Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 51 é Illuti hins nýja hvorfis á Broiðudalsvík. Þó starfar ungmennafélagið á sumrin, þá fá þeir hingað íþrótta- þjálfara, sem leiðbeinir bæði í knattspyrnu og handbolta. Þá eru starfandi bæði kvenfélag og Lions- klúbbur, en það verður að viður- kenna að fólk hefur hreinlega ekki neinn tíma aflögu til að standa í félagsstarfi, svo mikil er atvinnan hér. Kvikmyndaaðstöðu höfum við enga en félagsheimilið að Staðar- borg er notað undir almennt skemmtanahald. Það er um 6 km fyrir utan bæinn og þar er einnig grunnskólinn til húsa. Við verðum að aka börnunum þangað á hverj- um degi. Það stendur að vísu til bóta því ákveðið hefur verið að hefjast handa við byggingu skóla- húss hér í þorpinu. Það verður og að segjast um félagsheimilið að það er bæði orðið gamalt og alltof lítið fyrir okkur þegar halda á sameiginlegar skemmtanir. Rétt í þessu koma þau skilaboð til Stefáns að hann verði að fara upp í rafmagnsstaur til að rjúfa straum svo hægt sé að halda áfram gröfuvinnu við nýbyggingu þar í nágrenninu, en Stefán er eins og áður sagði eini rafvirkinn á staðnum. Við verðum því að fara að hraða samtalinu. Helztu framkvæmdir, að undan- skildum íbúöabyggingum, eru að ESSO hefur í hyggju að byggja hér nýja og góða aðstöðu til benzínaf- greiðslu, en hún hefur verið frekar léleg til þessa. Þá hefur verið gert mikið átak í hafnarmálum á síðustu árum og stööugt er unnið að lagningu slitlags á götur. Að síðustu sagði Stefán: „Ég held að staðurinn eigi mikla framtíð fýrir sér, sérstaklega þar sem við höfum bak við okkur stóra og góða sv'eit, og það verð ég að segja að mér hefur líkað alveg ljómandi vel hér“. 1 '4' V\ Við hiifnina Eskifjiirður. í haksýn má sjá voginn upp í Oddskarð. Þá má nefna það að mikið hefur verið unnið að hafnarbótum hér á s.l. árum og má segja að sú aðstaða sé orðin alveg viðunandi. Varðandi samgöngumálin má segja að við stöndum nokkuð vel að vígi. Vöruflutningarnir fara að mestu leyti fram með bílum og skipum. Flutningarnir á landi eru nú orðnir mun auðveldari en áður eftir að vegurinn um Hvalnes- skriður var opnaður, en áður þurfti að fara yfir Lónsheiði, semá vetrum lokast iðulega vegna snjó- þyngsla. Allan okkar póst og eitthvað af smávöru fáum við með fluginu um Egilsstaði, því flugvöll höfum við engan hér. Þungavöru og nokkuð af nauðsynjavöru fáum við svo sjóleiðis, mest með Skipa- útgerð ríkisins, en skip þeirra koma hér tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Að síðustu sagði Ragnar að greinilegt væri að, það fé sem lagt væri til vegamála hér í sveitinni væri um helmingi of lítið til að halda vegunum í „sæmilegu" ástandi hvað þá góðu. Guómundur Björnsson framkvæmdastjóri w Hradfrystihúss Olafsvíkur: „Vart fallið niður dagur í frystihús-| inu síðan skut- togarinn kom.. II ..Roksturinn hofur gongið hotur framan af þossu ári on í fyrra og munar mostu um skuttogarann Lárus Svcins- son. som hyrjað var að gora út hóðan á síðasta ári. Við höfum því fongið moira hrácíni on olla. Afli vortíðar- háta var lólogri on oftast áður og for afli minnkandi ár frá ári. Aflaha'sti bátur- inn var nú Gunnar Bjarna- son moð f»00 tonn. on í votur voru um 20 bátar gorðir hóðan út á vcrtíð.