Morgunblaðið - 23.06.1978, Side 13

Morgunblaðið - 23.06.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 45 Seinustu ár Viðreisnarstjórnar- innar var þannig sá, sem þetta ritar, sífellt að færast nær og nær stefnu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Bene- diktssonar. Þrátt fyrir það, að aðalatvinnan væri sú, að koma út málgagni, mjög andstæðu Bjarna Benediktssyni og eiga samneyti með mönnum, sem unnu að því að koma honum frá völdum. Við fráfall stórmennis Þegar sú frétt barzt, að Bjarni Benediktsson, kona hans og dóttur- sonur hefðu farizt á Þingvöllum var þjóðin harmi lostin. Einkennilegur söknuður greip mig, sem stóð á krossgötum. Maður, sem ég ekki þekkti, nema í gegnum blöð og aðra fjölmiðla, en hafði verið að nálgast stefnu hans og flokk, var allt í einu horfinn af vettvangi. Mér fannst sjálfum, að ég hefði aðeins átt eftir að taka lokaákvörðun, hvar ég ætlaði að standa í stjórnmálum, en sú ákvörðun er eðlilega oft auðveldari ef foringjar flokka eru dæmigerðir fyrir flokkinn og þau mál, sem þeir bera fyrir brjósti, svo sem Bjarni Benediktsson var málsvari frelsis og sjálfstæðis, svo notuð séu tvö orð yfir sama hugtak. Nú var hann skyndilega horfinn af sjónarsviðinu. — Hvað tæki við? — Hver kæmi í staðinn? Ekki átti ég neitt svar. Á útfarardegi Bjarna Benedikts- sonar spyr ég vinnufélaga mína við Skuggasund, hvort þeir ætli að fara niður að Dómkirkju. Þeir gefa því ekki mikinn gaum, finnst mér, svo ég fer einn. Fólk, sem ekki hefur komizt inn í kirkjuna stendur úti og hlýðir á athöfnina. Ég stend á tröppum Æskunnar, og þegar jarðneskar leifar þessa stórmennis eru bornar úr kirkju, finn ég aftur þennan einkennilega söknuð, og ný tilfinning fer um mig, — ég finn til öfundar, — til vina hans, — þeir þekktu hann. Athöfninni er lokið, það er bezt að halda heim. Ég hefi ekki farið langt, þegar byrjar að rigna. Heit og þung rigning. Mér finnst sem einhver sé að gráta. Og ég tek eftir því, að svona rignir ekki oft í Reykjavík. Ég fer út í Lækjargötuna og ætla að taka vagninn sem kemur úr Skerjafirði og gengur í Laugarásinn. En hann kemur ekki. Svo ég hugsa með mér, að það sé bezt að ganga upp á Hverfisgötu gegnt húsi Prentarafélagsins, þá hefi ég báða vagnana í takinu, sem fara í Laugarásinn. Ég tek eftir því, að allir fánar, sem voru í hálfa stöng eru nú komnir að húni. Þegar ég kem að vagnskýlinu gegnt húsi okkar prentaranna, tek ég eftir því, að fáninn þar er enn í hálfa stöng. Ég virði fyrir mér fánana í kring, hjá Þjóðleikhúsinu og á danska sendi- ráðinu, þá er búið að draga að húni, — ég veit, að þáverandi formaður prentarafélagsins, sem gegndi störf- um í þágu prentaranna utan eigin vinnutíma, er ekki enn kominn úr vinnu eða hefir tafizt. Ég geng því yfir götuna og inn í garðinn, leysi flagglínuna og býzt til að draga fánann að húni. En línan er föst. — Sú hugsun flýgur um huga mér, að hér sé einhver að tala við mig. — Ég tek aftur mun fastar í flagglínuna, en hún haggast ekki. Línan hefir þrútnað svo í rigningunni, að hún stendur föst í stangarhúninum. Ég er að hugsa um að gefast upp, en hætti við það. Sleppi fánalínunni, tek hina og vef henni um hægri hendina og leggzt af öllum þunga á línuna og hún mjakast, og að lokum get ég dregið fánann að húni. — Skyndilega er allur efi af mér. Þetta litla verk, hefur haft áhrif á mig. Ég geng frá flagglínunni. Og yfir Hverfisgötuna geng ég Sjálfstæðismaður. „Sannleikurinn er sá herrar mínir, að þar sem maður hefur einu sinni tekið sér stöðu, annaðhvort vegna þess, að hann telur það sjálfur vera rétt, eða til að hlýða skipun, þar á hann að minni hyggju að standa, bjóða hættunni byrginn