Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 25
Árni Björnsson:
Um „milljóna-
félag stúdenta”
r
Oska eftir viðræðum
um loftferðasamning
í grein Margrétar Hermanns-
dóttur í Morgunblaðinu 22. júní s.l.
standa m.a. þessi orð:
„Aftur á móti hefur Þjóðminja-
safn stutt fjálglega „Þjóðhátta-
söfnun stúdenta" þrátt fyrir þá
staðreynd, að flestir þeir er að
söfnuninni hafa staðið hafa enga
fræðilega kunnáttu til að bera.
Hér gildir enn sem fyrr í afstöðu
Þjóðminjasafns, að þeim mun
minni kunnátta, því dyggari er
stuðningur þjóðminjavarðar.
Eins og fram hefur komið í
þessum skrifum hér hefur þjóð-
minjavörður beint, sem óbeint
unnið gegn mér við fornleifarann-
sóknina í Herjólfsdal. Sömu sögu
er að segja um þátttöku mína og
annarra við könnun á byggðasögu
sveita sunnan Skarðsheiðar. Þar
hefur þjóðminjavörður hreinlega
reynt að hindra fjármögnun rann-
sóknarinnar og borið við fjárskorti
á sama tíma og milljónum hefur
verið ausið í „Þjóðháttasöfnun
stúdenta".
I grein Margrétar allri er
einkum veist að þjóðminjaverði og
mun hann sjálfsagt svara því. En
vegna tilvitnaðrar klausu hafa
ýmsir hlutaðeigendur komið að
máli við mig, og varð niðurstaðan
sú, að ég skyldi gera ofurlitla grein
fyrir fjármálum „Þjóðháttasöfn-
unar stúdenta“ árið 1976.
Sú greinargerð hefur reyndar
þegar birst í Arbók hins íslenzka
fornleifafélags 1977, en var auk
þess send öllum alþingismönnum
vegna þingsályktunar, sem sam-
þykkt var mótatkvæðalaust í maí
1977. En meginatriði hennar eru
þau, að „fyrirtækið" kostaði um 9
milljónir ísl. króna. Það fjármagn
fékkst með styrkjum og framlög-
um frá hundruðum aðila um land
allt, hreppsnefnda, sýslunefnda,
sparisjóða ungmennafélaga, kven-
félaga, og öðrum, sem vart tjáir að
nefna í svo stuttri athugasemd.
Eru þessum aðilum hér með
færðar bestu þakkir. Hitann og
þungann af þessari fjársöfnun
báru stúdentarnir sjálfir. Og það
var jafnvel átakanlegt, hversu
mikill hluti af vinnutíma sumra
fór í þá innheimtu. Reikningar
fyrir öllu þessu liggja hér á
safninu öllum opnir.
Beint framlag Þjóðminjasafns-
ins til þessarar söfnunar var því
miður mjög lítið, eða 200.000
krónur.
Safnið greiddi starfsmanni á
þjóðháttadeild hálf laun þetta
sumar, í tvo mánuði, en hann
annaðist m.a. fyrirgreiðslu fyrir
umrædda safnendur. Hinn helm-
inginn greiddi sjóður söfnunarinn-
ar. Illreiknanleg er hins vegar sú
aðstaða, sem þjóðminjasafnið
veitti varðandi síma, póstþjónustu
og „prestige“ o.s.frv. En slíkum
athöfnum er því lögum samkvæmt
skylt að gegna.
Þess má ennfremur geta, að
áðurnefnd fjárupphæð var veitt,
þegar ljóst var, að gróskumikið
undirbúningsstarf var hafið að
söfnuninni. I „könnun á byggða-
sögu sunnan Skarðsheiðar" hefur
Þjóðminjasafnið veitt þessa sömu
upphæð og rúmlega það. Einnig
ákváðu aðstandendur „Þjóðhátta-
söfnunar stúdenta" að leita ekki til
aðila á þessu svæði um fjárstyrk,
þar sem vænta mætti, að Margrét
og hennar samverkamenn gerðu
það. Ekki þarf lengur að fara í
grafgötur með það, að tal Margrét-
ar um milljónaaustur í „Þjóð-
háttasöfnun stúdenta“ úr sjóðum
Þjóðminjasafnsins, er á engum
rökum byggt.
Um kunnáttuleysi nenni ég vart
að ræða hér og nú. Samkvæmt
prófhroka Margrétar hefði Jónas
gamli frá Hrafnagili ekki haft
hundsvit á íslenskum þjóðháttum,
hvað þá vesalingur minn. Það gæti
orðið skemmtileg endurminninga-
bók að segja frá kynnum sínum af
skandínavískum og örðum
evrópskum og jafnvel norðurame-
rískum „þjóðháttafræðingum" og
þeirra vitsmunum gegnum árin.
En það verður víst að bíða.
