Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 63 Sverrisbraut Alþýðu- flokksins — Yfirlýsing Þjóðviljinn hefur látið í ljós að þeir efi alvöruna bak við yfirlýs- ingu Valfrelsis um stuðning við Alþýðuflokkinn og fer það langt aö segja, að við segjum eitt en framkvæmum annað. Ég sé að málshátturinn „margur heldur mig sig“ er sannarlega í gildi hér. Vegna þessara ótrúlegu skrifa vil ég að eftirfarandi komi fram. Það er vonandi mörgum ljóst, að síðan 1. des 1969 hefur hugsjónahreyf- ingin Valfrelsi reynt að hafa áhrif á stjórnmálaflokka, félög, samtök, einstaklinga og þar að auki stjórnarskrárnefnd þess efnis, að persónubundnar kosn- ingar og almennar þjóðarat- kvæðagreiðslur yrðu teknar upp í stjórnskipan landsins með löggjöf þar að lútandi. Forystumenn allra stjórnmálaflokkanna hafa lýst sig fylgjandi þessum málum, en þegar til framkvæmdanna kemur verðúr lítið úr efndunum. Alþýðu- flokkurinn hefur tekið þessi mál skýrt og skorinort á stefnuskrá. Nú spyrja menn hvort það væri ekki auðveldara og vænlegra til árangurs að vinna innan stóru flokkanna að þessum málum. Svarið við því er: Það hefur verið reynt og allir vita, að áður en virkilega er hægt að vinna að málum innan flokka eða samtaka, bandalags Evrópu veittist að Bretum á þriðjudag fyrir að standa í vegi íyrir sameiginlegri stefnumörkun í fiskveiðimálum bandalagslandanna. Samkvæmt heimildum innan Efnahagsbandalagsins mun land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra Breta, John Silkin, hafa bandað frá sér öllum tillögum embættis- bræðra sinna í ráðherranefndinni um að komast að samkomulagi um sameiginlegar reglur um aflamagn en um þær hefur nú verið þráttað í u.þ.b. tuttugu og einn mánuð. Þráskák landanna í fiskveiði- málum verður sífellt alvarlegri en Efnahagsbandalagið hefur ekki séð sér fært að staðfesta gerða samninga við lönd utan banda- Gcnúa—21. júní—AP TVEIR menn úr Rauðu herdeild- unum réðu af dögum fyrrverandi lögregluforingja í strætisvagni fullum af farþegum f hafnarborg- inni Genúa f dag á sama tfma og kviðdómur í málum stofnenda samtakanna sat á rökstólum f Torino. Strætisvagnastjórinn stöðvaði vagninn og farþegarnir hrópuðu skelfingu lostnir þegar hryðju- verkamennirnir skutu á lögreglu- foringjann Antonio Esposito sem var óvopnaður. Hryðjuverkamenn- irnir skutu tveimur skotum til viðbótar á Esposito fallinn, fóru út úr strætisvagninum og brunuðu á brott í bifreið sem beið þeirra með þriðja liðsmanni Rauðu herdeild- anna. Tæpum tveimur tímum síðar hringdi maður nokkur í blaðið Ii Secolo XIX í Genúa og sagði: „Þetta eru Rauðu herdeildirnar. Við höfum tekið Antonio Esposito af lífi í strætisvagni." Esposito var yfirmaður þeirrar verður málið að hafa fengið samþykkt. Annað er aðeins lýð- skrum af verstu tegund, eins og mér sýnist því miður viðgangast hér á landi. Að þessi mál eru á stefnuskrá Alþýðuflokksins gefur undirrituðum og öðrum almenn- um kjósendum fyrsta verulega tækifærið til að þrýsta á stjórn- málamenn, og koma þessum nauðsynlegu lýðræðismálum í höfn. Það hafa vitaskuld margir sagt, að þó að þessi mál séu á læknasámbandsins samþykkti á ársfundi sinum á þriðjudag að einn einfaldur eða tvöfaldur kæmi ekki að sök ef ekki væri um að ræða ófrfskar konur eða drykkjusjúka. Drykkjusjúklingar ættu að varast að dreypa á víni og sömuleiðis barnshafandi konur. lagsins eins og Noreg, Svíþjóð og Færeyjar, sem gripið gætu til gagnráðstafana. Búizt var við að vandamál þetta yrði rætt á