og setja hvorki dauðann né neitt annað ofar heiðri sínum". (Úr Varnarræðu Sókratesar, í bók Gunnars Dal, bls. 110.) Það var þetta, sem ég átti við, þegar ég sagði að framan, að margt væri líkt með falli stórmenna, fólk er látið finna til teikna, sem það má leggja út af eins og því er vit gefið til. Og í annan stað, ætli það séu margir synir, sem þurfa að stugga við ljósmyndurum, til að eiga stutta stund með fjölskyldu sinni í einrúmi, við hinztu kveðjustund? Ég hugsa ekki. Hver gefur okkur stórmennin? Þegar reistur var minnisvarði um Bjarna Benediktsson, konu hans og dótturson að Þingvöllum, helgaði herra Sigurbjörn Einarsson staðinn, orðsnillingur og trúarleiðtogi, sem ég hefi kallað hér i Morgunblaðinu „Eldbiskup". Honum fórust m.a. svo orð: „Hér var Konungshús, svo kallað eitt sinn. Það var reist á löngu liðnu fagnaðarári, þegar heilsað var göf- ugum höfðingja. En það, sem þjóðin hyllti þá, vitandi vits og óvitandi, var konungshugsjón frelsisins. Og sú hugsjón rættist. Nú blaktir lýðveld- isfáni á Lögbergi. Margir draumar hafa rætzt. Það eigum vér Guði að þakka. Hann hefur gefið oss menn, karla og konur. Farsæld og mann- dáð hefur hann gefið og vakið. Það kom morgunn eftir hverja nótt... ...Vér minnumst á þessum morgni þeirra þriggja, sem hér mættu skapadómi og þjóðin tregar. Héðan í frá er hér hvorki konungs- hús né ráðherrabústaður, heldur minningarmark um mikinn harm og mikla þökk, helgaður reitur, sem kynslóðir, aldir og óbornir, munu ganga um í hljóðri lotningu. Jafnan megum vér muna það, að lífið er valt, lán og gengi brothætt og stökkt. Því meir vegur vor ævi stuttrar stundar, því meir er í húfi um það, að manngildi sé metið í raun á íslandi og að vér sjáum og metum vora mestu menn, mcðan þeirra nýtur við, og að vér heiðrum þá fallna að verðleikum ... „Og megi varðinn og nöfnin þrjú vekja til hljóðrar bænar fyrir íslenzkri fram- tíð og fyrir þeim, sem Guð vors Fjáröflun Hvítabandsins Hvítabandíð mun á sunnudag, 25. júní, efla til fjáröflunar með merkja- sölu. í fréttabréfi frá dr. Tómasi Helgasyni til Mbl. er m.a. vitnað til orða Ólafíu Jóhannsdóttur stofnanda Hvítabandsins á fundi kvenna um háskólamálið fyrir rúmum 80 árum: „Það er eftirtektarvert og lýsir Þroska íslenzkra kvenna, að fyrsta mál sem konur gengust fyrir lítur ekki að sérréttindum beirra heldur albjóðarheill.. i samræmi við þessi orð er því eðlilegt að Hvítabandiö noti kosninga- dag til alþingis til fjáröflunar. Þó að meðlimum Hvítabandsins sé ekki mikið um það gefið að baröar séu bumbur og haft hátt um þau góðverk sem þær vinna, er tilhlýðilegt að geta þess, sem gott er og þakka fórnfúst starf þeirra að ýmsum málum það, sem af er öldinni. Þótt Hvítabandið sé orðið rúmlega 80 ára gamalt, er félagsskapurinn síungur og virkur og meölimirnir fullir áhuga á aö láta gott af sér leiða. í því skyni er safnaö fé með merkjasölu, kaffi- og kökusölu og með því að halda basar meö fatnaö og hannyrðir, sem félagskonur hafa unniö. Árangursins af starfi Hvitabandsins sér víða stað. Má þar sérstaklega tilnefna sjúkrahús það er Hvítabandið reisti á sínum tíma, en þar er nú hiuti af geðdeild Borgarspítalans. Ennfrem- ur má minna á að Hvítabandið í félagi við aðra gaf Reykjavíkurborg með- ferðarheimili fyrir taugaveikluð börn. Auk þess hefur Hvítabandið styrkt einstaklinga, sem átt hafa í ýmsum örðugleikum, m.a. til náms og gefið sjúklingum jólagjafir. Á s.l. ári gaf Hvítabandið Kleppsspítala mjög veg- lega gjöf, myndsegulbandstæki, sem notuð eru þar við kennslu starfsfólks og þjálfun sjúklinga. Hvítabandið hefur frá upphafi byggt á kristilegum grunni og hugsjónum um mannkærleika og hófsemi. í samræmi við það hefur félagsskapurinn lagt áherzlu á að hjálpa bágstöddum, m.a. þeim sem ratað hafa í vanda vegna drykkjusýki eða annarrar nautnasýki. Kjörorö Hvítabandsins er og hefur verið „að hjálpa þar sem þörfin er mest.