Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ .1978 Pólverjar boða landhelgisstríð Varsjá — 20. júní — AP. Carter forseti mótar stefnu í geimvísmdum PÓLSKI kommúnistaleiðtoginn Edvard Gierek hefur lýst því yfir að Pólverjar muni halda áfram vernd fiskimiða sinna á Eystra- salti gegn öllum landhelgisbrjót- um til þess að tryggja lífshags- muni sína. Með athugasemdum sínum f ræðu á fundi flokksstarfsmanna f Gdansk átti Gierek greinilega við töku vestur-þýzka togarans Cap- ella við Borgundarhólm 4. júni, er var færður til hafnar í Kolobrzeg og látinn laus nokkrum dögum síðar gegn 25.000 dollara trygg- ingu. Ummæli Giereks voru einn’g svar. við yfirlýsingu vestur-þýzka utanríkisráðuneytisins í síðustu viku þess efnis að Bonnstjórnin vænti þess að ekki komi til nýrra afskipta Pólverja á umdeildum miðum. Gierek gagnrýndi einnig það sem hann kallaði herferð gegn Pólverjum í Vestur-Þýzkalandi út af þessu máli. En hann tjáði sig fúsan til viðræðna um lausn fiskveiðideilunnar ef Pólverjar fengju réttindi á vestur-þýzkum fiskimiðum. Pólverjar, Svíar og Austur-Þjóð- verjar færðu út fiskveiðilögsögu sína á Eystrasalti einhliða Framhald á bls. 19 Veður víða um heim Amsterdam 22 iéttskýjaó Apena 37 léttskýjaó Berlín 25 skýjaó BrUssel 27 léttskýjað Chicago 26 rígning Frankfurt 23 léttskýjaó Genl 18 léttskýjaö Helsinki 18 léttskýjaö Jóh.borg 13 léttskýjap Kaupm.höfn 22 léttskýjaö Líssabon 22 léttskýjaö London 25 skýjað Los Angeles 29 heiösktrt Madríd 22 rigning Malaga 24 léttskýjaó Miamí 28 skýjaö Moskva 12 skýjaö New York 32 skýjaö Ósló 18 léttskýjaó Palma. Majorka 24 léttskýjaö París 22 léttskýjaó Reykjavík 7 léttskýjað Róm 27 heióskirt Stokkh. 23 léttskýjað Tel Avív 28 léttskýjaö Tókýé 32 léttskýjaó Vancouver 21 heiöskírt Vín 20 heiöskirt Washington, 20. júní. — AP. CARTER forseti hefur markað nýja stefnnu sem miðar að því að viðhalda tæknilegum yfirburðum Bandaríkjamanna í geimnum jafnframt því sem mikil áherzla verður lögð á geimvopn sem vegi upp á móti ógnun frá Rússum á þessu sviði. Embættismaður, sem gerði fréttamönnum grein fyrir þessu, varaði við að ef Rússar féllust ekki á bann við gervihnöttum sem granda öðrum gervihnöttum mundu Bandaríkjamenn neyðast til þess að smíða vopn sem yrðu betri en þau sem Rússar hafa þegar reynt. Þetta er fyrsta yfirlýsing um stefnu Bandaríkjamanna í geimn- um síðan John Kennedy forseti lýsti því yfir 1961 að Bandaríkja- menn mundu senda mann til tunglsins fyrir lok áratugsins. Yfirlýsing hans fylgdi í kjölfar ýmissa geimsigra Rússa sem urðu meðal annars fyrstir til að senda mann út í geiminn. Embættismaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að Carter hefði undirritað geimtil- skipun sína 11. maí. Samkvæmt Carter-áætluninni verður ráðunautur forsetans í vísindum dr. Frank Press í forsæti nefndar sem mun samræma allar geimáætlanir Bandaríkjanna, hvort sem þær eru hernaðarlegar eða ekki, og gera úttekt á þeim. Samkvæmt áætluninni munu Bandaríkin: — Viðhalda forystu sinni í geimtækni og leggja áherzlu á notkun mannaðrar geimskutlu. — Neyta réttar síns til sjálfsvarnar Framhald á bls. 19 BII=REIÐAR~ A KJÖRDAG D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hinum ýmsu bifreiöastöövum D-listans á kjördag. Frambjóöendur heita á stuöningsmenn listans aö bregöast vel viö og leggja listanum liö m.a. meö því aö skrá sig til aksturs á kjördag 25. júní næstkomandi. Vinsamlegast hringiö í síma: 82900. Skráning bifreiöa og sjálfboöaliöa fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. - Listinn Stór hráolíubrák nálgast Svíþjód Stokkhólmi — 20. júní — AP. HRÁOLÍUBRÁK nálgast suðvestur- strönd Svíþjóðar að sögn yfirvalda í Gautaborg í dag. Brákin er um 200 metra breið og sex kílómetra löng og um tíu varðskip hafa verið send á vettvang. Talið er að hér sé um að ræða 50 lestir af olíu sem hafi lekið úr olíuskipinu Palmstar, sem er skráð í Singapore, þegar það strandaði á Kattegat á leið til hafnar í Danmörku með 91.000 lestir af hráolíu. En talsmaður umhverfisyfirvalda í Danmörku segir að engin olía leki úr Palmstar sem liggur nú við akkeri suður af eynni Anholt. Von var á björgunarskipi til olíuskipsins í dag og hluti olíufarmsins verður fluttur í brezkt olíuflutningaskip sem er einnig væntanlegt. Talsmaður danska slysavarnafélags- ins sagði einnig að engin leið væri að fullyrða hvort olíubrákin kæmi frá Palmstar. Þetta gerðist 1798 — Lake lávarö’:r sigrar á 1976 — Óeiröir brjótast út í blökkumannabæjum í Suð- ur-Afríku. 1971 — Alþjóðadómstóllinn úrskurðar stjórn Suður-Afríku í Suðvestur-Afríku ólöglega. 1963 — Páll VI kosinn páfi — Frakkar draga Atlantshafsflota sinn út úr NATO. 1945 — Japanir gefast upp á Okinawa. 1952 — Rommel tekur Tobruk og Bretar flýja. 1919 — Flota Þjóðverkja sökkt í Scapa-flóa. 1915 — De Wet gefst upp eftir uppreisn í S-Afríku. 1898 — Fyrstu bandarísku hermennirnir sækja í land á Kúbu. 1887 — Fimmtíu ára stjórnar- afmæli Viktoríu drottningar — Bretar innlima Zululand. 1813 — Wellington gerisgrar Frakka við Vittoria á Spáni. Vinegar-hæð og bindur énda á uppreisn íra. 1788 — Bandaríska stjórnar- skráin tekur gildi með staðfest- ingu níunda ríkisins New Hampshire. 1661 — Kardis-samningurinn um frið milli Svía og Rússa. Afmæli dagsinst Jean-Paul Sartre, franskur heimspekingur (1905 — —) — Jane Russel, bandarísk leikkona (1928 ---) — Francois Sagan, franskur rithöfundur (1935 — —). Innienti Freigátan „Margaret and Anne“ kastar akkerum í Reykjavíkurhöfn 1809 — Tryggvi Þórhallsson myndar stjórn 1931. Orð dagsinsi Sagan, endurtekur sig; sagnfræðingar hver annan — Philip Guedaíla enskur sagn- fræðingur (1889 — 1944).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.