Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 9
41 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 í 12 mílur en nokkrum mánuðum eftir að sú reglugerð var sett gáfust þeir herrar upp, er breski flotinn var aö veiðum inni í hinni nýju fiskveiðilögsögu. Þeir létu sjálfstæðismönnum eftir að friða, en brigzluðu þeim svo um landráð á eftir, við hverjar kosningar í heilan áratug. — Árið 1972 gaf þáverandi vinstri stjórn út reglu- gerðina um 50 mílurnar, en hljóp frá áður en friðun var komin á. Því rná það með sanni segja að vinstri stjórnir hafa aldri friðað 1 fermílu af íslenzkri landhelgi þótt þeir séu jafnan að guma af aðgerðum sínum á því sviði. Sem sagt fyrir júní 1977 hafði núverandi ríkis- stjórn lokið friðun íslenzku land- helginnar. Varðandi öryggismálin, þá var það strax í upphafi vinstri stjórn- ar ljóst að samkvæmt stefnu sinni og kosningaáróðri þá hlutu kommúnistar að krefjast brottfar- ar hersins og úrsögn úr NATO. Því ríkti á þeini tíma mikil óvissa um öryggi landsins. Eftir stjórnarskiptin tókst ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar fljót- lega að skapa aftur það öryggi í varnarmálum, sem télja varð nauðsynlegt. Því verkefni var því lokið fyrir júní 1977. — Þá vík ég að atvinnuörygginu. Við höfum búið við fullkomið atvinnuöryggi í tíð þessarar ríkisstjórnar þrátt fyrir atvinnuleysi, kreppu og hvers kyns óáran allt í kringum okkur, þá hefur haldist full atvinna — það enda þótt viðskiptakjör okkar stórversnuðu skömniu eftir að ríkisstjórnin tók við, sagði Oddur að síðustu. fulltrúa Alþýðuflokksins, Bene- dikts Gröndal, eða annars fulltrúa Framsóknarflokksins, Steingríms Hermannssonar, við tillögur sent varða þetta svæði. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa ætíð stutt lánveitingar hingað. Fulltrúi Al- þýðubandalagsins, Ragnar Arn- alds, sjálfur formaður þingflokks- ins og fyrrverandi formaður flokksins er á móti öllum lánveit- ingum hingað á svæðið. Þó vissulega sé rétt að Suður- nesjamenn hafi ekki setið við sarna borð og aðrir landsntenn að því er varðar lán til fjölmargra fjárfestingarframkvæmda, þá er ekki rétt að segja að þeir hafi verið sniðgengnir svo mjög sem haldið hefur verið frani. Lán til frysti- húsa hafa verið minni hingað en til annarra landshluta, fyrst og fremst vegna þess að hraðfrysti- húsaáætlunin var ekki látin ná til Reykjaness og Reykjavíkur. Um það sá vinstri stjórnin. Nú hefur það verið samþykkt fyrir forgöngu sjálfstæðismanna, að þegar áætl- unin liggur fyrir á haustmánuðum mun henni fylgja fjármagn á næstu tveim til þremur árum, fjármagn sent ntun duga. Af lánum sem Byggðasjóður úthlutaði seint í vetur til hagræð- ingar í fiskiðnaði, var ákveðið að veita 25'7r lán til Suðurnesja. Eini landshlutinn sem nýtur þeirra kjara. Þetta þýðir rúrnar 100 milljónir á svæðið. Af hagræðing- arlánum úr gengismunarsjóði koma 118,3 milljónir í kjördæmið, eða 33,5'/? . Og eins og kom fram í ræðu Eiríks Alexandersonar í sjónvarpi á sunnudag hefur stjórn Eiríkur Alexandersson í ræðustól ... Að síðustu töluðu fyrir frant- sóknarntenn í fyrstu umferð þau Gunnat' Sveinsson og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. I annarri untferð