Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Birgir ísl. Gunnarsson: Reykjavík og Róm—einuhöfuðboigir Evrópu sem lúta stjóm kommúnista í lýðræðisþjóðfélagi eru sér- hverjar kosningar þær örlaga- ríkustu, sem haldnar hafa verið. Þetta er ekkert slagorð stjórn- málamanna, heldur staðreynd, sem byggist á því, að ávallt sækja að hverju þjóðfélagi öfl, sem vilja það feigt. Öfl sem vilja bylta og kasta þekktum verð- mætum út í yztu myrkur, en byggj a síðan eitthvað upp í staðinn, sem ekki er til nema í hugskoti einhverra einstaklinga eða í bókum sérvitringa. Allar kosningar snúast því um það, hvern styrk þau fái þessi öfl, sem leikast á í þjóðfélaginu. I sveitastjórnarkosningum og þá einkum í borgarstjórnar- kosningunum í Reykjavík fengu menn glöggt dæmi um það, hvernig hið pólitíska veður getur skipast á einni nóttu. Við Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gerðum okkur ávallt grein fyrir því, að meirihluti okkar kynni að tapast og aðrir að taka við stjórn borgarinnar. Nú hefur það hinsvegar gerzt með þeim hætti, að kommúnistar hafa verið leiddir til forystu í hinni nýju stjórn — og er Reykjavík því nú komin á sama stig og Rómaborg, en þessar tvær borg- ir eru nú einu höfuðborgirnar í Vestur-Evrópu, sem lúta stjórn kommúnista. Það eitt vekur áhyggjur, að unnt sé að nefna þessar tvær borgir í sömu andrá að þessu leyti, því að allir vita hverskyns upplausn og vitleysa ríkir í Rómaborg og á Ítalíu stendur lýðræðið völtum fótum. Þessi úrslit hér og það hvern- ig málin hafa skipast í borgar- stjórn eftir kosningar hafa gjörbreytt hinni pólitísku bar- áttu í landinu. Baráttan hefur færzt á það svið, að nú er kosið um meginstefnur. Ég minnist þess ekki síðan ég fór að hafa afskipti af stjórnmálum, að skilin í pólitíkinni hafL verið jafn skörp og nú né andstæðurn- ar jafn miklar. Við Sjálfstæðis- menn höfum orðað þetta með setningunni: Sjálfstæði gegn sósíalism'a. A einni nóttu breyttist stjórn- málabaráttan í það horf, að nú er ekki lengur verið að kjósa um það, hvort ríkisstjórnin hafi verið góð eða slæm. Það er heldur ekki verið að kjósa um það, hvort einhver „ný andlit" óreyndra málskrafsmanna hafi dúkkað upp í Alþýðuflokknum. Það er heldur ekki kosið um gylliboð Alþýðubandalags og Alþýðuflokks um bætt kjör eftir kosningar. Þau loforð verða svikin eins og gert var í borgarstjórn. Baráttan er komin á það alvarlegasta stig, sem stjórnmálabarátta nokkru sinni getur komizt á. Baráttan er um það hvort hér verði komið á sósíalísku þjóð- skipulagi eða ekki. Framtíð íslands og öryggi íslendinga er í veði. Sjálfstæðisflokkurinn er eina aflið í íslenzkum stjórnmálum, sem getur komið í veg fyrir að því verði ógnað. Hann er eini flokkurinn, sem hefur skýra stefnu í utanríkis- og varnar- málum og er eini flokkurinn, sem getur komið í veg fyrir að Alþýðubandalagið taki sams- konar forystu í ríkisstjórn og það hefur nú tekið í borgar- stjórn. Víðsvegar um Evrópu í dag eru borgirnar Reykjavík og Róm nefndar í sömu andrá á sama hátt og ríkin Kúba, Angóla og Sovétríkin tengjast saman í hugurn fólks. Þessar kosningar snúast um það, hvort ísland og íslendingar láti hrekjast af leið hins borgaralega lýðræðis og fylli í framtíðinni fiokk þeirra þjóða, sem ofangreindu ríkin þrjú eru fulltrúar fyrir. Vilja menn spor í þessa átt? „Sjálfstæóisflokkurinn vill að hér á landi fái áfram að Þróast frjálst menningarlíf," sagði