Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 19 Sigurlaug Bjarnadóttir: „3. sætið ótvírætt baráttusætið,, Er við öllu búin en alls ekki svartsýn MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Sigurlaugu Bjarnadóttur sem skipar þriðja sætið á lista Sjálfstaeðisflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi og spurði hana um stöðuna í kosningabaráttunni og úrslit væntanlegra kosninga. „Kosningabaráttan er nú á enda hvað varðar fundi og sameiginlegar aðgerðir. En fólk er til síðustu stundar að huga að sínu og það er hægt að fullyrða það að kosningabaráttan hefur gengið mjög vel hér á Vestfjörð- um. Flestir framboðsfundirnir voru mjög vel sóttir og þar kom fram mikill áhugi fólks, því get ég sagt fyrir okkur sjálfstæðis- menn að við erum bjartsýnir á úrslitin. Þriðja sætið er ótvírætt bar- áttusætið, síðast var það upp- bótarþingsæti og nú klifa and- stæðingar okkar á því að það sé með öllu vonlaust að halda því. Ég tel alls ekki að svo sé, ég er við öllu búin en alls ekki svartsýn, þó svo að úrslitin séu auðvitað tvísýn. Þá hefur það gefið okkur byr undir vængi, að eftir framboðs- fundina höfum við sjálfstæðis- menn haldið 4 svokallaða hvatn- ingarfundi á fjórum stöðum í kjördæminu og þar hafa undir- Sigurlaug Bjarnadóttir tektir verið mjög góðar. Síðast hér á fimmtudag úti í Hnífsdal, þar sem norðurhlutinn kom saman, Isafjörður, Bolungarvík, Flateyri, Þingeyri og Suðureyri. Þar var að allra dómi alveg sérstaklega glæsilegur fundur," sagði Sigurlaug að síðustu. Fríhöfnin á Keflayíkurflugvelli: Fjármálastjóri og 3ja manna nefnd til athug- unar á rekstrinum UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur skipað Þórð Magnús- son rekstrarhagfræðing sérstakan fjármálastjóra Fríhafnarinnar á Keflavík- urflugvelli frá og með 15. júlí og einnig hefur verið skipuð þriggja manna nefnd til að gera athuganir á skipulagi og heildar; rekstri fyrirtækisins. í nefndinni sitja Hannes Guð- mundsson sendiráðunautur varnarmáladeildar utanrík- isráðuneytisins, Guðmund- ur Magnússon skrifstofu- stjóri embættis ríkisendur- skoðanda og Gunnlaugur Sigmundsson fulltrúi í fjár- málaráðuneytinu. Þessi skipan er niður- staða viðræðna sem fram hafa farið milli embættis ríkisendurskoðanda og utan- ríkisráðuneytisins um mál- efni Fríhafnarinnar, en rík- isendurskoðun hefur látið í Íjós óánægju með rekstur Fríhafnarinnar og meðal annars vakið athygli á mik- illi rýrnun hjá fyrirtækinu. r EFFEKTIVTDOBBELTDEODORANTSYSTEM ^ * MASKUUN- MEN VELEGNET TIL HELE FAMILIEM tN MASKUUN DEODORANTSÆBE Handsápa með deodorant, sem veitir tvöfalda vörn. m 1 Irish Spring er sem andblær frá írskum vordögum. Áhrifin haldast allan daginn með frískri ilmandi angan. Reynið sjálf hvernig Irish Spring sameinar áhrifaríka deo- dorant vörn og mýkt góðrar fjölskyldusápu. 1 hinum gnenu og hvitu röndumeru tveir deodorantar. seni gera Irish Spring að áhrifa- ríkri deodorantsápu. kurv shS ri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.