Það gæti verið full ástæða til að
gagnrýna bæði núverandi og fyrr-
verandi þjóðminjavörð, ekki fyrir
kunnáttuleysi, heldur fyrir skort á
frekju. Þeir hafa ekki farið illa
með fé. Aftur á móti hafa þeir ekki
verið nógu ýtnir og kröfuharðir á
peninga frá yfirvöldum, til þess að
hafa úr meiru að spila.
28. júní 1978
Árni Björnsson.
MORGUNblaðinu barst I gær-
kvöldi fréttatilkynning, þar sem
segir að ríkisstjórn Bretlands hafi
óskað eftir viðræðum um núgild-
andi loftferðasamning milli ts-
lands og Bretlands, og muni við-
r
Ohapp í
flugtaki
Toronto 27. júní. — AP.
FARÞEGAÞOTA Flugfélagsins
Air Canada með 107 manns
innanforðs rann út af flugbraut
í flugtaki í Toronto í morgun og
hrapaði niður í gjá með þeim
afleiðingum að tveir biðu bana og
flestir sem voru í flugvélinni
slösuðust, fæstir þó alvarlega.
Flugvélin var tveggja hreyfla af
gerðinni DC-9 og var að fara frá
Toronto til Winnipeg og Vancouc-
er þegar flugstjórinn reyndi að
hætta við flugtakið. Flugvélin hóf
sig aldrei til flugs.
í fyrstu var talið að annar
hreyfill flugvélarinnar hefði bilað
en sumum farþegum heyrðist
hjólbarði springa í flugtakinu.
Talsmaður flugfélagsins sagði
að stél flugvélarinnar hefði bortn-
að af og að vængirnir hefðu
laskazt. Engin sprenging varð og
enginn eldur kom upp í flugvél-
inni.
ræðurnar hefjast I Reykjavlk
þann 4. júlí n.k.
Bæði Flugfélag íslands og Loft-
leiðir hafa flogið til Bretlands um
margra ára skeið, og nú svo til
eingöngu Flugfélagið slðan félög-
in voru sameinuð. Þá hefur Flug-
félag islands verið með ferðir
milli Glasgow og Kaupmanna-
hafnar um árabil, en f fréttum að
undanförnu hefur það komið
fram, að British Airways sæki nú
fast að hefja flug á þessari leið.
BEA flaug einnig til Íslands um
hrlð, en þær ferðir voru lagðar
niður fyrir nokkrum árum.
— Svona stór
Framhald af bls. 27
þeir hefðu ekki haft neitt að gera
með dreifingu slíkra flugmiða.
Þetta er satt. En textar af þessari
gerð sýna að þeir leita ekki
fylgjenda hvar sem vera skal. Það
er ekki hægt annað en óttast að
skammt verði þess að bíða, að
skrefið frá skóla fyrir ofvita og
yfir í skóla fyrir foringja verði
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Keflavík — Suöurnes
Til sölu m.a.
I Keflavík
einbýlishús og íbúöir 2ja—6
herb. Skipti möguleg.
2ja—4ra herb. íbúöir í smíöum,
ennframur grunnur aö glæsilegu
raöhúsi.
Njarðvík
2ja og 3ja herb. íbúöir í smíöum
2ja, 3ja og 4ra herb. í eldra
húsnæði
Grindavík
Gott einbýlishús, hæö og ris.
Bílskúr. Sem nýtt næstum full-
gert einbýlishús ein og hálf
hæö. Innbyggöur bílskúr.
Höfum ennfremur tll sölu, nýjan
sumarbústaö í fögru skógivöxnu
umhverfi.
Elgna- og veröbréfasalan,
Hringbraut 90,
Keflavík.
Sími: 92-3222.
3ja herb. íbúö
á jaröhæö
til leigu. Sér hiti og rafmagn.
Tilboö um fyrirframgreiöslu og
fjölskyldustærö sendist Mbl.
merkt: „Austurbær — „0987“
fyrir 10. júlí.
Keflavík
Til sölu m.a. rúmgóö 3ja herb.
íbúö meö sér inngangi ásamt
stórum bílskúr. Verkstæðisskúr
meö tilheyrandi lóöarréttindum.
2ja og 3ja herb. íbúðir. Öll
sameign fullfrágengin. íbúöirnar
veröa tll afhendingar á árinu
1979.
Fasteignasalan,
Hafnargötu 27,
Keflavík, sími 1420.
Ég hef hugsaö mér aö heim-
sækja ísland í sumar, og vlli
gjarna hitta íslenska stúlku sem
gæti verið leiösögumaöur minn
til aö skoöa landiö og kynnast
íbúum þess.
Skrifiö til:
Mr. L.A. Grier,
box 5139,
Spartanburg, S.C. 29304,
U.S.A.
Munið sérverzlunina
meö ódýran fatnaö.
Verölistinn, Laugarnesvegi 82,
S. 31330.
Körfuhúsgögn
Teborö, stólar og borö. Kaupið
íslenskan iönað.
Körfugeröin, Ingólfsstr. 16.
Föstudagur 30. júní
kl. 20.00.