fundi ráðherranna á miðvikudag. Helzti ásteitingarsteinninn í þófi bandalagslandanna og Breta er krafa hinna síðarnefndu um 12 mílna einkalögsögu og sérréttindi fyrir brezka sjómenn á bilinu frá 12 mílum til 50 mílna með það fyrir augum að gefa hinum aðild- arlöndunum meiri hlutdeild í aflamagni í framtíðinni. Brezki sjávarútvegsráðherrann lét svo um mælt að ef ekki næðist samkomulag á fundinum á mið- vikudag myndu Bretar neyðast til að gera einhliða ráðstafanir. Var að heyra á Silkin að hann væri engan veginn bjartsýnn á árangur miðvikudagsfundarins. deildar lögreglunnar í Genúa sem berst gegn hryðjuverkamönnum þar til fyrir þremur mánuðum er hann var fluttur til Nervi og gerður að yfirmanni lögreglu- stöðvarinnar þar. Hann hafði einnig starfað í sams konar deild lögreglunnar í Torino og heimild- armenn í lögreglunni sögðu að hann hefði „kannski verið eðlilegt skotmark Rauðu herdeildanna." Engan farþeganna í strætis- vagninum sakaði en ein kona fékk taugaáfall og var flutt í sjúkrahús. Kviðdómendurnir í Torino eru lokaðir inni undir strangri vernd í dómhúsinu í Torino. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum má vera að kviðdómendurnir, sem eru sex talsins, og tveir dómarar í málinu kveði upp dóma í málum sakborn- inganna á föstudag. Nokkrum klukkutímum fyrir tilræðið í Genúa gerðu Rauðu herdeildirnar árás á bílastæði lögreglunnar í Mílano og ollu alvarlegum skemmdum á átta lögreglubifreiðum. stefnuskrá þýðir það ekki að þeim verði framfylgt. Ef svo skyldi fara þá skal undirritaður lofa því persónulega að almenningur fái að vita hvaða alþingismenn sviku málstaðinn og greiddu atkvæði gegn þessum mannréttinda- og lýðræðismálum. Á fundum Val- frelsis hafa hundruð manna samþykkt ályktanir og stutt þessi mál. Einnig hef ég persónulega kynnt mér afstöðu fólks gagnvart þessum málum um land allt og er því fullviss um að allt að 100% kjósenda eru þeim fylgjandi. Það vantar aðeins herslumuninn að koma þeim í framkvæmd. Og þá munu upplífgandi þáttaskil verða í afkomu þessarar duglegu þjóðar. Sverrir Runólfsson enda þótt áhrif alkóhóls á fóstur séu ekki að fullu rannsökuð sögðu læknarnir. En fyrir heil- brigðan líkama er ekkert sem bendir til að hóflega drukkið vín komi að sök, bættu þeir við. Þvert á móti er ýmsilegt, sem bendir til að fólki, sem neytir víns í hófi, sé síður hætt við að fá hjartaáfall og eru líkurnar um 30 af hundraði minni. Þessar upplýsingar komu fram hjá Arthur Klatsky, yfirmanni gjör- gæzludeildar Kaiser-Perman- ente sjúkrahússins í Oakland í Kaliforníu. Það kom fram hjá öðrum lækni, Frank Seixas, fram- kvæmdastjóra bandaríska þjóðarráðsins um drykkjusýki, að fólk, sem ætti við ýmiss konar sjúkdóma að stríða ætti að ráðfæra sig við lækni sinn um hversu mikið og hvenær það ætti að drekka áfengi. — Greinargerð Framhald af bls. 55. fer skilist, að ef raskað er við jarðföstum minjum (sem og öðrum minjum) án þess að þær séu rannsakaðar, þá er maður búinn að fyrirgera allri vitnsekju sem minjarnar hefðu getað gefið. Til áð sýna fram á hvað hér er um alvarlegt mál að ræða, er það verri verknaður, að Þjóðminjasafn skirrist við að kanna tilkynntar jarðfastar minjar, en að ég lallaði út á Stofnun Árna Magnússonar og eyðilegði nokkur handrit, því að þau eru þó allavega til í afriti annars staðar. S.l. haust kvaddi ég dyra hjá menntamálaráðherra vegna aug- lýsingar um stöðu safnvarðar við Þjóðminjasafnið (Lögb. nr. 68, 17.08.1977). Samkvæmt auglýsing- unni