Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978' Finnbjörn Hjartarson prentari: Vid fráfall stórmennis Fyrir tveim árum kom út bókin Grískir heimspekingar eftir Gunnar Dal, og er bók sú, einn ánægjulegasti viðburður í bókaútgáfu síðari ára, ásamt greinum og ræðum Bjarna Benediktssonar, er AB gaf út. Þar er ótrúlega víðfeðman fróðleik að finna. Og ef menn kunna einhver skil á manninum, sem þar heldur um penna, eru bækurnar samþjappaður fróðleikur manns, sem fór aðeins með það, sem sannara reyndist. Og treysta má í öllum tilvikum, að ekki var farið með fleypur og rugl, þegar vitnað var í stórmenni andans, hvort sem þau voru íslenzk eða erlend. Á þann hátt vinna þeir menn, sem vilja vinna þjóð sinni gagn. Vinna að frelsinu með sannleika. Vitandi það, að frelsið er dýrmætast öllu fólki, og það eitt getur komið fólki og þjóðum úr örbirgð og fátækt. En hvernig er slíkum mönnum þökkuð forystan? Á þá er deilt, ótæpilega, af alls kyns meðalmönn- um, sem þykjast vera að vinna fyrir fátækt fólk sérstaklega. Sendimenn almættisins í bókinni Grískir heimspekingar, segir Gunnar Dal, að kristnir menn hafi sótt rök fyrir tilgangi lífsins til Sókratesar og Platons og þeir hafi rennt stoðum rökfræðinnar að tilvist Guðs, með viti sínu, ásamt ræktaðri sannleiksþrá, sem nær lengra í hugum þeirra en rökfræðin sjálf. Og sannleikurinn verður aðeins skynj- aður en ekki ræddur. Sókrates og Platon eru taldir mestu heimspekingar veraidar, og vegna skoðana þeirra á Guðdómnum, er dálítið einkennilegt hve hugmynd- um þeirra er lítt haldið á lofti hér á íslandi. Getur það verið vegna þess, að annarleg sjónarmið ráði að einhverju leyti í menntamálum þjóðarinnar? Að menn, sem vilja rækta annað en sannleika og fegurð hafi komizt of nærri menningar- og skólamálum þjóðarinnar? Það er oft einkennilegt að lesa skólabækur á Islandi. Sífellt er staglast á ártölum og fæðingardögum manna, en minna hirt um hvað þeir hafa sagt og hugsað. Kristinn maður, sem les um hugmyndir Sókratesar á „hinu Góða“, sér strax hve málflutningur hans fellur að Biblíunni, og sagan, sem Plato ritar eftir Sókratesi um „Hellirinn" minnir á komu Krists til jarðarinnar. Það munar minnstu, að þá strax væri hægt að kalla Sókrates spámann. En þegar menn lesa Plató og Sókrates, og hafa mannkynssög- una og Nýja testamentið til hiiðsjón- ar, er ekki nokkuð leið önnur en að sjá, að þeir voru ekki einungis heimspekingar heldur engu að síður sendimenn Guðs og spámenn. Mun- urinn á þeim og spámönnúnum er kannske aðeins sá, að þar var einum kennt en öðrum bent. Því verður þó að bæta við þetta, að Sókrates gerði greinarmun á sér og spámönnum. Hann segir t.d. í varnarræðu sinni: „ ... þeir eru eins og sjáendur og spámenn, sem flytja allan sinn boðskap án þess að skilja merkingu hans sjálfir". I sjálfu sér er það auðvitað ekki bein neitun á, að til væru spámenn, sem vissu hvað þeir væru að tala um. Það er kannske vegna þess, hve lítt þeim er haldið á lofti hér á landi, að til eru menn á íslandi, sem ekki þola sannleikann, og vinna að því öllum stundum, að ekki sé lögð nein rækt við hann. Flestir vita hvernig Sókrates lauk lífi sínu. Hann var ofsóttur og myrtur vegna skoðana sinna, og er einn ótal píslarvotta, er orðið hafa blindu ofstæki, illvilja og heimsku að bráð. Andstaðan gegn Bjarna Benediktssyni Því er þetta rifjað upp, um leið og minnzt er eins mesta stórmennis, sem ísland hefur alið, Bjarna Benediktssonar, að margt er líkt með falli stórmenna, og verð ég að biðja lesendur að athuga, að með því á ég við, auðvitað, margt annað, en fráfall feirra, sem éÍcKf ér Tiáégt áð líkja saman, eins og allir ættu að vita. Sá, sem þetta