Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 21 t EkíII Ólafsson með línubyssu af Maríu Júlíu. Björsunarskipi Vestfjarða, á heimili sínu á Ilnjóti. Myndin er tckin sumarið 1976. Aðallega gripir úr atvinnusögunni Gamla- Búð end- urbyggð í upphaf- legt horf BYGGÐARSÖGUNEFND Eskifjarðar fékk fjárveitingu að upphæð krónur 1.000.000 til að endurbyggja og lagfæra elzta verzlunarhúsið á Eski- firði, svokallaða Gömlu-Búð. Hilmar Bjarnason í byggða- sögunefndinni sagði að Gamla- Búð hefði verið byggð af danska fyrirtækinu Örum & Wulff, eftir því sem næst verður komist, árið 1834. I húsinu hefði verið rekin verzl- un til ársins 1902 og frá þeim tíma hefði það verið nýtt til hinna fjölbreytilegustu hluta. Árið 1968 hefði verið tekið af skarið með að varðveita þetta elzta verzlunarhús staðarins. Það hefði verið fært nokkuð úr stað fyrir gatnagerð, en endur- bygging þess væri þegar hafin. Þess væri vænzt að vinnu við ytra útlit þess yrði lokið í haust, m.a. yrðu í sumar settir nýir gluggar í húsið sem þá væri búið að ná sínu upphaf- lega útliti. Aðspurður um hvort sér- fræðingar ynnu að verkinu, sagði Hilmar, að Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og leikari hefði verið ráðunautur þeirra um endurbyggingu Gömlu-Búðar og að sú ráðgjöf hefði verið mjög mikilsverð. Hilmar kvaðst vera ákaflega þakklátur fyrir styrkinn og að fyrirhugað væri að í verzlunar- húsinu yrði settur upp vísir að Byggðasafni Austurlands. Þeg- ar væri búið að safna munum til safnsins en þeir væru í varðveizlu á Eskifirði. Þeir munir væru flestir tengdir smábátaútgerð, m.a. væri þar að finna veiðarfæri til síldveiða frá árinu 1880. Handrit Eggerts JF Olafssonar LANDSBÓKASAFN íslands hlaut styrk úr sjóðnum til kaupa á handriti Eggerts Ólafssonar „Populorum Aqviionarium theo- logiae gentilis stricte sumtae historia sive de natura deorum“. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður sagði höfund handrits- ins hafa unnið það frá því í nóvember 1750 fram til janúarloka 1751. Finnbogi sagði handritið vera vel farið og hinn merkasta grip hvernig sem á það væri litið. Guðmundur Axélsson hefði keypt bókina á uppboði í London, og Landsbókasafnið hefði staðið í samningum um kaup af honum á handritinu. Söluverð þess væri um ein milljón króna, en styrkurinn úr þjóðhátíðarsjóði kr. 420 þúsund væri sá herzlumunur sem dygði safninu til kaupanna. Ekki væri samningurinn um kaupin að fullu frágenginn, m.a. hefði bókavarða- þingið seinkað þeim málum. Hann kvaðst á allan hátt vera ánægður með fjárveitinguna úr sjóðnum. ÚR Þjóðhátíðarsjóði voru 4 milljónir króna veittar til að ljúka við nýbyggingu á safnhúsi yfir byggðasaín það sem Egill Ólafsson bóndi á Hnjóti í Örlygs- höfn, hefur komið upp og er í reynd hið eiginlega byggðasafn Barðastrandasýslu. Safnhúsið er byggt á Hnjóti. Egill Ólafsson sagði í samtali ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ hlaut styrk að fjárhæð 750 þúsund til útgáfu allsherjarmanntals af öllu íslandi árið 1801. Formaður stjórnar ættfræðifélagsins er Bjarni Vilhjálmsson þjóðskiala- vörður og varaformaður er Ólaf- ur Þ. Kristjánsson. ólafur Þ. Kristjánsson kvaðst vera mjög ánægður með styrkinn, sem væri ákaflega mikilsverður stuðningur við útgáfuna. við Mbl. að hann hefði gefið safn sitt muni, sem hann hefði verið að safna að sér á síðastliðnum 20—30 árum, með því skilyrði að byggt yrði yfir það. Egill kvaðst aðallega hafa safn- að gripum úr atvinnusögunni sem sýndi raunar þróun atvinnuhátt- anna. Þessir munir tilheyrðu að Hann sagði frumrit manntalsins vera varðveitt í Þjóðskjalasafninu, en þar sem það væri nú 180 ára gamalt þá þyldi það ekki mikla notkun og því væri hér um nauðsynjaverk að ræða. Nýja útgáfan væri búin til prentunar, en styrkurinn væri þar mjög hjálplegur. Þegar væri búið að fullsetja um 370 bls. í fyrsta bindi manntalsins, sem áætlað væri að yrði um 500 bls. en bindin yrðu alls meira og minna leyti sjávarsókn- inni. Hann sagði að framkvæmdir við byggingu á safnhúsinu hefði hafist í fyrrahaust, og að þær hefðu gengið mjög vel. Safnmunirnir væru ekki til sýnis á þessari Stundu, þar sem þeir væru í geymslu i kössum, en hann vonað- ist til þess að húsið yrði langt þrjú. Fyrsta bindið spannaði svæðið frá Lónsheiði vestur að Hvítá í Borgarfirði, en í heild væri manntalið yfir allt landið. Ólafur sagði að þetta manntal væri ekki aðeins þýðingarmikið sem mannfræðirit, heldur væru í því margvíslegar hagfræðilegar og þjóðháttafræðilegar upplýsingar. I því væri getið um hjúskaparstétt manna, hvort menn væru í hjú- skap og hvort um fyrsta, annað komið í haust, og safnið yrði þannig opnað næsta sumar. Hann kvaðst vera ánægður með styrkveitinguna úr Þjóðhátíðar- sjóði. Aðspurður um merkingu bæjarnafnsins Hnjóts sagði Egill að hann teldi það þýða mishæðótt land, en í hnjótum í fornu hefði ekki verið beit fyrir fé. eða þriðja hjónaband væri að ræða. Ennfremur t.d. hvort um ekkju eftir fyrsta maka eða annan væri að ræða. Hann sagði útgáfuna vera staf- rétta, nöfnin væru eins skrifuð og í frumritinu, t.d. Bjarni skrifað Biarni og að það væri meira og minna á dönsku. Ólafur sagði að upplagið að ritinu yrði ekki stórt og að fyrir fræðimenn kæmi það fullkomlega í stað frumritsins. Byggingarnefnd Þjóðveldisbæjarins fékk kr. 2.400.000 úr Þjóðhátíðarsjóði. Hér er um að ræða fyrri greiðslu af tveimur til að fullgera kvikmynd, sem lýsir byggingu Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal, en gerð myndarinnar hófst árið 1974. Kvikmyndin sýnir jafnframt forn vinnubrögð og vinnuaðferðir. Guðmundur P. ólafsson líffræðingur og Óli Örn Andreasson kvikmyndagerðarmaður hlutu tvær og hálfa milljón króna til töku á kvikmynd um náttúru Vestureyja á Breiðafirði. Þeirri mynd er ætlað að verða lýsing á sambúð mannsins við umhverfi sitt og jafnframt heimild um hverfandi atvinnuhætti. Allsheriarmanntal fyrir árið 1801

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.