er ætlast til að ein manneskja eigi að sinna a.m.k. fjögurra manna starfi og var starfið „einkum fólkið í fornleifaraun (?) rannsóknum, almennum safna- störfum svo og eftirliti með gömlum byggingum og fornminj- um“. Gerði ég menntamálaráð- herra grein fyrir þeirri skoðun minni að starfið væri það um- fangsmikið, að ég teldi útilokað að nokkur maður réði við það á viðhlýtandi hátt — nema — það kæmi gróflega niður á verkefnum þeim, sem starfinu fylgdi. Auk þess vakti ég máls á hinu alvarlega ástandi, sem ríkir í fornleifafræðum og þjóðminja- vernd almennt hér á landi. Lokaorð Þar sem augljóst er nú að Þjóðhátíðarsjóður hefur aldrei ætlað sér að veita eyri til forn- leifarannsóknar í Herjólfsdal, hefði það ekki valdið þeim miklum erfiðleikum að tjá Vestmannaey- ingum hug sinn í tíma. Með því móti hefði a.m.k. verið hægt að koma í veg fyrir það fjárhagslega tjón sem 4 íslenskir námsmenn við nám erlendis urðu fyrir vegna afgreiðslu Þjóð- hátíðarsjóðs (sem engan óraði fyrir). Ég vil ítreka það hér að Vestmannaeyingar hafa einir staðið straum af öllum kostnaði við rannsóknina í Herjólfsdal hingað til, og alla tíð sýnt henni óskiptan áhuga. Augljóst er að ríkisvaldið sem og þjóðminjavörður virða að vett- ugi framlög og áhuga Vestmanna- eyinga á jarðföstum minjum Eyjanna og virðist því sýnt að þeir eig sjálfir að sjá um þessa hlið menningararfleifðar sinnar. . Á meðan áhugalaust og fákunn- andi yfirvald ræður ferðinni er ekki von að árangurinn verði annað en hneisa. Verði ekki gerðar róttækar breytingar munu engir fást í náinni framtíð til að sinna fornleifafræðum á íslandi af alvöru. Og þeir sem kunna að leggja út á braut fornleifafræðinn- ar munu verða að leita sér vinnu erlendis. í starfi fornleifafræðinga á Norðurlöndum kemur yfirleitt fram að þeim er annt um að þeirra fræðigrein sé sinnt af alvöru og til þess þurfi bæði þekkingu og áhuga. Hið gagnstæða er uppi á teningnum hér. En nú er mælirinn fullur. Það verður að hefjast handa og grípa til róttækra aðgerða, ef fornleifafræði á ís- landi á að geta staðið undir nafni. Reykjavík 17.6. 1978. Margrét Hermannsdóttir fornleifafræðingur. — íslenzk sýning Framhald af bls. 41 að þakka ómetanlegt starf í þágu sýningarinnar. Aðalræðismaðurinn Alfred Schubrig reyndist okkur góður stuðningsmaður svo og formaður félagsins Elínborg Jóhannesdóttir. Allir íslendingar hér biðja fyrir beztu kveðjur heim á Frón. Helgi Bragason — „La Scala og agentarnir Framhald af bls. 39 hann fastréð mig við óperuna í Aachen um sumarið. En einmitt þá hófust hinar miklu loftárásir bandamanna á þýskar borgir, og Aachen var ein af þeim fyrstu, sem voru lagðar í rúst. Þar með var sá draumur búinn og meira en það, öllum leikhúsum og óperuhús- um í Þýskalandi var brátt lokað. Eftir stríðið komst ég svo inn í La Scala. Ef til vill hefir það verið rangt af mér, en ég gafst upp. Ég átti þó ágæta liðsmenn. T.a.m. bauðst Elisabeth Schwarzkopf til þess að tala máli mínu og biðja óperustjórnina að endurskoða af- stöðu sína gagnvart mér, en ég þakkaði henni bara kærlega fyrir umhyggjuna og vildi ekki blanda henni í málið. — Hugsaðu þér, hvað ég var mikill asni, eins og tenórar eru oft, að þiggja ekki þetta góða boð hennar. Og mafían hélt áfram iðju sinni. — Nema nú sé verið að taka í lurginn á henni? — Já, við skulum vona það. En óperuforstjórarnir og agentarnir eru einn hringur og hver öðrum tengdir. Þeir taka peninga fyrir hvaðeina, ekki aðeins af söngvur- um, til þess