Morgunblaðið - 23.06.1978, Page 23

Morgunblaðið - 23.06.1978, Page 23
55 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 afstaða „landnámslagsins" til landnáms í Eyjum sem og annars staðar þegar niðurstöður hennar verða tilbúnar til birtingar. Við rannsóknina í Eyjum sum- arið 1977 voru tekin sýni sem Margrét Hallsdóttir mun taka til frjógreiningar og kemur þá vænt- anlega í ljós hvaða áhrif búsetan í Herjólfsdal hefur haft á gróður- far þar. Eins og áður segir gæti frjógreiningin kannski einnig varpað frekara ljósi á búsetuna og afstöðu hennar í tíma gagnvart „landnámslaginu". Áframhaldandi rannsóknir Sumurin 1971 og 1972 voru húsaleifarnar í Herjólfsdal rann- sakaðar til fullnustu að innan en lítt að utan og er mikil þörf á því að það verði gert, ekki síst með tilliti til tímasetningar byggðar- innar í Herjólfsdai. Norðaustan við Herjólfsdals- rústirnar, innar í Herjólfsdals- kvosinni eru allmikil vatnsmann- virki, sem einnig þyrfti að tíma- setja. I því sambandi dygði senni- lega að taka snið í þau til að reyna að fá fram (efri) aldur þeirra. Einnig eru sjáanlegar húsarúst- ir suður af Herjólfsdalsrústunum í s.k. Torfmýri (sjá Árb. fornl.fél. 1913 bls. 15—16 og 30 og Árb. fornl. fél. 1925 bls. 19—21) sem auk þess væri vert að taka snið í til að tímasetja þær ef hægt er; það ætti ekki að taka langan tíma en gæfi í aðra hönd aldursafstöðu gagnvart Herjólfsdalsrústunum. Að ofangreindu er augljóst að halda þurfti áfram fornleifarann- sóknum í Herjólfsdal og tel ég að hægt væri að Ijúka þeim á næstkomandi sumri ef nægt fé og mannskapur fæst til verksins. Reykjavík, 15.01 1978. Margrét Hermannsdóttir fornleifafra-ðingu Kiimnársvagen 9 Ki303222 46 Lund Sverige. Afgreiðsla sjóðsstjórnar Lítum aðeins á þá staðhæfingu að umsóknin sjálf sé „ófullnægj- andi“. a) Eins og áður hefur komið fram var undir 9. lið umsóknarinn- ar beöið um nöfn þeirra, sem gætu veitt frekari upplýsingar um umsækjanda og sjálft verkefnið. Aldrei var leitað til þeirra aðila sem nefndir voru í umsókninni og beðið skýringa á upplýsingum sem taldar voru ófullnægjandi — hvað þá að leitað væri umsagnar viðkomandi um mikilvægi rann- sóknarinnar. Einungis var leitað umsagnar þjóðminjavarðar, en umsögn hans er full af dylgjum og rangfærslum (og kem ég að því síðar). Fullyrðingin um að umsóknin sé ófullnægjandi hefur því ekki við rök að styðjast. b) Afgreiðsla sjóðsstjórnar á umsókninni er þeim mun alvar- legra mál, þegar það er haft í huga, að uppgröfturinn snertir ekki einungis Vestmannaeyja- kaupstað og þá sem ráðgert var að ynnu við rannsóknina í sumar. Að taka umsóknina ekki til alvarlegr- ar umfjöllunar lýsir megnustu fyrirlitningu á öllum þeim aðilum, sem leitað hefur verið til vegna vísindalegrar sérþekkingar. Og vísa ég í því sambandi til greinar- gerðar minnar hér að framan. c) Hér birti ég í heild umsögn þá er sjóðsstjórn fór fram á að þjóðminjavörður gæfi um Herjólfsdalsrannsóknina: „Umsókn nr. 17, Framhald fornleifarannsóknar í Ilerjólfsdal með tilliti til tímasetningar byggðar þar, sem eftir C 14 aldursákv. virðist vera sú elzta hér á iandi. Upphaf fornleifarannsóknanna í Herjólfsdal var að áeggjan Rotarýklúbbs Vestmannaeyja og sá Þjóðminjasafnið um að fá fólk til verksins og var rannsóknin unnin í nokkrum tengslum við safnið þótt Vestmannaeyjabær kostaði hana. Að því er ég taldi var rannsókn á staðnum lokið, en eftir er að vinna úrvinnsluverkið og koma niðurstöðum á prent. Vera má, að enn eigi eftir 'ið rannsaka með greftri eitthvað i grennd við rústirnar og gera fleiri kolefnis- rannsóknir. Vil ég mæla með styrk til þessa verkefnis. Fjárhæð sú, sem nefnd er, er allhá, og mér er ekki kunnugt um, hvernig hún er útreiknuð." Fyrirsögnin og umsögn þjóð- minjavarðar bera með sér að hvorki sjóðsstjórn né