töluðu Kristján Kristjánsson og Sigurður Helgason fyrir óháða, Sigurður Konráðsson fyrir Samtökin, Sig- ríður Hanna Jóhannsdóttir og Vilborg Gunnarsdóttir fyrir Stjórnmálaflokkinn, Karl Sigur- bergsson fyrir Alþýðubandalagið, Olafur Björnsson fyrir Alþýðu- flokkinn og Sigurður Sigurðsson fyrir Framsóknarflokkinn. Forganga sjálfstæðismanna opnaði bygjíðasjóð fyrir Suðurnesjum Af hálfu sjálfstæðismanna tal- aði Olafur G. Einarsson í annarri umferð og sagði hann nt.a. „Sífellt er klifað á því að Suðurnes séu svelt í framlögunt frá fjárfestinga- lánasjóðum og benda menn þá gjarnan á byggöasjóð. Hér er ekki við sjálfstæðismenn að sakast. Það er fyrir forgöngu sjálfstæðis- rnanna að Byggðasjóður var opn- aður fyrir Suðurnesjasvæðinu. Á dögum vinstri stjórnar var bein- línis bannað að lána til þessa svæðis. Nú er það ekki lengur svo en það hefur engin hugarfars- breyting átt sér stað hjá fulltrúum stjórnarandstöðunnar og heldur ekki hjá fulltrúum framsóknar- manna í stjórn Byggðasjóðs. Því verður ýmist að treysta á fylgi Fiskveiðasjóðs samþykkt að verja 150 milljónum kr. til Suðurnesja af 350 milljóna viðbótarfé sem sjóðurinn hefut' til ráðstöfunar til hagræðingar í fiskiðnaði. Þetta er gert fyrir forgöngu sjálfstæðismanna. Engir aðrir hafa kontið þar nærri. Samtals er hér um að ræða um 100 milljónir sem kotna nú inn á þetta svæði, auk þess sem Fiskveiðisjóður veitir til framkvæmda, en það eru nú 347? af kostnaöi eins og aðrir landshlutar hljóta. Og í fyrra 100 rnillj. úr framkvæmdasjóði. Þetta eru staðreyndirnar. Það er ein- göngu fyrir baráttu sjálfstæðis- manna að stefnubreyting hefúr orðið í þessum málum. Aðrir hafa átt þar lítinn hlut. Ég tek þó fram að ég hef ekkert efazt unt vilja hinna þingmannanna í kjördænt- inu en þeir hafa hinsvegar reynzt gjörsamlega áhrifalausir í sínum flokkum, og ekki getað fengið þar nokkurn stuðning við málefni Suðurnesja,“ sagði Ólafur að síðustu. 1 síðustu umferðinni talaði af hálfu sjálfstæðismanna Matthías Á. Mathiesen eins og áður segir, en aðrir sem töluðu voru, Gísli Sigurkarlsson fyrir óháða, Stein- unn F'innbogadóttir fyrir Samtök- in, Eiríkur Rósberg fyrir Stjórn- málafktkkinn, Gils Guðmundsson fyrir Alþýðubandalagið, Kjai'tan Jóhannsson fyrir Alþýðuflokkinn og Jón Skaftason fyrir framsókn- arntenn. Islenzk sýning í Austurríki íslendingafélagið í Austurríki var stofnað þann 21. nóvember 1971. Síðan hefur félagið starfað kröftuglega að félagsmálum Is- lendinga í Austurríki. Fullveldis- hátíðin 1. desember er ávallt haldin hátíðleg svo og 17. júní. Þorrablót er haldið ár hvert og má segja að það sé hápunktur félags- lífsins hvað maganautnir snertir. Auk þess stendur Islendingafélag- ið fyrir gönguferðum og ýmsum kynnisferðum. Núverandi stjórn hefur verið óvenju framtaksöm í vetur og hefur fólk átt fullt í fangi með að fylgjast með öllu. Lengi hefur verið á döfinni að halda hér íslenzka sýningu þar sem einungis yrðu sýndir íslenzkir munir. Þar sem senn líður að 60 ára fullveldi Islands fannst fólki tilefnið vera komið svo og að halda 17. júní hátíðlegan, þó í fyrra lagi væri. Við eftirgrennslan kom í ljós að ótrúlega margt góðra muna leynd- ust á meðal Islendinganna hér, og