Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 Hagkaupsverö er hagstœtt verð Leyfilegt verð: Hagkaups- verð: Súpukjöt 3 kg. 3.297 2.475 Sviö 859/kg 685/kg Dilkakjöt heilir skrokkar: II. verðflokkur 1.040/kg 883/kg I. verðflokkur 1.080/kg 909/kg Þvol 680 gr. 159 Marud saltkex pk. 195 Sykur 1 kg. 135 Sykur 50 kg. 6.249 Molasykur '/2 kg. 129 OPIÐTIL KL.10 1 KVOLD HAGKAUP SKEIFUNN115 Gullbrúðkaup: --------- y Sigurborg Olafsdóttir og Gísli E. Jóhannesson, Skáleyjum Einhvern veginn barst mér með blænum að þau Skáleyjahjónin, Sigurborg Ólafsdóttir og Gísli E. Jóhannesson, aettu 50 ára brúð- kaupsafmæli þann 23. júní 1978. Að eiga gullbrúðkaup er vissulega merkur áfangi á langri og giftu- drjúgri leið, sem aðeins fáum útvöldum hlotnast. Að líta til baka virðist ef til vill ekki svo langt en sé horft fram á veg mun flestum finnast sú leið ærið löng. Og að baki líggur einnig löng saga og jafnt þó hún sé hvergi skráð. Þann 23. júní 1928 bundust þau Sigur- borg og Gísli heitum um ævarandi trúnað. Trúnað, sem ég held að ekki sé ofmælt að aldrei hafi fallið skuggi, hvað þá blettur, á. Ég var víðsfjarri á öðru landshorni, þegar þessi atburður gerðist og kann því ekki að greina frá atburðum, en ég veit að dagur sá var hamingjudag- ur fleirum en þeim ungu hjónum. Mæður þeirra voru nánar vinkon- ur og vinátta ríkti milli heimila þeirra beggja og hafði svo verið lengi. Þegar hér var komið sögu hafði Gísli verið stoð og stytta móður sinnar, Maríu Gísladóttur, er þá var ekkja, en hafði enn búsforráð á Skáleyjum hálfum á móti Skúla Bergsveinssyni og frænku Maríu Kristínar Einars- dóttur. Sigurborg var heimasæta í Hvallátrum, yngsta dóttir hjón- anna Ólínu Jónsdóttur og Ólafs Bengsveinssonar, bróður Skúla. Þau ungu hjónin settust að í Skáleyjum og hófu þar búskap en María, móðir Gísla var áfram á heimili þeirra og dvaldist með þeim alla tíð, meðan ævi hennar entist eða þar til árið 1959 er hún andaðist 91 árs að aldri. Þeim ungu hjónunum farnaðist vel búskapurinn, þegar frá byrjun og enda þótt bú þeirra yrði aldrei mjög stórt á nútíma mælikvarða reyndist það notadrjúgt og gjöfult Lykillinn að góðum bílakaupum! Bílasala Range Rover árgerö 1975, meö lituöu gleri, vökvastýri, mjög fallegur bíll ekinn aöeins 64 þús. Verö: 5.700.000,00 Range Rover árgerö 1973, meö lituðu gleri, mjög góöur ekinn 86 þús. Verö: 3.500.000,00 Fiat 128 árgerö 1974, grænn fallegur bíll á góöu veröi, ekinn 72 þús. Verö: 870.000,00 Land Rover“88d árgerö 1971, góöur bíll, vél ekin aöeins 5 þús. Verö: 1.180.000,00 Mini 10(H) árgerö 1976, grænn mjög fallegur bíll ekinn 27 þús. Verö: 1.330.000,00 Mini 1000 árgerö 1977, grænn fallegur bæjar bíll, ekinn aðeins 17 þús. Verö: 1.500.000,00 Chevrolet Malibu árgerö 1971, mjög fallegur einkabíll á krómfelgum, plussklæddur, á aöeins 1.750.000,00 (Skipti möguleg). Range Rover árgerö 1975, litaö gler, vökvastýri, teppalagöur, mjög fallegur bíll ekinn aöeins 53 þús. Verö: 5.600.000,00 TÖKUM ALLAR TEGUNDIR BIFREHDA TIL SÖLU P. STEFÁNSSON HF. Síöumúla33.Símar83104-83105.l um margt enda þekktu þau ungu hjónin frá blautu barnsbeini að Breiðafjarðareyjar, þótt gjöfular séu, láta ekki gæði sín í té í ríkum mæli öðrum en þeim er látið geta í móti dugnað, árvekni, nýtni og hagsýni. Öllum þessum kostum voru ungu hjónin búin enda ekki öðru vön í uppeldi sínu. Þau vissu að kröfur allar urðu þau að gera til sjálfra sín en ekki annarra ef vel ætti að farnast. Nútíma kröfugerð var þá ekki enn komin til sögunnar. Menntunar, eða öllu heldur skólagöngu, höfðu þau, svo að teljandi væri, hvorugt notið, annarrar en þeirrar er gott sveitaheimili veitti sonpm sínum og dætrum á þeirra tíma vísu en reynslan hefur svo oft sýnt að reynzt hefur mörgum notadrýgri en löng skólaganga. Að vísu var Gísli við nám í Lýðskólanum í Askov veturinn 1925—’26, og mun sú námsdvöl og ferð hafa reynzt honum notadrjúgt veganesti þó stutt væri enda var hann greindur vel og fróðleiksþyrstur. Söngelsk- ur var hann og hafði góða söngrödd. Sigurborg mun engrar skólagöngu hafa notið, var hins