þjóðminja- vörður hafi kynnt sér greinargerð mína. Umsögn þjóðminjavarðar ber þó fyrst og fremst vitni um hug þjóðminjavarðar til rannsóknar- innar. Þjóðminjavörður segir að Þjóð- minjasafn hafi séð um að fá fólk til fornleifarannsóknarinnar í Herjólfsdal. Þetta er j-angt. Undir- rituð sótti fast eftir að taka að sér verkið ásamt öðrum aðila, og vissi ég að Stefán heitinn Árnason hafði í nafni Rótarýklúbbs Vest- mannaeyja barist fyrir því um árabil að hafnar yrðu fornleifa- rannsóknir í Herjólfsdal. Þjóð- minjavörður hafði milligöngu um að rannsóknin hæfist. Vil ég að gefnu tilefni einnig taka fram að Þjóðminjasafn hefur aldrei tekið þátt í sjálfri rannsókninni í Herjólfsdal, en aftur á móti var Gísli Gestsson fyrrv. safnvörður ætíð innan handar um alla hjálp og fyrirgreiðslu, og leitaði ég ætíð til hans persónulega í því sam- bandi. Þjóðminjavörður aftur á móti hefur aldrei sýnt fornleifa- rannsókninni í Herjólfsdal áhuga nema síður sé. Að því er varðar aðra málsgrein í umsögn þjóðminjavarðar reynir hann að draga í efa að nauðsyn sé á áframhaldandi rannsóknum í Herjólfsdal og lýsir því yfir að „úrvinnsluverkið" sé óunnið. Þetta eru hreinar dylgjur og ósannindi. Unnið hefur verið hefur verið úr uppgreftrinum jafnharðan, eftir því sem rannsókninni hefur fleytt fram. Rétt er að niðurstöður Herjólfsdalsrannsóknarinnar eru ekki komnai á prent og er þeirra ekki að vænta fyrr en rannsókn- inni er að fullu lokið. Aftur á móti hef ég gert grein fyrir stöðu rannsóknarinnar í dagblöðum hverju sinni til handa Vestmanna- eyingum og öðrum landsmönnum. Næsta málsgrein (sú þriðja) í umsögn þjóðminjavarðar virðist bera vott um lítilsvirðingu á Herjólfsdalsrannsókninni. í lokin mælir hann þó með styrk til „verkefnisins," en klikkir út með því að draga í efa áætlaðan heildarkostnað vegna rannsóknar- innar (6 milljónir), án þess að hafa hugmynd um hvernig hún er „út reiknuð." Sá þjóðminjavörður ekki ástæðu til að kynna sér innihald umsóknar Vestmannaeyjakaup- staðar? Þar er gerð grein fyrir kostnaðaráætlun rannsóknarinn- ar. Þessi umsögn þjóðminjavarðar er allrýr og innihaldið mestmegnis dylgjur og ósannindi gagnvart Vestmannaeyingum og mér. Þjóðminjavörður virðist hvorki hafa vit á né vilja stuðla að vísindalegum rannsóknum í forn- leifafræðum og kem ég að þvi síðar. d) í umsókn Vestmannaeyja- kaupstaðar tel ég að það komi nægilega fram í hvað áætlaður kostnaður eigi að fara. Ef sjóðs- stjórn var í einhverjum vafa um það, var henni í lófa lagið að fara fram á frekari upplýsingar hjá bæjarstjóra Vestmannaeyja, Páli Zóphóníassyni. Eins og fram hefur komið var aldrei beðið um frekari upplýsingar. Það hefur komið í ljós að meðlimir sjóðsstjórnar hafa senni- lega aldrei kynnt sér innihald greinargerðar minnar til hlít- ar/eða þá ekki skilið innihald hennar? Eg vil mælast til þess við sjóðsstjórn, að í framtíðinni verði leitað umsagnar aðila hérlendis, sem eitthvert vit hafa á fornleifa- fræði sem fræðigrein. Eins og sakir standa er aðeins um einn aðila að ræða, sem samkvæmt verkum sínum og menntun getur tekið slíkt að sér, og er það dr. Sveinbjörn Rafnsson. Það liggur í augum uppi, að það hlýtur að vera ábyrgðarhluti að deila út tugum milljóna af al- mannafé án þess að vera fær um að vega og meta hvernig deila beri út fénu á sanngjarnan hátt. Getuleysi þjóðminjavarðar Undirrituð kom heim frá námi fyrir rúmum tveimur árum og hafði þá samband við þjóðminja- vörð vegna vinnu. Tjáði hann mér að safnið hefði ekkert fé á lausu til rannsókna af neinu tagi. Síðan þá hef ég ekki heyrt af vinnu úr þeirri áttinni. Aftur á móti hefur Þjóðminja- safn stutt fjálglega „Þjóðhátta- söfnun stúdenta" þrátt fyrir þá staðreynd að flestir þeir er að söfnuninni hafa staðið hafa enga fræðilega kunnáttu til að bera. Hér