalýðssamtökunum eins og berlega kom í ljós á síðasta þingi ASÍ. í öðru lagi hefur Alþýðuflokkurinn reynzt alger taglhnýtingur kommúnista í verkalýðssamtökunum, eins og kom í Ijós þá og eins og komið hefur fram undanfarna mánuði. Hvernig hagaði Alþýðuflokkurinn sér í síðasta þorskastríði við Breta? Alþýðuflokkurinn stóð með kommúnistum í einu og öllu og tók þátt í hinum heimskulegu upphlaupum, vegna samninganna, sem gerðir voru við Breta og Þjóðverja og tryggt hafa það, að erlendir togarar veiða ekki lengur á Islandsmiðum. Allt þetta ætti að vera næg ástæða til þess að óánægðir kjósendur Sjálfstæðisflokksins hugsi sig um tvisvar áður en þeir kasta atkvæði sínu á Alþýðuflokkinn í þingkosningunum. En því til viðbótar er augljóst, að atkvæði greitt Alþýðuflokki er að öllum líkindum atkvæði greitt nýrri vinstri stjórn og eins og dæmin sanna er alltaf hætta á ferðum í öryggismálum landsins, þegar vinstri stjórnir eru við völd, sbr. 1956—1958, og afstaða flokksþings Alþýðuflokksins 1972 vekur spurningar um stefnufestu Alþýðuflokksins í varnarmálum. Við stöndum á alvarlegum tímamótum í íslenzkum stjórnmálum. Höfuðborg landsins lýtur nú sósíalískri forystu Alþýðubandalagsins. Hvorki Framsóknarflokkur eða Alþýðuflokkur hafa þrek og kraft til þess að standa gegn ásælni Alþýðubandalagsins eftir kosningasigur þess í borgarstjórnarkosningunum. Með því að sitja heima á kjördegi eða greiða Alþýðuflokknum atkvæði eru kjósendur í raun að bjóða heim nýrri vinstri stjórn, sósíalisma og varnarlausu landi. Það er mikill byrgðarhluti að stíga slíkt skref. Svo kann að fara, að það verði ekki iftur tekið. Þess vegna hvetur Morgunblaöið þá kjósendur, sem þannig er ástatt um, að skoða hug sinn vel áður en þeir taka svo örlagaríka ákvörðun að kalla yfir landið sósíalíska stjórn til viðbótar við sósíalíska stjórn í Reykjavík. Lárus Jónsson alþm.: Víkjum af ver bólgusamninga VERSTA afleiðing þess upplausn- arástands, sem vinstri stjórnin skyldi eftir sig, var margfalt íslandsmet jafnvel Evrópumet í verðbólgu. A árinu 1974 hækkaði framfærsluvísitala um 53%. Með samræmdum aðgerðum tókst rík- isstjórninni smátt og smátt að draga úr þessari óðaverðbólgu og í ágúst 1977 varð hún 27% miðað við næsta tólf mánaða tímabil á undan. Eftir svonefnda sólstöðu- samninga seig mjög á ógæfuhlið- ina. Opinberar skýrslur herma að grunnkaupshækkanir þeirra samninga megi meta 43% en verðlagsbætur á laun 59% eða samtals 102% á samningstíman- um, sem er 18 mánuðir. Þessir samningar sem höfðu slíka með- altalshækkun allra launa í land- inu í för með sér, hlutu að magna verðbólguna. Þetta var öllum forystumönnum iaunþega full- ljóst. Samt sem áður knúðu þeir fram þessa mestu verðbólgusamn- inga í sögu þjóðarinnar. Þeir bera því mesta ábyrgð á því að ekki tókst að draga frekar úr verðbólgunni, en vilja skella skuldinni á rikisstjórnina eina. Efnahagsráðstafanirnar, sem ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar gerðu í febrúar í vetur, miðuðu að því að draga úr verstu afleiðingum þessara verðbólgu- samninga og koma í veg fyrir að hæstlaunuðu stéttir landsins fengju í sinn hlut margfaldar „verðbætur" á laun í krónutölu miðað við láglaunafólk. Skv. þess- um lögum eru verðbætur óskertar á dagvinnutekjur láglaunafólks en skerðast yfir 10% hjá hátekju- fólki. Til frekari hagsbóta fyrir þá sem minnst mega sín voru trygg- ingabætur hækkaðar mjög hjá því fólki sem einvörðungu lifir á lífeyri frá almannatryggingum, barnabætur voru hækkaðar og niðurgreiðslur á vöruverði auknar um 1300 millj. króna. Þrátt fyrir þessar