Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 Al GI.YSINGASIMINN ER: 22480 Jumbo með 360 far- þega lenti í Keflavík með bilaðan hreyfil JUMBO bOTA frá I*an Amcrican mcð 3G0 farþctía lcnti mcð hilað- an hrcyfil á KcflavíkurfluKvclli í garkviildi. Flusvclin var á Icið frá London til San Franscisco cn cr hún var komin lansleiðina til Gramlands hilaði cinn hrcyfillinn ok var hcnni þá snúið við og lcnt í Kcflavík. Lcndinsin gekk vcl. Erfiðlega nckk að koma farþeíj- unum 300 fyrir ok varð að útvega hluta þcirra (jistiniíu á einka- hcimilum. þar scm þcir komust ckki allir fyrir á hótelum. Þrír viðscrðarmcnn Pan Amer ican komu frá I.ondon í nótt til að gora við hrcyfilinn og var húizt við að vclin sati farið frá Keflavík aftur í dag. Með 250 tonn eftir fímm daga veiðiferð „ÞAÐ er ekki annað hægt að segja en að þetta hafi verið góður túr“, sagði Sverrir Erlendsson skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en hann kom til Reykjavíkur með 250 tonn eftir fimm daga veiði- ferð. „Við fengum þetta út af Reykjanesi og þetta er heldur hýrara en ég þekki til áður og þakka ég það því að Þjóðverj- ar hafa ekki verið þarna á annað ár en þetta voru þeirra slóðir." árstíma væri algengt að koma með þetta frá 250 tonnum upp í 300 tonn að landi eftir 12—14 daga veiði- ferð, þannig að veiðiferðin nú hefði verið til muna styttri. „Þetta var drjúgt, kropp jafnt og þétt en engin stór- höl“, sagði Sverrir, „og aflinn mest karfi en talsvert ufsa- borinn." Portúgal: Menningar- dagar í Vest- mannaeyjum Menningardagar sjómanna og fiskvinnslufólks í Vestmanna- eyjum, „Maðurinn og hafið 78“, hófst í gær. Þá voru ýmsar sýningar opnaðar, kvikmyndir sýndar í félagsheimilinu og vinnustaðir heimsóttir, þar sem starfsfólki var flutt í kaffitím- um dagskrá með erindum, hljómlist og söng. Setningarathöfn var svo í íþróttahöllinni í gærkvöldi. Stefán Ögmundsson, formaður MFA, og Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráðherra, fluttu ávörp og Sveinn Tómas- son forseti bæjarstjórnar bauð gesti velkomna, en þar á meðal eru 22 gestir frá vinabæjum Vestmannaeyja á Norðurlönd- um. Lúðrasveit lék, kirkjukór- inn söng, sýndir voru fimleikar og sungnar vísur og afhent verðlaun í teikni- og ritgerða- samkeppni skólabarna. Meðfylgjandi myndir eru frá hljómlistarflutningi í kaffistofu fyrirtækis í Vestmannaeyjum og á hinni skoðar starfsfólkið listaverk úr safni ASÍ, sem hanga uppi á kaffistofunni. Ljósm. Mbl. Sigurgeir S.I.F. fær að skipa út 8000 lestum af saltfíski Sverrir sagði að á þessum ASÍ þiggur Vesturgötu 29 „ÞESSI miðstjórnarfundur í dag fjallaði um ýms innansamhands- mál önnur cn kjaramál cn við munum ræða stöðuna í þeim á fundi í næstu viku“. sagði Snorri Jónsson forseti ASI er Mbl. spurði hann um miðstjórnarfund ÁSI í gær. Fyrir fundinum lá meðal annars skeyti frá Þorkeli Valdimarssyni þar sem hann óskaði eftir því að miðstjórn ASÍ tæki afstöðu til gjafar hans á húseigninni Vestur- götu 29 til ASÍ. „Við munum aö sjálfsögðu þiggja þessa gjöf“, sagði Snorri Jónsson. „en það á eftir að athuga og ganga frá formsatriðum í því sambandi". SÖLUSAMBAND ísl. fisk- framleiðenda hefur nú feng- ið heimild til að skipa út 8000 lestum af saltfiski, þ.e. af framleiðslu síðustu vertíð- ar, til Portúgal, og á þetta magn að ganga upp í væntanlegan samning. Á meðan ekki hefur verið gengið frá samningum að fullu, er ekki hægt að skýra frá öðrum atriðum eins og verði o.fl. Eins og kunnugt er hefur S.ÍF. selt um og yfir 20 þús. lestir af saltfiski árlega undanfarin ár, en vegna efnahagsörðugleika í Portúgal, hafa samningar nú gengið seinna en áður. Friðrik Pálsson fram- kvæmdastjóri Sölusambands ísl. fiskframleiðenda sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þótt samningum væri ekki lokið að fullu, væri ákveðið að S.Í.F. skipaði út 8000 lestum af saltfiski til Portúgal og mundu afskipan- ir hefjast strax. Kvað hann allflesta framleiðendur hafa fengið leyfi til útskipunar, enda teldi S.Í.F. svo mikið vera í húfi nú, að það væri Smáloðna á grunnslóð fyrir norðan Siglufirði 29. júní SMABÁTAR hafa orðið varir við lóðningar á grunnslóð norðvestur af Siglufirði, sem menn halda að sé smáloðna. ábyrgðarhluti að láta fiskinn liggja í landinu, vegna út- flutningsbanns. Því vonaðist hann til að útskipunarbannið myndi hvergi standa í vegi fyrir væntanlegum útskipun- um. Að samningunum við Portúgali vinna Tómas Þor- valdsson form. S.Í.F. og framkvæmdastjórarnir Friðrik Pálsson og Helgi Þórarinsson. Ætluðu að flytja í nýtt hús í dag en það brann Miklar skcmmdir urðu á íhúðarhúsinu að Vesturvangi 28 í Ilafnarfirði af völdum eldsyoða í gærkvöldi, en húsið var nýtt og hugðust eigend- urnir flytja inn í dag. Eldurinn kom upp um kvöldmatarleytið í gærkvöldi cn þá var húsið mannlaust. Virðist eldurinn hafa orðið mestur í anddyri hússins og leitað eftir einangrun í lofti, en skemmdir urðu einnig miklar af hita og reyk. Vesturvangur 28 er cinlyft steinhús. Rannsókn á upptök- um eldsins var ekki fulllokið gærkvöldi cn talið var að hann hefði kviknað út frá rafmagni. Kristján Eldjárn forseti íslands: - A ekki von á því að ég feli einhverjum ríkisstjómarmynd- un alveg á næstunni „Það má vafaalust ekki drag- ast mjög lengi að tilraunir til stjórnarmyndunar hefjist en hins vegar má heldur ekki hrapa að neinu. Ég á þess vegna ekki von á því alveg á næstunni að ég feli einhverjum stjórnarmyndun“, sagði Kristján Eldjárn forseti íslands er Mbl. ræddi við hann í gær cftir fundi hans með for mönnum stjórnmálaflokkanna fjögnrra. sem nú eiga menn á þingi. Kristján Eldjárn kvaðst ekkert vilja segja frá þessum viðræðum „Þetta voru óformlegar viðræður", sagði hann, „fyrsta könnun, eins og ævinlega er gert.“ Þegar Mbl. spurði forsetann hvort hann ætlaði að eiga frekari viðræður við formenn flokkanna fjögurra, svaraöi hann: „Eg er óákveðinn í því. Eg hef á þessari stundu engin ákveðin áform um frekari viðræður." Kristján Eldjárn Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.