Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 11
43 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 Málefni landbúnaðar: Sambærileg efnahags- leg og félagsleg lífs- k jör í sveitum landsins — er markmið sem stefna ber að STJÓRNARFLOKKARNIR hafa fylgt eftir stefnu- málum sínum í öllum höfuðþáttum þjóðmála með stjórnarfrumvörpum. Svo hefur einnig verið um landbúnaðarmálin. Einstakir þingmenn hafa þó jafnan látið slík mál til sín taka með einum eða öðrum hætti. Hér á eftir verður drepið á nokkur þingmál, snertandi landbúnað, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa haft frumkvæði að eða átt hlutdeild að, án þess þó að um tæmandi upptalningu sé að ræða. var áberandi í fari þeirra þekkingarleysi, smámunarsemi, þrjózka og illkvittni. Dæmi? Norðurvíetnamski bankastjór- inn í bankanum, þar sem ég hélt áfram að vinna, bað mig um að gera skýrslu. Að gefa þrjú svör við þremur spurning- um: 1. lýsa samsæri strengja- brúðurstjórnarinnar og Banda- ríkjamanna 2. lýsa bankaneti kapítalista í Suður-Vietnem 3. koma með tillögur í ljósi fyrri spurninga. Handtekinn fyrirvaralaust Að þremur dögum liðnum skilaði ég þessu verkefni. Meðal ann'ars stakk ég upp á að loka öllum reikningum sem í gangi voru. Umsvifalaust var mér boðið sæti í stjórn Ho- Chi-Mihn borgar. Eg hafnaði því. Þremur dögum seinna var ég handtekinn. Expressi Hvernig gerðist það? Doan Van Toaii Kvöld nokk- urt var ég á hljómleikum er liðsforingi úr öryggislögregl- unni lét kalla á mig. Ég var einn og ég settist upp á Honduna hans. Hann flutti mig í rólegheitum í aðalstöðvar herlögreglunnar frá stjórnar- tímum Thieus. Þar sagði „Can bo“ (stjórnmálaerindreki) einn mér blátt áfram að ég væri „grunaður um vafasama starf- semi“. í fyrstu hélt ég að þetta væru einhver mistök. Svo viss var ég um það, að fyrstu nóttina í fangelsinu svaf ég svefni hinna réttlátu. En að viku liðinni var ég farinn að örvænta. Ég var á laun þarna, án þess að nokkur vissi, í leyniklefa nr. 5 í Le Van Duyet fangelsinu, í hjarta Saigon- borgar. Ég var hlekkjaður á höndum og fótum í klefa, sem var einn metri á breidd, 2 metra langur, 3 metrar til lofts, með 10x15 sm lofttúðu. Ég hrópaði að ég væri saklaus. Kommúnistavörður, sem fór fram hjá klefanum mínum, sagði: „Hafðu ekki áhyggjur. Þetta lagast allt.“ Þarna voru 50 klefar eins og minn. I honum var ég í hálfan annan mánuð og fékk til matar hrísgrjón blönd- uð salti og sandi. Fjölskylda mín vissi ekkert. Sjálfur vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Um hvað var ég sakað- ur? Hvaða örlög biðu mín? Expressi Varstu ekki yfir- heyrður? Doan Van Toaii Jú. En ekki fyrr en eftir einn mánuð. Ég var beðinn um að skýra frá öllu sem ég hafði aðhafzt í lífinu allt frá barnæsku. Lýsa því í smáatriðum. Á fimm til sex mánaða fresti verður að byrja frásögnina aftur. Þá bera þeir saman sögurnar, leita að and- stæðum eða hvort einhverju er sleppt. Á endanum er manni farið að finnast maður vera sekur. Sekur um hvað? Það veit maður ekki. En öll andleg mótstaða er brotin á bak aftur. Þegar ég var fluttur í klefa með öðrum náði ég mér að nokkru. Þar voru fjörutíu manns samanhnipraðir í sal sem var 5 metrar á breidd og 8 á lengd. Expressi Gastu þá loksins farið að tala? Doan Van Toaii Það var eini munaðurinn. Ekki var um það að ræða að fara út undir bert loft. Fótaferðartími kl. 5 á morgnana, háttatími kl. 10 á kvöldin. Maður sat á fletinu sínu án þess að geta hallað sér upp að. Ég sá menn deyja úr þreytu. Eða örvæntingu. Verk- fræðingur nokkur framdi sjálfsmorð í klefanum mínum með því að opna sér æð. Fæðan? Eftir 1976 fengum við engin hrísgrjón. Bara „maniok“ og vatn. Expressi Eru mörg svona fangelsi? Doan Van Toaii Nokkrir tugir. Le Van Duyet er ekki það versta, þó þar séu nú um 