Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 23 Gissur Tryggvason „Það eru nokkur atriði sem liggur á að lagfaera. Þar vil ég fyrst og fremst nefna vegamál, síma- og rafmagnsmál, sem eru í miklum ólestri. Alagið á símann er svo mikið, að það tekur oft langan tíma að ná til Reykjavíkur og á vetrarvertíð er ástandið hér á Snæfellsnesi þannig að yfirleitt er ekki hægt að ná frá Stykkishólmi vestur á Rif fyrr en eftir miðnætti, en þá er það líka of seint fyrir flesta. Þá tel ég að landsbyggðarfólkið þurfi að greiða miklu m ira fyrir afnot af síma en Reykvíkingar. T.d. má ekki bila vél í bát öðru vísi en það kosti útgerðina fleiri hundruð krónur að útvega vara- hlut í gegnum síma frá Reykjavík. Vegir hér á Snæfellsnesi eru alla tíð ákaflega slæmir og það gerðist nú í fyrsta skipti í vor að vegir voru í þokkalegu ástandi eftir veturinn, en það var því einu að þakka, að það voraði ákaflega hægt. Það hefði mátt bæta vegi hér á Snæfellsnesi í stað þess að byggja brú yfir Borgarfjörð. Hitt skal ég þó fúslega viðurkenna, að brúin kemur okkur Snæfellingum til góða, því með tilkomu hennar styttist leiðin til Reykjavíkur um 20 mínútur." — Hvernig er fyrir ungt fólk að búa hér? „Það er mjög gott. að búa í Stykkishólmi, enda býður þessi staður upp á margt. Þá tel ég mjög gott fyrir ungt fólk að hefja búskap úti á landi, það er allt svo miklu ópersónulegra í Reykjavík og þar í kring. Hér er íþróttaaðstaða orðin mjög góð, á s.l. ári var tekinn í notkun nýr knattspyrnuvöllur og frjálsíþróttavöllur verður tekinn í notkun í sumar. A hinn bóginn hafa vetraríþróttir ekki verið mikið stundaðar hér, þar sem við höfum ekki haft nægilega góða aðstöðu. Það er samt kjörið að koma upp góðri skíðaaðstöðu í Kerlingarskarði og er nú rætt um að koma henni upp, sem síðan yrði einnig notuð í tengslum við hótelið. Hér er verið að ljúka við 1100—1200 metra langan flugvöll, þannig að auðvelt verður að Framhald á bls. 19 „Fóðurbætisskattur verður aðeins bölvun segir Stefán Ásgrímsson bóndi á Stóru- þúfu í Mik/a- Frá höfninni í Stykkishólmi Á jörðinni Stóruþúfu í Mikla- holtshreppi í Hnappadalssýlu reka feðgarnir Stefán Ásgríms- son og Ásgrímur sonur hans félagsbú ásamt konum sínum Laufeyju Stefánsdóttur og Hólm- fríði Jónsdóttur. Þeir feðgar eru nú með 160 kindur og 25—30 kýr að jafnaði auk kálfa sem eru í uppvexti. Stefán segir strax þegar við ræðum við hann, að sér finnist mikill munur að búa sfðan þeir feðgar komu á félagsbúi, þar sem nú geti annar hvor þeirra brugðið sér frá, það hafi ekki verið hægt áður. — Ég byrjaði hér búskap fyrir 29 árum, en þá var kaldasta vor sem komið hefur frá því að ég byrjaði búskap. Fjárskipti voru þá einnig og fékk ég fátt fé til baka. Árin á eftir voru erfið og sumir lentu svo illa út úr þessu, að þeir hafa vart jafnað sig enn á þessu áfalli. — Hvað er það sem er verst við að búa nú til dags? — Verðbólgan er að eyðileggja búskaparmöguleikana, auk þess sem við fáum okkar vöru alltof seint greidda. Þá eru vextir óheyrilega háir fyrir svona smá- rekstur. Sem dæmi um alla þessa vitleysu má nefna, að snemma á vorum þurfum við að kaupa áburð á túnin og hann verðum við að greiða strax, síðan koma afurðirn- ar frá okkur í haust sem við fáum svo ekki greiddar fyrr en á næsta ári, með svona móti ná endar í raun aldrei saman. Fyrir 2—3 árum vantaði ekki nema 20% á að við gætum flutt landbúnaðarafurðir úr landi á því verði sem við þurftum. Nú skilst mér að það vanti meira en helming