Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 17 Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Hvað er framundan? Engir stjórnmálaflokk- anna gengur til þessara kosninga með ákveðnu fyrirheiti um það með hverjum hann ætli að mynda ríkisstjórn að kosningum loknum. Engu að síður er valið skýrt milli Sjálfstæðismanna í stjórn eða vinstri stjórn- ar. Síst af öllu þarf þjóðin á því að halda um þessar mundir, að hatrammar deilur rísi um utanríkis- stefnu hennar. Það mun gerast, verði mynduð vinstri stjórn. I stað þess er íslendingum nauðsyn- legt að einbeita kröftun- um að því, á sviði utan- ríkismála, að afla sem bestfa markaða fyrir ís- lenskar afurðir erlendis og treysta hag og öryggi þjóðarinnar með öllum tiltækum ráðum. Athygli þarf að beinast að öðru en yfirboðum og sýndarmennsku á sviði efnahagsmála. Kapp- hlaup vinstri flokkanna eftir ímynduðum vin- sældum hefur tvisvar sinnum leitt til efnahags- öngþveitis. Við þurfum á öðru að halda nú sem endranær. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram stefnu- skrá sína. Á grundvelli ráðstafana, sem tryggja öryggi, sjálfstæði og auð- lindir þjóðarinnar, mun flokkurinn takast á við efnahagsmálin. Á þeim vettvangi er mikið starf óunnið. Fullnaðarsigur á verðbólgunni verður að vinnast. Þeir kjósendur, sem telja nauðsynlegt, að meiri festa ríki í stjórnarstefnu, kasta at- kvæði sínu á glæ með því að leggja vinstri flokkun- um lið. Á vinstri væng stjórnmálanna eru fjórir flokkar, sem eitthvað kveður að og enn aðrir minni. Sjálfstæðisflokk- urinn á fylgi með öllum stéttum og í öllum lands- hlutum. Hann hefur með stefnumótun sinni leitast við að sætta ólíka hags- muni. Flokkurinn er eina stjórnmálaaflið, sem get- ur komið á þjóðarsátt, en hún er forsenda árangurs gegn verðbólgu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki aðeins að markmiði að sætta þjóð- ina í einhuga sókn eftir efnalegum gæðum, sem byggjast á raunveruleg- um verðmætum. Flokk- urinn hefur sett fram djarfhuga áætlun um að sameina þjóðina með lagningu varanlegra vega — betri skerf til byggða- stefnu er ekki unnt að finna. Flokkurinn vill skipa mennta- og menn- ingarmálum nýjan sess. Hann vill að einstakling- urinn fái tækifæri til að njóta hæfileika sinna og hljóti til þess hvatningu og stuðning opinberra aðila, en lúti ekki forsjá þeirra í einu og öllu. Með þeirri umbyltingu í líf- eyriskerfinu, sem þegar er hafin, er unnið að því að bæta frekar hag þeirra, sem skilað hafa þjóðfélaginu löngu dags- verki. Sá einstaklingur, sem gætir ekki eigin fjárhags og kann sér ekki hóf, verður undir í samkeppn- inni og fyllist ólund og öfund. Sama regla gildir um þjóðir. Þær dragast aftur úr og glata virð- ingu, ef þær geta ekki sameinast um lausn eigin mála. Þessi hætta blasir við Islendinum, ef vinstri flokkunum verður falin forsjá þeirra. Meðal fyrstu aðgerða vinstrí stjórnar yrði að reyna að draga úr tengslum lands- manna við önnur lönd, minnka innflutning með höftum og koma í veg fyrir ferðir til útlanda með skömmtunum. Fyrstu skrefin til ofríkis- stjórnar sósíalismans yrðu stigin undir yfir- skyni nauðsynlegra bjargráða. Þau mundu bera einkenni þess, sem aðrir undir- samskonar stjórnum hafa kynnst. Frelsisskerðingin yrði í áföngum, en hún væri óhjákvæmileg. Málsvarar Alþýðu- bandalagsins, sem væntanlega verður for- ystuflokkur í nýrri vinstri stjórn, hafa lýst því yfir, að nauðsynlegt væri að taka upp sósíalistiska búskapar- hætti en hvarvetna, sem það hefur verið gert, hefur frelsisskerðing fylgt- Valið stendur um frjálshyggju Sjálfstæðis- stefnunnar eða ríkis- forsjá sósíalismans. Varnir landsins I þessum kosningum er líka tekizt á um stefnu okkar í utanríkis- og öryggismálum. Sjálf- stæðisflokkurinn er eini flokkur- inn, sem staðið hefur vörð um þá stefnu í öryggismálum, sem vel hefur gefizt þjóðinni í meira en aldarfjórðung. Þjóðarviljinn í þessum efnum kom skýrt fram í undirskriftasöfnun Varins lands veturinn 1974, er 55 þúsund íslendinga skrifuðu undir áskorun um, að öryggi landsins yrði áfram tryggt með varnarsamningi við Bandaríkin og aðild að Atl- antshafsbandalaginu. Enginn íslendmgur vill, að er- lendur her verði lengur í landinu en nauðsyn krefur En við getum ekki lokað augunum fyrir því.sem er að gerast í kringum okkur. Við getum ekki lokað augunum fyrir vaxandi umsvifum Sovétríkjanna á hafinu í kringum ísland. