Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 Bridgesamband Austurlands Firmakeppni B.S.A. var haldin í aprflmánuði sl. 84 firmu, víðsvegar frá Austurlandi tóku þátt í keppninni og þakkar stjórn B.S.A. þeim fyrir stuðning þeirra og þátttöku. Firmakeppnin var jafnframt Austurlandsmót í einmenningi. Sigurvegari varð Vélaverkstæðið Víkingur, á Egilsstöðum. Spilari fyrir Víking var Sigfús Gunnlaugsson (B.F.), en hann varð einnig sigurvegari í einmenningskeppninni. Röð efstu firmanna varð þessi: 1. Vélaverkst. Víkingur, Egilsst. 2. Grafan s/f, Borgarfirði 3. Kaupfél. Héraðsbúa, Reyðarf. 4. Rafverkt. Sveinn Guðm. Egilsst. 5. Bókh.skrifst. Magn. Þórars. Eg. 6. Haukur Runólfsson, Höfn 7. dHótel Höfn, Höfn 8. Dagblaðið, umboð á Vopnafirði 9. Flugleiðir, umboð á Borgarf. 10. Tangi h/f, Vopnafirði Einmenningskeppni B.S.A. var haldin í aprfl s.l. 5 félög innan sambandsins tóku þátt í kcppninni. eða samtals 119 sþilarar. Spilaðar voru tvær umferðir, 60 spil og var alls- staðar spilað á sömu spilin. Keppnin var jafnframt firma- keppni B.S.A. Hér á eftir fer röð efstu stig spilari 1065 Sigfús Gunnlaugss. 1033 Jón Björnss. 1026 Einar Þorvarðars. 1016 Þórunn Sigurðard. 1014 Magnús Þórðars. 992 Gunnh. Gunnarsd. 990 Björn Júlíuss. 988 Hermann Guðm.s. 978 Páll Sveinss. 965 Þórður Pálss. Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON manna, þeirra, sem náðu yfir Magnús Þórðars. B.F. 1831 meðalskor. Eiríkur Guðmundss. B.H. 1830 stig. Víðir Péturss. B.R. 1821 Sigfús Gunnlaugsson B.F. 1967 Kristján Kristjánss. B.R. 1816 Einmenningsmeist- Einar Þorvarðars. B.R. 1814 ari B.S.A. 1978 Svava Gunnarsd. B:H. 1811 Páll Sveinsson B.B. 1938 Kristján Ragnarss. B.H. 1806 Hafsteinn Larsen B.R. 1895 Þórður Pálss, B.V. 1797 Sigurður Ágústss. B.F. 1882 Steinþór Magnúss. B.F. 1785 Jón Björnsson B.B. 1852 Garðar Jónss. B.R. 1787 Þórunn Sigurðard. B.F. 1860 Guðrún Hjaltadóttir B.F. 1780 Jósef Þorgeirss. B.V. 1832 Jón J. Sigurðss. B.H. 1780 Mótmælti með- ferðinni á Orlov — er nú sjálfur fyrir rétti Moskvu, 28. júní — AP. JOSEPH Begun, baráttumaður fyrir málefnum Gyðinga í Sovét- rikjunum, kom fyrir rétt í Moskvu á miðvikudag ákærður fyrir brot gegn lögum um vega- hréf að sögn ættingja hans. Begun var mjög veiklulegur í réttarhöldunum, en hann hefur verið í hungurverkfalli samtals í 40 daga. Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 1 árs veru í þrælkunarbúðum. Hann var handtekinn 17. maí s.l. fyrir framan dómshúsið í Moskvu þegar Jury Orlov var fyrir réttin- um, en yfirvöld hafa sagt að hann hafi verið í óleyfi í borginni en hann var að afplána 1 árs dvöl í Siberíu frá 1. júní 1977 fyrir sníkjulifnað. Begun hefur barist fyrir því að fá leyfi til að flytjast til Israels s.l. sjö ár og hefur þess vegna misst starf sitt sem raf- eindafræðingur. Trésmið- ir á Akra- nesi kaupa sumarhús Á FUNDI hjá Trésmíðafélagi Akraness í vetur var ákveðið að ráðast í kaup á nýju sumarhúsi að Svignaskarði í Borgarfirði. Húsið er hið vandaðasta að allri gerð og smíðað af Trésmiðju Sigurjóns & Þorbergs h.f. Akranesi. Verður það tilbúið í júlíbyrjun og hefur þegar verið úthlutað nokkrum vikum til félagsmanna. Trésmíðafélag Akraness hefur ákveðið að efna til samkeppni um merki félagsins. 