Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 20
Tilgangur styrkja úr 20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 þjóðhátíðarsjóði „Til varðveizln og verndar verð- mætam lands og menningar” Frá Mývatni. Styrkur að upphæð 1.4 milljónir var veittur til Rannsóknastöðvar Náttúruverndarráðs við Mývatn til kortlagningar lífverusamfélaga í Laxá, Mývatni og nálægum vötnum. Verkefnið felst m.a. í könnun á gróðri og dýrum (einkum botndýrum) svo og botngerð, straumhraða og sýrustigi. Kannanir þessar eru taldar nauðsynlegar forsendur umhverfisverndar á svæðinu. UM miðjan mánuðinn var styrkjum úthlutað úr Þjóðhátíðar8jóði í fyrsta skipti, en pess hefur pegar verið getið í Mbl. hverjir styrki hlutu. Tilgangur Þjóðhátíðarsjóðs er sá, að veita árlega styrki til stofnana og annarra aöila, sem hafa paö verkefni að vinna aö varðveizlu og vernd verðmæta lands og menningar. Stofnfé sjóðsins er ágóöi af útgáfu Seölabanka íslands á Þjóðhátíöarmynt í tilefni af 1100 ára byggð á íslandi 1974. Fimm menn eru skipaðir í stjórn Þjóðhátíðar- sjóös til fjögurra ára í senn, en fyrstu stjórnina skipa nú Björn Bjarnason, formaður, Jóhannes Nordal, varaformaöur, Eysteinn Jónsson, Gils Guömundsson og Gísli Jónsson. Síðasta hefti Annála HIÐ íslcnzka bókmenntafé- lag fékk styrk að upphæð 750 þúsund til að ljúka útgáfu Annála 1400—1800. Forseti Bókmenntafé- lagsins, Sigurður Líndal prófessor, skýrði frá því, að félagið hefði byrjað útgáfu Annálanna árið 1922 en þeir ná yfir tímabilið 1400—1800. Þessi útgáfa væri svokallaðir yngri ann- álar, en eldri annálar hefðu komið út á síðustu öld. Frá árinu 1922 hefðu komið út tæplega fimm bindi, en síðasta bindið, þ.e. það fimmta, hefði gengið mjög hægt og ástæðurnar fyrir því væru af tvennu tagi, annars vegar væru handrit- in á ýmsan hátt erfið viðfangs og í öðru lagi hefði það gengið afarilla að fá menn til verksins. Sigurður sagði að það efnismagn sem eftir væri að gefa út væri mjög lítið, það svaraði um einu hefti, en hins vegar hefði miklu efni verið safnað til skráa, nafnaskráa o.fl. Það sem gera þyrfti væri að ljúka útgáfu texta og skráa yfir allt verkið. Aðspurður um hverjir hefðu unnið verkið fram að þessu, sagði Sigurður að 1.—3. bindi hefði Hannes Þorsteinsson þjóðskjala- vörður unnið, Jón Jóhann- esson prófessor hefði unnið 4. bindið og hluta 5. bindis og Þórhallur Vilmundarson það fimmta. Sigurður kvaðst vera mjög ánægður með styrk Þjóðhátíðarsjóðs. Hann sagði að styrkurinn myndi stuðla mjög verulega að framgangi verksins. En ekki væri að fullu ákveðið hver ynni þann hluta þess sem eftir væri. Styrkpegar úr sjóðnum leggja inn beiðni ásamt skýringum um til hverra nota styrkurinn er ætlaöur. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs metur síðan hverja umsögn og byggir á henni um fjárveitingu, að sjálfsögöu meö tilliti til fjárhagsgetu sjóðsins, en nokkur áherzla er lögð á sérgreind verkefni við matiö. Ráöstöfunarfé sjóðsins í ár nam 70 milljónum króna og var allt aö helmingi pess varið til styrkja samkvæmt umsóknum. Alls bárust 63 umsóknir um styrki aö fjárhæö um 235 millj. og voru 22 styrkir veittir að fjárhæð samtals 34.030.000 krónur. Fjórðungur af ráðstöfunarfé sjóðsins, 17.5 millj. króna, rann til Friðlýsingarsjóðs til náttúru- verndar og annar fjórðungur til varöveizlu fornminja og annarra menningarverömæta á vegum pjóðminjasafns. Mbl. ræddi við nokkra Þeirra sem fé hlutu úr sjóönum til að kynna svolítið til hverra nota féö er ætlaö. L Frá Þingeyri. Til viðgerðar á Þingeyrarkirkju var 1 milljón veitt, en kirkjan er byggð úr steini fyrir um 100 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.