Morgunblaðið - 30.06.1978, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978
Gengið á Vífilsfell með Ferðafélagi íslands:
FERÐAFÉLAG
fjall
ISLANDS
ÁRSINS
FERBAFÉlao (SLANDS
koni. kftf aftur sezt niður og
sumir borðuðu aðra appelsínu,
en þær eru góður nestismatur,
því þær eru bæði svalandi og
nærandi.
Bíllinn var ekki væntanlegur
næsta klukkutímann og því var
gengið í rólegheitum inn í
Jósefsdal. Einn úr hópnum lét
sér göngu á sléttlendi ekki
nægja og gekk frekar á Sauða-
dalshnúk sunnan við Vífilsfell. í
Jósefsdalnum er mikið slétt-
lendi og væri þar tilvalinn
tjaldstaður ef vatn væri ein-
hversstaðar að finna.
Skáli Ármenninga í dalnum
er mjög illa farinn og þakið
fallið inn. Sama er að segja um
aðra skála sem eru þarna í
hlíðunum. Eru þeir til mikilla
lýta á landslaginu og ættu
eigendur þeirra að sjá um að
halda skálum sínum við, eða að
rífa þá.
FERÐAFÉLAG íslands hefur
valið Vífilsfell fjall ársins 1978.
Skipuleggur það gönguferðir á
fjallið og veitir viðurkenning-
arskjal þeim sem þátt taka f
ferðunum. Siðastliðið sumar á
50 ára afmadi félagsins var
fyrsta fjall ársins valið og varð
Esjan fyrir valinu. Esjan
reyndist vinsælt fjall og gengu
um 1700 manns upp á fjalls-
brúnina. Nú í ár hafa um 200
manns tekið þátt í ferðunum á
fjall ársins.
Á björtum degi nú fyrir
skömmu slóst blaðamaður
Morgunblaösins í för með 15
manna hóp sem Magnús Þórar-
.insson var fararstjóri fyrir. I
hópnum var bæði vant og óvant
fjallgöngufólk, þó vanir væru í
meirihluta. Gangan á fjallið
tekur minnst hálftíma, en hver
og einn getur farið með þeim
hraða sem honum hentar bezt.
Oft er sagt að þeir Ferðafélags-
menn gangi ekki á fjöll, heldur
hlaupi þeir, en ekki reyndist það
rétt í þetta skipti.
Gengið er á fjallið upp skarðið
við Jósefsdal. Vífilsfell er 655
metra hátt og liggur suðaustur
af Sandskeiði. Það heitir eftir
Vífli, leysingja Ingólfs Arnar-
sonar, þeim sem bjó að Vífils-
stöðum, segir í bókinni Landið
þitt, eftir Þorstein Jósepsson.
Neðst í hlíðinni þarf að ganga
yfir og upp skriður, en þegar
ofar dregur tekur mosi við og
verður þá ganga mun auðveld-
ari.
Þegar veörið er gott og bjart
yfir er útsýnið mjög fallegt af
fjallinu. Á göngunni upp var
gaman að líta við og sjá hvernig
Hengillinn breytti um mynd
eftir því sem ofar dró. Spölurinn
upp á efsta tindinn er brattur og
hefur Ferðafélagið komið fyrir
reipum til að auðvelda klifið.
Efst á brúninni kom það upp
útsýnisskífu fyrir mörgum
árum, sem hjálpar fólki að átta
sig á fjallahringnum sem blasir
við.
Göngumenn tóku upp nesti
þegar tindinum var náð og gott
þótti sumum að setjast niður og
hvíla lúna fætur. Þegar bjart er
yfir sést inn á Langjökul,
Heklan há og tignarleg blasir
við og stundum sést til Vest-
mannaeyja. Þennan dag var
mjög bjart yfir Snæfellsnesinu
og jökullinn sést varla betur en
af tindi Vífilsfells.
Eftir stutta hvíld afhenti
fararstjórinn göngumönnum
viðurkenningarskjalið.
Kristjana Björg Benediktsdótt-
ir, sem er 11 ára, tók hreykin við
sínu skjali, en hún fékk einnig
viðurkenningu í fyrra, þegar
hún gekk á Esju. Hún var í fylgd
með föður sínum og gaf honum
ekkert eftir á göngunni, þó hann
væri vanari en hún. Hún viður-
kenndi þó að hann færi anzi
hratt og hún væri ekki alveg
laus við þreytu.
Gengið er á fjallið í skarðinu vinstra megin í hlíðinni.
Síðasti spölurinn er brattur.
Ekki
rétt
að allir Ferðafélags-
menn hlaupiá fjött...
Magnús Þórarinsson setur stafi sína í fjallabók Kristjönu Bjargar
og Benedikts Þórmóðssonar.
Á leiðinni upp settust nokkrir niður og dáðust að útsýninu.
n
Magnús setti stafina sína í
bók hjá þeim, sem segja má að
safni fjöllum. Ferðafélag ís-
lands veitir þeim mönnum sem
gengið hafa með félaginu á 10
fjöll sem eru hærri en 500
metrar viðurkenningarskjal.
Margir í hópnum voru með
þessar bækur og sögðust hafa
mikið gaman af að halda til
þeim fjöllum sem þeir hafa
gengið á.
Önnnur leið var farin niður en
upp. Þar var mikil lausamöl og
flýtti hún þó nokkuð fyrir
ferðinni, því við hvert spor var
runnið aðeins áfram, og göngu-
laginu var Hkt við göngulag
geimfara sem aðdráttarafl
hefur lítið tak á. Þegar niður
Alls tók ferðin um 5 tíma.
Þeir sem vilja þurfa ekki að
binda sig við ferðir Ferðafélags-
bílsins en geta hitt göngumenn
við fjallsrætur áður en lagt er af
stað, og greiða þá að sjálfsögðu
lægra gjald. Lagt er af stað frá
Umferðarmiðstöðinni og enn
eru eftir tvær ferðir á Vífilsfell.
Beztur skóbúnaður í ferðir
sem þessar eru skór með þykk-
um botni og heppilegast er ef
þeir eru reimaðir uppá ökklann.
Þó er vel hægt að ganga á fjöll
í strigaskóm eða öðrum mjúkum
skóm, en hætt er þá við, að
ökklarnir þreytist fljótt. Bezt er
að verá í léttum yfirhöfnum og
skjólgóðum því hvassviðri getur
verið efst á Vífilsfelli þó lyngt
sé niðri.