“ Undir þetta kjörörð ættu allir aö taka á kosningadaginn og sýna þaö í verki með því að kaupa merki Hvítabandsins. Tómas Helgason, prófessor dr. med. Finnbjörn Hjartarson lands felur stór og ábyrgðarmikil hlutverk“. „Ég mun því ekki, herrar mínir, verja mál mitt til að bjarga mér, eins og þið kynnuð að ætla, heldur til að bjarga ykkur' frá að syndga gegn Guðinum með því að dæma mig, sem er gjöf HANS til ykkar". (Úr Varnarræðu Sókratesar, bók G. Dal, bls. 112). í þessum tveim tilvitnunum er enginn efi um það, hver það er sem gefur okkur stórmennin. Og þær falla saman, þó 2500 ár séu milli mannanna, sem vitna um Almættið. „Frelsið er dýrmæt gjöf“ Sá arfur, sem Bjarni Benediktsson eftirlét þjóðinni, ætti, ef allt væri með felldu, að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti. Og þáttur þess arfs, er Almenna bókafélagið gaf út í þrem bindum Lands og lýðveldis, á erindi til þjóðarinnar. Og lýðræðissinnar, sem taka virkan þátt í pólitísku starfi, hvar í flokki sem þeir standa, eiga þar sjóð, sem þeir geta gengið í. En á hinn bóginn, sem að þjóðinni allri snýr, er hætta á, að bókaflokkur sá, eða Land og lýðveldi, verði eins og hver önnur bók í hillu, sem vill gleymast ef ekkert er að gert. Þess vegna þyrftu lýðræðissinnar, sem hafa fengið það hlutverk að verja frelsi og lýðræði þjóðarinnar, að sameinast um að koma riti Bjarna Benediktssonar á framfæri við þjóðina í gegnum skólakerfið og ríkisfjölmiðlana. Því að sá arfur er of dýrmætur, og sá þáttur, sem Bjarni Benediktsson átti í framkvæmd og varðveizlu lýðræðisins, er of stór og dýrmætur til þess að Islendingar geti leitt þau auðævi hjá sér, án þess að eiga á hættu að glata öllu því, sem barizt hefur verið fyrir frá fyrstu tíð frelsisbaráttu þjóðarinnar. Ef frelsið er dýrmæt gjöf, er sú gjöf samofin þeim stórmennum, sem koma frelsinu fram. Mín kynslóð, — kynslóð A’iðreisnarstjórnarinnar. Margir þjóðkunnir menn hafa látið í ljós þá skoðun, að tímabil Viðreisnarstjórnarinnar sé mesta framfaratímabil í sögu þjóðarinnar. Um þetta tímabil ætti mín kynslóð að vera nokkuð dómbær, vegna þess að með því komumst við á legg í atvinnulegu tilliti, eða gengum út í lífið úr foreldrahúsum. Við höfum því góðan samanburð við næstu kynslóð-á undan, eða foreldra okkar. Eftir langa baráttu við að heimta frelsið úr höndum Dana, og á árunum eftir stríð, vildi nokkur bið verða á að frelsinu væri komið á. Því að eftir vildu sitja ýmsar kvaðir og höft, sem erfitt virtist vera að ryðja úr vegi. Enda trúðu sumir íslending- ar því, að hagkvæmt væri að halda í einhvern hluta haftanna, en þau sjónarmið voru , oft hreinir eigin- hagsmunir fámennra klíkna. Fátt gerðist í þessum malum fyrr en Viðreisnarstjórnin tók við völd- um, að forustumenn hennar, sem hertir voru í frelsisbaráttunni, ákváðu að gera frelsið virkt, svo landsfólkinu gæfist kostur á að njóta þess, Og sanna um leið yfirburði frelsisins, til hagsældar og framfara. Og þegar um þessa tíma er hugsað í alvöru, er enginn vafi á því að tími Viðreisnarinnar er mesta framfara- tímabil í sögu þjóðarinnar. Og það frelsi, sem þá varð virkt, er auðvitað enn aðalhvati velmegunar á Islandi. Það væri freistandi að gera andstöðunni gegn stefnumótun Við- reisnarinnar einhver skil, en það verður að bíða. Eins því tímabili, eða tíma vinstri stjórnarinnar síðustu, sem kom öllu í kalda kol verðbólg- unnar. En á þá óþjóðhollu starfsemi ætti varla að þurfa