20 þús. kr. verð- laun verða veitt fyrir bezta merkið. Einkennsistafir félagsins eru T.F.A. Tillögum um merki má skila til Elíasar Jóhannessonar, Esjubraut 33, Akranesi, fyrir 15. júlí 1978. (Frá. T.F.A.) Afmælis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þanntg verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mcga ekki vera í sendibréís- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Leiðrétting MEINLEG villa varð í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag þegar sagt var frá þeim, er eiga sæti í hreppsnefnd Skútustaðahrepps fyrir næsta kjörtímabil, en þeir eru: frá H-lista Jón Illugason og Hallgrímur Pálsson, frá I-lista Kristján Ingvarsson og Sigurður Þórisson og frá S-lista Hermann Kristjánsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Við vorum óheppin með nágranna. Satt að segja fluttumst við búferlum, af því að þeir voru þrasgjarnir og ósáttfúsir. Nýju nágrannarnir cru þó sýnu verri. Þeir fleipra um náungann, auk þess sem erfitt er að skipta við þá. Hvað getum við gert? Hvernig gátu nágrannarnir yðar þrasað, nema þér þrösuðuð við þá. Hvernig vitið þér, að nýju nágrannarnir yðar tala illa um náungann, nema vegna þess, að þér leggið eyrun við tali þeirra? Lífið er eins og spegill. Þegar við erum þrasgjörn, endurspegla aðrir þá hegðun. Fleipur fæðir af sér fleipur. Og á líkan hátt, vinsemd gerir aðra vingjarnlega. Ljúfmennska kallar á Ijúfmennsku, og kærleikur vekur kærleika. í mörgu sambýli er fólk, sem kvartar undan kulda manna á milli, en á sama stað kunna að vera margir, sem segja, að þetta sé bezti staðurinn, sem þeir hafi lifað á. Mismunurinn er oft andrúmsloftið, sem við látum sjálf af okkur leiða. Ef ég væri þar kominn, sem mér fyndist þumbarahátt- ur og ósáttfýsi ráða ríkjum, mundi ég byrja á því að líta í eigin barm, því að í hverju samfélagi er bæði gott fólk og slæmt. Biblían segir: „Það, sem maður sáir, það mun hann og uppskera.. sá, sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun; en sá, sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf.“ (Gal. 6,7—8). Sáið góðu sæði, og uppskeran verður góð. — Kirkjuleg... Framhald af bls. 1 sem þær koma fram í þessa dagana, frá þessu fræga tízkuhúsi, þar með talinn hvíti brúðarkjóll- inn, sem Karólína klæðist á morgun. Það hefur vakið athygli að mæðgurnar hafa báðar verið í velheppnaðri megrun að undan- förnu. Brúðargjöf Mónakó-manna til Karólínu eru eyrnahringir alsettir demöntum og silfurborðbúnaður að auki. — Kambódía Framhald af bls. 1 Ástandið á landamærum ríkj- anna hefur verið ótryggt allt frá sigri kommúnista í Indókína fyrir þremur árum, en upp úr sauð fyrir síðustu áramót, og er þá talið að um 60 þúsund víetnamskir her- menn hafi gert innrás í Kambódíu. Skömmu eftir innrásina drógu Víetnamar sig í hlé, án þess að viðhlýtandi skýring fengist á þeirri ákvörðun, en ýmsir telja að Kínverjar hafi beitt áhrifum