Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 umi om „Það, sem ég tel einkum athyglisvert við þá fram- boðsfundi sem fram hafa farið hér á vestfjörðum, er tvennt. I fysta lagi málefna- leg uppgjöf stjórnarandstöð- unnar og í annan stað innri sundurþykkja vinstri flokk- anna, sem hefur greinilega komið í ljós á hverjum framboðsfundi eftir annan." Þetta sagði Einar K. Guð- finnsson háskólanemi, sem skipar sjöunda sæti fram- boðslista Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum, þegar Umhorfssíðan hafði tal af honum. En hann mun vera yngsti frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins í þessum kosningum. „Það sem ég á við með málefnalegri uppgjöf vinstri manna er það hve þeir hafa gjörsamlega skirrst við að verja sínar eigin efnahags- málatillögur," sagði Einar ennfremur. —„Stjórnarand- stöðuflokkarnir lögðu fram efnahagsmálatillögur í minnihlutaáliti verðbólgu- nefndarinnar, þar sem þeir þykjast gera tillögur til lausnar verðbólguvandanum og þeim fjárhagslega vanda sem atvinnureksturinn hefur átt við að glíma. Tillögur þessar eru þó eins víðs fjarri raunveruleikanum og mögu- legt er. Stjórnarandstæðing- ar ætla til dæmis að auka skatta á atvinnurekstrinum, þrátt fyrir fjárhagsvandræði hans. Þeir gagnrýna stjórn- völd fyrir að þenja fjárlögin upp úr öllu valdi og auka þannig verðbólguna. Tillögur þeirra um niðurskurð eru þó aðeins orðin tóm. Þeir vilja lækka fjáriögin um 600 milljónir. En heildarupphæð fjárlaganna er sem kunnugt er 140 milljarðar. Og eins og alræmt er gerðu stjórn-mála- andstæðingar engar tillögur um vanda útflutningsat- vinnuveganna í þessu minni- hlutaáliti sínu. Það er því augljóst að stjórnarandstæðingar standa málefnalega mjög illa að vígi. Þeir eru óabyrgir í gagnrýni sinni á ríkisstjórn- ar og kannski unnið sér örlítið meiri lýðhylli fyrir bragðið. En þess í stað sýndi hún þá ábyrgð að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Þess háttar vinnubrögð finnast mér til sóma. Þá hefur verið ansi skondið að fylgjast með þeim kaba- rett sem vinstri menn hafa sett á svið um alla Vestfirði. Hafa menn á orði, að þessi skoplegi leikur þeirra vinstri frambjóðenda sé á við hinn hlægilegasta gamanleik. Sundurþykkjan er algjör og hvað eftir annað hefur það sannast að vinstri menn eiga ekkert sameiginlegt nema gefa engan veginn tilefni til bjartsýni. En það er von mín að slíkt endurtaki sig ekki nú. Hráskinnsleikur vinstri manna og tvöfeldni hefur komið vel í ljós upp á síðkastið. Og gangi menn að kjörborðinu með það í huga, er það skoðun mín að við sjálfstæðismenn getur verið bjartsýnir. Menn verða líka að hafa það í huga að frekar en nokkru sinni áður er verið að kjósa um frjálshyggjuhug- sjón Sjálfstæðisflokksins, eða sósíalíska haftastefnu Alþýðubandalagsins. Það er Hvers vegna eru vinstri menn hættir að tala um nauðsyn sameiningar vinstri aflanna? Rætt við Einar K. Guðfínnsson, sem skipar sjöunda sætið á framboðslista sjálfstæðismanna á Vestfjörðum ina. Lýðskrum þeirra er augljóst. En þeir hafa sjálfir engar tillögur fram að færa. Hávaði og belgingur þeirra um kauprán er ekki ýkja sannfærandi. Mönnum er í of fersku minni þær „kaupáns- aðgerðir", sem vinstri stjórn- in stóð að á sínum stutta og miður glæsilega valdaferli. Og atburðir síðustu daga í Reykjavík, þar sem hin nýja vinstri stjórn étur af mikilli lyst oní sig stóru orðin frá því fyrir kosningar, opinbera betur en nokkuð annað, hvað vinstri menn munu gera eftir kosningar, komist þeir til valda. Þær harkalegu efnahags- ráðstafanir sem gerðar voru í febrúar síðast liðnum og þau bráðabirgðalög sem sett voru nú fyrir skömmu, eru tilkomin af illri nauðsyn. Augljóst er að ríkisstjórnin hefði vel getað látið reka á reiðanum fram yfir kosning- sundrunguna. Það er líka athyglisvert að þeir menn sem glaðbeittastir töluðu um nauðsyn sameiningar vinstri aflanna hafa nú hætt þeim skollaleik, en reyna nú að kaupa sér atkvæði með innantómum slagorðum um spillingu og flokksræði." Eru sjálfstæðismenn bjartsýnir á úrslit kosning- anna? „Það er augljóst mál að úrslit byggðakosninganna óumdeilanlegt að eftir byggðakosningarnar er Al- þýðubandalagið forystu- flokkur vinstri aflanna á íslandi. Næsta vinstri stjórn yrði því ekki mynduð undir forsæti Framsóknarflokks- ins, eins og fyrri vinstri stjórnir. Það yrði því Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðu- bandalagsins, sem um stjórn- völinn héldi. Menn sem kjósa vinstri flokkana í góðri trú eru því í raun og veru að biðja um vinstri stjórn undir forsæti sósíalista. Þetta er atriði sem menn verða að hafa í huga við kosningarnar 25. júní næstkomandi," sagði Einar K. Guðfinnsson. -AH. Hreinn Loftsson: Höf num blekkingum Alþýðubandalagsins! Verði úrslit þingkosning- anna í Reykjavík söm úrslit- um borgarstjórnarkosning- anna fær Alþýðubandalagið fjóra þingmenn og Sjálfstæð- isflokkurinn sex. Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor, næði þá sæti á þingi en verkalýðsforingjarnir Guð- mundur H. Garðarsson, Pétur Sigurðsson og Guð- mundur J. Guðmundsson ekki. Betra dæmi um stöðu Alþýðubandalagsins í ís- lenskri verkalýðs- og stjórn- málabaráttu er ekki hægt að hugsa sér. Menntamenn Al- þýðubandalagsins hafa sem kunnugt er hrakið af höndum sér verkalýðsarm flokksins og hreiðrað um sig í valda- stofnunum hans. Nú er svo komið að þeir eru farnir að ógna verkalýðsfrömuðum annarra flokka. Einlitur söfnuður Ef litið er á framboðslista Alþýðubandalagsins í öllum kjördæmum sést ljóslega í hve miklum tengslum fram- bjóðendur þess eru við menntastéttina og að sama skapi fjarlægir verkalýðnum. í sætum sem einhverja möguleika hafa er ekki einn einasti verkamaður, ekki einn einasti sjómaður, ekki einn einasti bóndi, ekki einn einasti verslunarmaður, ekki einn einasti iðnaðarmaður og þannig mætti lengi telja. Langflestir frambjóðenda Alþýðubandalagsins eru kennarar, rithöfundar eða blaðamenn. Á Suðurlandi er Garðar Sigurðsson, .kennari, í fyrsta sæti og Baldur Óskarsson blaðamaður í öðru. Á Aust- urlandi er Lúðvík Jósepsson í fyrsta sæti og Helgi Seljan, kennari, í öðru. Á Norður- landi er í fyrsta sæti Stefán Jónsson, kennari og útvarps- maður, en Soffía Guðmunds- dóttir, tónlistarkennari, í öðru. Á Norðurlandi vestra er lögfræðingurinn Ragnar Arnalds í fyrsta sæti, á Vestfjörðum Kjartan Ólafs- son ritstjóri og á Vesturlandi Jónas Árnason, rithöfundur og kennari. Á Reykjanesi er Gils Guð- mundsson í fyrsta sæti og Geir Gunnarsson í öðru. Á framboðslistanum í Reykjavík er aðeins einuin verkalýðsleiðtoga tryggt „öruggt" sæti, Eðvarð Sigurðssyni. Þar er hann hins vegar sem einhvers konar tákn þess að mennta- mennirnir hafi þetta allt í höndum sér. Það er nánast broslegt að horfa upp á þetta augljósa skrautblóm mitt í allri súpu rithöfunda og prófessora. Á þessum lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, flokks sem berst fyrir kjörum „láglaunafólks" að sögn, eru auk Eðvarðs Svavar Gestsson, ritstjóri, Svava Jakobsdóttir, rithöf- undur, og Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor. Að hamra nógu oft á lyginni Þegar þessar staðreyndir eru bornar undir forkólfa Alþýðubandalagsins verða þeir fyrst mjög undrandi, síðan glotta þeir hæðnislega og loks svara þeir á þessa leið: „Baráttan er háð á fleiri stöðum en innan veggja Alþingis. Allir frambjóðend- ur Alþýðubandalagsins hafa skilning og þekkingu á kjör- um verkafólks." Slík svör eiga að taka af allan vafa um það að ekki gangi hnífurinn á milli verkalýðsins og Alþýðu- bandalagsins. En hvers vegna skyldu menntamenn Alþýðubandalagsins hafa meiri skilning á málefnum alþýðunnar en menntamenn annarra flokka? „Því er fljótsvarað," segja þeir Alþýðubandalagsmenn. „Við eigum rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar auk þess sem við gleymum ekki uppruna okkar sem synir og dætur íslengks al- þýðufólks." En hefur Alþýðubandalag- ið einhvern einkarétt á slík- um tengslum? 0, nei. Næst- um hver einasti Islendingur stendur með báða fætur í íslenskri alþýðustétt. Allir menntamenn, Alþýðubanda- lagsins sem annarra flokka, allir eiga þeir feður eða mæður, ömmur eða afa sem tilheyra alþýðufólkinu sem Alþýðubandalagið vill svo gjarnan eigna sér einu. Þetta vita „þjóðfélagsfræð- ingar" þeirra mæta vel. En minnugir áróðurstækninnar hamra þeir í sífellu á þessari lygi, þessari fjarstæðu um Álþýðubandalagið sem flokk alþýðunnar. Þeir vita það vel að töngl- ist þeir nógu oft á þessu getur svo farið að einhverjir byrji að trúa. Þetta er einmitt sú áróðurstækni sem þýsku nasistarnir notuðu á sinni tíð með árangri sem leiddi til hörmungar. Hlið- stæð verða örlög íslenskrar alþýðu fari hún að trúa lyginni í alþýðusnobbum „Alþýðu“-bandalagsins. Skemmdarverk á kostnað verkafólks. Þrátt fyrir fagurgala sinn um alþýðu og verkafólk hafa fáir meiri andúð á því fólki en einmitt forkolfar Alþýðu- bandalagsins. Þeir vilja svipta alþýðuna því frelsi sem hún sjálf hefur valið, því Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.