Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 Norrænt lækna- kennslu- þingá Akureyri Akureyri 29. júní SJÖUNDA þing norræna lækna- kennslusambandsins var sett í hátiðarsal Menntaskólans á Akur- eyri klukkan 22 í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri sambandsins Jorgen Nystrup flutti stutt ávarp en síðan tók til máls dr. Jóhann Axelsson formaður undirbúnings- nefndar og setti þingið. Því næst flutti Gauti Arnþórsson yfirlæknir snjallt erindi á sænsku um Island og sérstaklega Akureyri og bauð alla aðkomumenn, karla og konur, Gauti Arnþórsson yfirlæknir á Akureyri ávarpar þingfulltrúa en Gauti vann að undirbúningi þingsins á Akureyri. hjartanlega velkomna til hins norðlæga þingstaðar. Að lokum talaði prófessor Ole Vasz-Höckert forseti sambandsins. Þingið sækja 170 manns frá öllum ríkjum Norðurlanda og stendur þingið til 1. júlí. Sv.P. Lndirbúningsnefnd þingsins. Jóhann Axelsson, Jorgen Nystrup og Arinbjörn Kolbeinsson. Fulltrúar á sjöunda þingi norræna læknakennslusambandsins á Akureyri. Ljósm. Mbl.. Sv. P. Eysteinn Jónsson hættir formennsku í Sambandsstjóm „Á þessari löngu starfsævi hef ég nú varla nokkurn tíma tekið mér algjört frí. en það ætla ég að gera í sumar og svo sér maður til í haust. Eg á mér mörg áhugamál og ég hugsa nú að ég haldi áfram einhverri þátttöku í félagsmálum,1* sagði Eysteinn Jónsson er Mbl. ræddi við hann á Bifröst í Borgarfirði í gær, en á aðalfundi SÍS þar baðst Eysteinn undan endur kosningu sem formaður og þar með í stjórn Sambandsins. en í henni hefur hann setið í 34 ár, verið varaformaður frá 1946 og formaður síðustu þrjú árin. „Ég er eiginlega búin að standa í félagsmálabaráttunni og þá pólitíkinni mest í 50 ár, því ég byrjaði af fullum krafti 1928“, sagði Eysteinn. „Ég verð nú 72 ára í haust og ég tel að menn á mínum aldri eigi ekki að Líður fram yfir helgi þar til forsetinn óskar eftir svörum — segir Lúðvík Jósepsson „ÞAÐ gerðist ekkert annað en að málin voru rædd lauslega og almennt og það líður fram yfir helgi þar til forsetinn óskar eftir beinum svörum", sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins er Mbl. spurði hann í gærkvöldi um fund hans með forseta íslands í gærmorgun. Lúðvík sagði að hann hefði tilkynnt forsetanum að það væri ljóst að Alþýðubandalagið yrði ekki reiðubúið til að svara beinum spurningum varðandi stjórnarmyndun fyrr en eftir helgina, þar sem ekki verður fundur í Alþýðubandalaginu fyrr en á mánudaginn. Mbl. tókst ekki að ná tali af formönnum hinna stjórnmála- flokkanna þriggja sem gengu á fund forseta Islands í gær- morgun, en meðfylgjandi mynd- ir eru frá fundum Kristjáns Eldjárns með Geir Hallgríms- syni formanni Sjálfstæðis- flokksins, Lúðvík Jósepssyni formanni Alþýðubandalagsins, Benedikt Gröndal formanni Alþýðuflokksins og Ólafi Jóhannessyni formanni Fram- sóknarflokksins. 25 kaupfélög skiluðu hagnaði en 16 halla — Halli umfram hagnað varð 193,7 millj. kr. "emursamtais94.2miiij.kr.,en i6 ° felog skiluðu halla, og nemur hann samtals 287.9 millj. kr. Halli umfram hagnað hjá félögunum er því 193.7 millj. kr. Á síðasta ári var samsvarandi tala hins vegar hagnaður umfram halla að upp- hæð 22.4 millj. kr.“ Sambandskaupfélögin voru 49 í árslok 1977. Félagsmenn þeirra voru 42.164 í árslok og fjölgaði þeim um 986 á árinu. segir í frétt frá Sambandinu. „Skýrslur Hagdeildar um starf- semi félaganna árið 1977 liggja nú fyrir, og eru í þeim upplýsingar um rekstur og afkomu 42 félaga. Samkvæmt þeim var velta félag- anna 62.207 millj. kr. og skiptist hún þannig: Sala vöru og þjónustu er 40.241 millj., sala landbúnaðar- afurða 15.867 millj. og sala sjávar- afurða 6.099 millj. kr. Velta félaganna jókst um 34.7% á árinu. Ef rekstrarafkoma allra félag- anna er lögð saman, kemur í ljós, að 25 félög skiluðu hagnaði, sem vera á oddinum við stórfelld verkefni, sem krefjast mikillar vinnu af sinni forystu." Þegár Mbl.1 spurði Eystein hvort ævisaga væri væntanleg frá hans hendi svaraði hann: „Ég hef nú ekki skrifað neitt ennþá, því ég hef ekki haft neinn tíma til að hugsa aftur á bak. Hins vegar veit maður aldrei hvað maður fer að hugsa, þegar léttir á manni.“ Hvalveiðar Eskimóa í Alaska takmarkaðar FULLTRÚAR íslands sátu hjá á fundi undirnefndar Alþjóðahval- veiðiráðsins í London í gær þegar greidd voru atkvæði um tillögu um minnkun á hvalveiðum Eskimóa í Alaska. Fulltrúar Eskimóanna gengu af fundinum og sögðu eftir á að þeir teldu sig alls óbundna af ákvörðuninni sem gerir ráð fyrir Framhald á bls. 19 Kári Jónasson formaður B.Í. KÁRI Jónasson fréttamaður á útvarpinu var kosinn formaður Blaðamannafélags íslands á aðal- fundi félagsins í gærkvöldi. Aðrir í stjórn eru Bragi Guð- mundsson Vísi, Fríða Björnsdóttir Tímanum, Ómar Valdimarsson Dagblaðinu og Sigtryggur Sig- tryggsson Morgunblaðinu og vara- menn Atli Steinarsson Dagblað- inu, Helgi E. Helgason sjónvarp- inu og Úlfar Þormóðsson Þjóðvilj- anum. Magnús Finnsson fráfar- andi formaður gaf ekki kost á sér til stjórnarkjörs. í launamálanefnd félagsins voru kjörnir Bragi Sigurðsson Dagblað- inu, Elías Snæland Jónsson Vísi, Fríða Björnsdóttir Tímanum, Haukur Helgason Dagblaðinu, Magnús Finnsson Morgunblaðinu og Úlfar Þormóðsson Þjóðviljan- Kári Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.