Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 29 Stjórn Carters áhyggjufull út af Moskvudómum Washington, 22. júní. AP, Reuter. EFTIR að sovésk stjórnvöld ákváðu að dæma tvo leiðtoga sovéskra Gyðinga í útlegð á miðvikudag þykir Ijóst að Banda- ríkjastjórn óttast mjög þau áhrif er dómurinn kann að hafa á samskipti Moskvu og Washing- ton. í tilkynningu frá stjórninni sagði í gær, að fimm ára útlegðar- dómur yfir þeim Vladimir Slepak og Ida Nedel væri óréttlætanlega strangur og í andstöðu við Helsinki-samninginn frá árinu 1975, en þar er kveðið á um að mannréttinda verði gætt. Þá hafa sjö bandaríksir öldungadeildar- þingmenn sent Breshnev, forseta Sovétríkjanna, skeyti og hvatt til þess að Gyðingunum tveimur verði leyft að hverfa til ísraels. Dóm- arnir koma á mjög óþægilegum tíma fyrir Carter og ráðgjafa hans, sem að undanförnu hafa lagt sig fram um að draga úr orðaskaki stjórna Bandaríkjanna og Kreml- ar. Ýmislegt virðist benda til að stjórn Carters hneigist nú til meiri hófsemi og varkárni í samskiptum við sovésk yfirvöld og í utanríkis- málum almennt, en töluverðrar hörku hefur gætt að undanförnu samanber ræðu Carters í Anna- polis 7. júní, er Sovétmenn sögðu að hefði verið flutt í þeim tilgangi einum að spilla friði. í þessu efni hefur bandaríski utanríkisráð- herrann, Cyrus Vance, reynt að bera klæði á vopnin. Þótti stefnu- Byggung stofnað í Garðabæ HUGINN, félag ungra sjálfstæð- ismanna f Garðabæ og Bessa- staðahreppi, gekkst fyrir stofnun byggingarsamvinnufélags ungs fóiks og var stofnfundur Bygg- ung í Garðabæ og Bessastaða- hreppi haldinn í fyrrakvöld. Um 50 manns gengu í félagið á stofnfundinum en stofnfélaga- skrá liggur frammi í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins við Lyngás. Fyrirhugað er að reka félagið með svipuðum hætti og Byggung í Mosfellssveit og verður samstarf þar í milli. Vonast er til að félagið fái lóðir í haust og er stefnt að byggingu lítilla raðhúsa. I stjórn félagsins voru kosnir: Guðjón Torfi Guðmundsson, Bragi Henningsson, Fríða Proppé, Jón Baldur Hlíðberg og Eysteinn Haraldsson. Upp á miðj- an Græn- landsjökul — sagði Benedikt Gröndal um 200 mílna útfærslu FORMAÐUR Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, var einn þeirra þingmanna, sem hafði litla trú á baráttunni fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur. í umræðuþætti í útvarpi, þegar umræður um 200 sjómflna fiskveiðilögsögu voru að hefjast fyrir alvöru, gerði Benedikt Gröndal grfn að slíkri útfærslu og taldi með því lagt til að færa fiskveiðilögsög- una á miðjan Grænlandsjökul. breytingin koma vel fram í ræðu ráðherrans í New Jersey á mánu- dag, en þar vék hann að því orðum að mjög auðvelt væri að tapa áttum í öfgafullri mælgi, sem „kynni að leiða til þess er fólk kallar kalt stríð“. Vance tók þó fram að stefna Bandaríkjastjórnar væri hin sama og áður og talaði hann í fullu umboði Carters forseta. Ljóst er hins vegar að nýjar ofsóknir Sovétmanna á hendur andófsmanna setja ráðgjafa for- setans aftur í vanda. Skildu eftir eitt málverk Marsoillo. Frakklandi. 22. júní. AP. VÖRUBIFREIÐIN. sem stolið var á miðvikudagsnótt með 13 mál- verkum franskra impressionista, kom í leitirnar við veginn milli Nice og Marseillc f dag. Höfðu ræningjarnir skilið eitt málverk- anna eftir, sennilega vegna þess að þeir gátu ekki komið því fyrir, en afgangur þýfisins, sem f heild var metið á 780 milljónir fsl. kr., var á bak og burt. Málverkið, sem fannst f bifreiðinni, er ekki mjög þekkt en engu sfður metið á 8 milljónir fsl. króna. 10 létust í flugslysi St. Johns, Nýfundnalandi — 23. júní-Reuter. ÁTTA farþegar og tveggja manna áhöfn fórust er tveggja hreyfla vél af gerðinni Beechcraft hrapaði skömmu eftir flugtak frá St. Johns síðdegis í dag. Um orsök slyssins var ekki vitað að svo stöddu. Vegna mikillar þoku voru erfið- leikar við björgunarstörf og tók langan tíma að komast að slys- staðnum, í fjallshlíð sjö km frá flugvellinum. Vélin var í eigu flugumferðarstjórnar Bander. — Sjónvarp Framhald af bls. 4 þeirra, sem koma fram f myndinni, eru Jakobfna Þorvarðardóttir, Þórður Halldórsson og Zophonfas Pétursson. Tónlist Anton Briickner. Klipping Erlendur Sveins- son. Hljóðsetning Marinó Ólafsson. Umsjón og kvik- myndun Sigurður Sverrir Pálsson. Áður á dagskrá 6. maí 1973. 22.45 Kosningasjónvarp (L) Atkvæðatölur, viðtöl við fólk um kosningarnar, kjör dæmin kynnt og rætt við stjórnmálamenn í sjón- varpssal, skemmtiefni og kosningaspár. Umsjónarmenn ómar Ragnarsson og Guðjón Ein; arsson. Stjórn útsendingar Marí- anna Friðjónsdóttir. Dagskrárlok óákveðin ^TbtU á snœ!4u( Islandi Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum Fiskfars Okkar rómaða fiskfars hefur alltaf verið gott, en aldrei eins og nú... Þvi ekki að hafa fiskibollur? STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.