ritar, átti þess kost að virða fyrir sér andstöðu gegn Bjarna Benediktssyni frá öðrum sjónarhóli en t.d. samherjar hans nánir. Úr þeim jarðvegi, þar sem um störf hans var máske enn verr talað, en fram kom nokkurn tíma í ræðu eða riti. Og um hörðustu andstæð- inga hans er hægt að segja, að þeir hafi ræktað með fólki hatur og illvilja á Bjarna Benediktssyni. Ég verð að taka því fram, að ekki vil ég eigna mönnum, sem ég hefi unnið með slíkt, en þegar ég tala um hatur og illvilja, sem beint var að Bjarna Benediktssyni, á ég við vinnubrögð kommúnista. En hinu er ekki hægt að þegja yfir, að ýmsir blindingjar fylgdu fast á eftir. Og eitt lítið dæmi get ég nefnt í því sambandi, en það var, að ofanritaður fékk með semingi birta grein, eftir mánaða strögl, í öðru aðalstjórnarandstöðublaði við- reisnarstjórnaráranna. Greininni var aðallega fundið það til foráttu, að í einni setningu var vikið lofsorði á Bjarna Benediktsson. En þessi litla setning er líklega sú eina, þar sem vikið var góðu að Bjarna Benedikts- syni í þvi blaði á 10 árum. Annar skilningur í inngangi að grein, sem Matthías Johannessen skrifar í afmælisrit Varðar, 50 ára, og er ástæða til að benda fólki á þær greinar, segir höfundur: „Hefur mér ávallt sérstak- lega verið ofarlega í huga sú umhyggja, sem hann bar fyrir þeim, sem minna mega sín í þjóðfélaginu, og átti hann í þeim efnum ekki sízt sterkan bakhjarl, þar sem var Sigríður Björnsdóttir, kona hans“. Þegar þetta er lesið, sézt auðvitað, að hér er lagður annar skilningur á störf Bjarna Benediktssonar, en sá, sem verkalýðs- og samvinnusósia- listar lögðu á störf hans. Þeir hinir sömu, sem þykjast alltaf vera að vinna fyrir alþýðuna, en í þeirri baráttu þeirra fer ósköp lítið fyrir baráttu fyrir frelsi og lýðræði. Enda kannske skiljanlegt. Þeir höfðu enga menn til þeirrar baráttu, eða hvað? Og ekki örlar á þeim skilningi hjá vinstri mönnum, að frelsi sé ein- hvers megnugt í efnahagsframsókn þjóða. Nei, þeim er hampað sí og æ, sem sprikla og gaspra í frelsinu, sem aðrir hafa barizt fyrir, t.d. eins og það sé stórafrek að hóa saman nokkrum mönnum til að stofna kaupfélagsholu. En hitt er aukaatr- iði, frelsið sjálft. Um frelsið og sannleikann hafði Bjarni Benediktsson t.d. þetta að segja við stofnun Almenna bókafé- lagsins: „Kenning Ara fróða, sú, að skylt sé að hafa það, er sannara reynist, hefur frá öndverðu mótað bókmenntir Islendinga, en þær hafa ætíð verið uppistaðan í menningu þjóðarinnar. Einkunnarorðin: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa", sem greypt voru í hornstein Alþingishússins, eru og náskyld kenningu Ara. Enginn maður þekkir nú fremur en þá, nema örlítið brot af sannleik- anum. Þess vegna ríður á engu meira en að allir hafi frelsi til að leita sannleikans. Frelsið er vissulega það frjómagn, sem þjóðlífið má sízt án vera“. (Leturbr. mín). Það vissi Bjarni Benediktsson, að í frelsinu fólst og mesta hagsbót fyrir fólkið í landinu. Og í baráttu fyrir því var hann leiðandi foringi, allt frá því fyrir og eftir lýðveldis- tökuna 1944. Það er í frelsi, sem menn hafa stofnað verkalýðsfélög og samvinnufélög, og sagt hefur verið, að ASÍ og SÍS væru þær súlur, sem hæst bæri í baráttu alþýðufólks til bættra lífskjara. Ég minnist á það í framhjáhlaupi, að vinstri menn virðast ekki gera sér það ljóst, að einokun, sem stofnað er til af innlendum aðilum, er ekki nokkurn hlut betri en sú, sem komið er á af erlendu valdi. En látum það vera að sinni. Sá áróður, að ýmsir forystumenn Sjálfstæðisflokksins væru hand- bendi erlends auðvalds, hefur risið mishátt hjá andstæðingum flokks- ins, og fór Bjarni Benediktsson ekki varhluta af þeim áróðri, eins