Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Ragnhildur Helgadóttir: Til minnis fyrir kjósendur Ilvert atkva'öi. sem xreitt cr öðrum flokki en Sjálfstæðisflokkn- um á sunnudaKÍnn kemur. getur þýtt nýja vinstri stjórn. Flestum ber saman um að aðalverkefni landsstjórnarinnar á næstu árum sé að halda áfram uppbyKKÍnKU á sviði efnahagsmála. Menn verða því að Kora sér vandlega grein fyrir hvorum aðilanum sé betur trúandi til að leysa af hendi þetta verkefni, Sjálfstæðisflokknum eða vinstri stjórn. Til að auðvelda kjóscndum samanburð fara hér á eftir 9 minnisatriði. staðreyndir um hvora stjórnina fyrir sig, ríkisstjórn undir forustu formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs Ilallgrímssonar annars vegar og vinstri stjórn hins vegar. 9 minnispunktar um áranRur núverandi stjórnar 1. Þegar vinstri stjórn kom var verðbólga 7%, þegar hún fór var verðbólgan yfir 50%. I tíð þessarar ríkisstjórnar lækkaði verðbólga á árinu 1977 ofan í 26%, eða um helming, og væri komin ennþá lægra ef ekki hefðu komið til kjarasamn- ingar, sem því miður, voru atvinnulífinu um megn. Verðbólgan óx þess vegna aftur, en með febrúar lögunum var miðað við að verðbólga kæmist í lok þessa árs niður í 36%. 2. Þegar vinstri stjórn fór frá var greiðsluhalli 11,5%, en verður samkvæmt þjóðhagsspá 0,5% greiðslujöfnuður á þessu ári. 3. Kaupmáttur ráðstöfunartekna er nú 17% meiri en hann var lægstur á tíma vinstri stjórnarinnar og 4% meiri en hann var hæstur. Efnahagsráðstafanirnar á þessu ári hafa miðast við það að sami kaupmáttur ráðstöfunartekna héldist og fékkst með kjarasamningum á s.l. ári. Eftir bráðabirgðalögin hækkaði kaupmáttartala ráðstöfunartekna úr 13% í 17%. 4. Skuldasöfnun erlendis fer minnkandi og traust þjóðarinnar vaxandi. Skuldab.vrðin sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hefur verið óbreytt síðustu 3 árin og mun lækka í ár. Enda er nú stefnt að því að erlendar skuldir aukist ekki á árinu. 5. Staða rikisfjármála hcfur verið betri síðari hluta þessa kjörtímabils en í upphafi þess. 6. Ríkisútgjöld hafa minnkað úr 31% í 27% af þjóðarframleiðslu. 7. Rikisfjárfesting hefur minnkað að magni um 16% í fyrra og mun minnka um 9% á þessu ári. 8. Kaupmáttur tryggingabóta hefur vaxið mun hraðar en kaupmáttur kauptaxta. 9. Allt kjörtímabiiið hefur verið full atvinna, en þegar vinstri stjórn fór frá voru atvinnuveg- irnir reknir með halla sem nam mörgum tugum milljarða á núverandi verðlagi og atvinnuleysi blasti við. En þessi ríkisstjórn afstýrði þeim voða. 9 minnispunktar um árangur vinstri stjórnar 1. Verðbólga hafði meir en sjöfaldast. 2. 11,5%. halli var á viðskipajöfnuði. 3. Gjaldeyrisforði hafði minnkað um helming á fáum mánuðum. 4. Gjaldeyrisvarasjóður var löngu upp urinn. Erlendar skuldir meiri en nokkru sinni áður. 5. Greiðsluhalli ríkissjóðs á núverandi verðlagi var 11 milljarðar og átta hundruð milljónir. Til viðbótar kom hækkun á niðurgreiðslum, sem nam á ársgrundvelli og núverandi verðlagi 7 milljörð- um og 560 milljónum. 6. Skuldir sveitarfélaga við lánastofnanir jukust um 'h á fyrri hluta árs 1974. 7. Halli á ýmsum atvinnugreinum varð á núverandi verðlagi sem hér segir: a) Hallarekstur togara yfir 3 milljarðar. b) Hallarekstur frystihúsa 14 milljarðar á ársgrundvelli eða 25% af heildartekjum. c) Rekstrargrundvöllur útflutningsiðnaðar var að bresta. 8. Greiðsluhalli ýmissa ríkisfyrirtækja var áætlaður um 20 milljarðar á núverandi verðlagi og reyndist meiri hjá sumum fyrirtækjum, þegar til kom. 9. Allt þetta gerðist á mestu uppgangstímum, sem orðið höfðu í útflutningsgreinum lands- manna, þegar verðlag útflutnings var hærra og hafði hækkað hraðar en nokkru sinni fyrr. Til að samanhurður þessara níu minnisatriða gefi rétta hugmynd um getu ríkisstjúrnanna til að fara með efnahagsmálin verður að hafa í huga hvernig aðkoma þeirra var í upphafi. Núverandi ríkisstjórn tók við búi. sem lýst er í 9 punktum um vinstri stjórn. en vinstri stjórnin tók við búi, sem ríkisstjúrn undir forustu Sjálístæðisflokksins hafði rétt við eftir mikil efnahagsleg áföll og var komið á traustan grundvöll. Ég hvet kjósendur til að gera sjálfir samanhurð á árangri þessara ríkisstjórna. Að þeim samanburði loknum er ég sannfærð um. að skynsemi þeirra býður þeim að búa í haginn fyrir framtíð barna sinna og fólksins yfirleitt