Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 15 EIRÍKUR Alexandersson, bæjarstjóri í Grindavík, skipar 4. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi — baráttusæti listans. Eirík- ur Alexandersson er Grindvíkingur og hefur verið í forystu þess byggð- arlags um alllangt skeið og í samtökum sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Eirík- ur Alexandersson gjör- þekkir málefni Suður- nesja. I baráttusæti Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi Brezk blöð um Krag: Einfari — dáður en ekki elskaður Briissel, 24. júní. AP. Reuter. FRAMKVÆMDANEFND Efnahagsbandalags Evrópu minntist í dag Jens Otto Krags, fyrrv. forsætisráð- herra Danmerkur, og sagði að hann hefði verið mikill bar- áttumaður fyrir eflingu Evrópu og mannkostamaður hinn mesti. Finn Olof Gundelach sérlegur talsmað- ur EBE lét sérstaklega í ljós hversu mikill fengur hefði verið að því starfi sem Krag hefði innt af hendi í þágu EBE í Washington eftir að hann sagði af sér ráðherradómi. Brezk blöð minntust og Krags í dag og Daily Telegraph sagði að hann hefði verið „einfari sem hefði verið dáður en ekki elskaður af almenningi.. .hann virtist ekki njóta sín til fullnustu í starfi sínu sem fulltrúi EBE í Washington .. .en hann hafi unnið óeigingjarnt og mikið starf til að koma á þeirri einingu sem honum fannst mest um vert. Brezka blaðið Times segir í eftirmælum sínum að Krag hafi verið varaður við að hann hefði veilt hjarta, en hann hefði kosið að breyta ekki lísvenjum sínum. „Skyndilegt frá- fall hans verður öllum þeim áfall sem virtu snerpu hans og skýr- leika, þá forystu sem hann veitti Danmörku og þjónustu við Evrópu." Alþýðublaðið fyrir Keflavíkurgöngu: það er ekki rétt að hafa her hér á landi...” Hinn 10. júní síðastliðinn fóru herstöðvarandstæðingar í svo- kallaða Keflavíkurgöngu. Þá birtist 3ja dálka löng frétt á baksíðu Alþýðublaðsins, þar sem sagði m.a.: Fólk er farið að hugsa meir um þessi mál og skynjar, að það er ekki rétt að hafa her hér á landi. (Leturbreyting—Mbl.) íslend- ingar eru ekki nein herþjóð og verða það aldrei nokkurn tíma ... Við íslendingar verðum því að standa saman og berjast gegn öllu vopnaskaki með því að krefjast þess að almenn afvopn- un eigi sér stað, svo og að öll hernaðarbandalög verði lögð niður.“ í þessari grein er einnig talað um forsætisráðherra Geir Hallgrímsson og sagt, að hann hafi farið „í gervi betlarans á fund þeirra Bandaríkjamanna. Hér er um móðgun við íslenzku þjóðina að ræða.“ Niðurstöður þessara hugleiðinga eru að það sé „eitt helzta hagsmunamál þjóðarinnar að koma núverandi valdhöfum þjóðarinnar frá em- bætti.“ Þá má minna á að er ágrein- ingur varð um 1. maí-ávarp verkalýðsfélaganna, þar sem inn var sett krafa um brottför varnarliðsins af landinu og úrsögn úr Atlantshafsbandalag- inu, skrifuðu þrír fulltrúar Alþýðuflokksins undir þá áskor- un. Sáu þeir ekki ástæðu til þess að krefjast þess að þessi atriði yrðu tekin út úr ávarpinu, þótt þau í raun komi kjaramálum ekki við. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur bent á að Alþýðuflokknum sé ekki treystandi, þótt Benedikt Gröndal, formaður hans hafi lýst yfir að brottför varnarliðs- ins komi ekki til greina að sinni. Félag ungra jafnaðarmanna, sem er fyrirferðarmikill hópur innan Alþýðuflokksins er ekki sama sinnis. Þeir hafa marglýst yfir því að varnarliðið skuli hverfa á brott og minna má á að Alþýðuflokkurinn, sem var ét- inn af flokkunum sem þátt tóku í vinstri stjórninni hinni fyrri 1956 til 1958, samþykkti þá brottför varnarliðsins í áföng- um. Þeirri stjórn entist þó ekki aldur vegna ófremdarástands í efnahagsmálum, til þess að efna þetta heit sitt. Á árinu 1972 samþykkti flokksþing Aiþýðuflokks, að Keflavíkurflugvöllur yrði gerður að óvopnaðri eftirlitsstöð undir umsjón Sameinuðu þjóðanna og á þingi 1973 fluttu allir þing- menn Alþýðuflokksins með Benedikt Gröndal í broddi fylk- ingar sams konar tillögu. Lýstu alþýðuflokksmenn þessari til- lögu sem málamiðlun milli andstæðra sjónarmiða sjálf- stæðismanna og alþýðubanda- lagsmanna. Norges Sjöfarts- og Handelstidende: Ryðja Kanadamenn Norðmönnum útaf bandaríska fiskmarkaðnum? NORSKA blaðið „Norges Sjö- farts- og Handelstidende“ skýrir frá því fyrir skömmu, að Norð- menn séu hræddir um að Kanada- menn verði allsráðandi á banda- ríska freðfiskmarkaðnum eftir nokkur ár. Það verði