Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 30
30 M0K<U;NBI,AÍ)H). MIOVIKIJDAOUK 2I. JÚNÍ 1978 BÚIST VIÐ 20-25 ÞÚS. MANNS Á WNDSMÚT UMFÍ A SELFOSSI Á BLAÐAMANNAFUNDI, scm landsmótsnefnd hélt í gær, kom fram að búast má við að 20 til 25 þúsund manns sæki lfi.landsmót UnBmcnnafélags íslands sem fram fer á Selfossi dagana 21,—23. júlí n.k. Mótið verður mesta iþróttahátíð ársins á íslandi, þar sem keppt vcrður í frjálsum iþróttum. sundi, knattspyrnu, körfuknattleik, handknattleik. blaki. borðtennis. starfsíþróttum og glímu. Myndarlega staðið að framkvæmdumi — Bæjarfélagið hefur verið okkur mjög hjálplegt, sagði Guð- mundur Jónsson framkvæmda- stjóri undirbúningsnefndarinnar. — Það hefur verið reynt að leysa öll okkar vandamál og viðhorf yfirvalda veriö mjög jákvætt. Aðstaða á Selfossi er mjög góð fyrir mótshaldið, t.d. er ný 25 m útisundlaug og 16% m innilaug, nýtt íþróttahús verður tekið í notkun fyrir mótið og er salurinn 22x44m. Áhorfendasvæðin í hús- inu rúma um 600 manns í sæti. íþróttavellir eru tveir, malarvöllur sem aukinn verður nýju slitlagi og grasvöllur með fjórum malar- brautum umhverfis. Öll kast- og stökkaðstaða á vellinum verður mjög endurbætt svo og aðstaða fyrir áhorfendur. Mjög margir starfsmenn verða við vinnu á landsmótinu og mun uppistaðan verða sjálfboðaliðar frá ungmennafélögunum og hinum ýmsu félagasamtökum á Selfossi sem sýnt hafa málinu mikinn áhuga og skilning. Tjaldstæði verða fyrir hendi mótsdagana og verða þar kepp- endabúðir og fjölskyldubúðir jafn- framt almennum tjaldbúðum. Öll þessi svæði liggja nálægt móts svæðinu og því auðvelt að fylgjast með allri dagskrá mótsins. Fjölmargir keppendun Reiknað er með að keppendur á landsmótinu verði í kring um 1400. Á þessu landsmóti verður í fyrsta sinn keppt í blaki og borðtennis. í borðtenniskeppninni, sem fram fer í nýja íþróttahúsinu, verður keppt á átta borðum samtímis, For- keppni í knattleikjum er ekki lokið nema í handknattleik kvenna, fer því hluti af forkeppninni fram í tengslum við sjálft landsmótið. Keppt verður í 15 greinum frjálsra íþrótta i karlaflokki og 11 kvenna- greinum. Sundið skipar veigamik- inn sess á landsmótinu og sundað- staðan hefur sjaldan verið betri. Keppt verður í níu greinum karla og kvenna. I úrslitakeppninni í handknatt- leik kvenna mæta fjögur lið til leiks, þau eru HSÞ, UMFN, UMFG, UMSK. í knattspyrnuna mæta sex lið: HSK, HSÞ, HSH, Elías til Svíþjóðar ^gr «5* ENN einn handknattleiksmað- ur er á förum til útlanda, Elías Jónasson handknattleiksmaður úr Haukum hefur gert samning við sænska liðið Bolton IK frá Stokkhólmi, og mun leika með liðinu næsta keppnistímabil. Bolton IK leikur í annarri deildinni sænsku og var um miðja deild síðasta keppnis- tímabil. Elías sagði f viðtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði fengið