að þeir fái að syngja, líka af fyrirtækjum, sem selja efni í sviðsbúnað, og yfirleitt öllum, sem koma nálægt starfseminni. Það er þannig, sem mafían vinnur. Þú verður að borga f.vrir að fá að vera til. Annars ertu dauður, vinur minn, annars ertu dauður. Sv.P. — Sadat Framhald af bls. 37. sumarhúsi mínu í Alexandríu — rétt eins og þeir voru í sumarleyf- um á Krímskaga þegar ég hafði leitað eftir svörum þeirra mánuð- ina á undan — með öðrum orðum ekki innan seilingar. Ráðherrar EBE gagnrýna Breta í fiskveiðimálum Luxemburg. 20. júní — Reuter. RÁÐHERRANEFND Efnahags- Lögreglumadur veginn í Genúa Heilsubót að hófdrykkju? St. Louis. Handaríkjunum. 21. júní. AP. STARFSHÓPUR bandaríska Undirbúningur hafinn fyrir Yom Kippur Á sömu stundu og ég kom til Alexandríu hóf ég undirbúning að bardaga við ísrael. Vegna þessarar ráðagerðar minnar gerði ég ýmsar ráðstafanir í maí 1973 sem varð til þess að ísraelar héldu að stríð væri yfirvofandi. Þá var almennt herútboð í ísrael, og við nutum aftur á móti friðar og kyrrðar. Ég endurtók þetta í ágúst — og ísraelar brugðust við á sama hátt. Eftir stríðið var Moshe Dayan spurður að því hvers vegna hann hefði ekki sett ísraelska herinn í viðbragðsstöðu í október. Hann svaraði: „Sadat ginnti mig tvisvar til þess, og það kostaði tíu milljónir dollara í hvort skipti. Svo að þegar boðunin kom í þriðja skiptið tók ég hana ekki alvar- lega.“ I september kom utanríkisráð- herra vinsamlegs ríkis að finna mig. Ég sagði við hann: — Komið eftirfarandi boðum til forseta yðar og biðjið hann að halda leyndu — ég ætla að fara til Sameinuðu þjóðanna í október en ég vil ekki tilkynna það sem stendur. Ég vissi að þetta myndi fara rétta boðleið til ísraela og þeir draga þá ályktun að ég væri ekki í neinum stríðsham. Annan október skrifaði ég undir „stríðsskipun" sem stíluð var til Ahmed Ismail Ali hershöfðingja yfirmanns egypzka hersins. Dag- inn eftir kvaddi ég sovézka sendi- herrann í Kairó á minn fund og sagði honum að Egyptaland og Sýrland hefðu ákveðið að ráðast á ísraela. „Hver verður afstaða Sovétríkjanna?" spurði ég. Eftir tuttugu og fjórar klukku- stundir kom sendiherrann með svar sitt: „Ég er með áríðandi boð um að þér leyfið að sovézkar fjölskyldur verði fluttar frá Égyptalandi. Ékkert annað. Ekkert frá stjórnmálaráðinu. Mér fannst þetta niðurdrepandi svar, sem sýndi algera vantrú á baráttugetu okkar. Þann 6. október á laugardegi kom Ali hershöfðingi að sækja mig kl. 1.30 eftir hádegi og við fórum til aðalstöðva hersins í Kairó. Samkvæmt múhammeðsk- um lögum var föstunni lokið en menn voru eitthvað óstyrkir, svo að ég sagði við viðstadda: „Því fáum við okkur ekki að reykja". Ég lét panta handa okkur te og kveikti mér í pípu minni. Klukkan 2 eftir hádegi lagði flugherinn til atlögu. Sadat lýsir því næst gangi Yom Kippur stríðsins frá sínum bæjar- dyrum. Eins og alkunna er vegnaði aröbum mjög vel framan af, ekki hvað sízt vegna þess hve gersam- lega þeir komu ísraelum í opna skjöldu. Þegar dagar liðu og ísraelar fengu síðan hina frægu margbrotnu aðstoð Bandaríkja- manna fór að síga á ógæfuhliðina fyrir Sadat og loks var sýnt að nauðsynlegt yrði að gera vopnahlé. Engu að síður hafði Yom Kippur-stríðið stælt mjög sjálfs- traust egypzks almennings þótt Egyptar færu halloka um síðir. I þriðja og síðasta kaflanum segir frá „friðarferðinni til Jerú- salem" í nóvember sl. (h.k. þýddi, endursagði og stytti)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.