og allir vita. Hann var kallaður öllum verstu nöfnum, sem andstæðingar gátu sér í munn tekið og eins og áður er sagt ræktuðu, með landsfólki, hatur og illvilja gegn honum. Hverjir fylgja á eftir Jóni Sigurðssyni? Þá vaknar sú spurning, hefur ísland engan stjórnmálamann alið, sem verðskuldar viðurkenningu allr- ar þjóðarinnar? Enginn, sem barizt hefur fyrir frelsi og lýðræði, fyrst og fremst, og látið aðra um smámálin? Eigum við, frjálsir Islendingar, að láta kommúnistum eftir að dæmá hverjir eru beztu synir íslands? Þeir hafa þegar stillt upp einum í þingsölum. En sagt var þó af þekktum manni, þegar rætt var um Bjarna Bene- diktsson á Alþingi, skömmu eftir að vinstri stjórnin var komin á laggirn- ar 1971, og gerður var samanburður á honum og Bjarna Benediktssyni: „Ég er ekki stórmenni“. Og lét með þeim orðum álit sitt í ljós á Bjarna Benediktssyni, sem því miður var aldrei látið í ljós meðan hann var og hét. Fátækt Sá, sem alizt hefur upp í fátækt á íslandi og umgengizt hefur fátækt fólk, hlýtur. að velta þeirri spurningu fyrir sér, hvaðan fólki kom sá vilji til sjálfstæðis, sem er svo sterkur, að hann lét ekki blekkjast af fagurgala kommúnista um „sósíalisma og hagsæld", sem þeir boðuðu. Svo fátækt fólk, að manni virtist því mætti litlu varða, með hvaða hætti stjórnað væri. Nú er fátt eftir af slíku fólki. Frelsið hefur sannað gildi sitt þar. Og þetta fátæka fólk hafði því gert rétt, þegar það fylgdi leiðtogum frelsisins í gegnum þykkt og þunnt, þrátt fyrir harða andstöðu °K dylgjur um, að það væri svo fátækt, að það hefði hvorki getu né vilja til annars en að lúta vilja „auðvaldsins". Margt fátækt fólk á Islandi virðist hafa ræktað með sér sterka sjálfstæðisþrá, þannig að það virðist fremur hafa skynjað feigð kommúnismans, en að það gæti rætt andúð sína á honum svo vit væri í. Eða eins og Gunnar Gunnarsson orðar það í Samtalsbók Matthíasar Johannessen um stefnu kommúnista. „Hún hefur dauðaún í för með sér“, segir hann, „ekkert annað en dauð- ann“. En von fátæks fólks var, að írelsið gæfi þeim farsæld, og að eftirkom- endur þeirra nytu hennar. Þessi von rættist. Og sá, sem átti einn stærsta þátt í því, að þessi von varð að veruleika var Bjarni Benediktsson. Sú spurning hlýtur að vakna hjá öllum þorra fólks, hve miklu meiri hefði árangurinn ekki orðið, ef mótstaðan gegn honum hefði ekki verið svo hrikaleg, að ekki verður nefnt annað en hatur gegn frelsinu. Því hann var baráttumaður þess, fyrst og fremst. Þegar fátækt fólk flykktist til Reykjavíkur eftir stríðið, var Reykjavíkurborg vandi á höndum, að koma þessu fólki fyrir. Voru þá byggð bráðabirgðahúsnæði, eins og t.d. Höfðaborgin. Þar man ég bræður, sem nú eru vel efnaðir, og hugsa eftirkomendum sínum eflaust enn meiri og betri afkomu. Manni sýndist, unglingi, að það fólk, sem í Höfðaborginni byggi, ætti ekki margra kosta völ. Sá þá ekki það, sem hinir eldri höfðu í huga sér, frelsið, og fylgdu þeim, sem bentu á þá leið. Sumar mæður kunna þá list, að láta börn sín ekki verða vör við fátækt, sem nístir þær oft sjálfar að hjartarótum. Um það kann ég eina sögu úr fátæktinni í Reykjavík eftir stríðið. Einu sinni var verksmiðja eða húsgagnabólstrun til húsa við Freyjugötu, þar sem nú er prent- smiðjan Setberg. Sú húsgagnabólstr- un auglýsti oft eftir hreinum tusk- um, sem menn svo tættu í stopp í húsgögn. Einhverju sinni, er óvenju þröngt var í búi, kom móðir mín að máli við lítinn son sinn, og sagði að nú skyldu þau vinna sér inn dálitla aura með því að safna tuskum og selja. Jú, hann var til í það, og átti svo að skipta auðnum. Sonurinn fékk lánað sendiferðahjól, safnaði og seldi síðan poka í bólstruninni