Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 1
133. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Birgir ísleifur Gunnarsson: Reykjavík og Róm — einu höf- uðborgir Evrópu sem hita stjórn í*/iffl m wjr w% fn//| Nú er barizt um meginstefnur í landsmálum: §X iJffttttttft ÍO tit sjálfstæði gegn sósíalisma. Sjá grein á bls. 2. *! Í&4 Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Sjálfstæði - sósíalismi Frjálshyggja-frelsisskerðing MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gœr til Geirs Hallgrímssonar, forsœtisráðherra, og leitaöi umsagnar hans um kosningabaráttuna og horfur í kosningunum til Alþingis, semframfara 'i dag. Fyrsta spurningin, sem beint var til forsætisráðherra, var sú, hvað hann teldi helzt hafa einkennt þessa kosningabaráttu. — Það er enginn vafi á því, sagði Geir Hallgrímsson, að Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur hafa kosið að heyja kosningabaráttuna víðs fjarri staðreyndum og vandamálum þeim, sem við okkur blasa. Þeir hafa með skrumi og yfirboðum lagt mikla áherzlu á kjaramálin og talið fólki trú um, að kaupgjald skipti ekki máli í tilkostnaði atvinnuvega. Kosn- ingaloforð þeirra í kjaramálum höfðu áhrif fyrir sveitarstjórna- kosningar en eftir svik vinstri meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hafa menn gert sér grein fyrir, að efnahagsaðgerðir voru nauðsynlegar, að fjárhags- geta sameiginlegra sjóða stend- ur ekki undir þeim kauphækk- unum í krónutölu, sem að var stefnt, nema með verulega aukinni skattheimtu og því síður var um það að ræða, að útflutningsatvinnuvegir gætu tekið á sig aukinn kostnað miðað við óbreytt útflutnings- verð, svo að stöðvun þeirra blasti við. Hér er því einkar skýrt kosið um það, hvort menn vilja atvinnuöryggi eða atvinnuleysi, tryggingu kaupmáttar, þess mesta, sem við höfum nokkurn tíma notið, eða fleiri og verð- minni krónur þar til darraðar- dans væri lokið með stöðvun atvinnuvega. Allir eru sammála um þessar illu afleiðingar verðbólgunnar. Spurningin nú er sú, hvort nægilega margir kjósendur fylgja þeirri sannfæringu sinni eftir í verki og staðfesta ásetn- ing sinn um að vinna gegn verðbólgunni með kjörseðlinum og kjósa þann flokk, sem segir fólki sattt og rétt fyrir kosningar og lofar ekki meiru en unnt er að efna. Ég hef verið gagnrýndur fyrir það af andstæðingum, að segja nu í kosningabaráttunni, að ekki sé unnt að auka kaupmátt. Þetta er staðreynd og verkefnið er fyrst og fremst að vernda hann og einkum og sér í lagi kjör hinna lægstlaunuðu og elli- og örorkulífeyrisþega. Núverandi ríkisstjórn hefur þrátt fyrir litlar undirtektir og jafnvel andstöðu kommúnista og Al- þýðuflokksmanna í verkalýðs- hreyfingunni fylgt fram meiri launajöfnun en áður hefur tekizt. — Hvað er í húfi í þcssum kosningum? — Fyrst og fremst getur sjálfstæði okkar og öryggi verið í húfi. Það er kosið um vinstri stjórn eða sjálfstæðismenn í stjórn. Vinstri stjórnir 1956—1958 og 1971—1974 ásettu sér að varnarviðbúnaður skyldi enginn vera í landinu og aðild okkar að Atlantshafsbandalag- inu var með hálfum hug stjórn- valda, svo að ekki sé meira sagt. Ef vinstri stjórn heldur aftur innreið sína í landið hefur það í för með sér varnarlaust land. Það skiptir mestu tnáli, að varðveita sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar út á við og inn á við. Víxlspor í efnahagsmálum má leiðrétta, ef við erum okkar Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.