Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Innganga íslands í EFTA1970 varð forsenda þess að toll- fríðindi fengust í V-Evrópu ÁBERANDI er írá því er bókun 6 tók KÍldi. en hún fjallar um niðurfellingu tolla á íslenzkum sjávarafurðum. sem seld eru til Efnahagsbandalags Evrópu. að talsverð aukning hefur orðið á sölu frystra fiaka ok frystrar rækju til Efnahags- handalagslandanna. Sem dæmi má nefna að áður en bókun B tók gildi. á miðju ári 1976, voru á árinu 1975 flutt út 2.643 tonn af frystum flökum. en á árinu 1977 hafði magnið aukizt í 7.136 tonn. Fryst rækja, sem flutt var út 1975, var 330 tonn, en á árinu 1977 til Efnahags; bandalagslandanna 754 tonn. I þessu sambandi má benda á að ekki er aðeins um að ræða þessa aukningu í sölu. heldur skiptir einnig meginmáli, að vegna niðurfellingar á tolli, hefur fcngizt hagstæðara verð fyrir þessar vörur. Árið 1970 gekk ísland í EFTA og tveimur árum síðar tókst EFTA-löndunum að ná fríverzl- unarsamningi við Efnahags- bandalagið. Aðild íslands að EFTA opnaði möguleika á frí- verzlunarsamningum íslands við þann háþróaða Evrópumark- að, sem Efnahagsbandalags- löndin eru. Rétt um það leyti er ísland var orðinn fullgildur aðili að EFTA bauð Efnahagsbanda- lagið þremur EFTA-ríkjum að- ild að EBE, Bretlandi, Dan- mörku og Noregi. Um leið og EBE bauð þessum þremur ríkj- um upp á samninga um inn- göngu bauð það öðrum EFTA-löndum upp á fríverzlun- arsamninga, er næðu til allra landa EBE. Aðildin að EFTA opnaði því leiðina til samninga við EBE, en án hennar hefði bandalagið ekki verið til við- ræðna við ísland og hefðu þá tollmúrar hins stækkaða Efna- hagsbandalags valdið íslenzkum útflutningi ófyrirsjáanlegum erfiðleikum. En í samningum við Efna- hagsbandalagið hafði Island sérstöðu. Hagsmunir þess voru ekki fyrst og fremst bundnir við fríverzlun með iðnaðarvörur, sem var grundvöllur samninga EFTA-landanna og EBE, heldur um fríverzlun með sjávarafurð- ir. Um leið átti ísland í alvar- legri deilu við tvö stórveldi innan Efnahagsbandalagsins. Þrátt fyrir það tókst að ná samningum við bandalagið og sitja nú Islendingar uppi með 200 mílna fiskveiðilögsögu og fríverzlunarsamning við hinn mikilvæga markað í Evrópu. Einn veigamesti hluti samn- ings Islands við Efnahágs- bandalagið var bókun 6, sem áður er getið og fjallaði ein- göngu um sjávarafurðir og komst hún ekki til fram- kvæmda, fyrr en sættir höfðu tekizt með Islendingum og Bretum og Þjóðverjum í fisk- veiðideilu landanna. Oslóar- samningurinn var gerður í júní 1976, en gildistaka bókunar 6 varð 1. júlí 1976. Tollfrelsi fyrir íslenzkar afurðir hefur ekki gilt nema í tæpt eitt ár, þar sem tollar á iðnaðarvörum til Efna- hagsbandalagslandanna voru afnumdir í 5 áföngum frá 1. apríl 1973 til 1. júlí 1977. Hins vegar fengu íslendingar lengri aðlögunartíma til að afnema verndartolla á innfluttum vörum frá Efnahagsbandalags- löndunum og EFTA-löndum eða Frá undirritun samninganna í Ósló 2. júní 1976. Einar Ágústsson utanríkisráðherra tekur í hönd hins brezka starfsbróur síns, Anthony Crosiands. Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, horfir á. _ Ljósm.i AP. Útflutningur íslendinga til EBE og EFTA hefur stóraukist í magni og verðmæti Frá átökunum á miðunum. Brezka freigátan Andromeda siglir í veg fyrir varðskipið Þór. til 1. janúar 1980. Er það þó aðeins fyrir brot af innflutn- ingnum eða innan við 20%. Sem dæmi má nefna og það hefur komið fram í fréttum að útflutningur á freðfiski til Bretlands og meginlands Evrópu jókst á einu ári um 170%. Þessi aukning er fyrst og fremst því að þakka að Islend- ingar losna við 15% toll á þessum fiski. Fyrstu 5 til 6 mánuðina í fyrra voru framleidd um 1.000 tonn af fiskflökum á Evrópumarkað, en nú hafa verið framleidd 4.000 tonn. Þetta sýnir að stórkostleg aukning hefur verið á mikilvægi Vest- ur-Evrópumarkaðar við þessa fríverzlunarsamninga, sem ís- lendingar hafa gert við fyrst EFTA og síðan Efnahagsbanda- lagið. Fyrir