Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 Sýning Sveins Bjömssonar Sveinn Björnsson er stórtæk- ur þessa dagana. Hann er nýlega kominn heim frá Dan- mörku, þar sem hann hélt stóra sýningu í því virðulega og þekkta húsnæði, Den Frie. Þar er mikið pláss, og það þarf ekkert smáræði til að fylla þar alla sali, en Sveinn Björnsson kallar ekki allt ömmu sína. Hann er upptekinn af því að eltast við óknytta menn og^ stráka, en samt gefst honum tími til að vera mikilvirkur málari, og hefur hann fundið sér felustað í Krísuvík og málar þar mikið. Nú er Sveinn búinn að taka tvo sýningarstaði í brúkið hér í Reykjavík, svo að við fáum að sjá, hvað hann sýndi á dögunum í Den Frie. Hjá Dönum hlaut Sveinn góðar viðtökur, og það er ekki í fyrsta sinn. Hann hefur verið á ferð í Kaupmannahöfn nokkrum sinn- um með málverk sín, og eflaust hefur hann einnig verið þar á ferð að elta uppi syndaseli og líklegast þekktur þar í borg á tvennum vígstöðvum og fyrir mjög ólík störf. Það er Norræna húsið og Bogasalurinn, sem Sveinn Björnsson sýnir verk sín í sem stendur. Ekki veit ég, hvort þetta hefur nægt honum til að koma öllu því á framfæri hér, sem hann var með í Kaup- mannahöfn. í Norræna húsinu eru 52 verk til sýnis, og eru það bæði olíumálverk og vatnslita- myndir, ásamt krítarmyndum. Sama er að segja um Bogasal- inn; þar eru 20 verk, svo,a<k£iU samans eru .þér g ferð yfir 70 verk. Engiir þélrra eru frímerki, og m'örg eru risastór. Sveinn er dugnaðarforkur og setur ekki fyrir sig, að sum verka hans þekja nokkra fermetra. Það er raunverulega ótrúlegt, hverju Sveinn hefur getað afkastað, þegar það er vitað, að hann vinnur fulla vinnu daglega. Það á hér við að nota hugtak eins og: Sveini er ekki fisjað saman. Hann er eljumaður, sem ann sér engrar hvíldar við málverkið. Þau bera þess og merki. Flest þessi verk eru mikið unnin og liturinn lagður á þykkt og skapar á stundum sterk tilþrif, sem bera persónulegt svipmót Sveins sem málara. Sveinn er rómantískur í verkum sínum, stundum notar hann litinn til að gera hlutina dularfulla og skáld- lega, en ég held, að segja verði, að hann nái sterkustum áhrifum í litameðferð, því að teikning í verkum hans er hvergi nægilega mótuð á við litameðferð hans. Teikning hefur alltaf verið veikasta hlið Sveins sem mál- ara, og hefur það verið nokkuð ljóst, allt frá því hann hélt sína fyrstu sýningu. En hæfileikar Sveins verða ekki véfengdir, hvað litamerðferð snertir. Hann er að vísu nokkuð mistækur í verkum sínum, en það eru finnanleg ágæt verk á þessum sýningum, sem eru dálítið í ætt við visst tímabil í danskri list. Það kemur því ekki á óvart, þótt Danir hafi fundið skyldleika með verkum Sveins og t.d. Carl Henning Petersen. Einnig er það auðséð, að Sveinn hefur mikið lært af Cobra hópnum, sem Svavar Guðnason var einn af forvígismönnum í á sínum tíma. En Sveinn Björnsson er mjög sjálfstæður málari, og það er honum ekki til hnjóðs, að fram komi, að hann hefur haft nasasjón af fleiru en óknyttum og lögbrotum í Firðinum. Mynd- ir hans eru oft ágætar í lit, og ævintýrið er jafnan nærstætt. Því verður heldur ekki neitað, að stundum verður Sveinn nokkuð harðhentur við litina, og þá fer í verra. Af þessum línum má sjá, að mér finnst þessar sýningar misjafnar að gæðum, en það yrði of langt mál að fara út í að tíunda hvert verk hér. Danir urðu fyrir sterkum áhrifum af þessum verkum, og sumir urðu svo sjóveikir, að þeir höfðu orð á því í dómum sínum. Við hér við Faxaflóann erum svo vanir rokinu, að við kippum okkur ekki upp við smámuni, og Nlyndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON ... hafaldan rís hér við glugga okkar og seltan sest á rúðurnar. Þannig vilja Danir líta á okkur, og Sveinn Björnsson hefur eimitt þá eiginleika í verkum sínum að koma Dönum í opna skjöldu. Líklegast er myndlist Sveins Björnssonar eins og þeir í Danmörku vilja hafa hana á íslandi. Hvað um það, framtak Sveins að sýna í Kaupmanna- höfn er mikið áræði og Sveini til