vegar uppalin á mannmörgu og stóru heimili og hafði af reynsl- unni notið þar þeirrar leiðsagnar er slík heimili veittu á þeirri tíð. Auk þess hafði hún numið nokkra handmennt af eldri systrum sínum er báðar höfðu notið nokkurrar leiðsagnar í þeirri grein. En þrátt fyrir það hafa þessi sæmdarhjón sýnt það að þau voru vanda þeim vaxin að veita forstöðu mannmörgu og umsvifamiklu heimili, annast og ala upp sín eigin börn, 7 að tölu, og koma þeim öllum til nokkurs þroska auk margra annarra barna og ungl- inga er nutu skjóls á heimili þeirra lengur eða skemur, einkum þó að vori og sumri. Ólafur faðir Sigur- borgar dvaldi sín síðustu æviár á heimili þeirra og fleiri gamal- menni nutu þar umönnunar lengur eða skemur. Um heimili þeirra lék ávallt léttur andi, líkastur hlýrri vorgolu, þar var aldrei hret né hríð. Bæði voru þau hjónin ávallt létt í lund og samhent í öllu. Gísli kunni vel að meta græzkulausa kímni og gat oft í önn og amstri daganna slegið á þá strengi og þá oft á sinn eigin kostnað frekar en annarra. Hann var ákafamaður við alla vinnu og hlífði sér hvergi enda voru afköst hans ærin og létt með honum að vinna. Gestrisni var þeim báðum í blóð borin og gott var að vera gestur þeirra. Um þetta allt get ég borið vitni af eigin reynslu eftir að hafa dvalið á heimili þeirra að meira eða minna leyti í 12 sumur. Svo sem að líkum lætur komst Gísli ekki hjá því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir heimabyggð sína. Hann var um skeið í skattanefnd, hrepps- nefnd, sýslunefnd, sóknarnefnd og formaður búnaðarfélags Flat- eyjarhrepps um skeið. Auk alls þessa var hann hreppstjóri Flat- eyjarhrepps frá 1946 allt fram til eða jafnvel fram yfir 1970 en það veit ég ekki með vissu. Þau Gísli og Sigurborg bjuggu óslitið í Skáleyjum fram til haustsins 1967 en þá fluttu þau til Stykkishólms til vetrardvalar en ábúð og nytjar jarðarinnar höfðu þau til vors 1977. Síðustu árin nutu þau aðstoðar elzta sonar síns Eysteins við hirðingu og nytjar hlunninda á vorin. Og enn hafa gömlu hjónin sumardvöl í Skáleyjum, en nú í skjóli sona sinna tveggja er hafa tekið þar við búsforráðum. Og heima í Skáleyjum munu þau minnast og fagna saman merkasta og að ég ætla hamingjuríkasta degi lífs síns, hins 23. júní fyrir 50 árum. Gísli er fæddur 1. sept. 1901, en Sigurborg 26. júlí 1904, svo að bæði eru þau nokkuð við aldur. Ég veit, að ég er ekki einn um það að senda þessum elskulegu hjónum hlýjar kveðjur á þessum heiðurs- degi þeirra. Nei, þeir munu margir. Ég held að þau Skáleyjahjónin hafi verið óskabörn hamingjunn- ar. Þeirrar hamingju er þau að vísu skópu sér sjálf að nokkru. En ég held þó að góðar vættir komi þar við sögu. Þau hafa eignazt 7 mannvænleg börn sem öll eru stöðu sinni og stétt til sóma. Þau eiga nú 20 barnabörn, sem öll bera svipmót uppruna síns, auk ágætra tengdabarna og tveggja barna-barnabarna. Mér finnst þau rík, þó ekki að veraldarauði en ávallt hafa þau verið vel bjargálna og öðrum óháð í þeim efnum og svo mun enn. Þau geta því með gleði litið yfir farinn veg og jafnvel með þó nokkru stolti þó ég hins vegar viti að ekkert er fjær þeim en stolt. Sjálfur þakka ég þessum ágætu vinum mínum ævilanga vináttu og tryggð og bið þeim allrar guðs blessunar. Theódór Daníelsson. Vestur-íslend- ingum fagnað Gestamót Þjóðræknisfélags ís- lendinga fer fram næstkomandi sunnudag, 25. iúní, kl. 3 e.h. á IlóteJ Sögu. I gær kom frá Winniepeg vél með rúmlega 210 Vestur-Islendinga. A skemmtuninni mun Karla- kór Reykjavíkur syngja og Lúðrasveit Reykjavíkur spila. Allir eru velkomnir á þessa samkomu. Drætti frest> að í happa- drætti Risins SEM kunnugt er efndi líknarfélagið Risið til happadrættis til aö afla fjár til að koma upp eftirmeðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga þaöan sem þeir geta stundað sína vinnu. Var ætlunin að dregið yrði í happadrættinu 17. júní sl. en þar sem enn hafa ekki allir gert skil sem önnuöust sölu miða í happadrættinu, hefur drætti verið frestað til 30. júní n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.