Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 23 / Utflutningsbannið: Verðmæti freðfisk- birgða í landinu nem- ur nú 16 milljörðiim FRÁ mánaðamótum apríl-maí íram til 15. júní s.l. versnaði gjaldeyrisstaða landsmanna um 6.5 milljarða kr. Var Morgun- blaðinu tjáð í gær, að þetta stökk niður á við stafaði fyrst og fremst af gildandi útflutningsbanni. Á sama tíma hafa útflutningsbirgð- ir í landinu safnast saman og nemur verðmæti tilbúins útflutn- ings nú geysiháum upphæðum. Morgunblaðið fékk það upplýst að frystihús innan vébanda Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna lægju nú með fiskbirgðir að verðmæti um 12 milljarðar króna og frystihús á vegum Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins liggja með birgðir fyrir um 4 milljarða kr. Ólafur Tómasson, forstöðumað- ur hagfræðideildar Seðlabanka Islands, tjáði Morgunblaðinu í gær, að í lok maímánaðar hefði verðmæti freðfiskbirgða í landinu numið um 11 milljörðum króna. í eðlilegu ástandi er verðmæti freðfiskbirgða frystihúsanna talið nema 5—10 milljörðum kr. rÁ mótí þjóðnýt- ingaráformum” segir Vilmundur Jós- efeson formaður STAFF MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Vilmund Jósefsson formann Starfsmannafélags Flugleiða (STAFF) og spurði hann álits á þeim ummælum ólafs Ragnars Grímssonar for- manns framkvæmdastjórnar Al- þýðuhandalagsins f Þjóðviljanum s.l. laugardag, er hann scgir að Alþýðubandalagið stefni að þjóð- nýtingu Flugleiða eða skiptingu í smærri fyrirtæki. „Sem formaður Starfsmannafé- lagsins get ég ekkert sagt um málið enn,“ sagði Vilmundur, „en sjálfur er ég algjörlega á móti þjóðnýtingaráformum Ólafs. Ég er alfarið á móti slíkum áformum og skiptir engu hvort um Flugleiðir eða önnur fyrir tæki er að ræða.“ m i bræðingi Sjálfstædismenn og aörír sjálfstæöir menn. Teflum ekki öryggismálum Þjóöarinnar í hættu. Hverfasamtök Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi. Rússar rannsaka meðskjálftamæling- um og sprengíngum „RANNSÓKNARÁÐ ríkisins hef- ur nú heimilað 50 erlendum vísindaleiðöngrum rannsókna- störf hér á landi í sumar og ég reikna með að þeir verði upp undir 60, þegar öllum umsóknum hcfur verið svarað,“ sagði Gunn- ar Björn Jónsson hjá Rannsókna- ráði ríkisins í samtali við Mbl. í gær. í fyrra fengu 57 erlendir leiðangrar leyfi til vísindarann- sókna hér á landi. Gunnar Björn sagði að af þessum 50 sem leyfi hafa fengið væru 30 brezkir leiðangrar og Engar mælinv ar við Kröflu vegna veðurs bandarískir og vesturþýzkir kæmu næstir að fjölda. Einn leiðangur sovézkra vís- indamanna er kominn til rann- sókna til framhalds á fyrri rann- sóknum og er þar um að ræða rannsóknir þær er komust í fréttir í fyrra vegna sprenginga norðan- lands. Gunnar Björn sagði að rannsóknir Rússanna færu fram með sprengingum og skjálftamæl- ingum en leyfið er bundið því skilyrði að sprengingar séu fram- kvæmdar af Islendingi, starfs- manni Orkustofnunar, en Rúss- arnir velja staðina. Gunnar Björn sagði að leyfisskilyrðin nú væru óbreytt frá í fyrra. „Landið heldur áfram að rísa en við höfum ekkert getað mælt hér vegna snjókomu og hvass- viðris,“ sagði Eysteinn Tryggva- son jarðfræðingur er Mbl. ræddi við hann í Rcykjahlíð í gærkvöldi. „Það er vetur hérna þessa lengstu daga sumarsins," sagði Eysteinn. „Hér hefur verið hörkuhríð og er hvítt fyrir ofan 500 metra hæðar- línu. Skyggni hefur ekkert verið vegna hríðarinnar og svo hefur verið svo hvasst að vart hefði verið hægt að athafna sig þótt skyggni hefði verið til þess.“ Eysteinn sagði að hallamælirinn í stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar „vantaði eitthvað meira en viku í þá stöðu sem hann komst í í janúar og við fyrri atburði." Gagnrýnið, líka þá sem gagnrýna Sjálfstæði EIN FYRIR ALLA TWe ORIGINAI. MOVI6. SOUNDTRACK HOi'fÍtUtUtJ Uttffvtt fhtttfrif Ht iittu>VS Htttfh's ffttn f 'nffvlbvrff *• f nrviffttrr - itilitf •fttrl Hntuttf Mristtrr « Strrr ífiifvr Tom S*r(itf ffttnvn Í.itsdtt Hnttsittth * Hnx Svttfftfs « H n fr S r tj r r S t rri s$ ff ts ss ♦# n sn r s 'f'st tf i t* r »# o r II n ish * Boston Jimmy Buffett Doobie Brothers Eagles Dan Fogelberg Foreigner Billy Joel Randy Meisner Steve Miller Tom Petty Queen Linda Ronstadt Boz Scaggs Bob Seger Steely Dan James Taylor Joe Walsh More Than A Feeling Livingston Saturday Night It Keeps You Running Life In The Fast Lane There’s a Place in The World For A Gambler Cold As lce Just The Way You Are Bad Man Fly Like An Eagle Night Moves We Will Rock You Tumblin Dice Poor Poor Pitiful Me Lido Shuffle Night Moves FM Do It Again Your Smiling Face Life’s Been Good Kr. 5800 (2 pl) Undanfarið hafa veriö á boðstólum ýmsar safnplötur, sem hafa gefið yfirlit yfir pau lög sem komist hafa á vinsældarlista. Flestar hafa pessar hljómplötur byggst upp á discotónlist, en nú er komin á markaðinn plata sem höfðar til enn víðtækari áheyrendahóps. Þetta er hljómplata sem höfðar til allra. Það er í Fálkanum, sem allir finna eitthvað við sitt hæfi FALKIN N Suöurlandsbraut 8 S. 84640 Laugavegi 24 18670 Vesturveri 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.