2000 fangar á móti 200 meðan fyrri stjórn var í landinu. Hver munurinn er? Kannski í hrein- lætismálum. í Saigonborg einni eru um 70 þúsund manns í fangelsi og í það minnsta 400 þúsund í öllu landinu. Þá eru ekki meðtaldir 400 þúsund fyrrverandi herrhenn, em- bættismenn, og lögreglumenn sem haldið er í endurhæfinga- búðum. Margir deyja af pynd- ingum, úr skorti og sjúkdóm- um. Þegar mér var sleppt úr fangelsinu — án dómsupp- kvaðningar — var ég þjáður af beriberi. Expressi Og nú hefurðu hitt aftur fjölskyldu þína í Frakk- landi. Býstu við að geta ein- hvern tíma snúið aftur til Víet Nam? Doan Van Toaii Það er ekki sama hvað það kostar. Ég ætlast þó ekki til annars en að kommúnistarnir láti okkur hafa helming þess frelsis, sem þeir sviptu okkur. Víet Nam er nú, á árinu 1978, eins og lokuð niðursuðudós þar sem lokaðar eru inni milljón engisprettur. Og núverandi ríkisstjórn er að velta því fyrir sér hvort hún eigi að drekkja þeim, brenna þær, kæfa eða kremja eina og eina... Fæðingarorlof bændakvenna Sigurlaug Bjarnadóttir og Ragnhildur Helgadóttir fluttu tillögu til þingsályktunar um fæðingarorlof bændakvenna. Þar er skorað á ríkisstjórnina að láta kanna möguleika á því að Lífeyris- sjóður bænda greiði bændakonum þriggja mánaða fæðingarorlof við barnsfæðingu. Konur innan Alþýðusambands íslands fengu slíkan ré'tt (fyrir frumkv. sjálf- stæðismanna) 1975, og konur í opinberum störfum hjá ríki og sveitarfélögum miklu fyrr. Leita skal samráðs við Búnaðarfél. íslands, Stéttarsamband bænda og Lífeyrissjóð bænda um málið. ísland er eitt fárra menningar- landa, sem ekki hefur lögfest almennt fæðingarorlof án tekju- missis viðkomandi kvenna. Rafdreifikerfi í sveitum Ólafur B. Óskarsson, bóndi í Viðidalstungu, V-Hún., kom með fyrirspurn til iðnaðarráðherra árið 1976, er hann sat á Alþingi, um rafdreifikerfi í sveitum: 1) varðandi endurbyggingu þess til rafhitunar íbúðarhúsa 2) um áætlaðan kostnað og framkvæmd- ir. Iðnaðarráðherra sagði alla sammála um að stefna að húshit- un í landinu alfarið með innlend- um orkugjöfum, annaðhvort með hitaveitum eða raforku, þar sem , jarðvarmi er ekki nýtanlegur. RARIK hefði verið falið að gera heildaráætlun fyrir landið allt um framkvæmdir, sem gera þyrfti og nauðsynlegar teldust til styrktar dreifikerfa, m.a. með hliðsjón af húshitun með raforku. Umfang þessa máls væri ekki undir þúsund milljónum króna að kostnaði miðað við þáverandi verðlag (fyrri hluta árs 1976). Graskögglaverksmiðjur Vigfús B. Jónsson, Laxamýri, og Pálmi Jónsson, Akri, fluttu tillögu til þingsályktunar árið 1976 um graskögglaverksmiðjur. Þar var lagt til að fela ríkisstjórninni að hlutast til um að graskögglaverk- smiðjur þær, sem landbúnaðarráð- herra samþykkti með bréfi í júní 1972, verði fullgerðar og teknar í notkun 1979. Tillaga þessi var samþ.vkkt með breyttu orðalagi í maí 1976. Heyverkunaraðferðir Steinþór Gestsson flutti tillögu til þingsályktunar 1976 um rannsóknir og áætlunargerð um heyverkunaraðferðir. Leggur hann áherzlu á að kannað verði til hlítar, með hverjum hætti verði staðið svo að heyskap, að hann verði áfallalaus og fóðurgildi uppskerunnar bezt tryggt. Tillag- an var samþykkt lítið eitt breytt. Votheysverkun Þorvaldur Garðar Kristjánsson flutti tillögu til þingsályktunar um votheysverkun 1977. Þar er ríkis- stjóninni falið að gera ráðstafanir til að stuðla að almennari votheys- verkun en nú er. Skal þetta gert með því að kynna bændum reynslu þeirra, sem um árabil hafa byggt heyöflun sína að öllu eða mestu leyti á votheysverkun: 1) með því að veita hærri stofnlán til bygg- ingar votheyshlaðna en þurrheys- hlaðna og 2) með því að veita sérstök stofnlán til að breyta þurrheyshlöðum í votheyshlöður. Taldi flutningsmaður að við íslenzka veðráttu yrði meira