Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 Boðið samstarf —en því haf nað Greinargerð frá H-listanum í Bolungarvík Vegna viðtals við Guðmund Magnússon, bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, í dagblaðinu Tímanum þann 4. júní s.l. og ummæla Steingríms Hermanns- sonar á framboðsfundi hér í bæ fyrir skömmu, vilja bæjarfulltrúar H-listans í Bolungarvík taka fram eftirfarandi: Eftir að úrslit kosninganna 28. maí s.l. voru kunn, var sýnt að enginn einn listi hafði hreinan meirihluta. Því var ljóst, að viðræður urðu að fara fram milli aðila um það hvernig staðið skyidi að samstarfi á komandi kjörtíma- bili. Crslit kosninganna urðu sem hér segir: D-listi fékk 222 atkv. B-listi fékk 80 atkv. E-listi fékk 47 atkv. H-listi fékk 182 atkv. Mánudaginn 29. maí fóru fram óformlegar viðræður efstu manna D- og H-lista þar sem ýmsar hugmyndir voru ítarlega ræddar. Það var skoðun H-lista manna, að ekki væri æskilegt að mynda sérstakan meirihluta heldur ná fram samstarfi allra bæjarstjórn- armanna um stjórn bæjar- félagsins næstu fjögur árin. Eftirfarandi hugmyndir komu fram, sem ákveðið var að leggja fyrir alla frambjóðendur hvers lista fyrir sig. D-listi hefði forseta bæjar- stjórnar. H-listi fyrsta vara- forseta. B-iistinn annan vara- forseta. Bæjarráð skiptist þannig, að eitt árið væru tveir frá H-Iista og einn frá D-lista, síðan tveir frá D-lista o.s.frv. — Framsóknar- flokkur hefði ekki mann í bæjar- ráði en væri heimilt að hafa fulltrúa með tillögurétti og málfrelsi á bæjarráðsfundum. í 5 manna nefndum hefðu fram- sóknarmenn einn mann og sömu- leiðis einn mann í 3ja manna nefndum. Samband var haft við Guðmund Magnússon, bæjarfulltrúa B- listans, og honum skýrt frá ofangreindum hugmyndum og hann beðinn að kanna hug sinna manna til þeirra en síðan myndu bæjarstjórnarmenn hittast allir og ræða þær frekar. Frambjóðendur D- og H-lista héldu fundi hvor í sínu lagi, til þess að ræða áðurnefndar hug- myndir og samþ. báðir listar að ganga til samstarfs á þessum grundvelli. Seint á miðvikudagskvöld þann 31. maí hafði Guðmundur Magnús- son samband við Olaf Kristjáns- son og sagði honum að Uganda til Reykjavíkur með 1120 ferðamenn í DAG er væntanlegt til Reykja- víkur skemmtiferðaskipið Uganda, en með því koma 1120 ferðamenn á vegum National Trust for Scotland og er Magnús Magnússon hinn kunni sjónvarpsmaður í Englandi einn fararstjóra. framsóknarmenn höfnuðu sam- starfi nema að þeir fengju mann í bæjarráð. Á fimmtudag 1. júní kl. 13.00 var boðað til fundar með bæjarfull- trúum allra lista til frekari viðræðna. Guðmundur Magnússon mætti ekki til fundarins og var því hringt í hann af fundinum til þess að fá staðfestingu á símtali hans frá kvöldinu áður. Þá fóru fundar- menn þess á leit við Valdimar L. Gíslason og Ólaf Kristjánsson, að þeir færu á fund Guðmundar Magnússonar og ræddu við hann, sem og var gert, en án árangurs, þó voru framsóknarmenn kosnir í ráð og nefndir bæjarins. Það er því ekki rétt, að ekki hafi verið talað við kjörinn fulltrúa B-listans um samstarf. Þótt ekki hafi náðst samkomu- lag við B-Iistann um samstarf, er það von okkar að áfram verði góð