Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 11 eftir í 5 af 8 kjördæmum. Þá var eftir að telja í Suðurlandi, Norðurlandi vestra og á Vest- fjörðum. Nú virðist, að sögn Kára Jónassonar, mikill hugur í mönnum að flýta talningu sem frekast er kostur. Má búast við röskun á venjulegri dagskrá á mánudagsmorgun, þar sem kosningaútvarpi verður haldið áfram. Ómar Ragnarsson fréttamað- ur hjá sjónvarpi kvað kosninga- sjónvarp verða byggt á reynsl- unni frá byggðakosningunum og með svipuðu sniði, en vegna reynslunnar, sem þar fékkst, verða gerðar talsverðar breyt- ingar. Tvennt var reynt að bæta í byggðasjónvarpinu — sagði Ómar, að vera fljótir að koma tölum á framfæri, og hins vegar að nota tölvuna meir til úr- vinnslu. Ómar kvað ákveðið að sleppa allri „grafík", sem kalláð er, þ.e.a.s. handskrifuð úrslit munu ekki verða birt á skjánum. Þetta hefur ávallt verið notað af ótta við að tölvustafirnir sæjust ekki um land allt. Hins vegar hefur ekkert verið kvartað undan því að tölvuskriftin væri ógreinileg og mun tölvan því koma með allt, sem tölurnar, hreyfingar á fylgi, spá og hvaða þingmenn séu inni miðað við síðustu tölur, þá birtir hún nöfn þingmanna og hver mismunur sé á hinum síðastkjörna og þeim er næstur kemur og gefur upp atkvæði á hvern þingmann. Tölvan mun nú spá fyrir allt landið, sem ekki var gert í byggðakosningunum. Mun tölv- an spá fyrir allt landið frá fyrstu tölum til hinna síðustu. Ömar kvað geta verið erfitt að spá, ef marka ætti eitthvað skoðana- Reynt að flýta talningu í öllum kjördæm- unum kannanir, sem framkvæmdar hafi verið. Þá gæti t.d. Fram- sóknarflokkur tapað einhverju í Reykjavík, en staðið í stað úti á landi, sem þýðir að fyrstu tölur úr Reykjavík gera að verkum að tölvan tekur mikið tillit til úrslitanna við síðustu kosningar. Tölvan er fóðruð bæði með upplýsingum úr byggðakosning- unum og síðustu alþingiskosn- ingum. Því má gera ráð fyrir að hún verði talsvert íhaldssöm í fyrstu, en eftir því sem tölur koma úr fleiri kjördæmum ætti öryggi hennar að vaxa. Mun hún úthluta fjölda uppbótarþingsæta til flokkanna en hún getur ekki sagt hverjir verði uppbótarþing- menn fyrr en allar tölurnar eru komnar. Það verður hins vegar ekki fyrr en kosningasjónvarpi verður lokið. Veðurfar getur haft mikil áhrif á það, hvernig gengur að telja, þar sem söfnun atkvæða með flugvélum getur fallið niður t.d. ef gerir norðanáhlaup. Getur þá orðið töf á talningu í fjórum kjördæmum, þ.e.a.s. þeim, sem atkvæðum er safnað saman með flugvélum. Mun færra starfsfólk verður í sjónvarpssal, þar sem skrifuðum úrslitum er sleppt. Ómar Ragn- arsson og Guðjón Einarsson verða sem fyrr aðalumsjónar- menn, en að baki þeim verða fréttamenn með stjórnanda tölv- unnar, Helga Sigvaldasyni. Þar verða beinar línur til allra kjördæmanna, allra talninga- staða og síðan verður beint sjónvarp úr Austurbæjarskólan- um. I síðustu alþingiskosningum voru aðeins fjórir slíkir símar, en nú verða símar í beinu sambandi við öll kjördæmi. Skotið verður inn í uppfylling- arefni, glefsur verða sýndar af framboðsfundi á Egilsstöðum, viðtöl verða við kjósendur úr öllum landshlutum og ýmsar upplýsingar verða birtar um kjördæmin. Skemmtiefni verður fyrir breiðari aldurshóp en áður, skemmtiefni allt frá Sigfúsi Halldórssyni til Brunaliðsins, endursýningar úr tónlistarþátt- um. Þá verður sérstök ítölsk teiknimyndasyrpa svipuð lín- unni, sem áður hefur verið sýnd. Eftir fyrstu tölur verður spjallað við ný andlit, s^m eru í framboði eru í eða standa nálægt baráttusætum í Reykja- vík og víðar. Þessir frambjóð- endur verða Vilmundur Gylfa- son, Ólafur Ragnar Grímsson, Friðrik Sóphusson, Guðmundur G. Þórarinsson og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Eru þetta allt nýir frambjóðendur sem hafa ekki áður setið á þingi. í lokin verður svo spjallað í síma við forystumenn flokkanna og þeir spurðir álits á úrslitunum. Kambstál & þakjárn Allir sverleikar - allar lengdir fyrirliggjandi Suöarvogi 3, 104 Reykjavík. Sími 86365 Til sölu eru ýmis notuö tæki og vélar í eign Hafnamálastofnunar Ríkisins, t.d. Grjótflutningsvagn- ar, hrærivélar, loftþjöppur, gufuketill, kynditæki, spil, dieselvélar, dælur, rafmótorar, vibrator, plastbátur, o.fl. Framangreint er til sýnis viö Áhaldahús Hafnamála- stofnunar Ríkisins, Kársnesbraut 58, Kópavogi, dagana 26. til 30. júní n.k. Tilboðsgögn eru afhent á sama staö. Tilboö veröa opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 3. júlí n.k. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 FELAGSSTARF REYKJAVÍK ELDRI BORGARA I MALLORKA 15. sept. í 4 vikur 22. sept. í 3 vikur Félagsmálastofnun Reykjavíkur gengst fyrir tveimur haustferöum til Mallorka. Dvaliö veröur á Hotel Columbus í St. Ponsa, þar sem undanfarandi hópar hafa dvaliö. Allar nánari upplýsingar FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKUR FERÐASKRIFSTOFAN URVAL viö Austurvöll simi 26900 r r ▼ rv nui Td innréttingar ^. Gerum einnig föst verötilbod í allar geröir innréttinga. Treko TRÉSMIÐJA KÓFAVOGS HF AUÐBREKKU 32 SlMI 40299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.