Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 31 HREINN ÞRKUI I HELSINKI IIREINN Halldórsson hafnaði í þriðja sæti í kúluvarpskeppninni á heimsleikunum í frjálsum íþróttum í gærkveldi sem fram fóru í Ilelsinki. Kastaði Ilreinn kúlunni 19,98 metra sem er heldur lakari árangur en hann á best í ár. Hreinn sagði í viðtali við Morgunblaðið að sig vantaði meira öryggi í köst sín og að meðan hann ætti við meiðsli að stríða í fætinum væri það meira og minna heppni hvorum megin við 20 metraana kúlan lenti. — Ég kastaði 20.70 metra í upphituninni en náði mér aldrei almennilega á strik í sjálfri keppninni, sagði Hreinn. Sigurvegari í kúluvarpinu varð Bandaríkjamaðurinn A1 Feuer- bach, kastaði 20.33 metra, annar varð Finninn Staahlberg kastaði 20.14 m. Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobsson kepptu í kringlukasti en voru báðir all langt frá sínum besta árangri. Erlendur hafnaði í 6. sæti kastaði 57,98 og Óskar í 7. sæti kastaði KR vann ÍBA 3:1 KR-ingar sigruðu ÍBA 3—1 í úrvalsdeildinni á Akureyrar- velli í gærkveldi. Kári Arna- son skoraði mark ÍBA en þeir Sigþór Sigurjónsson og Olaf- ur Schram mörk fyrir KR. Eitt markanna var sjáifs- mark. Sigur KR var sann- gjarn. 56.80. Sigurvegari í kringlukasti varð Bandaríkjamaðurinn Mac Wilkins, kastaði hann kringlunni 66.36 metra, Wolfang Schmidt A-Þýskalandi varð annar með 66.30, og þriðji Finninn Tuomola með 60.78 m. Góður árangur náðist í all- mörgum greinum á mótinu og voru Bandaríkjamenn sérlega sigursælir. Moses frá Banda- ríkjunum sigraði í 400 m grindar- hlaupi, hljóp á 48.6, A-Þjóðverjinn Wolfang Hanisch sigraði í spjót- kasti kastaði 91.14. James Butt sigraði í þrístökki, setti nýtt bandarískt met stökk 17.24. Henry Rono sigraði í 3000 metra hindrunarhlaupi á 8.22.5. Þetta voru athyglisverðustu úrslit leik- anna. Islensku keppendurnir keppa næst í Stokkhólmi á DN Galan 3.-4. júlí. — þr. • Hreinn Halldórsson kúluvarpari er mikill kraftakarL Á diigunum er islenska landsliðid í frjálsum iþróttum var i boði bœjarstjórans í Haderslev í Danmörku gerði Hreinn sér lítið fyrir og lyfti ritara hœjarstjórans hátt á loft eins og myndin sýnir. Einherji — Leiknir Fásk. Leiknismenn áttu við mikla mann- eklu að stríða og reyndu að fá leiknum frestað, en án árangurs og fékk Einherji því sín auöveldustu tvö stig í sumar. Huginn — Sindri 0—5 Hér var um algera einstefnu cð raeða, eins og markatalan gefur til kynna. Staðan í leikhléi var 3—0 og því bættu Sindramenn tveimur mörk- um við í síðari hálfleik. Mörk þeirra skoruðu þeir Einir Ingólfsson (2), Grétar Vilbergsson (2) og Sigmar Óttarsson eitt. 3. deildin í f ullum gangi UM SÍÐUSTU helgi og í vikunni hafa farið fram allmargir leikir í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Hér fara á eftir úrslit peirra flestra, en umsagnir vantar um prjá leiki, par sem erfiðlega gekk að ná í forráðamenn félaganna. Þá eru fáein brögö að pví í fréttum okkar nú, aö upplýsingar um markaskorara eru ekki tæmandi. Mbl. hefur mikinn hug á að skýra frá úrslitum leikja í 3. deild og hvetur forráöamenn peirra félaga, sem við höfum ekki haft samband viö, aö hringja í íbróttablaöamenn Mbl. eftir leiki og láta í té upplýsingar. Höttur — Sindri 1—3 Það væri synd að segja, aö Sindri hefði átt rólega helgi, en þeir létu það ekkert á sig fá og unnu enn öruggan sigur. Staöan í leikhléi var 0—0, en í síðari hálfleik mótmæltu Sindra- menn lélegum