Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 Um 130 þátttakendur á þingi Sambands norrænna rannsóknarbókavarða Um þessar mundir stendur yfir þing Sambands norrænna rann- sóknarbókavarða (Nordisk viden- skabeligt Bibliotekarforbund). Þingið, sem haldið er í Háskóla íslands, var sett síðastliðinn sunnudag af formanni sambands- ins, dr. Wilhelm Odelberg, yfir- bókaverði Sænsku vísindaaka- demíunnar. Síðan fluttu ávörp Árni Gunnarsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, og Einar Sigurðsson, háskólabókavörður, formaður undirbúningsnefndar þingsins. Þá léku félagar úr Kammersveit Reykjavíkur Is- lenska þjóðlagasvítu eftir Jón Ásgeirsson. Loks flutti dr. Jakob Benediktsson erindi um íslenskt þjóðfélag og íslenska menningu í fortíð og nútíð. Viðstaddir athöfn- ina voru meðal annarra forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og fulltrúar norrænna ríkja. Á dagskrá ráðstefnunnar eru þrjú aðalviðfangsefni: 1. Menntun og starfsundirbún- ingur þeirra, sem í rannsóknar bókasöfnum vinna. Margt hvetur til endurskoðunar á þessum þætti, svo sem efling æðri menntunar og rannsókna, þjóðfélagslegar breyt- ingar svo og beiting háþróaðrar tækni við bókasafnsrekstur og upplýsingamiðlun. Könnuð er staða Norðurlandanna hvers um sig að þessu leyti, tilhögun mennt- unar borin saman og leitað leiða til nánari samræmingar og sam- starfs. 2. Tölvubúnaður sem hjálpar gagn í daglegri starfsemi vísinda- bókasafna. Það gerist nú æ algengara að bókasöfn, einkum hin stærri, létti sér reksturinn með beitingu tölvutækni, svo sem við bókakaup, skráningu bókakostsins og útlán. Að því hlýtur að koma fyrr en síðár, að bókasöfn hér á landi hagnýti sér þessa tækni. Við athugun á því kemur einkum til mat á kostnaði, þ.e. hvenær slíkur búnaður hefur lækkað nægilega í verði og umfang starfsemi í söfnunum hér aukist að því marki, að beiting aukinnar sjálfvirkni verði hagkvæm. 3. Skipulagsmál rannsóknar- bókasafna, stjórnsýsla og sam- starfshættir. Metin er og borin saman staða safnanna í hverju landi. Kemur þá m.a. til athugunar samhæfing hefðbundins bóka- safnsrekstrar og nýtísku upplýs- ingamiðlunar, sem byggist einkum á rekstri tölvuvæddra upplýsinga- banka; einnig er athugað hversu háttað er yfirstjórn safnkerfisins og nauðsynlegum tengslum þess við rannsóknarstarfsemi og æðri menntastofnanir í hverju landi fyrir sig. Á þinginu er kynnt starfsemi NORDINFO. Þar er um að ræða rúmlega ársgamla stofnun, sem vinnur að málefnum rannsóknar- bókasafna og upplýsingaþjónustu á Norðurlöndum. Starfar hún á vegum stjórnvalda og nýtur opin- berra fjárveitinga til starfseminn- ar. Islendingar gerðust aðiiar að Sambandi norrænna rannsóknar- bókavarða 1966. Færeyingar og Grænlendingar eiga ekki aðild að samtökunum enn sem komið er. En að þessu sinni var landsbóka- Ennþá kostar AMIGO aðeins kr.1.420 þúsund SKODA AMIGO Nú er rétti tíminn til aó fjárfesta - góó greióslukjör JÖFUR AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600 Frá þingi Norrænna rannsóknarbókavarða, en það sitja um 130 þátttakendur, þar af um 30 íslendingar. vörðunum í Færeyjum og Græn- landi boðið að sækja þingið, og kom hinn síðar nefndi að nokkru leyti í boði Norræna hússins. Segja þeir frá söfnum sínum á þinginu. Landsbókasafnið í Godtháb á Grænlandi er í nýlegri byggingu sem reist var í stað þeirrar sem brann fyrir 10 árum, og nýtt landsbókasafnshús er í byggingu í Þórshöfn í Færeyjum. Þingfulltrúar hafa heimsótt Landsbókasafn og Stofnun Árna Magnússonar, kynnt sér starfsemi þeirra og skoðað sýningar, sem settar voru upp á báðum stöðum. Enn fremur eru þingfulltrúum kynnt byggingaráform um þjóðar- bókhlöðu. Þátttakendur í ráðstefnunni eru um 130, þar af um 30 íslendingar. Félagsdeild bókavarða í ísl'ensk- um rannsóknarbókasöfnum sér um þinghaldið að þessu sinni. Formaður deildarinnar er Kristín Þorsteinsdóttir, bókavörður á Landspítalanum. KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS Krístbjörn Árna- son skipstjóri Húsavík ÉGSPÁI: Fjöldi þingmanna er verður Alþýðubandalag 11 /3 Alþýðuflokkur 5 ? Framsóknarflokkur 17 /C Samfök frjálsl. og vinstri manna 2 / Sjálfstæðisflokkur 25 Zi Aðrir flokkar og utanflokka 0 O Samtals 60 CO Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. VIÐ VERÐUM VIO ALLA KJÖRSTAÐI. LÍTIÐ VIÐ HJÁ RAUÐA-KROSSINUM. ENGIN ALDURSMÖRK. + RAUÐI KROSS fSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR HÚSBYGGJENDUR-Einanpnarplast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.