Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 11 Sviðsmynd frá sýningu Nemendaleikhússins á Pilsaþyt eftir Carlo Goldoni. Staða konunnar í Chiozza N emendaleikhúsið Lindarbæi PILSAÞYTUR eftir Carlo Goldoni. Þýðandit Stefán Baldurs- son. Leikstjórii Þórhildur Þor- leifsdóttir. Leikmynd og búningari Messíana Tómasdóttir. Tæknimaðuri Ólafur Örn Thoroddsen. EINKENNI leiksýninga sem Þórhildur Þorleifs- dóttir stjórnar er hraði, lifandi hreyfing á sviðinu. Þetta kemur vel fram í Pilsaþyt Carlo Coldonis, ítölsku leikriti frá átjándu öld sem nú er sýnt í Lindarbæ. Um það þarf ekki að hafa mörg orð að sýning leikritsins er Nem- endaleikhúsinu til sóma í hvívetna. Að leik og fram- sögn verður naumast fund- ið þótt eflaust megi finna einhverjar misfellur (t.d. framburð ítalskra nafna), en allt er það veigalítið. Þetta er heilleg sýning sem hlýtur að teljast mikið lof Þegar um jafn unga leikara er að ræða. Meðal þess sem lofsvert er um sýninguna og reyndar einn helsti kostur hennar eru búning- ar og leikmynd Messíönu Tómasdóttur. Tekist hefur að skapa suðrænt andrúmsloft. Leikritinu er ekki ætlað að gerast annars staðar en í fiskimannabæn- um Chiozza. Staða konunnar á átjándu öld er efni Pilsaþyts. í Chiozza eru konur í meirihluta. Hver karlmaður verður því eftir- sóttur, enda eina fram- tíðarvon konu að giftast. Goldoni lýsir stríði kenn- anna um karlmennina í Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON skoplegu ljósi, en undir niðri býr alvara. Þær eiga greinilega samúð hans. Sérstaklega beinist háð hans að embættismönnum sem í raun versla með ungar meyjar undir því yfirskyni að þeir séu verndarar þeirra. Pilsaþyt- ur er að vísu verk sem unnt er að njóta einungis sem gamanleiks, en ekki sakar að velta fyrir sér markmið- um höfundarins. Meðal þess sem vakti athygli í leikritinu og um leið kátínu áhorfenda voru viðurnefni persónanna, uppnefni á borð við þau sem lengi hafa tíðkast í íslenskum sjávarplássum. Það sannar að margt er líkt með skyldum. í leikskrá er ávarp frá fjórða bekk S, þ.e.a.s. leik- unum. Að loknu námi íhuga þeir hvað taki við: „Ekki eru atvinnuleik- húsin líkleg til að bæta við sig tólf eða tuttugu eða tuttugu og níu eða fjörutíu leikurum næsta haust. Þarfir útvarps og sjónvarps eru einnig takmarkaðar.“ Leikararnir spyrja hvað sé til ráða: „Er ekki tímabært að stofna nýtt leikhús. Leik- hús sem gefur ungu og áhugasömu fólki möguleika á að sýna sig og sanna. Leikhús sem leitar nýrra leiða og virkjar alla þá orku sem nú liggur ónotuð. Leikhús sem ef til vill býður upp á áður óþekkta möguleika." Þessum spurningum sem beint er til leikhúsgesta er auðvelt að svara játandi. En eins og leikararnir ungu gera sér grein fyrir þarf skilning fjárveitingavalds- ins. Mér virðist frammi- staða leikara Nemendaleik- hússins vera með slíkum ágætum að allt þurfi að gera til þess að kraftar þeirra nýtist. Meðal annars þarf að stuðla að því að áhugamannaleikfélög úti á landi fái þetta fólk til liðs við sig. Víða er þörf á leiðbeiningu í leiklistarleg- um efnum. En sannarlega væri gaman ef ungir ieikar- ar hefðu bolmagn til að stofna nýtt leikhús eins og það sem fjórði bekkur S stingur upp á. Jurtabók AB Fuglabók AB Fiskabók AB Islenzk ferðaflóra 2. útgáfan aukin og endurbætt. Handhæg bók í göngu og fjallaferðir. Almenna bókafélagið Austurstræti 18. Bolholti 6. sími 19707 sími 32620 Fiskar og fiskveiðar 2. útgáfa endurbætt Bók þessi kom fyrst út í Danmörku árið 1964 en hefur síðan verið geiin út í ýmsum löndum, enda hefur hún vakið verðskuidaða athygli, fyrir fjölbreytilegan texta, fallegar myndir og vandaðan frágang. Fuglar Islands og Evrópu 3. útgáfan. í bók þessari er fjallað um alla fugla íslands og auk þess alla fugla Evrópu, vestan Rússlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.