Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 poroui Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórí Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiösla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. en óverðtryggðum fyrir aðra launþega. Nú er að verða breyt- ing á þessu og eins og Guðmund- ur H. Garðarsson sagði í' viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum hefur lífeyrir sjöfaldazt á tveimur og hálfu ári. Þeir Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson hafa báðir Tryggjum kosningu Guðmundar H. Garðarssonar og Péturs Sigurðssonar Kosningaúrslitin í Reykja- vík í dag munu ráða því, hvort tveir kunnir forystumenn launþega, þeir Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson sitja á Alþingi á næsta kjör- tímabili. Báðir eru þessir fram- bjóðendur þekktir af störfum í þágu launþega um áratugaskeið. Pétur Sigurðsson hefur verið í fremstu röð forystumanna sjó- manna og unnið ötullega að kjaramálum þeirra og þá ekki síður félagsmálum. Störf hans að málefnum aldraðra sjómanna þekkja ailir. í viðtali við Morgunblaðið í gær segir Gísli Friðfinnsson, formaður sjómannadeildarinnar á Ólafsfirði: „Ef við sjómenn missum þau sterku ítök, sem við höfum haft á Alþingi fyrir tilstuðlan Péturs Sigurðssonar, þá er illa komið fyrir okkur, þar sem enginn verður þá inni, sem hægt er að ræða við sem sjómann. Pétur hefur verið okkur sjómönnum sérstaklega þarfur á þingi og má nefna sem lítið dæmi frumvörp hans um tilkynningaskylduna og um gúmbjörgunarbáta. Því verður Pétur „absolut" að fara á þing næsta kjörtímabil," segir for- maður sjómannadeildarinnar á Ólafsfirði. Guðmundur H. Garðarsson á að baki langt starf í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur, sem nú er stærsta launþegafélag landsins. Hann hefur verið einn helzti baráttumaður fyrir verð- tryggðum lífeyri, en eins og Morgunblaðið hefur margsinnis bent á hefur eitthvert mesta þjóðfélagsranglæti okkar tíma verið fólgið í verðtryggðum lífeyri fyrir opinbera starfsmenn unnið ötullega að málefnum launþega, lífeyrisþega og aldraðra. I bréfi, sem þeir hafa sent kjósendum, hafa þeir vakið athygli á því, að aldraðir, öryrkjar og lífeyrisþegar njóta ekki verndar hagsmunasamtaka né stéttarfélaga, sem aðrir. „Með þátttöku okkar í stjórnmálum viljum við styrkja stöðu þeirra og framtíð," segja þeir. Þetta eru ekki innantóm orð. í tryggingaráðherratíð Matthí- asar Bjarnasonar síðustu fjög ur ár hefur elli- og orörkulíf- eyrir hækkað um 263,5%. Tekju- trygging hefur hækkað um 495,2%. Tekj utryggi ngar mark elli- og örorkulífeyris að við- bættri tekjutryggingu hefur hækkað um 345,3% og tekju- trygging hefur hækkað um 423,9%. Á þessu sama tímabili hafa kauptaxtar allra iaunþega hækkað um 252,7%. Þeir Guðmundur H. Garðar- sson og Pétur Sigurðsson hafa lýst því yfir, að þeir vilji vinna að verðtryggðum elli- og öryrkjalífeyri til allra lífeyris- þega, hærra viðmiðunarmarki gagnvart tryggingagreiðslum, að lífeyrissjóðir landsmanna taki þátt í byggingu leiguíbúða fyrir lífeyrisþega, sem þörf hafa fyrir slíkt, að misrétti í trygginga- og lífeyrismálum verði útrýmt. Urslit borgarstjórnarkosning- anna sýna, að Sjálfstæðisflokk- urinn þarf á almennum stuðn- ingi að halda til þess að tryggja kjör þessara tveggja fulltrúa launþega á Alþingi. Alþýðu- bandalagið býður upp á háskóla- prófessor í stjórnmálafræðum í baráttusæti sínu í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á tvo þekkta og reynda fulltrúa sjómanna og annarra launþega, í baráttusætum sínum. Valið á því ekki að verða erfitt fyrir reykvíska launþega í dag, en atfylgi þeirra þarf til að koma til þess að tryggja það, að sjónar- miða sjómanna og annarra launþega gæti á Alþingi á næsta kjörtímabili. Hörð barátta á Vestfjörðum Kosningabaráttan á Vest- fjörðum hefur verið hörð eins og annars staðar á landinu. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft tvo kjördæmakosna þing- menn svo og landskjörinn þing- mann. Að Sjálfstæðisflokknum á Vestfjörðum er nú sótt úr ýmsum áttum. Bæði Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag stefna að því að fá kjördæma- kosinn þingmann. Framsóknar- flokkurinn vinnur að því að halda tveimur kjördæmakosnum þingmönnum. Karvel Pálmason býður sig fram utan flokka og stefnir að kjöri. Sjálfstæðisflokkurinn á Vest- fjörðum nýtur forystu Matthías- ar Bjarnasonar sjávarútvegsráð- herra, sem um leið er óumdeil- anlega forystumaður í málefn- um allra Vestfirðinga. Hann hefur sýnt það í ráðherrastörf- um sínum, að hann stendur fyrir sínu og vel það, eins og Vestfirð- ingar þekkja bezt. Nú þurfa Matthías Bjarnason og sam- þingsmenn hans úr Sjálfstæðis- flokknum, þau Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Sigurlaug Bjarnadóttir, á öflugum stuðn- ingi Vestfirðinga að halda í kosningunum í dag. Málefnum Vestfirðinga er ekki betur komið í annarra höndum eins og reynslan sýnir og verkin sanna. | Reykjaví kurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«Laugardagur 24. júnít, *.*++*£ Átök um meginstefnur Kosningabaráttan, sem nú er á enda, hefur verið sérstæð um margt. Úrslit byggðakosninganna urðu til þess, að hún hefur þróazt upp í hörð átök um meginstefnur í íslenzkum stjórnmálum, líklega einhver hörðustu átök í meira en aldarfjórðung eða frá því á árun- um milli 1940 og 1950, þegar Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur sótti fram og hafði allan áratuginn nær þriðj- ung kjörfylgis í Reykjavík. Nú er aftur tekizt á um megin- stefnur, sjálfstæðisstefnu eða sósíalisma. Kosningabaráttan hef- ur þróazt á þennan veg vegna úrslitanna í borgarstjórnar- kosningunum í Reykjavík. Sú staðreynd, að Sjálfstæðismenn töpuðu meirihluta sínum í borgar- stjórn og Alþýðubandalagið vann mikinn sigur, hefur gert það að verkum, að kommúnistar í Al- þýðubandalaginu hafa fyllzt hroka og sigurvissu, sem einungis verður jafnað til ástandsins milli 1940 og 1950, þegar framgangur þeirra í kosningum var um skeið mjög mikill. Alþýðubandalagsmenn telja sér nú alla vegi færa og þess vegna er ekki úr vegi að huga að því hvers konar flokkur Alþýðu- bandalagið er og að hverju sá flokkur stefnir. Alþýðubandalagið stefnir að því að umbylta íslenzku þjóðfélagi og koma hér á sósíalískum stjórnar- háttum. Þetta hafa talsmenn flokksins sagt af hreinskilni, þannig að engum getur dulizt að hvaða marki þeir vinna. í því felst, að ríkisforsjá á að verða ríkjandi á öllum sviðum þjóðlífsins, enda hafa þeir Alþýðubandalagsmenn lýst yfir því, að þeir hyggist þjóðnýta ýmis stórfyrirtæki svo sem olíufélög, tryggingafélög, Flugleiðir, skipafélög og fleira. Sósíalisma hefur verið komið á víða í heiminum. Hann hefur komið fram í ýmsum myndum. Sumar tegundir hans má finna í Sovétríkjunum og öðrum A-Evr- ópulöndum, aðrar í Kína eða á Kúbu. En hvar sem sósíalismann er að finna og hvaða afbrigði af honum, sem um er að ræða er eitt, sem einkennir sósíalíska stjórnar- hætti öðru fremur — það er ófrelsið. Hvergi í veröldinni hefur sósíalísku stjórnarfyrirkomulagi verið komið á, án þess að það hafi leitt til frelsissviptingar fólksins. Þetta blasir hvarvetna við. Fyrir nokkrum vikum komu þúsundir landsmanna í Laugardalshöll til þess að hlýða á tvo tónlistarsnill- inga, Askenasí og Rostropovitch. Báðir eru þessir menn útlagar frá heimalandi sínu, Sovétríkjunum, vegna þess að hið sósíalíska stjórnarfyrirkomulag þolir ekki list þeirra og frelsi. Hér á okkar landi hefur aldrei verið til nema eitt afl gegn sósíalismanum, Sjálfstæðisflokk- urinn. Það byggist á því, að sjálfstæðisstefnan er alger and- stæða sósíalismans. Sjálfstæðis- flokkurinn