“ sagði Guðmundur Björnsson fram- kvæmdastjóri Ilraðfrysti- húss Olafsvíkur þogar Mbl. ra'ddi við hann Guðmundur var spurður hvort útflutningsbannið hefði ekki haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við höfum einu sinni fengið undanþágu til að skipa út 4000 kössum í Selfoss en það var fyrir tveimur vikum. Frystiklefinn hjá okkur er nú nær fullur á ný, en geymslan sem er nær ný tekur 30 þús. kassa og verðmæti afurðanna sem nú eru í geymslunni er um 350 millj. kr. Þá liggjum við með 250 tonn af saltfiski, 50 tonn af skreið og 450 tonn af fiskimjöli, en við höfum nú fengið undanþágu til að skipa út 300 tonnum af mjöli. Útflutningsbannið hefur því skapað okkur rnikla erfiðleika og vaxtakostnaðurinn er mjög rnikill. Þá er það svo, að bannið bitnar mest á þeim, sem eru með stærstu geymslurnar." — Hvernig hefur rekstur skuttogarans gengið? „Skuttogaranum hefur gengið sæmilega og hefur alveg fyllt upp í þá dauðu tíma, sem stundum hafa komið hér. Frá því að Lárus Sveinsson hóf veiðar í september á s.l. ári hefur vart fallið niður vinnsludagur í frystihúsinu. Þá vonumst við til að síldin verði við Snæfellsnes í haust, í fyrra byrjaði veiðin seint í ágúst og lauk 3. september en menn gera sér vonir um að síldin standi lengur við nú, en þann tíma sem síld fékkst við Nesið í fyrra frystum við 250 tonn. Stærri bátarnir, þ.e. þeir sem eru 100 tonn og stærri, hafa verið á togveiðum að undanförnu, en afli verið sáratregur, en engu að síður verða þeir sennilega á tog- veiðurn frant á mánaðamótum júlí-ágúst.“ — Er ekki ljóst að atvinnu- líf verður með daufara móti í Ólafsvík í haust ef stærri bátarnir færa sig á.rekneta- miðin fvrir austan land? „Það má reikna með að atvinnulíf verði í daufara lagi á meðan stærri bátarnir eru á síldinni fyrir austan, línu- róðrar hefjast væntanlega héðan í nóvember og þá á atvinna að aukast á ný. Línuútgerð hefur farið vax- andi héðan og í fyrrahaust og allt til loka febrúar fiskaðist ágætlega á línuna. Það eru margir á því, að ekki ætti að leyfa þorskveiðar í net fyrr en Guömundur Bjiirnsson fram- kva-mdastjóri Ilraðfrystihúss Ólafsvíkur h.f. um manaðamót febrúar-ntarz enda er línufiskurinn miklu betri hráefni en netafiskur. Það sent stendur í vegi fyrir að fleiri bátar komist á línu á næstunni er skortur á beitingamönnum." — Hvernig kom þorsk- veiðibannið út hjá ykkur? „Gæftir voru slæmar í allan vetur og þorskveiði- bannið urn páskana varð þess valdandi að við urðurn að segja öllu fólki upp og var ekkert unnið í frystihúsinu í tvær vikur. Starfsfólk er hór venjulega. urn 100 rnanns þegar nægilegt hráefni er fyrir hendi. Sjálfir gerum við út togarann og tvo háta sem við eigum, en eignarhluti frystihússins í togaranum er 507?.“ — Hver var valta Hrað- frystihúss Ólafsvíkur á s.l ári? „Veltan á s.l. ári var okki nema 680 ntilljónir króna, en ef nægilegt hráefni hefði verið fyrir hendi allt árið, er ekki fjarri lagi að áætla að veltan hefði orðið um 1500 millj. kr. Togarinn okkar, Lárus Sveinsson, hóf ekki veiðar fyrr en í september. Það sem af er þessu ári er veltan kornin nokkuð yfir 600 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.