eftir að hafa safnað þeim saman þá hefði verið hægt að halda tvær sýningar. Á sýningunni voru m.a. sýndar ullarvörur, bækur, útskornir tré- munir, vefnaður, hvalskíði og hvaltennur, skartgripir o.m.fl. Einnig voru sýndar myndir eftir Barböru Árnason, Magnús Á. Árnason, Ásmund Sveinsson, Har- ald Sigurjónsson og síðast en ekki sízt sýndu þrír íslendingar, sem hér eru búsettir, verk sín, en það voru Guðbjartur Guðlaugsson, en hann sýndi 10 myndir með ís- lensku ívafi, Elísabet Haraldsdótt- ir, sem sýndi leirmuni, sem vöktu verðskuldaða athygli og Ingibjörg Haraldsdóttir sýndi vefnaðar- myndir o.fl. viðvíkjandi því. Á sýningunni voru einnig sýnd- ar myndir eftir prof. Theo Henn- ing. Voru það einungis myndir heiman frá Islandi, sem hann málaðí er hann dvaldist þar eitt á r á ínillistríðsárunum. Sýningarsalurinn var fenginn að láni hjá borgarstjórninni í Klosterneuburg, en Klosterneu- burg liggur um tíu kílómetra frá Vínarborg. Þessi salur er í ráðhús- inu og fengum við einnig lánaðan sal til tónleikahalds í sama húsi. Upprunalega er ráðhúsbyggingin frá 17. öld og er fögur bygging, sem stendur skammt frá hinni frægu kiausturkirkju. Við opnun sýningarinnar þann 2. júní flutti fulltrúi borgarstjór- ans ávarp og formaður Islendinga- Alfred Schubrig aðalræðismaður í ræðustól. íslenzkir skartgripir og frímerki vöktu verðskuldaða athygli. Elinhorg Jóhannesdúttir. formað- ur íslendingafélagsins opnar sýn- inguna. félagsins, Elinborg Jóhannesdótt- ir, opnaði formlega sýninguna. Þá lék strengjakvartett íslenzka þjóð- sönginn og síðan einn þátt úr strengjakvatett eftir J. Haydn. Daginn eftir var sýningin opin til kl. 17., en þá hófust tónleikar í sambandi við sýninguna. Voru þar íslensk verk í fyrirrúmi og voru m.a. flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Victor Urbaneic, Helmut Neumann og Smára Óla- son og einnig voru gömlu meistar- arnir Bach og Mozart látnir fljóta með. Voru þessi verk nær einungis flutt af íslenzkum listamönnum, sem eru við nám eða eru starfandi hér. Tónleikarnir hlutu mjög góðar viðtökur áheyrenda, enda mjög til þeirra vandað. Húsfyllir var. Aðalræðismaður íslands Alfred Schubrig hélt ræðu í upphafi tónleikanna og bauð síðan Islend- ingum ásamt fyrirfólki uppá hressingu eftir tónleikana. Þriðja daginn var sýningin opin til kl. 17, en þá hófst kvikmynda- sýning, þar sem sýndar voru tvær myndir um land og þjóð. Var hvert sæti setið og vöktu þessar myndir mikla athygli. Það verður að teljast fréttnæmt að svona lítið félag og hér er, ráðist í svona stórvirki. En það er í raun og veru einfalt mál þegar allir leggjast á eitt í blindri bjartsýni. Hjónin Helmut Neu- mann og Marin Gísladóttir voru þungamiðjan í þessu og þeim ber Framhald á hls. 63 A KJORDAC D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hinum ýmsu bifreiöastöövum D-listans á kjördag. Frambjóöendur heita á stuöningsmenn listans aö bregöast vel viö og leggja listanum liö m.a. meö því aö skrá sig til aksturs á kjördag 25. júní næstkomandi. Vinsamlegast hringiö í síma: 82900. Skráning bifreiöa og sjálfboðaliöa fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. - Listínn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.