ágætt tilboð frá sænska liðinu og hyggst hann leika með því í eitt ár til að byrja með. Elías mun ásamt Þorgciri Haraldssyni halda utan til náms við danska handknattleiksskólann 29. júni n.k. og þar munu þeir félagar dvelja fram til 7. júlí, þá mun Elfas halda til Stokkhólms, og hefja æfingar með liði sinu. Eh'as er annar leikmaðurinn sem Ilaukar missa úr liði sinu til útlanda. Gunnar Einarsson landsliðsmarkvörður leikur með danska liðinu Árhus KFUM. þr. Þnr leikir í 1. deild í kvöld I KVÖLD fara fram þrír leikir í fyrstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu og eru það þessir: Vestmannaeyjavöllur kl. 20.00: ÍBV — IA. Dómari: Kjartan Ólafsson. Keflavíkurvöllur kl. 20.00: IBK - Fram. Dómari: Magnús V. Péturs- son. Kaplakriki kl. 20.00: FH — Víking- ur. Dómari: Guðmundur Haralds- Sex leikir í bikarnum í kvöld SEX leiklr veroa leiknir í þriöju umferö Bikarkeppni KSÍ í kvöld. Þeir eru: Kaplaskjólsvöllur kl. 20.00 KR — Grindavík. Melavöllur kl. 20.00 Ármann — Vikingur ÓL. Arbæjarvöilur kl. 20.00. Fylkir — IBl. Siglufjaröarvöllur kl. 20.00. KS — Tindastóll. Akureyrarvöllur kl. 20.00 Þór — Leiftur. Vopnafjarðarvöllur kl. 20.00 Einherji — Austri. UMSK, ÚÍA, UMFK. í blaki keppa fimm lið á landsmótinu, það eru HSÞ, ÚÍA, UMSE, HSK og UMSK. í körfuknattleik keppa átta lið: ÚÍA, HSK, UMSB, UMSS, HSH, UMFN, UMSK og UMFG. Þá er undankeppni í skák lokið og keppa til úrslita á .landsmóti eftirtaldar sveitir: UMSK, UÍA, UV^UMF, BOL, HSS og USAH. Keppt verður í sex greinum starfsíþrótta, og þar á meðal starfshlaupi en í því hefur ekki verið keppt síðan 1955. Starfs- hlaupið er um 1 km og eiga keppendur að leysa ýmsar þrautir og störf á leiðinni, t.d. að smíða kassa ofl. Þarna reynir á fótfimi, handlagni og gáfur. Þá er keppt í hestadómum, jurtagreiningu, línu- beitingu, dráttarvélaakstri og lagt er á borð. Keppt er í einum aldursflokki jafnt fyrir konur sem karla. Tveir fyrstu keppendur í hverri grein frjálsra íþrótta vinna UMFI sér rétt til þátttöku í hópferð UMFÍ til Danmerkur skömmu eftir landsmót. Þá má geta þess að Júdó verður sýningargrein á þessu landsmóti. Deild úr hestamanna- félagi Selfoss mun efna til hæfnis- keppni á hestum í sambandi við mótið. Landsmótið stendur í þrjá daga Mótið verður sett á föstudags- kvöld kl. 20.00 á íþróttavellinum og hefst setningin með hópgöngu þátttakenda inn á íþróttasvæðið. Mótinu lýkur svo á sunnudags- kvöld. Sérstök hátíðardagskrá verður á íþróttavellinum á sunnu- dag kl. 14.30, þar verður meðal annars hópsýning 200 skólabarna, sýning fimleikaflokks frá Gerplu og sýning 45 manna fimleika- og þjóðdansaflokks frá Danmörku. Einnig verður kvöldvaka í íþrótta- húsinu á laugardagskvöld kl. 20.00 og fjölskylduskemmtun á sunnu- dag kl. 18.00 þar sem ýmsir sýningarflokkar koma fram ásamt Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Jörundi