samvinna milli bæjarstjórnar- manna og unnið verði af heilindum fyrir bæinn okkar. Af kynnum okkar við Guðmund Magnússon, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks- ins, trúum við að svo megi verða. fh. H. listans Valdimar L. Gi'slason. Inner-Wheel í Rvík stofnað 1974 í SAMBANDI við frétt í blaðinu í gær um félagsskapinn Int— er-Wheel skal þess getið að Inter-Wheel klúbburinn í Reykja- vík var stofnaður 1974 af Ingi- björgu Guðmundsdóttur, sem var fyrsti forseti hans. 7000 mill- jónir en ekki 7 00 I grein Eyjólfs Isfelds Eyjólfsson- ar, „Gengislækkun er óhjákvæmi- leg, sem birtist í Mbl. í gær varð sú prentvilla að 7000 milljónir urðu 700 í sambandi við útgreiðslu frystideildar verðjöfnunarsjóðs á heilu ári miðað við núverandi aðstæður. í greininni sagði Eyjólfur að inneign frystideildar Verð- jöfnunarsjóðs hefði verið 600 milljónir króna við upphaf yfir- standandi verðtímabils frá 1. júní: „Það sem af er árinu hefur orðið mikil magnaaukning í frystingu, eða um 20%, sem m.a. stafar af slæmri markaðsstöðu skreiðar og saltfisks. Miðað við núverandi aðstæður þýðir þetta rúmlega 7000 milljóna útgreiðslu frystideildar Verðjöfnunarsjóðs á heilu ári. Ef gert er ráð fyrir að þessi fram- leiðsluaukning haldist á yfirstand- andi verðtímabili, þá þarf sjóður- inn að greiða 550 milljónir á mánuði." EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AliGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 ÞANN 19. aprfl s.l. kaus ísraelska þingið, Knesset, Yitzhak Navon í embætti forseta landsins og er hann fimmti maðurinn sem gegn- ir því embætti. Einmitt þennan dag varð hinn nýi foreti 57 ára gamall og hann fékk meira fylgi í kosningunum á þinginu en áður hefur þekkzt í þrjátíu ára sögu Israels. Af 109 þingmönnum, sem viðstadd- ir voru, greiddu 86 honum atkvæði en Navon var einn í kjöri eftir að tveir fam- bjóðendur höfðu dregið sig í hlé þar sem fyrirsjáanlegur var lítill stuðningur við þá. Frá því að kjörið fór fram og þar til forsetinn tók við embætti sínu þann 28. maí s.I. varð það ljóst að varla hefur ríkt jafn mikil eining um forsetakjör síðan Chaim Wizman prófessor og fyrsti forseti landsins var kosinn til þessa starfa. Það mátti einnig af öllu marka að þessar kosningar voru sigur þjóðernistilfinninga yfir pólitískum hagsmunum. Verðleikar Navons forseta eru óumdeilanlegir og mikilsverðir og arfleifð hans og uppruni, sem rekja má til Marokkó og Spánar, er liður í því. Hann er gæddur samblandi persónutöfra og gamaldags kurteisi. Því má svo bæta við að hann hefur til að bera skemmtilega kímnigáfu og vílar ekki fyrir sér að hlæja að sjálfum sér. Forsetinn nýi talar reip- rennandi mörg tungumál. Hann notar jafnan gleraugu. Hann hefur mjög mikla diplómatiska reynslu, því að á yngri árum vann hann í Nýr forseti ísraels Yitzahk Navon: andi falleg dökkhærð stúlka með blá augu og hafði unnið fegurðarkeppni sem haldin var fyrir „innfæddar" — eða Söbrur eins og konur fæddar í ísrael eru kallaðar — meðan hún var í hernum. Hún fæddist í Tel Aviv en foreldrar hennar höfðu flutzt frá Rússlandi Þau höfðu bæði setið þar ' fangelsi vegna afskipta sinna af Zionisma. Faðir