umdeildu viðnámsaðgerðir hefur verðbólgan vaxið frá því hún var 17% á ári, eins og fyrr segir. Þetta þýðir að 5 ár í röð hefur verðbólgan verið um og yfir 30% og hún mun komast yfir Evrópu- metið, ef krafan um „samningana í gildi" nær fram að ganga. Margt bendir til þess að sú verðbólga, sem verið hefur undan- farin ár og sem þrýstihópar í þjóðfélaginu bera langmesta ábyrgð á — verðbólga yfir 30% — hafi gagntekið þjóðina þannig að verðbólguhugarfarið sé alls ráð- andi. Hvert einasta mannsbarn reiknar með því að gjaldmiðillinn rýrni í verði a.m.k. um þriðjung árlega. Þessi sjúkleiki er meiri og illkynjaðri en fyrr á árum þegar verðbólgan var að meðaltali undir 10% eða í mesta lagi 10—15%. Þá var verðbólguhugarfarið ekki nærri því jafn altækt og illkynja sem nú. Almenningur leit ekki á verðbólgu sem varanlegt ástand og jafnvel versnandi. Flest fólk lét verðbólguna ekki ráða gerðum sínum í fjármálum svipað því sem nú er. Þau ráð, sem notuð hafa verið gegn verðbólgu hér á landi, eru alþekkt hvarvetna og viðurkennd af hagfræðingum. Reka þarf ríkis- búskapinn hallalaust og draga helzt úr opinberum umsvifum. Þetta hefur tekizt tvö síðustu árin, þótt enn betra hefði verið að geta haft greiðsluafgang í ríkissjóði og notað hann til þess að greiða skuldir erfiðleikaáranna 1974 og ‘75. Reynt hefur verið að hvetja fólk til sparnaðar með því að greiða vexti sem von er til að séu raunhæfir vextir þegar verðrýrn- un sparifjár er dregin frá. Verð- jöfnunarsjóðir eru til, t.d. í sjávarútvegi, en þeim hefur ekki tekizt að þeita nægilega eftir þá meðferð sem þessir sjóðir hlutu í tíð vinstri stjórnarinnar. Leitazt hefur verið við að koma í veg fyrir ofþenslu á vinnumarkaði sem er erfitt verkefni ef stefnt er að markmiðinu að halda fullri at- vinnu eins og rétt er að gera. Rætt við Eggert Haukdal, bónda á Bergþórshvoli, efsta mann á lista sjálfstæðismanna til Alþingis „Styrkur S j álfstæðisflokksins hefur skilað sér vel fyrir Sunnlendinga.” „Bændur eru almennt óhressir með mörg af sínum málum undir lélegri stjórn og forystu -framsóknarmanna í landbúnaðarmálum í mörgu tilliti,“ sagði Eggert Haukdal bóndi á Bergþórshvoli í stuttu samtali við Morgunblaðið, en Eggert skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til Al- þingis. „Nú á vordögum blasir það við,“ sagði Eggert, „að haldið er eftir stórum hluta af kaupi bænda af mjólk og kjöti. Offramleiðslan hefur verið blásin út, þótt hún sé í raun aðeins sem svarar framleiðslu á ríkisbúum og öðrum til- raunabúum þar sem ekki er um að ræða sjálfstæða bændur sem lifa af búrekstri. Þá eru lánamál bænda í mesta ólestri og ekkert bólar á loforðum um að gera lausaskuldir bænda að föstum lánum. Það má segja að staða bænda sé með því lak- asta sem verið hefur miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins svo ekki er nema von að bændur séu ósáttir við aðbúnaðinn. Almennt er það að segja að tíðarfar hefur verið kalt og rigningasamt, en það bjargar að klakalítið er eftir veturinn. Það má einnig nefna sem lítið dæmi af mörgum um óstjórn landbúnaðarráðherra að gras- kögglaverksmiðjan á Hvols- velli fór seint af stað í apríl og mál hennar hafa verið illa unnin. Vegaframkvæmdum í kjör- dæminu hefur miðað hægt síðan 1971 er Ingólfur Jónsson lét af ráðherraembætti og má segja að síðan hafi verið algjört gangleysi. Menn bera þó von til betri tíðar í þeim efnum og fagna vegagerðaráætlun Sjálfstæðis- flokksins, að hún geti orðið til þess að vegaframkvæmdir fái það viðbragð sem þarf til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.