sínum i því máli. Kínverjar hafa stutt Kambódíumenn í deilum þeirra við Víetnama, en samkomu- lag Kínverja og Víetnama hefur verið með versta móti að undan- förnu. — Enn eitt Framhald af bls. 1 Spánar þannig að ofbeldisaðgerð- um af völdum ETA linnti eftir níu ára stanzlausar ýfingar og voða- verk. Þrír vopnaðir menn réðust að Portell þegar hann var á leið til vinnu sinnar í morgun. Vanfær kona hans og fimm börn heyrðu skothríðina en tilræðið átti sér stað fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem fjölskyldan býr. Talið er að opið bréf 42 menntamanna, sem Portell birti í blaði sínu, hafi orðið til þess að egna hryðjuverkamenn- ina, en í bréfinu var því meðal annars haldið fram að varlegt væri að treysta því að ETA-menn stæðu við orð sín og því væri til lítils að ganga til samninga við þá. — Vá er fyrir dyrum Framhald af bls. 21 fá í sinn hlut 6000 tonn síldar við vesturströndina árlega, kunna vel að endurskoða samn- inga, er þær hafa þegar gert við Breta. Og hversu skilningsríkar sem hinar bandalagsþjóðirnar kunna að vera gagnvart síld- veiðibanninu er hætta á að sú pólitíska freisting að líta á bannið sem vott um sérplægni Breta í fiskimálum verði samúð- inni yfirsterkari. Talið er að Skotar muni því aðeins fallast á bann gegn sínum fiskimönnum að öllum útlendingum verði vísað frá einnig og að brezka stjórnin leggi eitthvað af mörkum við þá á móti. Aðalframkvæmdastjóri Skozka fiskimannasambands- ins, James Lovie, sagði í síðustu viku: „Ef við erum að vernda síldina fyrir komandi kynslóðir fiskimanna Efnahagsbandalags- landanna, munum við vænta stuðnings og leyfis til að verða fyrstir til að fá að veiða allan hámarkskvótann þegar stofninn hefur rétt við aftur.“ Um þessar mundir munu vera um 24 skip að síldveiðum úti af Stornoway, Ullapool og Mallaig. Þótt Bretum hafi verið leyft að veiða 39000 tonn hafa þeir sett sjálfum sér mörk sem nema 300 tonna hámarksveiði á viku með það fyrir augum að stuðla að verndun fiskstofna. En jafnvel þetta magn, sem talið er alger- lega skaðlaust fyrir stofninn, mun einnig hverfa úr sögunni. Þrátt fyrir að gæftir á síld hafi ekki verið eins slæmar um 20 ára skeið hefur verðlag verið fiskimönnum hagstætt. Af þess- um sökum hefur afkoma fiski- manna verið góð og það orðið til þess að fiskvinnslustöðvum hef- ur borizt nóg til að skrimta. Sá grunur manna að Bretar myndu leggja sig í framkróka um að'fá sérsamning til handa skozkum veiðimönnum reyndist ekki á rökum reistur. Er því raunveruleg vá fyrir dyrum í skozka síldariðnaðinum. Ein síldvinnslustöð í Fraserburg neyddist tl að loka fyrr á þessu ári og öðrum á austurströndinni er haldið í gangi með því einu móti að taka einnig við bolfiski, flytja inn frysta síld frá Kanada og að sfjórnin greiði um 20£ framlag með hverjum verka- manni. Um 1800 manns vinna samtals í þessum stöðvum. Ríkisstjórnin mun þurfa að vinda bráðan bug að því að leysa þann vanda, sem hér er á ferð, ef það hefur ekki verið gert nú þegar lifibrauð fjölda manns er í veði og afkoma samfélaga, sem algerlega eru háð fiskiðnaði. Verða