og fékk fyrir sjö krónur, sem hann fór með til móður sinnar. Beið svo eftir sínum hlut og horfði á móðurina spyrjandi, en hún stendur með sjö krónurnar og veltir þeim fyrir sér. Hann er ekki lengur áhyggjulaus unglingur. Hann horfir nýjum augum á fátæka konu, sem ekki má vamm sitt vita, hefur alltaf sagt satt, aldrei svikið neinn. Sér sorg hennar og fátækt, og finnur að hún getur ekki gefið af aurunum, því þeir eru aleiga hennar. Hann finnur, þó ótrúlegt sé, í fyrsta skipti til fátæktar. Hann sér þetta allt í hendingu, reynir, hennar vegna, að láta á engu bera og skokkar áhyggjuleysislega á brott. Þaðan í frá var fátæktinni gaumur gefinn, enda fylginautur langa tíð og bjó við húsdyr, eins og hjá ótalmörg- um, í þá daga. En þessi sama fátæka móðir, er ein sú sjálfstæðasta kona, sem ég hefi kynnzt, og hefur aldrei gefið neinu öðru gaum en frelsi og sjálfstæði þegar fjallað er um pólitík. Einn fátækan mann, sem kom frá ísafirði, get ég nefnt, sem nú er að koma á fót einni fullkomnustu prentsmiðju í Reykjavík. Og er leiðandi í þróun prentverks á Islandi, sem snýr að hans grein innan prentiðnaðarins. Sá maður hefur, með atorku og dugnaði, unnið sig úr fátækt til velmegunar. Hóteleigandi og stórbóndi í Reykjavík hefur sagt frá því í dagblaði fyrir nokkrum árum, hvernig fátæk móðir hans vann fyrir skólagöngu hans með þvottum langt fram á nætur. Hann hefur verið áraraðir í forustu í sambandi við veitinga- og hótelrekstur í Reykja- vík. Og eftir stríðið 1945 voru fátækar fjölskyldur iðulega á götunni. Um eina slíka getur að lesa í „Borgarlíf", sögu Ingimars Erlendar Sigurðsson- ar, sem þótti hvalreki, er hún kom út 1964, þegar andstaðan gegn Bjarna Benediktssyni var hvað hörðust. Höfundur þeirrar bókar lítur nú öðrum augum á baráttu Bjarna Benediktssonar, og hefur snúizt á hans band. Um það verður varla deilt. Svona sögur þekkja flestir Islend- ingar, sem komnir eru á miðjan aldur, og er óþarfi að rekja það nánar. Um þessa tíma, og um þessa baráttu kemst Þorvarður Helgason vel að orði í Stefni 3.-4. tbl. 1977. Hann segir þar m.a.: „Þessi mál hafa síðan breyzt. Það liggur í dag fyrir, að lausnirnar sem menn gáfu sér þá, eru gervilausnir og að þjóðfélags- formið, sem þessi flokkur (þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn) var að berj- ast fyrir er sennilega það sem við höfum komizt næst raunverulegu frelsi í pólitískri þróun Vestur- landa“. Það var fyrir þetta fólk, fátækt fólk á íslandi, sem Bjarni Benedikts- son barðizt. Hann vissi að í frelsinu var fólgin mesta hagsældin. Bjarni Benediktsson vildi, að allir hefðu möguleika til að njóta hæfileika sinna. Vissi, að ekkert þjóðfélag fengi þrifizt, nema allir ættu sem jafnastan kost, og að enginn gæti sagt úr hvaða átt hæfileikar kæmu. Að skipta um skoðun Að framan sagði ég frá því, að ofanritaður hefði í lítilli setningu vikið góðu að Bjarna Benediktssyni, í öðru aðalmálgagni stjórnarand- stöðu Viðreisnarinnar, og hefði þurft að standa í strögli til að fá meinlausa grein um þenslu í banka- kerfinu o.fl. birta, vegna þess. Þetta var á árinu 1968. Þá hafði ofanritað- ur unnið við þetta málgagn í mörg ár. Eins og gerist og géngur með unga menn, koma þau atvik fyrir, að þeir verða að endurskoða sífellt pólitíska afstöðu sína, ef þeir eiga að geta verið heiðarlegir gagnvart sjálfum sér og öðrum. Og eiga óhræddir að játa, að þeir hafi haft rangt fyrir sér, ef jjeim finnst svo. Illuti af minni kynslóð. sem er „kynslóð Viðreisnarstjórnarinnar." Nú er það hlutverk þessarar kynslóðar að fíf’ktd méð hí)Ytiuni sínuhi trú á lahdið óg frt'Isíð, fiém héfini var gefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.