öryggi í heyöflun með þessari verkunaraðferð en með þurrheyi. Votheysverkun tryggi fóðurgildi heyfengs, hvað sem líði tíðarfari, krefjist minni vélakosts og minni vinnu. Rekstrar- og aíurða- lán til bænda Eyjólfur Konráð Jónsson flutti í marz 1977 tillögu til þingsályktun- ar um greiðslu rekstrar- og afurðalána beint til bænda. I umræðu um málið vakti hann og athygli á niðurgreiðslum og út- flutningsbótum, scm athugandi væri að bændur fengju milliliða- lausa hlutdeild í. Hann tók mál þetta upp í hliðstæðu formi á síðasta þingi. Meirihluti alls- herjarnefndar mælti með sam- þykkt tillögunnar, með lítið eitt breyttu orðalagi, en málið var ekki útrætt á þinginu. Vinnsla verðmæta úr sláturúrgangi Ingólfur Jónsson, Steinþór Gestsson og Eyjólfur K. Jónsson fluttu tillögu til þingsályktunar um rannsókn á, hvern veg bezt megi vinna verðmæti úr sláturúr- gangi, sem ekki sé fullnýttur hér á landi en sé víða erlendis, þar sem mestrar hagsýni sé gætt, allt að 30 til 40'? af heildarverðmæti slátur- dýra. Tillögunni fylgdi ítarleg og vel rökstudd greinargerð. Landbúnaðaráætlanir Pálmi Jónssn gerði land- búnaðaráætlanir að umræðuefni á Alþingi í marz 1977. Spurði hann m.a., hvað liði undirbúningi land- búnaðaráætlana fyrir Vatnsnes og Skaga. Landbúnaðarráðherra gerði grein fyrir gildi landbún- aðaráætlana almennt og samstarfi stefnumarkandi stofnana í land- búnaði. I svari ráðherra kom fram, að Vatnsnes og Skagi væru „ekki í fremstu röð“ um slíkar áætlanir. Pálmi taldi hinsvegar brýna nauðsyn á tafarlausri áætlun fyrir þessi héruð. Lax- og silungaveiði Guðmundur H. Garðarsson, Eyjólfur K. Jónsson og Albert Guðmundsson fl.vtja tillögu um endurskoðun á lögum um lax- og silungsveiði, m.a. með það í huga að greina í sundur veiöimál og fisktæktarmál. Markaðsmál landbúnaðar Sigurlaug Bjarnadóttir gerði fyrirspurn til landbúnaðarráð- herra um markaðsmál landbúnað- ar, hvernig væri í meginatriðum háttað áformum íslenzkra sölu- aðila um nýtt átak í markaðsleit fyrir dilkakjöt, o.fl. í svari ráð- herra kom fram, að með skipun markaðsnefndar í ágúst 1977 hefði verið komið á virkari samstarfi milli 5 stofnana og fyrirtækja um stefnumótun í markaðsmálum: framleiðsluráðs landbúnaðar, landbúnaðarráðuneytis, Stéttar- sambands bænda, Búnaðarfél. íslands og SÍS. — Sigurlaug taldi hlut ísl. kvenna að kynningu matreidds dilkakjöts á erl. kynningarsýningum of lítinn og mætti gjarnan meira til þeirra leita í því efni. Sérstakar verðbætur á mjólk Sigurlaug Bjarnadóttir flutti frv. til laga um sérstakar verðbæt- ur á mjólk. Lagt er til að Framleiðsluráði landbúnaðarins sé heimilt að styrkja kostnaðar- sama mjólkurflutninga milli sölu- svæða og örva mjólkurframleiðslu með sérstökum verðbótum á mjöl á þeim svæðum, sem fullnægja ekki þörfum aöliggjandi markaðs- svæða en hafa möguleika til aukinnar nijólkurframleiðslu. Frv. varð ekki útrætt. Sumargistiheimilið á Blönduósi opnað Sumargistiheimilið í Kvennaskólan- um á Blönduósi er tekið til starfa. Var Það opnað 7. júní, sem er fyrr en venjulega og hefur veriö talsvert um gesti að sögn Sigurlaugar Eggertsdóttur húsmæðrakennara. Þetta er 9. sumarið, sem Sigurlaug rekur gistiheimili í Kvennaskólanum. Hún ætlar að hafa opið tii ágústloka og hefur 1—4ra manna herbergi og svefnpokaaðstöðu, sem er mikið notuð á sumrin. Einnig bæöi morgun- verð og máltíðir. Hópar geta fengið máltíðir og aðstöðu, ef pantað er. Hópar hafa komið í vor, t.d. svissneskir áhugaljósmyndarar, norskir bændur, sem m.a. nutu sviðamáltíðar, og laxveiðifólk. Þegar Mbl. hafði samband við Sigurlaugu, voru þar norsku sæfararnir, sem eru á leið í hraöbát kringum landið, og biðu byrjar. Veður er kalt, hraglandi á miðvikudag, en bjart veður og fagurt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.