Ragnhildur Helgadóttir al- pingísmaöur á útifundi sjálf- stæöismanna á Lækjartorgi síöastliöinn fimmtudag. „Betra og bjartara líf, en vera mundi ef Sjálfstæöisflokkurinn missti völdin. Ég sagöi frjálst menn- ingarlíf." Síðan sagöi Ragnhildur: „Fyr- ir nokkrum dögum voru hund- ruö Reykvíkinga viðstaddir, Þegar tveir heimsfrægir snill- ingar á sviði tónlistar stóöu hlið við hliö á sviöi Laugardalshall- arinnar. Það voru Þeir Vladimir Ashkenazy og sellósnillingur- inn Rostropovitch. Þessir menn fengu ekki pláss fyrir listina ( sínu eigin landi. Þeir njóta sín ekki í sínu eigin landi vegna Þess, aó höft eru lögö á list Þeirra. Slíkt er Það ástand er bíður Þjóða, sem kalla yfir sig Það kenningakerfi, sem Al- Þýðubandalagið starfar eftir. AlÞýðubandalagið starfar eftir úreltu kenningakerfi, sem varð til viö útlendar og allt aðrar aðstæður en hér eru og á annarri öld. Og Þetta kenninga- kerfi miöast fyrst og fremst við peninga og aftur peninga. En Sjálfstæðisflokkurinn hefður Þjóölega stefnu, er setur mann- inn sjálfan í öndvegi. Sjálf- stæðismenn vilja sjálfstætt líf, sjálfstætt fjölskyldulíf, sjálf- stætt atvinnulíf og sjálfstætt Þjóölíf.“ Ljóst er, að atkvæði greitt Framhald á bls. 18 Snillingarnir Rostropovitch og Ashkenazy á sviði Laugardalshallarinnar á Listahátíö 1978. Myndin er tekin á æfingu. — Ljósm.: ÓI.K.M. Sigurðsson: Margir stuðningsmenn Eggerts G. Þorsteinssonar hafa heitið mér stuðningi — vegna vinnuhragða í prófkjöri Alþýðuflokksins er Eggert var felldur Pétur Sigurðsson, alþing- ismaður, sem skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að hann hefði gert sér grein fyrir því, þegar á síðasta ári, að ýmis vandamál væru ofarlega á baugi, sem mundu valda Sjálfstæðisflokknum erfið- leikum í .þessum þingkosn- ingum. Ég lít ekki á þetta sem kosningar um menn heldur um stefnur, um stefnu Sjálfstæðisflokksins eða vinstri flokkanna. Það sem hefur vakið athygli mína í kosningabaráttunni er í fyrsta lagi, að Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag virðast hafa ótakmörkuð fjárráð, svo mikil að rann- sóknarblaðamenn hafa ærið að starfa til að finna út hvaðan það fé kemur. Skinhelgin í þessari bar- áttu t.d. hjá Alþýðuflokkn- um, þegar þeir telja sig afnema „persónunjósnir" með því að hafa ekki menn í kjördeildum hér í Reykja- vík en hins vegar annars staðar á landinu, er öllum ljós. Þeir Alþýðuflokks- menn utan Reykjavíkur eru því stimplaðir af forystu Alþýðuflokksins hér sem „persónunjósnarar." Þetta er enn hlálegra, þegar haft er í huga, að þeir eru með ýmsar skrár undir höndum, sem þeir vinna eftir, nemendaskrár úr skólum, ýmsar félagaskrár, sínar eigin merktu prófkjörs- skrár og skrár annarra flokka, sem þeim bárust í hendur með pólitískum málaliðum, sem m.a. voru fengnir til að fella Eggert G. Þorsteinsson út af fram- boðslistanum. — Hvað gera stuðnings- menn Eggerts G. Þor- steinssonar í þessum kosn- ingum? — Ég hef sannreynt það, og við mig hafa talað nokkrir þeirra og heitið mér stuðningi í þessum kosningum, fyrst og fremst vegna óanægju yfir þeim vinnubrögðum, sem Eggert var beittur í prófkjöri Alþýðuflokksins. — Hvernig telur þú stöðuna í kosningunum? — Það er ekki lengur kosið um einstaka menn, segir Pétur Sigurðsson heldur stjórnmálastefnu sósíalista annars vegar og frjálslynda víðsýna og ábyrga stefnu Sjálfstæðis- flokksins hins vegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.