1. Þórsmörk. Gönguferöir viö
allra hæfi. Gist í húsi.
2. Landmannalaugar. Gist í
húsi.
3. Hagavatn — Jarlhettur —
Leynifossgljúfur. Gist í húsi.
Ath:
Miövikudagsferöir f Þórsmörk
hefjast frá og meö 5. júlí.
Síöustu gönguferöirnar á Vífils-
fell um helgina. Næturferð á
Skarösheiöi á Laugardags-
kvöld. Nánar auglýst síöar.
Sunnudagur 2. júlí
kl. 09.00
Ferö á sögustaói í Borgarfiröi.
Komiö m.a. aö Reykholti og aö
Borg. Leiösögumaöur: Óskar
Halldórsson, lektor.
Sumarleyfisferöir:
3.—«. júlí.
Esjufjöll — Breiða-
merkurjökull. Gengið eftir
jöklinum til Esjufjalla og dvalið
þar í tvo daga. Gist í húsi.
Óvenjuleg og áhugaverö ferö.
Fararstjóri: Guöjón Halldórs-
son.
8,—16. júlí.
Hornstrandir. Gönguferöir viö
allra hæfi. Gist í tjöldum.
a) Dvöl í Aóalvik. Fararstjóri:
Bjarnl Veturliöason.
b) Dvöl í Homvfk. Fararstjóri:
Tryggvi Halldórsson.
c) Gönguferö frá Furufiröi tll
Hornvfkur Með allan útbúnaö.
Fararstjóri: Páll Steinþórsson.
Siglt veröur fyrir Horn til Furu-
fjaröar í fyrri feröinni.
Verö kr. 23.000.-. Ferö meö
skipinu frá og til ísafjaröar
kostar 5000 kr.
Nánari upplýsingar á skrifstof-
unni.
Feröafélag íslands.
Föstud. 30/6 kl. 20.00.
1. Eiríksjökull, Stefánshellir,
Surtshellir o.fl. Fararstj.: Erling-
ur Thoroddsen.
2. Þórsmörk, tjaldaö í skjólgóö-
um skógi í Stóraenda. Göngu-
feröir viö allra hæfi.
Noröurpólsflug 14. júlí. Bráöum
uppselt.
Sumarleyfisferöir
Hornstrandir, 7.—15. júlí og
14.—22. júlí. Dvaliö í Hornvík.
Gönguferöir viö allra hæfi m.a.
á Hornbjarg og Hælavíkurbjarg.
Fararstj: Jón I. Bjarnason.
Grænland í júlf og ágúst.
Færeyjar í ágúst.
Noregur í ágúst.
Uppl. og farseölar á skrifst.
Lækjarg. 6a sími 14606.
Útivist.
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur f
safnaöarheimilinu í kvöld kl.
20.30. Robin Baker frá Englandi
talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Séra Halldór S. Gröndal.
Nýtt líf
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Hamraborg 11. Ungt fólk
talar, syngur og biöur fyrir
sjúkum.
Allir velkomnir.
Sumarferð
Nessóknar
verður farin n.k. sunnudag 2.
júlí. Lagt af staö frá Neskirkju
kl. 9 árdegis. Ekiö um söguslóö-
ir Njálu.
Bræðrafélag
Neskirkju
býöur eldra safnaöarfólki til
feröarinnar eins og undanfarin
ár.
Nánari uppl. og tilkynning um
þátttöku hjá kirkjuveröi í síma
16783 til fimmtudagskvölds.
30. júni til 2. júlí ferö á Heklu.
Allar nánari upplýsingar á skrif-
stofunni Laufásvegi 41, sími
24950.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
Útboö
Umbúðamiðstööin h.f. óskar eftir tilboöum
í byggingu iönaöarhúss aö Héöinsgötu 2,
Reykjavík.
Útboösgögn veröa afhent á verkfræöistofu
Stefáns Ólafssonar h.f., Suöurlandsbraut 4,
Reykjavík, gegn 20 þús. kr. skilatryggingu.
Tilboö veröa opnuö á sama staö þriöjudag-
inn 11. júlí kl. 11.00.
Tilboð
Tilboö óskast í aö skipta um járn og mála
glugga aö utan á fjölbýlishúsinu Meistara-
vellir 31—35. Tilboöið tilgreini:
1. Verö á efni og hvaöa efni.
2. Verö á vinnu.
3. Nákvæma vinnulýsingu og hvaöa
ábyrgö tekin er á efni og vinnu.
Réttur áskilinn til aö taka hvaöa tilboöi sem
er eöa hafna öllum. Tilboö skilist til Sonju
Egilsdóttur Meistaravöllum 35 fyrir 8. júlí.
húsnæöi f boöi
Húsnæði til leigu
fyrir skrifstofu eöa aöra álíka starfsemi, á
2. hæö í Ármúla 27, 150 fm.
PALL ÞORGEIRSSON & CO.
Ármúla 27 — Sími 86100