byggir á frjálshyggju — Alþýðubandalagið stefnir í raun að þjóðfélagi alræðishyggju. Sjálf- stæðisflokkurinn byggir á því, að einstaklingurinn, hafi sem mest frelsi til orðs og athafna, þó að sjálfsögðu innán þess ramma, að það komi ekki niður á öðrum einstaklingum. Alþýðubandalagið byggir á forsjá hins opinbera í málefnum einstaklinganna. Frá sjónarmiði þess er fólkið til orðið fyrir ríkið og Flokkinn en ríkið ekki fyrir fólkið. Um þessar tvær meginstefnur er tekizt á í íslenzkum stjórnmálum í kosningunum um þessa helgi. Nú er því ekki einungis kosið um dægurmál, þótt þau hafi að sjálfsögðu sett svip sinn á kosn- ingabaráttuna. Nú er tekizt á um meginstefnur og lífsviðhorf. Kjós- endur þurfa að gera sér vandlega grein fyrir þessu og jafnframt því, að aðrir flokkar en Sjálfstæðis- flokkurinn hafa aldrei reynzt þess megnugir að bægja sósíalismanum frá. Alþýðuflokkurinn byggir að sjálfsögðu stefnu sína öðrum þræði á sósíalískum sjónarmiðum og hann hefur aldrei haft það innra þrek, sem þarf til þess að takast á við kommúnista og hafa betur í þeirri baráttu. Um Fram- sóknarflokkinn þarf ekki að ræða í þessum efnum. Hann hefur tvívegis Ieitt Alþýðubandalagið til áhrifa í landsstjórninni og nú í borgarstjórn Reykjavíkur. Vinstri stjórn í landinu líka? Jafnframt því, að kosningarnar nú um helgina snúast um megin- stefnur og lífsviðhorf munu kjós- endur líka svara þeirri spurningu, hvort þeir vilja kalla vinstri stjórn yfir landið, eftir að hún hefur haldið innreið sína í borgarstjórn Reykjavíkur. Sú valdaaðstaða, sem Alþýðubandalagið hefur nú í borgarstjórn Reykjavíkur, mun skapa kommúnistum tækifæri, sem þeir hafa aldrei haft áður, til mótunar á íslenzku þjóðfélagi í sósíalíska mynd. Því til viðbótar hafa þeir verið leiddir til öndvegis í fjölmörgum öðrum sveitarstjórn- um, nú síðast í stærsta kaupstað utan Reykjavíkur, Kópavogi. Kjósendur þurfa að hugleiða, hvort þeir telji farsælt að efla einnig áhrif kommúnista í lands- stjórninni. Þegar að loknum borg- arstjórnarkosningum kom i ljós hvaða áhrif sigurinn hafði á forystulið Alþýðubandalagsins. Þá þegar var hafizt handa um hótanir í garð starfsmanna Reykjavíkur af því tagi, sem menn þekkja frá kommúnistalöndum víða um heim, þegar byrjað var að tala um „endurhæfingu" eða brottrekstur starfsmanna. Vinni Alþýðubanda- lagið einnig sigur í þingkosningun- um nú mun hrokinn, sem einkennt hefur málflutning talsmanna þess, margfaldast. Þess er skemmst að minnast, að formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, sem skipar 4. sæti á lista flokksins í Reykjavík, sagði í sjónvarpi, að spurningin væri ekki um það, með hvaða flokkum Alþýðubandalagið vildi vinna heldur hvaða flokkum þóknaðist að beygja sig undir stefnu Alþýðubandalagsins! Dramb er falli næst. Engum er hollt að fyllast slíkri sigurvissu og hroka, sem einkennt hefur Al- þýðubandalagið síðustu vikur. Það er vandi að fara með vald og bersýnilegt er af málflutningi og framkomu talsmanna Alþýðu- bandalagsins eftir að úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningum, að þeir þola ekki þann meðbyr, sem þeir fengu þá. Reykvíkingar, ekki sízt, en einnig kjósendur í öðrum kjördæmum, standa nú frammi fyrir því að ákveða hvort þeir menn, sem þannig brugðust við sigrinum í Reykjavík, séu vel til þess fallnir að taka einnig við forystu landsmála. Vilja menn, að Alþýðubandalagið myndi næstu ríkisstjórn á íslandi? Því verður ekki trúað, en eina leiðin til þess að koma í veg fyrir það er, að Sjálfstæðisflokkurinn komi öflug- ur út úr þingkosningunum nú um helgina. Það er landi og þjóð ekki til farsældar að leiða vinstri stjórn undir forsjá Alþýðubandalagsins til forystu í landsmálum eftir að það hefur gerzt í borgarmálum Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.