Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 57 U lk í fréttum + Gerð hefur verið kvikmynd um- morðgátu eina suður í Frakklandi. Var það sumarið 1952, sem bresk fjölskylda var myrt á sumarferðalagi, hjónin Jack Drummond og barn þeirra. Eftir mikla leit var hóndi einn í nágrenni morð- staðarins handteklnn, Gustave Dominici. Var þetta mál si'ðan almennt kallað „Dominici- málið“. l>að upplýstist aldrei fyllilega þótt böndin bærust að bóndanum, sem var aldurhnig- inn maður, og sonum hans. Franski leikarinn Jean Gabin leikur bóndann í þessari mynd og hér er hann í hlutverkinu við réttarhöldin. + Vinsældir Telly Savalas, öðru nafni Kojaks, fara nú hrað- minnkandi í Bandaríkjunum. Fréttir þaðan herma að gerð leynilögregluþáttanna um Kojak verði ekki haldið áfram. Þessi geðþekki sköllótti leikari er þó alls ekki atvinnulaus. T.d. leikur hann nú eitt aðalhlut- vcrkið í nýrri mynd sem fjaliar um hernám þjóðverja á Grikk- landi í seinni heimsstyrjöldinni. Meðleikarar hans eru Claudia Cardinale, Roger Morre og David Niven. + Hnefaleikakappinn mikli Muhammed Ali er um þessar mundir í 12 daga heimsókn í Ráðstjórnarríkjunum ásamt konu sinni Veroniku. Ali virðist gæta þess að láta ekkert raska daglegri líkamsþjálfun sinni. — Er þessi mynd tekin af kappanum er hann trimmar á Rauðatorginu einn morguninn meðan hann var í Moskvu. Það er Basils-kirkjan fagra sem er í baksýn. Hann brá sér einn daginn inn í hringinn þar í bænum. til að hressa upp á íþrótt sína með rússneskum hnefaleikamönnum. + Með tengdapabba. — Þetta er með nýrri myndum sem birzt hafa af norsku krónprinsessunni Sonju. Hér er hún ásamt tengdaföður sínum ólafi Noregskonungi. Hún hafði veg og vanda af því er forseti Austurríkis Kirschshager kom í opinbera heimsókn til Noregs fyrir skömmu. + Vestur íslendingar í íslend- ingabyggðum í N Dakóta munu dagana 30. júní til 2. júlí, minnast þcss að á þessu sumri eru 100 ár liðin frá upphafi fslendingabyggðar í fylkinu. Sérstök undirbúningsnefnd fjallar um skipulag hátíðahald- anna. Er Frímann Melsted skólastjóri í St. Thomas formað- ur nefndarinnar. „Þessr bær,“ segir í Lögbergi — Heims- kringlu „er lítill þrifalegur bær í N-Dakóta ekki iangt frá landamærum Bandarikjanna og Kanada.“ — Faðir Frimanns var fæddur hér á landi, hét Benedikt Melsted. — Myndin er af Frfmanni og er tekin úr . Lögbergi-Heimskringlu. Óskum eftir tilboðum í eftirtaldar sendibifreiðar: 1. VW árgerö 1971. Skiptivél. Ekinn Ca. 10 þús. km. Ný skoöaöur. 2. VW árgerö 1972, skiptivél. Ekinn ca. 20 þús. km. Ný skoöaður. 3. Fiat árgerö 1975, ekinn 46. þús. km. 4. Fiat árgerö 1975, ekinn 60 þús. km. 5. Fiat árgerö 1975, ekinn 49. þús. km. Ógangfær. Ný skoöaöur. Bifreiöarnar veröa til sýnis viö Fönn, Langholts- vegi 113, laugardaginn 24. júní, milli kl. 9—16. Tilboðum sé skilaö á staðinn. Áskilinn er réttur aö taka hvaöa tilboöi sem er eöa hafna öllum. Fönn S- Kosnínga fÁ skrífstofur fÁ ^ Q LISTANS / í REYKJAVÍK HVERFISSKRIFSTOFUR SJALFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK á vegum fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og hverfafelaga Sjálfstæðismanna eru starfandi eftirtaldar hverfisskrif- stofur. Nes- og Melahverfi: Lýsi, Grandavegi 42, sími 25731 og 25736. Opið frá 16—20 Sorlaskjóli 3, sími 10975, opið frá 18—22. Vestur- og Miðbæjarhverfi: Ingólfsstræti 1 A, sími 25635. Austurbæ og Norðurmýri: Hverfisgata 42, 3. hæð sfmi 19952. Hlíöa- og Holtahverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 85730, 82900. Laugarneshverfi: Bjarg, v/Sundlaugaveg, sími 37121 og 85306. Langholt: Langholtsvegi 124, sími 34814. Háaleitishverfi: Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 28144 og 82900. Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi: Langageröi 21, kjallari. Sími 36640. Árbæjar- og Seláshverfi: Hraunbær 102 B, (aö sunnanverðu) sími 75611. Bakka- og Stekkjahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, sími 74653. Fella- og Hólahverfi: Seljabraut 54, 2. hæö, simi 74311. Skóga- og Seljahverfi: Seljabraut 54, 2. hæð, sími 73220. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga, frá kl. 16—22 og laugardaga frá kl. 14—18. Stuðningsfólk D-listans, er hvatt til að snúa sér til hverfisskrifstofanna, og gefa upplýsingar, sem að gagni geta komiö f kosningunum. Svo sem upplýsingar um fólk, sem er eða veröur fjarverandi á kjördag o.s.frv. D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.