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að frændur okkar á Norður- löndum liggja undir vaxandi þrýstingi frá hinu sovézka stór- veldi. Við verðum að horfast í augu við það, að um leið og við njótum ekki lengur þess öryggis, sem felst í varnarsamningi okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu mun rússneski björninn berja að dyr- um. Það er ábyrgðarhluti fyrir hvern einasta íslending, að horfa framhjá þessum veruleika. Viðhorfin í alþjóðamálum eru tvísýnni en þau hafa lengi verið. Margir telja, að nýtt kalt stríð sé að skella á vegna útþenslustefnu og hernaðarumsvifa Sovétríkj- anna í Afríku. Sovétmenn voru stöðvaðir í Evrópu fyrir bráðum þrjátíu árum með stofnun Atl- antshafsbandalagsins. Síðan hafa þeir aukið umsvif sín í Asíu og alveg sérstaklega Afríku. Það eru hernaðarumsvif þeirra í Afríku, sem nú valda mestum áhyggjum. Heiniurinn í dag er lítill. Það, sem gerist í Afríku, hefur áhrif á okkur hér á íslandi. Vinstri stjórn mundi gera til- raun til þess enn einu sinni að koma varnarliðinu á brott. Al- þýðubandalagið hefur lýst því yfir, að það mundi gera það að megin- kröfu við myndun ríkisstjórnar, að varnarliðið hverfi á brott. Fram- sóknarflokkurinn hefur tvívegis látið undan þeirri kröfu. Alþýðu- flokkurinn hefur látið undan þeirri kröfu. Eini stjórnmálaflokk- urinn, sem jafnan hefur staðið traustan vörð um þennan horn- stein íslenzks sjálfstæðis, er Sjálf- stæðisflokkurinn. Hann er eini flokkurinn, sem hægt er að treysta í þessum efnum. Um það þurfa kjósendur að hugsa um þessa helgi. Vinstri stjórn þýðir varnar- laust land. Ríkisstjórn með þátt- töku Sjálfstæðisflokksins þýðir, að varnir landsins verði áfram tryggðar. Vísitöluskerðing vinstri flokka Eins og á öðrum sviðum hafa línur skýrzt í kjaramálum í þessari kosningabaráttu. Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur hafa í allan vetur og vor haldið fram kröfunni um „samningana í gildi". Þessir flokkar hafa krafizt þess, að fullar vísitölubætur verði greiddar á laun. Ríkisstjórnin tók þá afstöðu, að yrði ekkert að gert mundi atvinnulífið stöðvast og atvinnuleysi skella á. Þess vegna setti ríkisstjórnin febrúarlögin svonefndu enda þótt henni væri fullkomlega ljóst, að það yrði óvinsæl ráðstöfun meðal almenn- ings. En ríkisstjórnir eru til þess að axla óvinsældir ef nauðsyn krefur. Núverandi ríkisstjórnin hefur sýnt, að hún hefur þrek til þess. í því felst mikill styrkur. Flokkarnir, sem krafizt hafa fullra vísitölubóta á laun, hafa tekið völdin í Reykjavík. Eftir að þeir tóku við ákváðu þeir að greiða starfsmönnum Reykjavíkurborgar 30% af vísitöluskerðingunni. Þeir skiluðu aftur 300 milljónum af 1050 milljónum, sem vísitöluskerð- ingin þýddi. Þeir gáfu þá skýringu, að það væru ekki til peningar. Það er alveg rétt. í þessu þjóðfélagi eru ekki til peningar til þess að greiða fullar vísitölubætur. Þeir peningar eru hvorki til í sveitarfélögum eða hjá atvinnufyrirtækjum. I Síldar- vinnslunni á Neskaupsstað, sem Lúðvík Jósepsson stjórnar, eru ekki greiddar vísitölubætur á laun. Þar eru greidd laun skv. lögum ríkisstjórnarinnar. Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur hafa verið staðnir að einhverjum mestu blekkingum, sem hafðar hafa verið í frammi í íslenzkum stjórnmálum um langt skeið. Þeir lofa fullum vísitölubót- um en greiða 30%. Þessi staðreynd ætti að duga til þess að sannfæra launþega um, að ekkert mark er takandi á stóryrðum forystu- manna þessara flokka um samn- ingana í gildi. Þeir geta ekki staðið við þau loforð. Það sýnir reynslan í Reykjavík, Akureyri, Kópavogi og víðar. Um leið felst í þessu viðurkenning af þeirra hálfu á réttmæti aðgerða ríkisstjórnar- innar frá því í vetur. Hvað er framundan? Enginn veit hvað upp úr at- kvæðakössunum kemur. En öllum má hins vegar vera ljóst, að mikill vandi blasir við í íslenzku atvinnu- lífi á næstu mánuðum. Þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í febrúar er kostnaðarauki atvinnu- veganna svo mikill, að þeir geta ekki undir honum staðið, þótt verðlag sé hátt á afurðum okkar erlendis. Við þennan vanda verður að fást að kosningum loknum. Stjórnmálaflokkar, sem lofa kjós- endum því að greiða fullar vísi- tölubætur að kosningum loknum, eru ekki færir um að leysa þennan vanda. Með slíkum aðgerðum mundi hann margfaldast. Þetta vita foringjar þessara flokka. Þess vegna munu þeir ekki standa við þau loforð að kosningum loknum, alveg eins og þeir sviku þau í Reykjavík eftir að þeir höfðu náð völdum. Það eru óvissutímar framundan. Á slíkum tímum þarf íslenzka þjóðin á þeirri kjölfestu að halda, sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Kjósendur eru vafalaust margir hverjir óánægðir með sitthvað í störfum núverandi ríkisstjórnar og Sjálfstæðisflokksins. Það er skiljanlegt. Illa hefur gengið að fást við verðbólguna, sem leikur marga grátt. En það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Það var auðveldari leikur fyrir vinstri flokkana að magna þessa verð- bólgu á þjóðina en það er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að kveða hana niður. Það eru erfiðleikar framundan en kjósendur geta treyst því, að það verður tekizt á við þá, ef þeir sýna Sjálfstæðisflokknum traust á ný. Ef ekki geta váleg tíðindi verið framundan í málefnum íslenzku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.