á verðið. Það er þessi þróun sem gerir okkur bændum erfiðast fyrir. Gnda er ástandið orðið þannig að Stefán Ásgrfmsson geti hjálpað bændum, en þar vantar allar leiðbeiningar, og nú þegar Kollafjarðarstöðin er einráð á markaðnum hafa laxaseiði hækkað um 100% í verði síðan í fyrra, og gerir þetta þeim mönnum sem eitthvað reyna erfitt fyrir. — Hafið þið mikla ræktunar- möguleika á ykkar jörð? — Já, það er nokkuð mikið ræktunarland hér, en það er erfitt að rækta þessar flatlendu mýrar, því þær eru einnig mjög leirborn- ar. Það hefur og verið mjög vætusamt hjá okkur undanfarin ár, en það hefur hjálpað okkur að við höfum byggt tvær flatgryfjur og setjum við nú 60—70% heyja í vothey og hefur það gefist vel. — Það hefur andað köldu í vor, en nú er þó aðeins farið að spretta, það er kal á nokkrum stöðum í túninu hjá okkur en ekki er það þó mikið. Annars er heyskapur fljót- tekinn með þessum nýju vélum og Jörðin Stóraþúfa í Miklaholtshreppi. það er að verða hreint ómögulegt að fara út í byggingar. — Mér finnst það líka hrein vitleysa þegar menn ræða um að minkarækt sem aukabúgrein geti hjálpað bændum. Það hefur sýnt sig að minkabúin bera sig ekki nema sem stórbú. Ég hef meiri trú á að fiskeldi ef vel viðrar tekur ekki nema mánuð að heyja nú til dags, svo mikill er vélakosturinn orðinn. — Hér í sveitinni eru nú um 25 heimili og er lítil breyting á, íbúar eru um 150. Félagsmálin eru í nokkuð góðu horfi, og um skóla- málin er það að segja að ungling- Framhald á bls. 19 síðan beitt á, sem aftur þýðir að þau verða þyngri en ella og offramleiðslan verður meiri en þyrfti. Þetta þarf endurskoðunar við og reyndar allt landbúnaðar- kerfið. Það þarf að skipuleggja land- búnaðinn algjörlega á ný, annað gengur ekki. — Um vélakostinn er það að segja, að bændur borga fullan söluskatt og tolla af tækjum, en t.d. sjávarútvegur og iðnaður sitja við allt annað borð í þessum efnum og borga oft á tíðum ekki söluskatt og tolla. Ef tollar á tækjum yrðu lækkaðir þýddi það einfaldlega að við þyrftum lægra verð fyrir afurðir okkar og ég tala nú ekki um ef söluskattur yrði afnuminn af kjöti, þá myndi sala landbún- aðarafurða örugglega stóraukast. — Sem dæmi um hve tollar íþyngja landbúnaðinum, get ég bent á að heyhleðsluvagn sem í raun réttri kostar um 1 millj. kr. til bóndans kostar 1700 þús. kr. þegar búið er að bæta tollum á. Þá myndi einnig sparast mikið fé hjá ríkinu ef minna yrði látið renna í gegnum afætukerfið, sagði Davíð. í Skorradal eru nú 68 íbúar og 13 jarðir í byggð, þá eru að sögn Davíðs milli 100—120 sumar- bústaðir meðfram vatninu, þannig að oft er margt í dalnum yfir Séð heim að Grund í Skorradal. sumartímann. Börn í Skorradal sækja skóla á Hvanneyri og síðar á Kleppjárnsreyki og að námi loknu þar liggur leiðin í Reykholt, Akranes eða til Reykjavíkur. Kvað Davíð 4 bændur í Skorradal vera eingöngu með fjárbúskap en aðra með blandaðan búskap. — Það sem fleytir manni áfram er að mannahald er ekki mikið og þegar heimafólk vinnur að bú- störfunum og allt gengur sæmi- lega, auk þess sem tekjur utan heimilisins koma til, gengur allt vel. Tekjur í hreppsfélaginu er með því bezta sem gerist í sveitahreppum, og þar kemur til að lítið er af börnum í Skorradal, en af 68 íbúum eru 49 á kjörskrá. íbúum hefur fjölgað lítillega á ný síðustu árin. Árið 1960 voru íbúar 105, eftir það fór þeim fækkandi allt niður í 64, en hefur nú fjölgað lítillega, sagði Davíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.