með því að kjósa ábyrga stjórn cfnahagsmála. Sjálfstæðisflokknum er einum trúandi til að axla þá ábyrgð. Norðurlandskjördæmi vestra: Stefnt að fjölþættari atvinnutækifærum Iðnþróun og bættar samgöngur sam- hliða efiingu hefðbundinna atvinnuvega Ilér verða í örstuttu máli rakin nokkur þingmál. er þingmenn Sjálfstæðisflokks úr Norðurlandi vestra hafa hreyft á Alþingi og varða kjördæmi þeirra sérstak- lega. Ekki eru meðtalin þau mál, varðandi kjördæmið, sem fram hafa komið í formi stjórnarfrum- varpa, s.s. frumvarp að heimild- arlögum um virkjun Blöndu. Fiskiðnskóli í Siglufirði í apríl 1974 bera Eyjólfur K. Tónsson og Pálmi Jónsson fram fyrirspurn á Alþingi um fiskiðn- skóla í Siglufirði í samræmi við þingsályktun frá Alþingi þingið áður. Heilsugæzlustöð á Blönduósi Sama ár er Pálmi Jónsson meðflutningsmaður að frumvarpi til laga um heilsugæzlustöð á Blönduósi. Þar er og lagt til að heilsugæzlustöð (H-l) skuli vera á Skagaströnd með starfssvæði fyrir Vindhælishrepp, Höfðahrepp og Skagahrepp. Frv. var ekki útrætt. Stórvirkjun á Norðurlandi vestra 1974 flytja Pálmi Jónsson og Gunnar Gíslason tillögu til þings- ályktunar um stórvirkjun á Norð- urlandi vestra. Þar er lagt til að framkvæmdar skuli nauðsynlegar undirbúningsrannsóknir til að unnt sé að taka ákvörðun um stórvirkjun á Norðurlandi vestra, annaðhvort í Blöndu eða Jökulsá eystri og vestri í Skagafirði. Virkjun Fljótaár í Skagafirði Þetta sama ár flytja Eyjólfur K. Jónsson, Pálmi Jónsson o.fl. til- lögu til þingsályktunar um virkjun F'ljótaár í Skagafirði (viðbótar- Bandaríkjamaður sýnir í Suðurgötu 7 Brian Buczak, bandarískur listamaður búsettur í New York, opnar sýningu á teikningum sínum í Gallerí Suðurgötu 7 laugardaginn 24. júní. Brian er 23 ára gamall og hefur sýnt á samsýningum víða um heim. Þetta er fyrsta einkasýning hans. Sýningin stendur til 9. júlí, og er opin 4—10 e.h. virka daga en 2—10 e.h. um helgar. V esturlandsk jördæmi: Iðnvæðing í kjördæminu er aðkaUandi Könnun jarðvarma, úrbætur í símamálum Hér verður drepið á örfá mál, sem sérstaklega snerta Vestur- landskjördæmi og þingmenn Sjálfstaeðisflokks af Vesturlandi hafa hreyft á Alþingi á liðnum þingum. hafa heimild til að veita Andakíls- árvirkjun sf. leyfi til þess að reisa og reka vatnsaflsvirkjun við Kláf- foss í Hvítá í Borgarfirði með allt að 13,5 mw. afli og orkuveitu til tengingar við orkuflutningskerfið í Borgarfirði. Frv. var ekki útrætt. Fiskbræðsla á Snæfellsnesi Friðjón Þórðarson flytur ásamt fleirum tillögu til þingsályktunar, 1975, um byggingu og starfrækslu fiskimjölsverksmiðju á Snæfells- nesi. I greinargerð kemur fram að á svæðinu frá Akranesi til Pat- reksfjarðar er engin fiskimjöls- verksmiðja, sem getur unnið feit- an fisk (síld, loðnu, karfa). Jarðhitaleit á Snæfellsnesi 1976 flytur Friðjón Þórðarson tillögu til þingsályktunar um jarðhitaleit á Snæfellsnesi, sem framkvæma skyldi í samráði við heimamenn, svo hið fyrsta liggi fyrir nauðsynlegar upplýsingar um nýtanlegan jarðhita á svæðinu. Tillögu þessari var vísað til ríkisstjórnarinnar í maí 1976. Virkjun Hvítár í Borgarfirði Sama ár flytur Jón heitinn Árnason o.fl. frv. til laga um virkjun Hvítár í Borgarfirði. Samkv. frv. átti ríkisstjórnin að Notagildi leirs í Dalasýslu Sama ár flytja Ingiberg J. Hannesson og Friðjón Þórðarson fyrirspurn til iðnaðarráðherra um Pálmi Jónsson Eyjólfur K. Jónsson. Ólafur B. Óskarsson. virkjun) og tengingu Skeiðsfoss- virkjunar við Skagafjarðarveitu. Viðbótarvirkjun þessi er þegar komin í gagnið. Sömu aðilar fluttu tillögu til þingsályktunar um nauðsynlegar virkjunarathuganir við Svartá í Skagafirði við Reykja- foss. Jarðhita- rannsóknir í Varmahlíð — Grænfóður- verksmiðja 13. maí 1975 er tekin fyrir fyrirspurn frá Pálma Jónssyni um jarðhitarannsóknir við Varmahlíð í Skagafirði, m.a. með það í huga, hvort næg varmaorka sé þar til staðar fyrir nærliggjandi um- hverfi, þar á meðal grænfóður- verksmiðju, sem ákveðið hafði verið að reisa í Vallhólma. í svari ráðherra kom m.a. fram að ráð- gerð væri jarðhitarannsókn fyrir Seyluhrepp, Staðarhrepp og Skarðshrepp í Skagafirði og að áframhaldandi rannsókna væri þörf varðandi grænfóðurverk- smiðju. Fjarskipti við Siglufjörð í apríl 1975 kemur til umræðu fyrirspurn frá Eyjólfi K. Jónssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.