að minna i bráð. Þá var vegið að frelsinu. Ekki af Dönum eða öðrum útlendingum, heldur misvitrum stjórnmálamönn- um og öflum, sem ætla að ganga að frelsinu dauðu og ómerku. Velmegunarvandi. Enn sem fyrr, er Sjálfstæðisflokk- urinn það afl, sem ber frelsið helzt fyrir brjósti í pólitískri baráttu á Islandi. Aðrir flokkar koma þar ekki nærri með viðlíka krafti. Sjálf- stæðisflokkurinn er það akkeri, sem er tengt frelsi þjóðarinnar órjúfan- legri keðju manna eins og Bjarna Benediktssyni, eins mesta stórmenn- is, sem þjóðin hefur eignast. Það er því sárt að sjá ýmsa menn innan flokksins, sem jafnvel ganga frá verki, gefandi sér aðrar og þoku- kenndar forsendur hagsældar og framfara. En það er máske rangsnú- inn velmegunarvandi, sem óþarft er að fjalla um, svo smátt sem það er í raun. Á sömu sveif leggjast þeir menn sem hafa gleymt því, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur aldrei verið í meirihluta á Alþingi og að barátta hans hefur oft á tíðum verið varnarbaráttta. Að lokum, tii minnar kynslóðar. I grein, mjög góðri, sem vinur og samstarfsmaður Bjarna Benedikts- ' sonar, Jóhann Hafstein, ritar í Andvara og hefur verið sérprentuð, segir hann í upphafi frá foreldrum Bjarna og systkinum og heimili þeirra. Hann segir síðan: „Ekki kann ég frá neinum stórmerkjum að greina í sambandi við fæðingu sveinsins, en þennan dag hófst æviferill eins merkasta Islendings á þessari öld“. Það var 30. apríl 1908. I grein, sem biskupinn yfir Islandi birtir í bók sinni Helgar og hátíðir, og nefnir „Þetta hefur þú fengið að sjá“, og er inngangur að fyrirbæn vegna gossins í Vestmannaeyjum, segir hann á einum stað: „Fjöll hafa gosið til og frá í sögunni. Náttúru- viðburðir hafa tvær hliðar, svo fremi að þeir verði mannleg reynsla. Annars vegar er viðburðurinn í sjálfum sér. Hins vegar eru áhrifin, sem hann hefur á þá, sem mæta honum. Og þá á ég fyrst og fremst við hin innri áhrif". Það var á þann veg, sem ég vildi meina, er ég sagði frá því að framan, þegar ég stóð við félagsheimili okkar prentaranna, reyndi að koma fánan- um að hún, það litla verk vitjar oft í hugann, t.d. er ég var að koma þessari grein á blað, og hvatti mig sífellt. Og hvötin að þessari grein er kannski í upphafi þar, í því smá- verki, sem ég vil mjög gjarnan gefa minni kynslóð þátt í með mér, og öllum sem vilja setja Island, frelsi landsins og þjóðarinnar ofar öllu, eins og Bjarni Benediktsson vann að „Lýðveldi á íslandi". Jóhann Hafstein segist ekki vita af neinum teiknum í sambandi við fæðingu Bjarna Benediktssonar, en þá blasir fráfall hans við, sem er stórmerki, og einnig hin smærri, eins og því sem ég hefi sagt frá. Eða, eins og Sigurbjörn Einarsson, biskup segir á öðrum stað: „Guð vitjar vor með mörgu móti. Vér erum alltaf að þiggja úr hendi hans. Þiggja lífið og allar lífsins gjafir. Hvað á ég að gjalda?" Standum langar mig til að yrkja, en get ekki. Og þar sem ég hefi vitnað í bækur ágætra höfunda, með þakklæti til þeirra, læt ég ljóðskáld- ið Kolbein Tumason yrkja í minn stað. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit ég á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn þú ert Drottinn minn. Guð, heit ég á þig að græða mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, holds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, mildingur mín, mest þurfum þín helzt hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. Nautakjöt á gamla verðinu * i miklu úrvali. Kjúklingar 1590 kr. kílóið. Unghænur 1090 kr. kílóið. Allt dilkakjöt á gamla verðinu. Vörðufell. •\ vV Þverbrekku 8, Kópavogi, sími 42040 —44140.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.