álframleiðsluna hefur Efnahagsbandalagsmarkaðurinn mikla þýðingu og þangað hafa 75% framleiðslunnar verið seld. Fríverzlunarsamningurinn við Efnahagsbandalagið hefur haft í för með sér að tollur á áli, sem var 7%, er nú kominn niður í 2,8% og fellur að fullu niður hinn 1. janúar 1980. Þá myndar fríverzlunarsamningurinn og grundvöll að rekstri járnblendi- Kortið sýnir Efnahagsbandalag Evrópu, hinn mikla markað, sem opinn er fslendingum án tolla og ennfremur EFTA-löndin, sem einnig eru opin íslendingum án tolla. verksmiðju, þar sem ytri tollur bandalagsins er 10%. Útflutningur iðnaðarvara frá íslandi nam á árinu 1977 og eru þá sjávarafurðir ekki taldar með 22.345 milljónum króna og hafði frá árinu áður aukizt úr 17.586,4 milljónum króna eða um 27%. Af þessu var ál og álmelmi 77.266 tonn á 14.933,1 milljón króna, en hafði verið árið áður 79.078 tonn á 12.402 milljónir króna. Verðmæta- aukning, þrátt fyrir samdrátt í magni, nam því um 20%. Útflutningur ullarfatnaðar var lítill til EFTA- og EBE- landa fram til ársins 1972, en síðustu fimm árin hefur hann aukizt mjög og numið 30 til 40% af útflutningi alls prjónafatnað- ar. Tollar af þessum vörum eru yfirleitt háir í EFTA- og EBE-löndum, svo að niðurfell- ing þeirra skiptir miklu máli fyrir þessar iðnaðargreinar. Ef einungis er litið til ullarvörunn- ar kemur í ljós að árið 1977 var verðmæti útflutnings ullarvara 3.441 milljón króna miðað við 2.050 milljónir króna árið áður. Útflutt magn var 882 tonn árið 1976, en var komið upp í 1.147 tonn árið 1977. Magnaukning er um 30% en verðmætisaukning á sama tíma er 67%. Magnaukn- ing tilbúins fatnaðar varð 53% en verðmætisaukning 83%. Eins og áður segir er sá dagur, sem íslenzkir útflytjendur öðl- uðust algjör tollfríðindi á einum stærsta og þróaðasta markaði heims þegar runninn upp, 1. júlí 1977. I árskýrslu Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins fyrir árið 1977 segir um þessi mál: „Viðskipti við þessi svæði hafa stóraukizt frá því að samningar voru gerðir og hefur útflutningur aukizt hlutfalls- lega meira en innflutningur. Þó ber að minnast þess, að við- skiptajöfnuður okkar við þessi svæði er ennþá mjög óhagstæð- ur. Ef litið er örlítið nánar á útflutningshliðina, var hlutdeild íslenzks iðnvarnings árið 1969, sem fór til þessara svæða 29%, en var komin upp í 81% árið 1976. Af tölunni fyrir árið 1976 sést, að þessi svæði eru lang mikilvægust fyrir íslenzkar iðn- aðarvörur og tollar til annarra svæða skipta ekki eins miklu máli. Næst mikilvægasta svæðið árið 1976 var Austur-Evrópa með 15% og í þriðja sæti Bandaríkin með 12%. Þegar upp er staðið og meta á hver niðurstaðan sé af aðild Islands í þessum bandalögum er margra sjónarmiða að gæta. Vegna tollalækkananna missir ríkissjóður af verulegum toll- tekjum. Lækkun tolla hefur haft áhrif á samkeppnisaðstöðu ís- lenzkra fyrirtækja. Breyting á vöruskiptajöfnuði við þessi svæði hlýtur einnig að vera þýðingarmikill liður og fleira er til umhugsunar. Þó svo að tölur gefi til kynna að tollalækkanir og tollfríðindi í löndum EBE og EFTA hafi komið íslenzkum iðnaði verulega til góða, þá má alltaf velta fyrir sér þeirri spurningu, hvort við höfum notfært okkur til fullnustu þau tækifæri, sem fyrir hendi eru. Gildir það jafnt um notkun aðlögunartímans heima fyrir svo og um sóknina á erlendu markaðssvæðunum." Vissulega má ekki gera lítið úr þeim vandamálum, sem koma upp, er verndartollar hérlendis eru felldir niður. Þess má og geta að áhrif tollalækkana á fjármál ríkisins eru hlutfallsleg minnkun tolltekna í heildartekj- um ríkissjóðs. Þetta hlutfall var árið 1969 37,1% en árið 1976 21,6%. En vegna sífellt vaxandi innflutnings hafa raunverulegar tolltekjur aukizt þrátt fyrir það og hlutfallslega lækkun toll- tekna hefur ríkissjóður fengið miklu meir en bætta með hækkun söluskatts. Ljóst er einnig að erfiðleikar íslenzkra fyrirtækja eru ekki fyrst og fremst vegna tollalækkana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.