Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978
15
krafta eins og Frank Sinatra,
Ava Gardner og Gary Grant.
Brúðurin ber nú nafnið
Caroline Marguerite Louise
Grimaldi Junot prinsessa.
Philippe Junot fær engan titil
og hefur ekkert tilkall til
hásætis Rainiers fursta. Bróðir
Karólínu, Albert, er ríkisarfi.
Þegr þúsundir ferðamanna og
Mónakóbúa höfðu hyllt
brúðhjónin á götunum bauð
furstafjölskyldan til garðveizlu
þar sem prinsessan og eigin-
maður hennar skáru brúðkaups-
tertuna sem var tveggja metra
stór.
Hljómsveit lék „Sweet
Caroline", „Get Me to the
Church on Time" og „I Love
Paris in the Springtime": Brúð-
hjónin ætla að búa í París og
eiga hús í Mónakó.
Ungar stúlkur klæddar þjódbúningum frá Mónakó bukka sigfyrir
brúðhjónunum, Karólínu prinsessu og Philippe Junot, að aflokinni
hinni kirkjulegu hjónavígslu i gœrdag. (Símamynd AP)
Útför Krags
gerð í dag
Kaupmannahöfn, 28. júní.
Reuter
FYRRVERANDI kanzlari
Vestur-Þýzkalands, Willy
Brandt. er efstur á lista yfir
erlenda forystumenn úr röðum
jafnaðarmanna, er viðstaddir
munu verða útför Jens Otto
Krags, fyrrverandi forsætisráð-
herra Danmerkur, á föstudag, en
Krag lézt af hjartaslagi á
fimmtudag í síðustu viku.
Af öðrum erlendum jafnaðar-
mönnum, sem koma munu til að
vera við útförina, má nefna
austurríska kanzlarann, Bruno
Kreisky, fyrrverandi forsætisráð-
herra Noregs, Trygve Bratteli, og
fyrrverandi utanríkisráðherra
Svíþjóðar, Sven Anderson. Kom
þetta fram hjá fréttaþjónustu
danska jafnaðarmannaflokksins í
dag.
Krag var forystumaður danska
jafnaðarmannaflokksins lengst af
á árunum eftir stríð.
Svíar
þyngja6
samsær-
isdóma
Stokkhólmi 29. júní AP
SÆNSKUR áfrýjunarréttur
þyngdi í dag dóma yfir sex manns
sem áður hafa verið dæmd fyrir
þátttöku í samsæri um að ræna-
Anna-Greta Lejon fyrrverandi
ráðherra í apríl í fyrra.
Tvær konur, 20 og 32 ára
gamlar, sem höfðu verið Iátnar
lausar skilorðsbundið, voru dæmd-
ar í tveggja ára fangelsi, Þær voru
dæmdar vegna náins sambands við
* Norbert Kröcher, vestur-þýzkan
hryðjuverkamann, sem lögreglan
taldi höfuðpaur samsærisins og
. var framseldur til Vestur-Þýzka-
lands.
Fjórir dómar voru þyngdir, þar
á meðal yfir 34 ára karlmanni sem
fékk fjögurra ára og sex mánaða
fangelsi í stað fjögurra ára áður.
Tuttugu og eins árs gömul kona
var dæmd í þriggja ára fangelsi í
stað tveggja og hálfs árs og 22 ára
gamall karlmaður fékk tveggja
ára í stað eins og hálfs árs fangelsi
og skilorðsbundnum dómi yfir 32
ára karlmanni var breytt í þriggja
mánaða fangelsi.
Áfrýjunarrétturinn sýknaði
hins vegar sjöunda sakborninginn
30 ára gamla konu, og staðfesti
dóm undirréttar.
Skæruliðar fella
8 Rhódesiumenn
Lusaka 29. júní AP
ATTA rhódesískir hermenn féllu
þegar þeir réðust á bækistöð
skæruliða í Zambíu á sunnudag
að sögn skæruliðaleiðtogans
Joshua Nkomo í dag.