o.fl. Dansleikir verða öll þrjú kvöldin í nýja íþróttahúsinu og mun hljómsveitin Kaktus leika fyrir dansi. Landsmótin hafa verið með mjög miklum menningarblæ og fjölþætt mjög, vonandi verður það einnig nú. Þau hafa gefið góða mynd af störfum ungmennafélag- anna og verið mikil upplyfting fyrir æsku landsins. Landsmótsnefnd 16. landsmóts UMFÍ skipa: Jóhannes Sigmunds- son formaður, Gísli Magnússon, Hjörtur Þórarinsson, Már Sigurðsson og Hafsteinn Þorvalds- son. Framkvæmdastjóri lands- mótsnefndar er Guðmundur Kr. Jónsson. - þr nvj • íslandsmeistararnir í hadminton Jóhann Kjartansson og Jóhanna Magnúsdóttir báru sigur úr býtum í einliðaleik karla og kvenna á badmintonmótinu í Vestmannaeyjum. Ljósm. Sigurgeir. Fjölmennt badmin- tonmótí Eyjum DAGANA 10. og 11. júní fór fram í Vestmannaeyjum, hadminton- mót á vegum T.B.R., T.B.V., K.R., og ÍA. Var mót þetta bæði fyrir unglinga og fullorðna, og fór það ágætlega fram. Úrslit í einstök- um flokkum urðu þessii Hnokkar (undir 12 kra) Árni Þór Hallgrímsson IA sigraði Ingólf Helgason ÍA, 11—6 og 11-7. Tátur (undir 12 ára) Þórdís Erlingsdóttir TBR sigraði Önnu Kristínu Daníelsdóttur TBR 11-2 og 11-1. Svcinar 12—14 ára Þorsteinn Páll Hængsson TBR sigraði Þórhall Ingason ÍA, 11—8 og 11-2. Meyjar 12—14 ára Þórunn Óskarsdóttir KR sigraði Ingunni Viðarsdóttur ÍA 11—7 og 11-5. Drengir 14—16 árat Skarphéðinn Garðarsson TBR sigraði Gústaf Vífilsson TBR 11—2 og 11—4.Telpur 12—14 ára: Ragnheiður Jónasdóttir í A sigraði Bryndísi Hilmarsdóttur TBR 11-8 og 7-11 og 11-5. Sveinar og meyjar — tvfliðalcikuri Þórunn Óskarsdóttir KR og Elísa- bet Þórðardóttir TBR sigruðu Sigurjón Aðalsteinsson TBV og Fritz Berndsen TBR, 15—12 og 15-9. Drengir — telpur — tvfliðalcikuri Bryndís Hilmarsdóttir TBR og Ragnheiður Jónasdóttir ÍA sigr- uðu Skarphéðin Garðarsson TBR og Adolf Adolfsson TBV, 15—1 og 15-9. Karlar — einliðaleikuri Jóhann Kjartansson TBR sigraði Sigfús Ægi Árnason TBR, 15—6 og 15-10. Konur — einliðaleikuri Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði Hönnu Láru Pálsdóttur TBR 11-8, 11-12 og 11-8. Karlar — konur — tvfliðalcikun Sigfús Ægir Árnason TBR og Guðjón Hjörleifsson TBV sigruðu Ottó Guðjónsson TBR og Sif Friðleifsdóttur KR, 18—7 og 15-12. Útskrifaðir 19 LOKIÐ er fyrsta A-stigs námskeið fyrir leiðbeinendur í badminton. Kennslan var bæði bókleg og verkleg, samtals 42 kennslust. Kennt var í KR-heimilinu og í íþróttahúsi TBR. Kennarar voru: Garðar Alfonsson, Jan B. Larsen og Jóhannes Sæmundsson. í badminton Útskrifaðir voru 19 leiðbeinend ur og var almenn ánægja me< námskeiðið. Fyrirhugað er að halda annai A-stigs námskeið fyrir badmint onleiðbeinendur næsta haust og 1 stigs þjálfaranámskeið seinn hluta næsta vetrar eða næsta vor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.