Skotar e.t.v vitni að því að þessi hefðbundni atvinnuveg- ur þeirra, að reykja og salta síld, fyrnist í þjóðarminningunni? — Járnblendi- félagið... Framhald af bls. 29. félaginu þá jafnframt settar nýjar samþykktir. Þann dag gekk aðal- samningurinn einnig formlega í gildi. I aðalsamningnum er svo ákveð- ið, að íslenzka járnblendifélagið skuli starfrækt með beztu hags- muni hluthafa þess, starfsmanna og hina íslenzka þjóðfélags fyrir augum. „Standa vonir til þess, að sögn forráðamannafélagsins, að fyrirtækið verði traustur hlekkur í hagþróun á Islandi og lyftistöng í atvinnumálum í heimahéraði sínu.“ — Skák Framhald af bls. 15 geröi sjö jafntefli og tapaöi sex skákum. Vinningshlutfall hans var því tæp nítíu af hundraöi, sem veröur aö teijast allgott, því aö auövitað var ekki hverjum sem er leyft aö etja kappi viö stórmeistarann. Skák þáttarins í dag er einmitt frá einu af þessum fjölteflum. Þegar við förum yfir slíkar skákir frá hinum góöu gömlu dögum sjáum viö oftast Aljekín eöa álíka jöfur fórna öllu liöinu gegn einhverjum N.N. og máta hann síöan. Svo er þó ekki í þetta skipti, hér er þaö óbreyttur Norö- maöur sem tekur heimsmeistara- kandídatinn illilega í karphúsiö: Hvítt: Viktor Korchnoi, Sviss Svart: Tryggve Nalum, Noregi Sikileyjarvörn 1. 64 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — e5 (Lasker afbrigöiö, sem viröist alls staöar vera efst á vinsældarlistanum um þessar mundir) 6. Rdb5 — d6, 7. Rd5l? (Þessi leikur öölast sífellt meiri vinsældir. Áöur var hér ætíö leikið 7. Bg5 eöa 7. a4) Rcd5, 8. exd5 — Re7, 9. c4 — Rg6 (En alls ekki 9. .. ,a6, 10. Da4!) 10. Da4 — Bd7,11. Db4 — Bxb5, 12. Dxb5+ — Dd7, 13. Db3? (í hernaöi eru þaö alltaf mistök aö hörfa og svo er einnig hér. Eftif 13. a4 — a6, 14. Dxd7+ — Kxd7 hefur hvítur betra endatafl vegna biskupa- pars síns) Be7 14. Be2 — 0-0, 15. 0-0 — b6 (Svartur ber greinilega mikla viröingu fyrir andstæöing sinum og byrjar á því að verjast framrásinni c4 — c5 áöur en hann blæs til sóknar). 16. Be3 — 15, 17. f3 — Dd8, 18. Kh1 — Bg5 (Svarta staöan er nú þegar þægi- legri. Svartur hefur góöa sóknar- möguleika á kóngsvæng á meöan hvítur kemst lítiö áfram hinum megin á boröinu) 19. Bg1 — Rf4, 20. Bd1? (Hvítur skilur menn sína eftir í reiöileysi. Mun betra var aö freista þess aö byggja upp varnarstööu meö 20. Hfe1 og síöan 21. Bf 1) Hc8 21. Da4 — Hc7, 22. b3 — DI6, 23. Da3 — Dh6, 24. Db2 — Rh5l (Hótar máti) 25. Bf2 — Bf4, 26. Kg1? (Hvíta staöan var að vísu mjög erfiö, en nauösyniegt var 26. h3) Bxh2+U (Upphafiö á skemmtilegri fléttu sem heföi átt að leiöa tafarlaust til máts) 27. Kxh2 — Rg3+I, 28. Kxg3 — f4+? (Eftir 28. .. ,g5! er hvítur óverjandi mát. T.d. 29. f4 — gxf4+, 30. Kf3 — Dh5 mát. Hinn geröi leikur nægir þó einnig) 29. Kg4 — Hf5l, 30. Bh4 — Hh5, 31. Df2 — g5, 32. Hh1 — Hg7, 33. Be2 — gxh4+, 34. Kh3 — Hg3+I (Hvítur er gjörsamlega varnarlaus) 35. jkh2 — h3, 36. Kg1 — Hxg2+, 37. Dxg2 — hxg2, 38. Hxh5 — Dxh5, 39, Kxg2 — Df5, 40. Hc1 — Kf7, 41. jkf2 — Dh3, 42. Hg1 — e4l og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.