sóma. Hann hefur unnið slag- inn, og það er fyrir öllu. Ekkert veit ég um fjárhagshliðina, en eitt er víst, að þetta hefur verið ofsa dýrt fyrirtæki. Það sést meðal annars af þeirri sýning- arskrá, er Sveinn lét fylgja sýningu sinni í Kaupmanna- höfn. Ef ég man rétt, skrifaði ég mjög lofsamlega um fyrstu sýningu Sveins hér í fyrndinni, sn svo dvínaði áhugi minn á list Sveins, og nú er ég kominn í hring, því að ég hafði vissulega ánægju af þessum tveim sýning- um Sveins, þrátt fyrir allt bröltið í kringum listahátíð. Og að lokum vil ég taka það fram, að það eru önnur gildi sem gera þessi seinni verk Sveins Björns- sonar eftirtektarverð en þau, sem hann sýndi á fyrstu sýningu sinni. LAUN VERZLUNARMANNA ásamt verðbótaviðauka frá 1. júní 1978, skv. lögum: Byriunarlaun eftir 1 ár eftir 3 ár eftir 5 ár eftir 7 ár F1 laun meö vísit.án veröbóta- viðauka verö- bóta- viðauki laun með vísit.og veröbóta- viðauka laun meö vísit.án veröbóta- viðauka verð- bóta- viðauki laun með vísit.og verðbóta- viðauka laun með vísit.án verðbóta viðauka laun meö verð- vísit.og bóta- verðbóta- viðauki viðauka laun með vísit.án verðbóta viðauka verð- bóta- viðauki laun með vísit.og verðbóta- viðauka laun með vísit.án veröbóta viðauka laun með verö- vísit.og b<#ta- verðbóta- 'viðauki viðauka A. 1. 124.212 14.110 138.322. ‘ 2. 125.735 14.283 140.018 127.909 14.530 142.439 131.059 14.888 145.947 131.903 14.984 146.887 132.922 15.100 148.022 3. 127.949 14.535 142.484 130.212 14.792 145.004 132.292 15.028 147.320 133.769 15.196 148.965 135.526 15.179 150.705 4. 130.529 14.828 145.357 131.718 14.963 146.681 135.189 15.217 150.406 137.036 14.993 152.029 138.882 14.769 153.651 5. 135.342 15.198 150.540 137.637 14.920 152.557 142.376 14.346 ' 156.722 144.401 14.101 158.502 146.420 13.857 " 160.277 6. 139.239 14.726 153.965 142.010 14.391 156.401 147.052 13.780 160.832 149.207 13.519 162.726 • 151.361 13.258 164.619 7. 145.126 14.013 159.139 148.134 13.649 161.783 153.605 12.986 166.591 155.944 12.703 168.647 158.282 12.420 170.702 8. 151.767 13.209 164.976 155.039 12.813 167.852 160.998 12.091 173.089 163.540 11.783 175.323 166.086 11.475 177.561 9. 156.767 12.604 169.371 160.275 12.179 172.454 166.659 11.406 178.065 169.385 11.075 180.460 172.111 10.745 182.856 10. 166.476 11.428 177.904 170.371 10.956 181.327 177.456 10.098 187.554 180.485 9.731 190.216 183.513 9.365 192.878 B. 1. 118.001 13.405 131.406 121.514 13.804 135.318 124.506 14.144 138.650 125.308 14.235 139.543 126.276 14.345 140.6^1 C. 1. 74.527 8.466 82.993 2. 86.948 9.877 96.825 89.536 10.171 99.707 3. 93.159 10.583 103.742 4. 105.580 11.994 117.574 D. 1. 99.370 11.288 110.658 102.327 11.624 113.951 104.847 11.911 116.758 2. 105.580 11.994 117.574 108.723 12.351 121.074 111.400 12.655 124.055 Ofangreind iaunatafla sýnir iágmarkslaun verzlunar- og skrifstofufólks frá 1. júní 1978 skv. lögum: Nauösynlegt er aö gefa eftirfarandi skýringar meö launatöflunni. 1. Launin í fyrsta dálki innan hvers ramma (meö yfirskriftinni: „laun meö vísit. án verðbótaviðauka“) eru laun meö skertri vísitölu samkvæmt bráðabirgðalög- unum, en ekki endanleg mánaöarlaun. 2. Miödálkurinn innan hvers ramma (meö yfirskriftinni: „veröbótaviöauki"), er sú upphæð sem reikna á samkv. bráöabirgðalögunum og kemur í staö -skertrar vísitölu. Þessa upphæö á aö leggja viö þau laun, sem fólk hefur fyrir dagvinnu samkv. fyrsta dálki innan hvers ramma. 3. Þriöji launadálkurinn innan hvers ramma eru samanlagðar tölur 1. og 2. dálks og sýnir pví lágmarkslaun. 4. Rétt er aö undirstrika, aö þessi tafla sýnir lágmarkslaun verzlunar- og skrifstofufólks samkvæmt bráöabirgöalögunum. 5. Sérstök athygli skal vakin á eftirfarandi ákvæði í kjarasamningi V.R. við vinnuveitendur. „Starfsmaður, er nýtur betri kjara en í samningi pessum eru ákveðin, skal halda peim réttindum óskertum, meðan hann gegnir sama starfi.“ lunarmannafélag Reykjavíkur Ver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.