bolta, fengu nýjan og þá fór allt að ganga betur. Ragnar Bogason skoraði tvívegis og Snorri Gissurarson einu sinni, en Snæbjörn Vilhjálmsson svaraði fyrir heima- menn með marki úr vítaspyrnu. Þór — Gríndavík 1—0 Þórsarar kræktu sér þarna í tvö dýrmæt stig, en þeir hafa ekki beint vaðið í þeim undanfarið. Sigurinn var sanngjarn og eina mark leiksins skoraði Stefán Garðarsson í síðari hálfleik. Leiftur — KS Þessum leik varð að fresta vegna þess að enginn dómari mætti til leiks og gerðist það sama reyndar víðar í 3. deildinni þessa helgina. í hinum tilvikunum hlupu heimamenn í skarðið, eða leikjunum var frestað, en við svo búið má ekki standa og kippa verður dómaramálum í liðinn, því að oft er mikil fyrirhöfn og kostnaður fyrir félögin er þau verða að sækja heim lið þeim víðs fjarri. Skallagrímur — Afturelding 1—4 Afturelding hafði mikla yfirburði og sigurinn hefði getað verið enn stærri, en staðan í hálfleik var 2—1. Leikmenn Aftureldingar bættu síðan tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Hafþór Kristjánsson skoraði þrennu í leiknum og Helgi Eiríksson það fjóröa. USVS — Víöir Leik þessum var einnig frestað vegna þess aö dómarar voru hvergi nærri. Víðismenn voru mættir til leiks og auðvitað kostaði það þá stórfé, fýluferðin. Dómaramálin verður aö laga í deildinni a.m.k. ættu skipaöir dómarar að sjá sóma sinn í því að boða forföll. Selfoss — Hekla 3—0 Sigur Selfyssinga var öruggur. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og voru þeir Sumarliði Guðbjartsson (2) og Sigurður Óttarsson þar að verki. í síðari hálfleik slökuðu heimamenn á og fengu yngri leikmenn að spjara sig, en mörkin urðu ekki fleiri. Njarðvík — Bolungarvík 3—0 Eiríkur Bóasson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og fyrir hlé bætti Gunnar Þórarinsson öðru marki við. Um miðjan síðari hálfleik skoraði Ómar Hafsteinsson þriðja markið með góðu skoti, var þetta skilnaðarmark Ómars, en hann leikur ekki fleiri leiki með Njarðvík í bráð, hann er að flytjast út fyrir landstein- ana. Tindastóll — Svarfdælir 1—0 Lið Tindastóls var betra í leiknum og var sigurinn því verðskuldaður. Hefði hann jafnvel getað orðið stærri, en þeir áttu tvö stangarskot, auk þess sem vítaspyrna fór forgörðum. Eina markið skoraði Karl Ólafsson og þaö dugöi til sigurs. Höttur — Hrafnkell 2—4 Sigurinn var nokkuð sanngjarn, en þó frekar í stærrra lagi miðað við gang leiksins. Staðan í leikhléi var 1—0 fyrir Hrafnkel. Mörk heimamanna skoruðu þeir Snæbjörn Vilhjálmsson og Finnur Ingólfsson. — gg. Gerry Rafferty: City to City Fáar, ef nokkur plata, sem út hefur komið á þessu ári, hefur vakiö jafn verðskuldaöa athygli og hlotiö jafn innilegar móttökur vestan hafs sem austan og plata Gerry Rafferty „City To City“, jafnframt sem lag af henni „Baker Street" nýtur nú gífurlegra vinsælda víöast hvar. „City To City“ er á góöri leiö meö aö ná sömu vinsældum hér sem annarsstaðar, og er það vel, því hér er á feröinni plata sem sameinar allt hiö besta í Engilsaxneskri pop-tónlist. Þaö er því eins gott aö þú farir aö tryggja þér eintak, nema þú hafið þegar veriö búinn aö því, og þá hefðirðu getaö sleppt því aö lesa þessa auglýsingu! Sammála? # HLJOMDEILD KARNABÆJAR Komid i Hljómdeild Karnabæjar og fáiö „City To City“ merki í barminn. Laugavegi 66, s. 28155. Glæsibæ, s. 81915. Austurstræti 22, s. 28155. Heildsölubirgðir Steinar h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.