Hann sagði að skæruliðar hefðu
náð 10 rifflum og mikilvægum
skjölum af skæruliðunum og að
skæruliðaforinginn Alfred Nikita
Mangena hefði beðið bana þegar
hann hefði reynt að fjarlægja
ásamt öðrum jarðsprengju sem
rhódesísku hermennirnir komu
fyrir.
Jafnframt var í dag gerð útför
tólf brezkra trúboða og barna sem
skæruliðar myrtu á dögunum
nálægt þeim stað þar sem morðin
voru framin.
Við útförina mættu ættingjar,
kirkjunnar menn, vinir og
syrgjendur frá Rhódesíu og Bret-
landi og útförina einkenndi andi
fyrirgefningar.
Helmut Schmidt kanzlari sagði
í dag að loknum viðræðum við
Kenneth Kaunda forseta Sambíu í
Lusaka að Vestur-Þjóðverjar
mundu ekki senda hergögn eða
hermenn til Afríku en varaði við
alvarlegum afleiðingum sem það
gæti haft fyrir heiminn ef
friðsamleg lausn fyndist ekki í
Rhódesíu.
Níu sinnum reynt
að vega Mengistu
Nairobi 29. júní. AP
EÞÍÓPÍUSTJORN segir að níu
tilraunir hafi verið gerðar til að
ráða þjóðhöfðingjann Mengistu
Haile Mariam af dögum á undan-
förnum 10 mánuðum og að hann
hafi einu sinni særzt.
Útvarpið í Nairobi segir að
þessum tilræðum hafi staðið
„gagnbyltingasinnar undir stjórn
leiðsögn innlendra flugumanna"
sem hafi laumazt til áhrifa í
herbyltingarráðinu sem fer með
stjórnina í landinu og að tilræðis-
mennirnir hafi beitt eldvörpum,
vélbyssum og sprengiefni.
Fyrsta atlagan var gerð í
september í fyrra þegar aðaland-
stöðuhópur stjórnarinnar, Alþýðu-
byltingarflokkur Eþíópíu (ERPR),
hóf hryðjuverkaherferð gegn her-
byltingarstjórninni að sögn út-
varpsins.
Fyrstu fjórar tilraunirnar voru
gerðar þegar Mengistu var á leið
heim út vinnu að sögn útvarpsins.
Þátttakendurnir í þessum tilraun-
um voru 16 „leigumorðingjar", þar
af þrír sem Frelsisfylking Erítreu
færði til Addis Ababa á laun að
sögn útvarpsins.
Mengistu særðist í fjórðu til-
rauninni, sem var gerð til að ráða
hann af dögum í febrúar, þegar
hann reyndi að komast í jeppa
sínum inn í aðalstöðvar fjórða
herfylkisins en var hliðið lokað og
lífvörður hans varð að brjóta það
upp. Fjórða herfylkið var undir-
staða valda varaformanns herbylt-
ingarráðsins, Atnafu Abatem
ofursta, sem var tekinn af lífi í
nóvember fyrir meinta glæpi.
Útvarpið sagði að þeir, sem
væru í haldi vegna banatilræð-
anna, yrðu leiddir fyrir herrétt.
10 ástæður fýrir kaupum
á PHILCO
þvottavélum
.?‘ ®
Tekur inn heitt og kalt vatn. sem þýðir \ iðurkennt ullarþvottakerfi.
tíma og rafmagnsspamað. n
Vinduhraði sem er allt að 850 snún/-
nún, flvtir þurrkun ótrúlega.
3.
Stór þvottabelgur, sem tekur 5 kg. og
stórar dyr er auðvelda hleðslu.
8.
Fjöldi kerfa, sem henta þörfum og þoli
4 hitastig (32/45/60/90°C), sem lienta alls þvottar.
öllum þvotti. Q
\
**• Fullkomin viðgerðarþjónusta er ykkar
Spamaðarstilling fyrir vatn og raf- hagur. -
magn. JQ.
Verðið er mun lægra en á sambærileg-
3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í uin vélum.
vindu, tryggja rétta meðfcrð þvottar-
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655
PHILCO og fallegur
þvottur fara saman.