árangur 200 mílna fiskveiðilögsögu Kanada. I blaðinu segiri „Það var ekki sízt Noregs Fiskarlag (Norska sjómannasam- bandið) sem beitti sér fyrir þvi að færa fiskveiðilögsögu Noregs úr 12 í 200 sjómílur og skoraði samband- Talning atkvæða: Fyrstu tölur væntan- legar uppúr kl. 23 Nokkuð er misjafnt hvenær kjörstjórnir geta hafið taln- ingu atkvæða cftir að kjörfundi lýkur og koma fyrstu tölur væntanlega frá Reykjavík laust eftir kl. 23 en í sumum kjör dæmum er ekki von á tölum fyrr cn milli kl. 2 og 3 og jafnvel síðar. Hjá yfirkjörstjórn í Reykja- vík fékk Mbl. þær upplýsingar að reynt verði að hraða taln- ingu og verður hafinn undir- búningur hennar um kvöldmat- arleytið. Um 30 manns starfa að talningunni og er von á fyrstu tölum um kl. 23.15. I Vesturlandskjördæmi er gert ráð fyrir að talning hefjist fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað en yfirkjörstjórnin þar reiknaði með að það tæki um 3 tíma að safna saman atkvæðum frá öllum kjörstöð- um. Fyrstu tölur þaðan gætu komið milli kl. 2 og 3, en talið er í Borgarnesi. I Vestfjarðakjördæmi verður kjörkössum safnað saman með flugvélum frá Flugfélaginu Örn- um og kvaðst yfirkjörstjórn þar væntanlega geta hafið talningu um kl. 3 en það færi þó algjörlega eftir veðri, ef ekki gefur til flugs dregst það á langinn að talning geti hafizt. Er því ekki alveg ljóst hvenær fyrstu tölur gætu komið, en líklega fljótlega eftir kl. 3. Talning fer fram á Isafirði. í Norðurlandskjördæmi vestra eru 38 kjördeildir og verður talið á Sauðárkróki og tekur því nokkurn tíma að fá atkvæðakassa frá t.d. Hrúta- firði, en þeim verður safnað saman með bílum. Ráðgert er að fyrstu tölur þaðan komi um kl. 0:30. I Norðurlandskjördæmi eystra fer talning fram á Akureyri. Verður safnað kjör- kössum frá Þórshöfn, Raufar- höfn, Kópaskeri og Húsavík með flugvél og skv. upplýsingum yfirkjörstjórnar ætti söfnun að vera lokið um kl. 1. Verða fyrstu tölur þaðan því birtar um það leyti, og gert er ráð fyrir að talningu verði lokið um kl. 4 ef allt gengur samkvæmt áætlun. Á Austurlandi verður kjör- kössum safnað flugleiðis og með bílum en talið verður á Seyðis- firði. Þar er gert ráð fyrir fyrstu Framhald á bls. 18 ið á norsk stjórnvöld að lýsa yfir einhliða útfærslu alla tíð. ísland var fyrirmyndin. Aðvaranir frá þeim, sem' áttu og voru á úthafs- fiskiflotanum, skiptu ekki máli, þá hugsaði enginn um að einhliða útfærsla gæti haft alvarleg áhrif á þann hluta norska fiskveiðiflot- ans. Sem betur fer var fiskveiðilög- sagan færð út í 200 sjómílur með alþjóðlegum samningum og með samningum við aðrar fiskveiði- þjóðir. En því miður verður „NS og HT“ að skýra frá því að 200 mílna fiskveiðilögsaga undan strönd Kanada og Bandaríkjanna getur haft hinar alvarlegustu afleiðing- ar fyrir fiskútflutning okkar á bandaríska markaðinn. Bandaríkin eru okkar mikilvæg- asti freðfiskmarkaður en Kanada flytur meira á þann markað en við gerum. Kanadamenn reikna með að innan nokkurra ára verði þeir búnir að fjórfalda fiskframleiðslu sína, eingöngu vegna 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. Þeir segjast ætla að koma sinni framleiðslu fyrst, óg fremst á bandaríska markaðinn. Á sama tíma gerist það að Bandaríkjamenn eru einnig að auka freðfiskframleiðslu sína, — sem er árangur af 200 mílna fiskveiðilögsögu. Það eina sem getur bjargað þessum mikilvæga markaði Norð- manna er að Bandaríkjamenn auki fiskneyzlu sína,“ segir Norges Sjöfarts- og Handelstidende. Vegna þessarar greinar hafði Morgunblaðið samband við Sigurð Markússon framkvæmdastjóra Sjávarafurðadeildar Sambandsins og spurði hann hvort sama hætta steðjaði að íslendingum. Kvaðst hann ekki telja svo. Bæði væri það að íslendingar ættu tvær stórar fiskréttaverksmiðjur í Bandaríkj- unum. Norska fyrirtækið Frionor ætti reyndar verksmiðju í New Bedford, en hún væri miklu minni en verksmiðja Iceland Products sem er í eigu Sambandsins og að maður talaði ekki um verksmiðju Coldwater, sem er í eigu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Þá sagðist Sigurður vilja benda á að íslendingar væru ákaflega sterkir á bandaríska fiskmarkaðn- um og á s.l. ári hefði hlutur þorskflaka frá íslandi verið 49.7% af innfluttum þorskflökum til Bandaríkjanna. Norðmenn væru með 13.5%. Hlutur íslendinga í blokk væri 19% en Norðmanna 17.4%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.