hennar nam arkitektúr við Sorbonne og dó ungur og skildi eftir sig fapað aí löndam ham Forsetahjón ísraels Ofira og Yitzhak Navon. Kjöri hans sendiráðum Israels í Uruguay og Argentínu. Hann var sérlegur stjórnmálaritari Ben Gurions í tíu ár. Meðan hann gegndi því starfi heim- sótti hann ísland með yfir- manni sínum í september 1962. Þá daga, sem Ben Gurion og fylgdarlið hans dvaldi þar, átti Navon þess kost að hitta framámenn bæði á vettvangi stjórnmála og meðal menntamanna og listamanna, svo og úr hópi hins almenna borgara. Undirritaður sem var í ísraelska föruneytinu veitti því ótvírætt athygli að heim- sóknin hafði mjög hugnanleg og jákvæð áhrif á ísraelsku gestina. Þessa hefur Navon forseti minnzt hvenær sem tækifæri hefur gefizt. Hann minntist þessa einnig í fyrstu móttökunni sem hann hélt eftir embættistökuna. Iitzak Navon er fæddur í Jerúsalem. Afi hans í föður- ætt bdr titilinn Pasha og var einn af spánska aðlinum á þeim tímum. Uppruna fjöl- skyldu hans er þó að leita í höfuðborg Tyrklands sem var bráðabirgðastöð fyrir rússneska innflytjendur til ísrael. Móðurfjölskyldu hans kemur frá Marokkó. Afi hans í móðurætt kom til Jerúsal- em með fjölskyldu sinni í byrjun aldarinnar og trúði því að Elías spámaður hefði birzt sér í draumi. Stjórnmálaafskipti Nav- ons hafa nokkuð hindrað hann í að fást við ritstörf eins og hugur hans hefur þó staðið til. Hann hefur þó látið nokkuð frá sér fara og síðast en ekki sízt má nefna sögu hans um höfuðborgina „Sex dagar og sjö hlið“ og hefur sú saga verið færð í leikbúning. Ben Gurion krafðist mikils af fólki sem vann fyrir hann og fékk líka mikið lagt af mörkum af þess hálfu. Það var til að mynda ekki fyrr en Ben Guiron hafði látið af forsætisráðherraembætti að hinn dyggi samstarfsmaður hans tók sér tíma í að ganga í hjónaband. Hann kvæntist í júní 1963. Gifting hans vakti mikla athygli. Ofira Erez var brúður hans, heill- unga ekkju og tvær litlar dætur. Ofira Navon vann árum saman sem yfirsálfræðingur við Dan barnaspítalann í Jerúsalem og endurhæfing- arsálfræðingur fyrir Micha, samtök sem stofnuð eru í þágu heyrnarlausra og heyrnardaufra barna. Sem stendur vinnur hún hálfan daginn í menntamálaráðu- neytinu en á meðan eru börn þeirra hjóna tvö, Nira fimm ára og Erez fjögurra ára, á leikskóla. Ekki er ljóst hvort Navon forseti hefur hugsað sér að gera forsetaembættið í ísraei atkvæðameira en nú er. Hann er gætinn þegar slíkt er fært í tal við hann og hann vill sem minnst láta hafa eftir sér. Hvernig sem á málin er litið er kjöri hans fagnað og talið að enginn sé betur til þess fallinn að sinna því af reisn og virðuleika. I ræðu, sem hann flutti í Knesset eftir að hann hafði tekið við starfi, hvatti hann ekki aðeins Araba til að vinna að því að finna raun- hæfa lausn er stefnt gæti að varanlegum friði, en hann hvatti einnig þjóð sína til að endurnýja sig andlega, svo að ísrael gæti verið fyrirmynd- arland til orðs og æðis. Hann lauk ræðu sinni með orðun- um: „Skapa þú í mér, hreinan anda, ó, guð, nýjan og réttan anda." Eftir de. Fritz Naschitz, aðal- ræðismann íslands í ísrael

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.