gildir enn sem fyrr í afstöðu Þjóðminjasafns, að þeim mun minni kunnátta því dyggari er stuðningur þjóðminjavarðar. Eins og fram hefur komið í þessum skrifum hér hefur þjóð- minjavörður beint sem óbeint unnið gegn mér við fornleifarann- sóknina í Herjólfsdal. Sömu sögu er að segja um þátttöku mína og annarra við könnun á byggðasögu sveita sunnan Skarðsheiðar. Þar hefur þjóðminjavörður hreinlega reynt að hindra fjármögnun rann- sóknarinnar sem og borið við fjárskorti á sarria tíma og milljón- um hefur verið ausið í „þjóðhátta- söfnun stúdenta." Það mætti geta þess hér að „úrvinnsluverk" þjóðminjavarðar í fornleifafræðum bera það með sér, að hann þekkir ekki til frumvinnu- bragða fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hér á ég fyrst og fremst við hina s.k. stratígrafíu (jarðlagafræði) sem virðist honum óþekkt fyrirbæri. En stratígrafían er ein megin forsenda þess að hægt sé að túlka afrakstur upp- graftar. S.l. sumar lenti þjóðminjavörður í ritdeilum við leikmanninn Sigurð A. Magnússon (Dagbl. tbl. 157—165—180), þar sem hinn síðarnefndi benti á að sumir safngripa á Þjóðminjasafni lægju undir skemmdum. Þjóðminjavörð- ur gat ekki mætt gagnrýni Sigurð- ar og svaraði með útúrsnúningum einum saman. Rétt er að ástandið innan veggja Þjóðminjasafnsins er til skammar og hefur m.a. komið fram í blöðum, að munir sem gefnir hafa verið til safnsins finnast ekki. Fundir úr uppgreftri í Herjólfsdal hafa ekki komið í leitirnar á Þjóðminjasafni, en þangað var þeim komið til geymslu. Síðasta afrek þjóðminjavarðar Síðasta afrek þjóðminjavarðar var að lýsa því yfir i sjónvarpi hér á dögunum (12. júní s.l.) að hann teldi enga ástæðu til að sinna athyglisverðum beinafundi í Vest- mannaeyjum. Hafði forsvarsmað- ur Vestmannaeyinga haft sam- band við Þjóðminjasafn og var tjáð af safnverði að ekki væri hægt að rannsaka þennan fund að svo stöddu m.a. þar sem þjóðminja- vörður væri erlendis. Vestmanna- eyingar stöðvuðu allar fram- kvæmdir á staðnum í heilan sólarhring til að bíða umsagnar þjóðminjavarðar, þar sem hann var væntanlegur til landsins degi seinna. Eins og fram kom í áðurnefndri sjónvarpsyfirlýsingu þá taldi þjóðminjavörður ekki ástæðu til að kanna beinafundinn að svo stöddu, en þeir á Þjóð- minjasafni myndu athuga þetta einhvern tíma seinna, þegar þeir ættu næst leið til Eyja! Ekki nóg með það heldur afsakaði hann sig með því að Vestmannaey- ingar teldu ekki heldur neina ástæðu til að athuga beinafundinn að svo stöddu. Til hvers stöðvuðu þá Vestmannaeyingar allar fram- kvæmdir í heilan sólarhring??? Það er ekki nóg með að þjóð- minjavörður sinni ekki því sem hann á að gera lögum samkvæmt, heldur ber hann ósannindi upp á áhugasamt og heiðarlegt fólk og- það frammi fyrir alþjóð, án þess að viðkomandi geti varið sig. Afgreiðsla beinafundarins í Vestmannaeyjum er ekkert eins- dæmi á starfsferli þjóðminjavarð- ar, því miður. En þó er títtnefndur þjóðminja- vörður með slíku áhuga leysi og embættisafglöpum að forgera vitneskju um menningararfleifð þjóðarinnar, og er það öllu alvar- legra. Ríkisvaldið ætti ekki að sitja aðgerðarlaust undir slíku. Nema núsitjandi ríkisvaldi sé nákvæmlega sama, þrátt fyrir gullfagrar yrirlýsingar um menn- ingararfleifðina á tyllidögum. Því miður erum við eitt Norður- landanna í dag, sem sitjum uppi með löngu úrelta þjóðminjalöggjöf (þrátt fyrir endurskoðun hennar 1969). Stjórnvöldum á hinum Norðurlöndunum hefur sem betur I ramhald á bls. 63 Viðskiptatengsl cfld, vinabönd styrkt Setjast niður, slappa af og spjalla. Skálafell er staðurinn. Framreiðum fjölbreytta kalda rétti. Auk þess glæsilegur „Síldarkabarett“ í hádeginu. Sannkallað lostæti á lágu verði. Þægilegt umhverfi, yndislegt útsýni. 9. hæð Hótel Esju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.