Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 23 Magnús Jóhannsson sýnir í Hveragerði MAGNÚS Jóhannesson opnar málverkasýningu í blómaskálan- um Eden í Hveragerði föstudaginn 30. júní. Á sýningunni eru um 40 landslags- og sjávarmyndir, málaðar með vatnslitum eða pastellitum. Sýningin verður opin til 9. júlí n.k. Þetta er önnur einkasýning Magnúsar Jóhannessonar. Hann hefur ennfremur tekið þátt í tveimur samsýningum. Magnús hefur málað myndir um nokkurt árabil í frístundum sínum og sótt námskeið í teiknun og málun hjá Handíða- og myndlista- skólanum. „Köttur og mús” eftir Gunther Grass hjá AB KOMIN er út hjá Almenna bókafélaginu skáldsagan „Köttur og mús“ eftir Giinther Grass, hinn fræga þýzka höfund. G- uðrún Kvaran þýddi bókina. Setning og prentun annaðist Oddi og Sveinabókbandið sá um bókband. Gúnther Grass Bókin Kötur og hús sem heitir á frummálinu „Katz und Maus“ kom út í Þýzkalandi 1961. Grass hefur sjálfur sagt frá því, að þessi bók hafi upphaflega verið hugsun sem kafli í Hundaárum, en sú bók kom út tveimur árum seinna. Efnið óx út úr höndum hans og varð ae einangraðra unz saga Jóakims Mahlkes var orðin full- sköpuð og sjálfstætt verk. Bókin gerist á árunum rétt fyrir stríð og fjallar m.a. á launhæðinn hátt um viðkvæm efni eins og hermennsku- dýrkun og svartamarkaðsbrask og þessi bók og tvær aðrar sem Grass sendi frá sér um svipað leyti ýfðu upp minningar meðal Þjóðverja sem þeir hefðu kosið að gleyma. Grass er fæddur 1927 í Langfuhr sem er nú í Póllandi. Hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Kosti vindhænanna, árið 1956. Ekki vakti sú bók ýkja mikla athygli en samt ákvað Grass nú að helga sig ritstörfum og freista þess að lifa af verkum sínum. Síðan hefur hann sent frá sér fjöldamargar bækur og fyrir löngu kominn í hóp merkustu núlifandi höfunda Þýzkalands. Farfuglar í Norðurlöndum hefja samvinnu sín í milli HINN árlegi samstarfsfundur Farfuglahreyfinganna á Norður- löndum var að þessu sinni haldinn á Farfuglaheimilinu í Haderslev í Danmörku dagana 15.—17. júní s.l. Á fundinum voru rædd sam- norræn málefni farfugla og stofn- að var nýtt bandalag, er nefnist Bandalag norrænna farfugla, og er það stofnað til að vinna að sameiginlegum verkefnum innan Norðurlandanna og að koma fram fyrir Norðurlöndin sem ein heild á alþjóðavettvangi, segir í frétt frá Bandalagi íslenzkra farfugla. Ennfremur segir, að eitt af fyrstu verkefnum hins nýja Bandalags norrænna farfugla sé að gefa út samnorrænan bækling um Farfuglaheimilin og aðra starfsemi farfugla á Norður- löndum. Er bæklingur þessi, auk þess sem honum verður dreift víða, ætlaður fyrir ferðamála-- kaupstefnu er haldin verður í Kaupmannahöfn 1980, þar sem norrænir farfuglar munu mæta sem ein heild. — Italía Framhald af bls. 1 við fyrstu atkvæðagreiðsluna í dag en aðrir flokkar skiluðu ýmist auðu eða greiddu atkvæði nafn- kunnum Itölum utan þings. Þannig fékk t.d. Eleonora Moro, ekkja Aldo Moros, tvö atkvæði og nafn Aldo Moros sjálfs var á einum atkvæðaseðlanna. Blaða- maður sá, sem mesta ábyrgð ber á því að Leone neyddist til að segja af sér, fékk atkvæði fjögurra þingmanna róttæka flokksins. Frambjóðandi kristilegra demó- krata, Guido Gonella öldunga- deildarþingmaður, hlaut 392 atkvæöi í atvkæðagreiðslunni í dag, en alls þurfti 674 atkvæði til að ná kjöri. Kommúnistinn Giorgio Amendola hlaut 339 atkvæði en Pietro Nenni fyrrum leiðtogi sósíalista hlaut 88 at- kvæði. Reglur um forsetakjör kveða á um að til að hreppa sigur þurfi frambjóðandi að fá tvo þriðju hluta atkvæða í einni af fyrstu fimm atkvæðagreiðslunum sem fram fara, en verði að greiða atkvæði oftar nægir einfaldur meirihluti. Þegar Leone var kjör- inn forseti til sjö ára árið 1971 hlaut hann kosningu í 23. atkvæðagreiðslu. ítölsku flokkarnir hafa rætt það með sér að undanförnu hvort hægt sé að ná samstöðu um frambjóð- anda og eftir atkvæðagreiðsluna í dag gengu kristilegir demókratar verulega í samkomulagsátt við aðra flokka með því að lýsa því yfir að þeir gætu sætt sig við að styðja frambjóðanda sem ekki væri úr þeirra eigin röðum. Áður þótti Beningo Zaccagnini aðal- ritari flokksins líklegastur til að ná kjöri. Magnús Jóhannsson með nokkrar mynda sinna Þaó stendur mikið ti! Einnig nýsending af Aftur og nýbúnir. sUiAor S. 28155 og 19490. Hin nýja hljómplata Randver „Þaö stendur mikiö tii“ er komin í verslanir. RANDVER Þaó steiidur nvktd til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.